Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Blaðsíða 5
sjö ára hamingjusömu hjónabandi. Hann sagði oft í bréfum að hamingja þeirra væri sem hjá nýgiftum. Þau lifðu mestallan tím- ann erlendis, aðallega í Sviss og Frakklandi og eftir 14 ára sambúð áttu þau saman þrjú börn en misstu eitt. Skilnaður þeirra var heiftarlegur og bland- aðist danska stúlkan og fjölskylduvinurinn Marie David inní málið. Hún átti eftir að verða svarinn óvinur Strindbergs sem sakaði hana um að rægja sig, drekka óhóflega og hafa slæm áhrif á Siri og börnin. Sambandi þeirra Marie og Siriar hefur verið gefinn lesb- ískur undirtónn sem er aðallega kominn frá Strindberg sjálfum, en Karin elsta dóttir þeirra, sagði í endurminningum sínum að það væri uppspuni. Karin ber Marie mjög vel söguna, sem og móður sinni, enda var Marie mikið með börnum þeirra og unni þeim. Hún sagði hinsvegar um Marie að hún hafi sótt í félagskap kvenna, því hún væri „markeruð" fyrir lífstíð vegna ástar sinnar á manni sem hún ekki fékk, og gæti aldrei elskað annan. Marie fór ung á flæking eftir að fjölskylda hennar flosnaði upp í kjölfar gjaldþrots föður hennar. Þegar allt lék í lyndi hjá Strindberg- hjónunum var hún góður gestur á heimili þeirra í Sviss. Sænskum gestum í matarboð- um og veislum þeirra fannst þær stöllur þó vera frekar óheflaðar. Einn úr sænska samfé- laginu í Sviss sagði: „. . .það er eitthvað frum- stætt og óaðlaðandi við þær. Allt þeirra orð og æði býr yfir fyrirlitningu á hinu hef- bundna, hvað svo sem það er. Á hefðum og venjum sem milljónir manna hafa tekið í sátt. Og fyrir þeim, einsog fyrir herra Strind- berg, er allt hefðbundið. Að ímynda sér að vera giftur slíkri konu! ... og frú Strindberg reynir að líkjast henni. . .. Frú Strindberg var frekar óaðlaðandi, reykti vindla, leit út fyrir að vera drukkin. Hún heimtaði að fá að syngja. Þegar hún bytjaði, stóð Strind- berg upp og fór.“ Þegar þetta var skrifað voru fáein ár síðan konur fengu t.d. inngöngu í enska háskóla og enn var þeim meinað að taka að sér mikil- vægar stöður í samfélaginu. Margar efnaðri fjölskyldur sáu ekki ástæðu til að kosta menntun dætra sinna nema til að gera þær „aðgengilegri" fyrir menn. Þá var ráðinn einkakennari til að kenna þeim lítið eitt í bókmenntum og listum, eitt til tvö tungu- mál, dans og svo vitaskuld útsaum. Að drekka, syngja hátt og vaka fram eftir öllu var „skandalisering". Strindberg var ekki aðeins fylgismaður kvenfrelsis heldur hvata- maður, í „teoríu“ í það minnsta, og hafði gaman af stelpum í buxum sem drukku vín af stút. Hvað tilfinningalega afstöðu Strind- bergs varðar er önnur saga. Bernska hans var ekki mikill gleðigjafi, faðir hans gjald- þrota með tólf börn á framfæri og tilheyr- andi fátækt. Strindberg, fæddur fyrir tím- ann, háði harða samkeppni við systkini sín um ást móður þeirra og fannst honum vera hafnað af henni. Hann sættist aldrei við föð- ur sinn og hæddist að giftingu eldri bróður síns Axel. Fleira í þeim dúr lifði skáldið með. Draugar æskunnar fylgdu honum og hann var illa í stakk búinn til að takast á við vandamál sem upp komu í samkiptum við ftjálslyndar konur á heimili hans, sem drukku af stút. Honum fannst þær tileinka sér sínar hugmyndir um kvenfrelsi, og beita þeim svo gegn sér. í Föðurnum eru mörg atvik úr skilnaði þeirra hjóna sem skáldið notar nærri óbreytt. Siri hafði einhverntímann kallað til lækni til að athuga geðheilsu Strindbergs, þau deildu hart um forræði barnanna og Strindberg sagði einhveiju sinni í bréfi til útgefanda síns að eftir að konur fóru að vinna á pósthús- inu, hafi handrit týnst og bréfum