Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1997, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1997, Síða 14
Franski málarinn Jaques Monory er einn af frumkvöðlunum í evrópskri popplist og bar einna hæst í röðum listmálara á 7. áratugnum. Verk hans eru títt á alþjóðlegum sýningum og einkasýningum í ----------------------------y---y-----7------------------------------------------------- Evrópulöndum og New York. ELIN PALMADOTTIR hitti Jaques Monory þar sem hann var að setja upp á Kjarvalsstöðum sýningu á verkum sínum sem verður opnuó á laugardag. RÁÐGÁTA SÝNINGIN á Kjarvalsstöðum ber yfir- skriftina Kuldi, en flestar myndirnar hafa titilinn Ráðgáta. Við göngum um salinn, sem er þrískiptur, þar sem haliast upp að veggjum gríðarstórar myndir og hins vegar 48 myndir sem verða hengdar upp í samfellu. Öll eru verkin unnin á sl. þrem- ur árum. Manory kveðst mála mikið í mynda- syrpum. Þama er hann að fjalla um „Ráðgát- una“, bæði í sýningunni sem heild og í sér- stakri myndaröð innan hennar. Til skýringar flettum við í gegn um stóra og mikla bók um feril hans frá 1955 til 1986, með myndum og greinum og aftast eru margra blaðsíðna listar með sýningum hans, myndum, uppákomum og kvikmyndum sem hann hefur gert frá 1965 og fram undir þetta. En tvær myndavélar með myndböndum um hann og eftir hann verða í gangi á sýningunni á Kjarv- alsstöðum. Fyrsta syrpan í bókinni er frá 1968 og ber heitið „Dauði“. Þá hafði listamaðurinn verið á Kúbu sem varð nokkurt áfall. „Það voru þess- ar myndir sem gerðu mig þekktan um alla Evrópu,“ segir hann blátt áfram. Hann hafði að vísu verið í listaskólum og sýnt áður í Par- ís, en tímamót urðu við sýninguna í Nútíma- listasafninu í París. Þar sló hann í gegn og það varð upphafið á frægðarferii hans. Mynd- Morgunblaðið/Kristinn FRANSKI málarinn Jacques Monory á Kjarvalsstöðum. imar vöktu mikla at- hygli eftir þessa sýn- ingu í Þýskalandi, á Ítalíu, og yfirleitt um alla Evrópu. Upp úr því var Mo- nory stjarnan í mynd- listarheiminum, og ásamt Erro í broddi fylkingar hinnar nýju poppstefnu, sem tók við af Parísarskólan- um, með nýja realismanum og frásagnamál- verkinu. Hann kvaðst hafa tekið þátt í 67- bylgjunni, sem m.a. lét til sín taka um Víetnam- stríðið, svo sem sjá má af næstu myndasyrpu hans frá árunum 1969-71. Upp úr því sýndi hann í New York og gerði þá líka myndafilm- ur. Það kallar á spumingu um muninn á evr- ópskri og amerískri popplist. Monoiy segir einn þáttinn í þeim mun vera að í Ameríku beindist popplistin að því að vera lofgjörð um neyslu- menninguna, eins og hún birtist í amerísku samfélagi, þó svolítið bregði að vísu fyrir gagn- rýni líka. En í Evrópu sé hún alltaf gagnrýni á samfélagið. Hann sjálfur og félagar hans máluðu á gagnrýnum nótum og það gerir hann enn. Þótt hann sýndi í New York, tekur hann Evrópu auðheyrilega fram yfir. í draumkenndum blóma Jaques Monory hefur málað ýmis mikilvæg verk sem sýna að hann hefur fundið sér nú- tímaform til að mála söguna. Hann kveðst alltaf segja sögu, túlka veruleikann á hveijum tíma. „Heimurinn er stórkostlegur og hræðileg- ur í senn. En það sem ég vil segja er að ef til vill sé hann viss blekking, okkur sé að dreyma. Þessvegna nota ég mjög oft bláan lit í myndun- um mínum, eins og þú sérð hér i miðrýminu á sýningunni og jafnvel í myndböndunum. Það er litur draumsins. Þarna er syrpa lögreglu- eða sakamálamynda og þó þar sjáist títt byss- ur og ýmislegt skelfilegt er það í draumkennd- um bláum lit. Ef að er gáð má fínna í þeim flestum fólk að faðmast. Meira að segja hér MYNDIN ERMÉR í horninu mig sjálfan að kyssa konuna mína,“ segir hann kíminn. I syðsta hluta salarins eru m.a. þijár gríðar- stórar myndir. Hann segir tilefni þeirra spurn- ingu sem beint var til hans: Hvaða ósk áttu fyrir framtíðina? Fyrsta myndin heitir „í gær“ og sýnir eindahraðal, þar sem slíkir ógnar- hverflar breytast með ógnahraða og úreldast. Næsta mynd er „Nútíminn" og sú síðasta nefn- ist „Á morgun“. Þar er lifandi kominn draum- urinn um að allt verði eitt blómskrúð. „Áður málaði ég markvisst, þar sem hvert einstakt málverk hafði skýra merkingu. Núna mála ég án þess að vita hvemig myndin verð- ur endanlega. Þessvegna kalla ég þetta ráðgát- ur, myndirnar búa yfir merkingu sem ég næ ekki að gera mér grein fyrir nema að hluta til. Myndin er mér ráðgáta. Eg skil æ minna í því af hveiju ég geri hana. Má segja að það sé í senn raunsæi og óraunsæi. Ég nýti mér raun- veruleikann til að sýna skortinn á raunveru- leika hlutanna. Nota raunsæið