Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1997, Síða 17
þegar hún hverfur mér sýnum; þegar ég
stundum sé fellin, og sólina skína sunnan
í þau er mér sem ímynd þín sé sunnan á
hverju felli, því þau brosa svo blítt við
sólinni, eins og þú elskan besta brosir við
vonargeislunum sem guðs sól sendir brjóst-
inu þínu. Já! það er alténd auðséð, að fell-
in, hvenær sem ég sé þau gægjast upp af
heiðunum, eru að hlæja sín á milli oggleðj-
ast af að hafa þig í grennd við sig, og
segja við mig: svona eigum við nú gott,
komdu og finndu hana unnustu þína og
okkar . . . Já! komdu með hana undir
grænu ræturnar okkar einhverja blíðustu
sumarnóttina, við skulum hyljaykkur. . .
Ástin var heit og aðskilnaðurinn sár,
jafnvel óvíst hvort þau
næðu nokkru sinni
saman:
Hjartkjærasta
Hólmfríður mín! Frá
því ég sá á bak þér
suður fyrir bæinn í
Hlíð, og hjartað í mér
ætlaði að rifna, hef ég
verið svona og svona
til skapsmunanna,
ofur stúrinn meðjafn-
aði, þó bæli ég það
sem best ég get. . .
Mig dreymir stundum
vakandi, að ég hvíli í
blessuðum blíða faðm-
inum þínum, en illir
andar komi þá að okk-
ur, og rífi okkur hvort
frá öðru, og ég með
fáeinum tárum segi,
vertu sæl! og þú
eins . . .
Þótt bréf Hólmfríð-
ar séu ekki eins meitl-
uð í stíl og bréf Jóns,
sem var sex árum
eldri, bera þau engu
að síður vott um að
hún hafi kynnst róm-
antískum skáldskap.
En hvað skyldi hún
hafa lesið? Væntan-
lega má þar fyrstan
telja vin hennar Jónas
Hallgrímsson, höfuðskáld rómantíkurinn-
ar. Það var ekki óeðlilegt að bæði Hólmfríð-
ur og Jón væru uppfull af rómantískri ást
á þessum rómantíska tíma og í persónuleg-
um kynnum við höfuðskáldin rómantísku.
,,..þau grunar víst ekki
od ég skrifi yður, þaö
á heldur enginn aö
vita þaö. Nema Sigur-
geir sem ég hiö aö
skrifa utan á þaö og
hiöja pósttetriö fyrir.
Hólmfríður Jónsdóttir
ÞJÓÐSKÁLDIÐ góðkunna, Jónas Hall-
grímsson. Hann var á ferð í Mývatnssveit
um svipað leyti og Jón Sveinsson. Honum
var fengin til fylgdar átján ára yngismær,
segir sagan. Og þau skrifuðust á til dauða-
dags hans.
ára gömul þegar hún skrifaði Jóni fyrsta
ástarbréfið og hún var bæði tilfinninga-
heit og rómantísk:
Þegar ég sá bréfið sem þér skrifuð-
uð . . . varð ég hissa hvað hjörtu mann-
eskjanna hvert öðru óafvitandi gætu eða
geta orðið samtaka eftir því sem ég bar
saman þá meiningu er ég tók úr bréfinu
við mitt eigið hjartalag.
Og hún bætti um betur í næsta bréfi
með því að játa honum ást sína opinskátt:
„fyrst þér voruð svo náðugir við mig að
elska mig þá er ég óhrædd að segja yður
það sanna, Guð veit ég elska yður líka“.
Hún lagði á ráðin um hvernig þau skyldu
skrifast á með leynd: Pétur eða þau grun-
ar víst ekki að ég skrifi yður, það á heldur
enginn að vita það. Nema Sigurgeir sem
ég bið að skrifa utan á það og biðja póstt-
etrið fyrir. Ef að þér skrifið nokkuð aftur
verðið þér að slá utan um það til hans
. . . Það veit ég að þetta er það bjánaleg-
asta bréf sem þér hafið séð. Ég vildi samt
að það yrði ekki það eina sem okkur færi
á milli. Það varð heldur ekki það eina
sem á milli þeirra fór. í kjölfarið fylgdu
eldheit og rómantísk ástarbréf. Og hún
hætti að þéra hann.
