Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Page 3
LESBéK MOHGl\BI.AI)SI\S ~ MENMNG I.ISIIB
15. TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR
EFNI
Áttatíu ár
Kristinn
Sigmundsson syng-
ur í París þessa dag-
ana. I samtali við
Þórunni Þórsdóttur
segir hann frá þvi
sem hann er að fást
við og fjallar þá
bæði um óperuna og
ýmislegt annað sem
fylgir lífi söngvar-
ans.
eru í dag frá stofnun Leikfélags Akur-
eyrar og er tímamótanna minnst með
hátíðarsýningu á Vefaranum mikla frá
Kasmír. Reyndar má rekja upphaf sjón-
leikja á Akureyri allt aftur til 1860 en
leikfélag var stofnað 1917. Ein merkustu
tímamót í sögu Leikfélags Akureyrar
urðu árið 1973 þegar atvinnuleikhús var
stofnað á Akureyri.
Kínverjar
reyna að hafa hemil á mannfjölgun, en
samt fjölgar þjóðinni um 15 milljónir á
ári, segir Sólveig K. Einarsdóttir, sem
hefur nokkrum sinnum verið á ferðinni í
Kína og fylgst með breytingum þar.
Hús Hillebrandts
heitir nýtt leikrit eftir Ragnar Arnalds,
sem verður frumsýnt á Blönduósi á mið-
vikudaginn. Leikritið fjallar um landnem-
ana á Blönduósi, frumherjana sem hófu
verslunarrekstur við ósa Blöndu fyrir
rúmum hundrað og tuttugu árum. En leik-
ritið fjallar ekki bara um verzlun og við-
skipti, heldur allar hliðar mannlífsins,
þ.á m. ástina.
Stjörnuspár
eru vinsælar í blöðum en stjörnuspeki á
ekkert skylt við vísindi, segir Þorsteinn
Eggertsson í grein, og telur að sljörnu-
spekingar hafi misskilið lögmál stjörnu-
spekinnar frá upphafi.
Faðirinn
Konur
JÓNAS HALLGRÍMSSON
A SUMARDAGINN
FYRSTA
Þökk sé þér, Guð! fyrir þenna blund,
er þá ég um síðstu vetrarstund;
hann hressti mig, og huga minn
huggaði fyrir máttinn þinn;
nú hefir sumarsólin skær
sofnaðan þínum fótum nær
vakið mig, svo að vakni þín
vegsemdin upp á tungu mín.
Höfundur, faðir alls, sem er,
um alheimsgeiminn hvar sem fer,
þú, sem að skapar Ijós og líf,
landinu vertu sverð og hlíf;
myrkur og villu og lygalið
láttu nú ekki standa við,
sumarsins góða svo að vér
sannlega njótum rétt sem ber.
Vorblómin, sem þú vekur öll
vonfögur nú um dal og fjöll,
og hafblá alda’ og himinskin
hafa mig lengi átt að vin.
Leyfðu nú, Drottinn! enn að una
eitt sumar mér við náttúruna;
kallirðu þá, eg glaður get
gengið til þín hið dimma fet.
er þekktasta leikrit Strindbergs og talið
byggt á hans eigin hjónabandi og skiln-
aði. Þar er ástin stríð milli kynjanna og
vopnin eru afbrýði, öfund og efi. Um
Strindberg og Föðurinn skrifar Einar Þór
Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður.
settust að hringborðsumræðum á Nor-
rænu kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg á
dögunum. Til þeirra var sérstaklega boð-
ið tæplega tuttugu kvikmyndagerðarkon-
um frá Norðurlöndunum og Eystrasalt-
slöndunum.
Jónas Hallgrimsson, 1807-1845, þarf varla að kynna, enda voru „lista-
skóldinu góða“ gerð góð skil ó 150. órtíð hans fyrir tveimur órum. Ljóð-
ið er birt í tilefni þess að sumardagurinn fyrsti, þessi einstæði islenzki
hótíðisdagur, er í næstu viku.
MENN
SEM BURRA
Forsíðumyndin er af ferðamönnum á Kínamúrnum.
RABB
EfTIRFARANDI frétt birtist
fyrir skömmu í Dagblaðinu og
skaut mörgum kennaranum
skelk í bringu og er þó sú
stétt flestu vön.
Foreldrarnir sviptu siglífi
Það hafa verið myrkir
kaflar í ævi Slobos. Faðir
hans, sem var prestur rétttrúnaðarkirkj-
unnar í Svartfjallalandi, fyrirfór sér er
Slobo var 21 árs. Þegar Slobo var 7 ára
framdi uppáhaldsfrændi hans sjálfsvíg.
Þegar Slobo var orðinn 33 ára og farinn
að klifra upp metorðastigann hjá kommún-
istum hengdi móðir hans sig. Hún hafði
verið kennari.
Svo mörg voru þau orð og má nú hver
draga sína ályktun. Hins vegar er ljóst að
skv. þessari frétt er fátt hættulegra en
vera kennari. Þetta vita þeir best sem lagt
hafa starfið fyrir sig. Þetta hef ég líka
lengi vitað.
