Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Síða 4
Flestir hafa einhverntímann spurt
sjálfa sig: „Er ég að verða vit-
laus?“ Oftast í gríni en stundum
í alvöru. í harmleik Strindbergs,
Föðumum, er þetta lykilspurn-
ingin. Faðirinn er stuttur og ein-
faldur með afgerandi persónum
þar sem „ástin er stríð á milli
kynjanna". Vopnin eru afbrýði, öfund og
margt, margt fleira, en þó mest áberandi,
efinn. Önnur aðalpersónan, Lára, talar í gát-
um og sáir fræi efans í huga eiginmanns
síns - höfuðsmannsins - um faðerni barns
þeirra, og efinn knýr hann loks til að spyija
sig: „Er ég að verða vitlaus?"
Þetta er leikrit um hjónaband sem hefur
beina tilvísun í líf Strindbergs og fyrstu sam-
búð hans, og fyrirmyndin að Láru er greini-
lega fyrrum eiginkona hans, Siri von Essen.
Það er augljóst þótt margir Strindberg gagn-
rýnendur í 100 ár segi að Siri hafi aldrei
verið eins illvilja og Lára, og að persónusköp-
um hennar sé vitnisburður um kvenfyrirlitn-
ingu. Strindberg er fyrirgefið flest einsog
öðrum snillingum, hann bar flest einkenni
þeirra, fjölhæfni, afkastagetu, ofurnæmni,
hann var gerður útlægur, síblankur, þjáðist
af „paranoiu", og barðist við að halda geð-
heilsu sinni um skeið. Siri var sjálf talin ein-
föld, heiðarleg og trygg.
Það sem skiptir mestu máli fyr-
ir framvindu verksins er
ofurást hjónanna á unglings-
dóttur þeirra Bertu. Þau sjá
sál sína og framtíð - ekki
dótturinnar — speglast í aug-
um hennar. í upphafi leikrits-
ins sitja höfuðsmaðurinn og
presturinn saman í stofunni (allt verkið ger-
ist í einni stofu), ræða slæmt heimilisástand
og deilur á milli þeirra hjóna svo og hvað
barninu þeirra sé fyrir bestu. Hann vill senda
hana í borgina, Lára vill halda henni heima
frá ósiðum og sukki. Á heimilinu búa auk
þeirra, fóstra hans, tengdamamma og vinnu-
hjú. Vinnumaður á heimilinu er kallaður inn
vegna gruns um að hafa barnað vinnukon-
una, en neitar sakargiftum og segir annan
mann hafi verið með henni og hann geti
ekki tekið á sig ábyrgð hans til dauðadags.
í fyrsta hluta kynnumst við bæði dóms-
valdi höfuðsmannsins á heimilinu og hug-
myndinni um „vafasamt faðerni" er líka kom-
ið á framfæri. Þá deila höfuðsmaðurinn og
Lára - enn einu sinni - um hvað barninu
sé fyrir bestu. Hún dregur í efa fjárreiður
heimilisins og getu hans til að standa sig sem
fýrirvinna. Þrátt fýrir að hún hafi sín ráð,
fer ekki á milli mála að hann er húsbóndinn
á heimilinu. Nýr læknir staðarins kemur í
heimsókn og Lára lýgur strax í hann, að
höfuðsmaðurinn sé ekki með „fulle fem“,
segir hann með kaupæði, ímyndi sér að hann
sjái líf og málma á öðrum plánetum í gegnum
smásjá o.fl. Næst hittir höfuðsmaðurinn
lækninn og er ekki vel við hann, þótt læknir-
inn reyni allt til að vera bæði hlutlaus og
fordómalaus. Þá eiga höfuðsmaðurinn og
fóstra hans samtal þar sem hann segir hana
einu konuna á heimilinu sem enn sé hægt
að treysta. Berta, dóttir þeirra Láru, kemur
á sviðið og það er greinilega bæði ást og
skilningur á milli hennar og föðurins. Hún
er sammála honum, hún vill fara í borgina.
í lok fyrsta þáttar segir Lára höfðusmannin-
um að hann sé ekki faðir Bertu, að hann
eigi ekkert tilkall til hennar og að hann hafi
fram að þessu verið fyrirvinna heimilisins á
fölskum forsendum. Höfuðsmaðurinn missir
bæði matarlyst og hluta af geðheilsu sinni
við þessi tíðindi. Hann hverfur út í myrkrið
í fullum herklæðum.
í öðrum þætti heldur Lára áfram að sann-
færa hann, lækninn og aðra heimilismeðlimi
um að höfuðsmaðurinn sé ekki heill á geði
og að hann ímyndi sér nú m.a. að Berta sé
ekki dóttir hans. Læknirinn spyr höfuðs-
manninn aftur út í sitt lítið af hveiju til að
reyna að komast að hinu sanna um geðheilsu
á heimilinu, en höfuðsmaðurinn er þegar
kominn með snert af „paranoiu“, efast um
faðerni barns sín oghlutleysi allra, m.a. lækn-
isins, fóstrunnar og tengdamóður sinnar.
Tilraun hans til að ná skynsamlegri niður-
stöðu með Láru áður en deila þeirra eitrar
of mikið út frá sér fer út um þúfur þegar
Lára segir honum að hlutverki hans sem ill-
nauðsyniegs föður og fyrirvinnu sé lokið.
Hún fullyrðir að hún geti látið svipta hann
lögræði vegna bilunar og þau geti lifað á
eftirlaunum hans. Höfuðsmaðurinn missir
stjórn á skapi sínu og hendir í Láru lampa
sem virkar sem staðfesting á því fyrir heimil-
isfólk að hann sé búinn að missa vitið, orðinn
ofbeldishneigður í ofanálag og hættulegur
umhverfi sínu. í þriðja þætti er Lára með
heimilið á sínu valdi. Undir lokin er það að-
ÚR UPPFÆRSLU Leikfélags Reykjavíkur á Föðurnum eftir Strindberg 1987. Sigurður Karlsson í hlutverki höfuðsmannsins og Ragn
heiður Elfa Arnardóttir íhlutverki Láru.