Ást og aóskilnaóur
Glöð skulum bæði við brott siðan halda
brennandi í faðmlögum loftvegu kalda
í gullreiðum norðljósa þjóta um þá!
Væn svo þá smáblys í vindheimum glansa
um vetrarbraut skulum í tunglsljósi dansa og snjó-
skýj abólstrunum blunda svo á.
Svo orti Bjarni Thorarensen skáld og
amtmaður, náfrændi og vinur Jóns Sveins-
sonar í Sigrúnarljóðum. Bjarni var einn
af frumkvöðlum rómantísku stefnunnar
hér á landi. Mætti ætla að Jón frændi
hans hafi verið undir áhrifum frænda síns
og vinar er hann skrifaði unnustunni, sem
honum var meinað að eiga, eftirfarandi:
mér léttir æfinlega þegar ég sé yfir sveit-
ina fögru, en fyllist ósjálfráðum harmi
Hví hafa örlög
okkar beggja
skeiði þannig skipt?
hví var mér ei ieyft
lífi mínu
öllu með þér una?
Nei, Jónas fékk ekki ástina sína. Hins
vegar fengu Jón og Hólmfríður að eigast.
Þau kynntust víst nægu mótlæti í stað þess
að líða um í eintómri sælu á rósrauðu skýi
ástarinnar. En þau voru „með öllum jafn-
aði nokkurn veginn ánægð með okkar kjör,
og vel ánægð hvort með annars sambúð“
eins og þau sögðu í bréfi til móður Hólm-
fríðar árið 1866. Og betra gat það varla
verið eftir rúmlega tuttugu ára sambúð.
Og þótt Jón kunni að hafa sullað með vín
af og til, þá gerði hann það líklega af meiri
varfærni en þjóðskáldið Jónas. Það var
Hólmfríði trúlega fyrir bestu að lítast betur
á Jón en Jónas. Eða hvað?
Enn er forvitni minni ósvalað. Voru þeir
Jón og Jónas samtímis í Mývatnssveit?
Hvernig var kynnum Jónasar og Hólmfríðar
varið? Hafði Jónas augastað á henni eins
og sagan hermir? Sennilega fæ ég seint
svar við þessum spurningum. Og þótt okk-
ur kunni að gremjast það að gamla konan
skyldi eyðileggja bréfin sín, er ekki hægt
annað en að fyrirgefa henni þegar manni
verður hugsað ein 150 ár fram í tímann,
þegar afkomendur okkar taka sig til og
róta í eigum okkar! Það gæti verið að eitt
og annað yrði eldinum að bráð áður en við,
lesendur góðir, kveðjum þetta tilverustig.
Heimildir:
Bjarni Thorarensen: Kvæði, Rv. 1954.
Jón Jóhannesson: Siglufjarðarprestar, Ak. 1948.
Páll Eggert Ólason: Islenskar æviskrár. Frá landn-
ámstímum til ársloka 1940 III, Rv. 1950.
Ritverk Jónasar Hallgrímssonar. Ljóð og lausamál
I, Skýringar og skrár IV. Rv. 1989. Ritstjórar:
Haukur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi
Egilsson.
Handritadeild Landsbókasafns: Lbs. 3179, 4to.
Þjóðskjalasafn: Þjskjs. E.15. Dagbækur og bréf
Jóns og Hólmfríðar.
Viðtal við Þorgrím Starra Björgvinsson.
Höfundur er sagnfræðingur.
MERGUR MÁLSINS 20
SIGANDI LUKKA
ER BEST
EFTIR JÓN G. FRIÐJÓNSSON
Mér hefur verið bent á að stundum
er farið rangt með málsháttinn
Sígandi lukka er best (19.
öld) þannig að í stað sígandi
er notað „stígandi. Þar með er sú viska
sem að baki liggur fyrir borð borin þar sem
merking málsháttarins vísar ekki til „vax-
andi (stígandi) gæfu eða láns“ heldur „ham-
ingju, láns“ sem kemur ,jafnt og þétt (síg-
andi)“.