Fyrir nokkrum árum ákvað ég að eign-
ast aðsetur úti á landi meðan ég enn væri
í óhengdu formi. Þar ætlaði ég að dveljast
mér til hvíldar og hugarhægðar úti í
náttúrunni og safna þreki og kjarki til að
fást við starf mitt að nýju. Fyrir guðs
mildi komst ég yfir sumarbústað á geysi-
fögrum stað við Þingvallavatn og hef unað
þar alsæll árum saman þegar frí gefast
og langar nánast aldrei að fara að dæmi
veslings móður hans Slobos.
Segja má að ár hvert hefjist sumardvöl-
in um páskahelgina þótt vitaskuld sé ekki
komið sumai' og enn allra veðra von. Svo
var og nú um nýliðna páska að við hjónin
öxluðum skinn okkar og héldum austur.
Veður var rysjótt en páskadagurinn bætti
það allt upp, bjartur og óumræðilega fag-
ur. Við settumst út og nutum veðurblíðunn-
ar og létum okkur dreyma um aðsteðjandi
sumarsælu.
En viti menn. Fár veit hverju fagna
skal og það sannaðist nú. Við vorum ekki
ein í heiminum fremur en fyrri daginn.
Skyndilega var öll kyrrð rofin og nágranni
minn, stoltur eigandi mikils jeppa og
þriggja snjósleða var kominn á kreik og
hafði mannað alla sleðana. Til að gera
langa og leiða sögu stutta máttum við una
því að sleðarnir þytu allt í kringum okkur
allan þennan fagra dag með þeim feikilega
gný sem jafnan fylgir slíkum tækjum.
Ferðirnar voru vitaskuld án markmiðs og
tilgangs. Mennirnir óku bara fram og aft-
ur og síðan aftur og fram. Gekk svo allt
til kvölds.
„Ekkert er ægilegra en þögnin," segir
í einu ljóði eftir Birgi Svan Símonarson
og eru það víst orð að sönnu. Svo virðist
sem stór hluti landsmanna, einkum af
sterkara kyninu, eigi í stórfelldu stríði við
kyrrð og þögn, fái hrikaleg fráhvarfsein-
kenni eins og eftir lotulangt fyllirí og geti
í heild ekki á heilum sér tekið fyrr en djöf-
ulgangurinn hefst að nýju.
Þetta er síður en svo eingöngu einkenni
„vetrarmannanna". Þessa sömu menn má
gjarna sjá á sumrin á gríðarstórum hraðbát-
um á vatninu með svo stórar vélar að bát-
arnir standa nánast lóðréttir. Þessar ferðir
eru undantekningarlaust án nokkurs fyrir-
heits eins og ferðir snjósleðamannanna.
Mánudaginn annan í páskum ókum við
til Reykjavíkur sem leið lá yfir Mosfells-
heiðina. Þar mátti sjá margan tröllaukinn
farkostinn, oft með gönguskíðmenn í eftir-
dragi - sem varia getur talist hættulaust
á þjóðvegum landsins. Skyndilega mættum
við stórum jeppa á talsverðri ferð. Við
drógum okkur í hlé og hægðum ferðina
en hvað blasir þá annað við en heljarmik-
ill sleði sem jeppinn dró í bandi. Og sleðinn
var náttúrlega ekki á réttum vegarhelm-
ingi heldur mín megin og fór mikinn. Eg
átti nú um tvo kosti að velja, stinga mér
út af veginum og leggjast þar á hliðina
eða mæta ferlíkinu af karlmennsku - sem
ég og gerði. Varð af árekstrinum talsverð-
ur hávaði. Jeppinn sem sleðann dróstöðv-
aði og út úr honum stigu ung hjón. Ég
hafði náttúrlega látið þennan atburð fara
svo í taugarnar á mér að ég mun ekki
hafa vandað þeim kveðjurnar og sniðgekk
víst allar kurteisisreglur.
Ég spurði manninn hvort hann hefði
ekki vitað af sleðanum góða. Hann taldi
sig hafa vitað allt um sleðann enda hefði
sonur hans setið sleðann þar til fyrir
skömmu er hann datt af honum. Við hjón-
in störðum á manninn orðlaus. Svo spurð-
um við hann hvort þau hjónin væru að
reyna að drepa barn sitt. Okkur var þá
bent náðarsamlegast á að vera ekki með
dónaskap á almannafæri.
Sagan er ekki lengri og við ókum í
bæinn og máttum vart mæla. En, góðir
lesendur, við megum sem sé eiga von á
því að mæta bílum á þjóðvegum landsins
og aftan í þeim hanga sleðar og á sleðun-
um sitja börn. Þessi staðreynd er þyngri
en tárum taki. Umferðin kostar ótal manns
líf og heilsu ár hvert. Væri ekki hægt að
fækka slysunum til muna með því ein-
göngu að draga úr því sem ekkert er ann-
að en hreinn glannaskapur.
ÞÓRÐUR HELGASON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. APRÍL 1997 3