til að skilja óraunsæið, ef svo má segja,“ segir hann. Monory er þekktur fyrir að gera myndir sem eru hugsaðar eins og sakamáiaráðgátur í anda leynilögreglusagna. Eins og tíðarandinn var á sjöunda áratugnum var hann í upphafi ferils síns upptekinn af skelfingum Víetnam-stríðs- ins, sem svo leiddi með tímanum inn í frásagna- málverk í anda lögreglumynda. Vora poppaðar upp í sakamálasögur með heimspekilegum hugmyndum, ef svo má orða það. Jaques Monory hefur undanfarin 30 ár átt sinn fasta sess í sýningarsölum hjá hinu þekkta galleríi Maeght og myndir hans má jafnan sjá á samsýningum og einkasýningum víðsvegar um Evrópu. Nú er stór sýning í Pompidou-safn- inu þar sem hann kemur við sögu. Einnig skip- ar hann sinn sess í stórri sögulegri sýningu sem nefnist „Málverkið í Frakklandi". En hvernig stóð á komu þessarar stóru sýningar hans til íslands? Hann segir að Erro hafí kynnt hann fýrir Gunnari Kvaran á Kjaivalsstöðum, en þeir höfðu áhuga á að sýna á íslandi þetta tímabil í myndlistinni sem lítið hafði verið kynnt hér. „Þeir vildu fá mann eins og mig til að fylla það skarð,“ sagði málarinn að lokum. ÞESSI STÓRI HIMINN, ÞESSI VÍÐISJÓNDEILDARHRINGUR BARBARA Westman kom til íslands í fyrsta skipti síðastliðið haust ásamt eiginmanni sínum, Arthur Danto heimspekingi, en hann hélt fyrir- lestur við Háskóla Islands um list Ándy Warhol. Þessi íslandsferð segir Barbara að hafi verið sér bæði mikil og ógnvekjandi reynsla. „Það var svo margt hérna sem fangaði athygli mína að það var nánast ógnvekj- andi. Ferðin frá Keflavík til Reykjavíkur varð mér eins konar opinberun. Eg sá allt í einu að hveiju ég hafði verið að leita í verkum mínum undanfarin ár; þessi stóri himinn, þessi víði sjóndeildarhringur. Sá sem er búsettur í New York sér nefnilega aldrei nema út í næsta vegg, það sést einungis öðru hveiju glitta í bláan himin á milli bygg- inganna. Höró, grimm og hrá fegwró Þessi ferð um klukkan hálf sjö að morgni í septembermánuði var stórfengleg. Það var dimmt og gríðarlegur himinn yfir úfnu hrauninu sem tók á sig ýmsar kynjamyndir. Litimir voru göldróttir; purpuragrátt, djúp- dökkt og öskurgrænt. Rigningin lamdi bílinn að utan en aldraður bílstjórinn lét sér hvergi bregða og sigldi okkur yfir svart malbikið. Þetta land er ekki fallegt í sama skilningi og aldingarðurinn Eden, fegurð þess er hörð og grimm og hrá; maður skynjar að þetta er erfitt land, maður skynjar miðaldirnar og söguna - maður finnur fyrir þessu öllu í hveiju skrefi. Kannski er ég næmari fyrir þessum hlutum vegna þess að ég er komin af norrænu fólki.“ Barbara Westman heitir bandarísk listakona sem - — ■ 1 heimsótti Island síóastlióió haust í stuttan tíma og varð fyrir svo miklum áhrifum að hún málaði fjölda mynda af landinu. Myndirnar veróa til sýnis á Kjarv- alsstöðum næstu vikur. ÞRÖSTUR HELGASON hitti hana þar og ræddi vió hana um heimsóknina. BARBARA Westman. Morgunblaéið/Þorkell Landslagsárátfan Barbara fékkst lengi við að hanna og teikna bókakápur en kunnust er hún senni- lega fyrir að hafa verið einn af aðalteiknur- um tímaritsins The New Yorker. „Ég teikn- aði forsíðumyndina á The New Yorker lengi vel en fékk svo nóg af því vegna þess að ég þurfti að fá meira rými; forsíðan var hamlandi, maður var alltaf að teikna lóðrétt og gat aldrei þanið myndina út. Ég hætti því hjá tímaritinu og fór að mála aftur. Brátt fór svo landslagsáráttan að segja til sín og þegar ég kom hingað blossaði hún upp. Þegar ég kom heim til New York málaði ég sextán málverk á hálfum þriðja sólarhring. Það varð eins konar eldgos, ég var eins og Geysir og sletturnar fóru út um allt - ekki bara á pappírinn." Og veðrió! „Þessi langa lína í fjarlægð með einstaka fiskiþorpi, húsi, skýi, goshver - stórir pollar og vatnsflákar - rigningin sem steyptist yfir okkur. Minningin um allt þetta fór á pappírinn. Hreini blái liturinn er ríkjandi, ýmiss blæbrigði fjólubláa litarins, grænt. Það vakti athygli okkar Arthurs þegar við komum hingað núna að litirnir voru allt aðrir en í haust; það var allt svart, grátt og hvítt. Og mig langaði helst til þess að fara að mála aftur, mála þessi nýju lit- brigði. Þetta land er dásamlegt, stöðugum breytingum undirorpið. Og veðrið! Það breytist á augnabliki. Við erum búin að vera hérna í nokkra klukkutíma og höfum þegar séð að minnsta kosti þrjátíu tegundir veðrabrigða. Ég hlakka til að móta þetta allt í mynd þegar ég kem heim.“ 14 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. FEBRÚAR 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.