Málshættir fela í sér visku eða sannindi
sem dregin eru af reynslu genginna kyn-
slóða, enda eru það alkunn sannindi að Oft
er gott það er gamlir kveða (Hávamál)
og Spakir menn henda á mörgu mið
(Sturlunga). í þessu tilviki eru sannindin
þau að betri er sígandi arður en snúandi
en þá gerð málsháttarins er að finna í fornu
máli, Páls sögu. Þar merkir arður „plógur“
þar sem -r- er stofnlægt [arður-arður-
arðri- arðurs] en arður merkir einnig hagn-
aður [arður-arð-arði- arðs], rétt eins og
plógur vísar oftast til „verkfæris“ en getur
einnig vísað til „hagnaðar“, sbr. fjárplógur
og fjárplógsstarfsemi. Sígandi lukka vís-
ar því til „gæfu sem kemur hægt og bít-
andi“ alveg eins og sígandi arður sem
notaður er sem andstæða við snúandi arð-
ur.
í mörgum málsháttum koma fram efa-
semdir um þessa heims gæði, t.d. Allt er
fallvalt í heimi hér og Hamingjan er
óstöðug. Svipuð efahyggja kemur fram í
málshættinum Það þarf sterk bein til að
þola góða daga og því er það ekki hollt
fyrir ungt fólk sem er að byrja búskap, að
fá allt upp í hendurnar, sígandi lukka er
best. Þessi afstaða kemur fram í ýmsum
myndum, m.a. í málshættinum Hollari er
húsbruni en hvalreki á fyrsta ári.
SLAANDI, EKKI SATT?
(Tileinkað Jóni Hreggviðssyni)
EFTIR GUNNI ÓSK FRIÐRIKSDÓTTUR
LENGST inní mér er demantur, ég veit
það. Þú sérð hann ekki nema þú kryfjir
mig til mergjar. Daginn sem ég missti vit-
ið, skein stjarna á himninum allan daginn,
hún endurspeglaðist í demantinum inní
mér. Ég öskraði þann dag af ánægju. Ég
brosti þangað til sást niður í maga. En
enginn sá demantinn minn. Hljóp um á
nærbuxunum og skríkti eins og smástelpa.
Og þegar þú vaknaðir varstu hissa. Hljóp
berfætt yfir grýtt landið, skreið uppá Lang-
jökul til að hvíla mig.
Rödd mín bergmálaði út um allt, ég tjáði
mér ást mína á sjálfri mér. Demanturinn
skein, þar sem hann lá bakvið lungun, garn-
irnar vöfðust utan um hann og huldu hann
fyrir röntgenmyndatökunni.
Það blæddi úr fótum mínum og skinnið
á mér fraus fast við jökulinn. Núna þegar
ég hef fundið hamingjuna er mér alveg
sama hvað þér finnst. Og þegar ég er í
stuði öskra ég á marga vegu en það vakn-
ar enginn í fjölbýlishúsinu mínu því íbúðin
mín er hljóðeinangruð. Það skiptir mig engu
máli þó að maturinn sem þú gefur mér
innihaldi eitthvað róandi. Ég tek demantinn
minn með til himna þó þú sendir mig þang-
að í spennitreyju.
Höfundur er nemi í Menntaskólanum ó Akureyri.
EVA HEIÐA ÖNNUDÓTTIR
FYRIRHEITNA
LANDIÐ
Stend í stafni Vatnsdropar
skips, fylla vit mín
sigli hraðbyri og brátt siglum við
til austurs. í kafi.
Reyni að öskra Og skipið líður dáleitt
út fyrir heimsins áfram,
haf. Alltaf sést glitta í uns það strandar i gullsandinum.
glóandi landið Sé fólkið sem fór
við sjónlínuna, á undan mér,
landið, þar sem fast í sandinum
frægðin bíður þar sem rödd mín og það argar.
mun hljóma. Enginn syngur allir slást og brátt er ég hrifin með.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. FEBRÚAR 1997 17