„REIÐIN
ER STERKUST
TILFINNINGA
EFTIR EINAR ÞÓRGUNNLAUGSSON
eins spurning um tæknilega úrvinnslu hvern-
ig eigi að setja „föðurinn" í spennitreyju, og
verkið endar á því að höfuðsmaðurinn fær
hjartaáfall og deyr í spennutreyjunni. í upp-
byggingu lýtur leikritið sömu lögmálum og
lögguþáttur. Vandamál kemur upp strax í
byijun, grunsemdir fara á kreik og rannsókn
hefst, sökudólgur er einangraður, dæmdur
og handjárnaður. Dramans vegna verður það
að vera svona.
Strindberg segist hafa skrifað
leikritið á þremur vikum. Það
var nokkru fyrir skilnað hans
við Siri. Siri von Essen var
finnsk, myndarleg, með liðað
fallegt hár, dökkblá augu,
skarpar kinnar og strákslegt
andlit. Hún naut þess að fara
í útilegur og elskaði hesta og útreiðar. Um
fyrsta fund þeirra á götu í Stokkhólmi 1875
orti Strindberg: Inn í anddyri sjoppunnar /
ryðlituð silki blússa þín / litlir hælar tipla
þar til þeir þagna / og ég elti þig inn.
Þau litu ekki á hvort annað sem tilvon-
andi elskhuga fyrr en seinna. Siri var enn
gift þjóðþekktum eiginmanni sínum, Baron
Carl Gustaf Wrangel og áttu þau eitt barn.
Baróninn var áhugamaður um leikhús og
þekkti verk Strindbergs. Hann var hinsvegar
ástfanginn af annarri konu, og aðeins tíma-
spursmál hvenær þau Siri myndu skilja.
Hugur hennar stóð líka til leiklistar, og
Strindberg sem vissi af metnaði hennar hvatti
hana einnig til að skrifa. Hún bað hann um
ráð og hann svaraði í júní 1875: „... Að
skrifa er einfaldlega að muna. Rifjaðu upp
lítið atvik úr lífi þínu. Einangraðu það. Athug-
aðu hvort það hafi upphaf og endi, fyrst og
fremst endi. Maður verður að vita hvert
stefnir...“ Og seinna skrifaði hann til henn-
ar: „Ef þú verður reið, þá fær stíll þinn ákveð-
inn lit, því reiðin er sterkust tilfinninga. Þú
Faóirinn er þekktastq
leikrit Strindbergs og
hefur beina tilvísun í
sambúó skóldsins og Sir-
iar von Essen. Þau giftust
fyrir réttum 100 árum,
en sambúóin var storma-
söm og skilnaóur þeirra
______eftir 14 ár var____
heiftarlegur.
EDVARD Munch: Strindberg.
segir að þig vanti menntun. Guð bjargi okk-
ur frá rithöfundum sem endurvinna það sem
þeir hafa lesið í öðrum bókum. Það eru leynd-
armál fólksins sem við viljum fá að vita.“
Strindberg og hún fóru að hittast leynilega
á kaffihúsum snemma árs 1876 áður en hún
skildi við baróninn. Um vorið játaði hann
henni ást sína, í júni skildi hún við baróninn
eftir beiðni hans vegna hugsanlegs framhjá-
halds hennar með Strindberg og slæms orð-
stírs fyrir mann af aðalsættum. Aðdragandi
skilnaðarins litaði tilhugalíf þeirra nokkuð.
Mál Siriar og barónsins var altalað bæði í
Stokkhólmi og Helsinki. Siri fór til Kaup-
mannahafnar til að reyna fyrir sér sem leik-
kona en baróninn hafði alltaf verið því mót-
fallinn því það sæmdi ekki eiginkonu baróns.
Þegar kjaftasögur í blöðum og „kreðsum“,
þvert á landamæri Norðurlandanna um ástar-
mál þeirra hjóna og Strindbergs náðu há-
marki, gat móðir Siriar ekki setið á sér. Hún
bað baróninn að koma til Kaupmannahafnar
og ná í Siri áður en hneyksli myndi eyði-
leggja feril dóttur sinnar. Strindberg hélt
kyrru fyrir í Stokkhólmi og lét kjaftasögur
dagblaða lítið á sig fá og baróninn fór hvergi.
I bréfi sem Siri skrifaði í Kaupmannahöfn
til Strindbergs þetta vor sagði hún: .Ó,
guð hvað ég þjáist . . . hef ég tekið ranga
ákvörðun? Er þetta synd? Hvers vegna elsk-
aði hann mig ekki, hann sem var eiginmaður
minn, var það ekki skylda hans? Er það guðs
vilji að við, aðeins við, elskum hvort annað.
Ég held að ég elski hann ennþá, já, ég geri
það og þig líka - hvers vegna get ég ekki
elskað ykkur báða?“ Nokkrum dögum seinna
skrifaði hún aftur: „Ég verð að fá þig ef ég
á að lifa þetta helvíti af. Komdu til mín ...
og skrifaðu hér.“ Strindberg svaraði henni
með ástarbréfum, en þau voru treg til að
hittast, í fyrstu a.m.k. á meðan öldurnar var
að lægja. I lok árs 1877 giftust þau og þótt
sambúð þeirra hafi verið stormasöm á stund-
um, gat Siri seinna lyft glasi og skálað fyrir
,1
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. APRÍL1997