seinkað. Tvennt er gert í Föðurnum sem hefur þýðingu, höfuðsmaður- inn kastar lampa í Láru, og fóstran setur hann í spenni- treyju. Nánast allt annað sem drífur verkið áfram eru samt- öl. Lára er mjög einstefnuleg og afgerandi, Strindberg lætur hvorki hana né neinn annan segja setningu sem sýnir fram á að hún hafi einhvern tím- ann verið særð djúpu hjartasári sem útskýri þessa heift. Sálfræðihernaður hennar er kerf- isbundinn og viljastyrkur hennar hefur betur en „skynsemistaktík" höfðumannins. Hún er djöfulleg. Tvennt ergert í Föó- umum sem hefurþýó- ingu, höfuósmaóurinn kastar lampa í Láru> ogfóstran seturhann í spennitreyju. Nánast allt annaö sem drífur verkiö áfram eru samtöl. í lok fyrsta þáttar segir hann: „... þér er gefið djöfullegt vald til að fá þínu fram- gengt, einsog þeim sem einskis svífast." Hún neitar því ekki, heldur opinberar fyrir honum og áhorfendum að hún svífst einskis, og seg- ir svo um hjónaband þeirra.þú skalt ekki halda að ég hafi gefið mig, ég gaf ekki, ég tók það sem ég vildi fá.“ Vald hennar snýst fyrst og fremst um það að hún geti „terroriserað" hann með því að draga fað- erni Bertu í efa. í stað efans vill höfðusmaður- inn heldur deyja (Berta er honum allt), eða beijast einsog hann hefur tæknilega þjálfun til. Hann getur hins vegar ekki barist þannig í sálfræðistríði. Hann segir við Láru: „. . . ég bið þig einsog helsærður maður um líknar- stungu, segðu mér allt. Sérðu ekki að ég er varnarlaus einsog barn, heyrirðu ekki að ég kvarta einsog við móður, gleyindu að ég er karlmaður, að ég er hermaður sem með einu orði getur látið menn og dýr hlýða; ég bið þig aðeins um miskunnsemi eins og sjúkling- ur, ég hendi frá mér valdstákni mínu og hrópa í bæn um líf. Lára svarar: „Hvað er að sjá! Græturðu, karlmaðurinn!“ Hún hótar síðan forræðissviptingu þar til hann kastar lampanum í bræði. Strindberg gefur ekkert upp um aðdraganda „ástarstríðsins“, enginn sérstakur atburður í lífi neinna persónanna orsakar þessi átök. Og ef um boðskap er að ræða í leikritinu má segja að hann felist í síðasta samtali þeirra hjóna. Þegar höfuðs- maðurinn liggur í sófanum, fastur í spenni- treyju, gengur Lára að honum og spyr: „Trú- ir þú því að ég sé óvinur þinn?“ Hann svarar því játandi og útlistar hvers vegna allar kon- ur séu óvinir hans, m.a. látin móðir hans. Þá segir hún: „Ég kannast ekki við að hafa hugsað eða ætlast til þess sem þú heldur mig hafa gert. Sjálfsagt er óljós löngun innra með mér til að ryðja þér úr vegi, en haldir þú að ég hafi bruggað þér launráð, hef ég gert það óafvitandi. Ég hef aldrei velt atburð- um fyrir mér, heldur hafa þeir runnið eftir þeim brautum sem þú sjálfur lagðir, og mér finnst ég saklaus fyrir guði og samvisku minni, jafnvel þótt ég sé það ekki í raun. Með öðrum orðum, stríð þeirra stendur ekki á milli réttlætis og ranglætis, heldur á milli skynsemi og tilfinninga. Strindberg var stefnt fyrir sænskan rétt fyrir guðlast, m.a. fyrir bókina „Að gift- ast“, en „Rauða rúmið“ og „Personne“ kölluðu einnig fram sterk viðbrögð. Þar hvatti hann ungmenni til upp- reisnar gegn foreldrum, sagði þjóðfélagið drepa niður sköpunargleði fólks og að hjónabandið væri löglegt hórlífi. Það var hægri pressan og kirkjulegt yfirvald sem voru prímusmótorar í herferðinni gegn Strindberg og útgefanda hans Albert Bonni- er. Bækur hans hurfu úr hillum bókabúða og hlóðust upp í vöruhúsum. Danskir gagn- rýnendur voru jákvæðir þótt margir væru ósammála Strindberg, og snilligáfa hans var viðurkennd. Danski blaðamaðurinn Georg Brandes skrifaði kunningja sínum m.a.: „... þú verður að lesa hann. Hann er eini „talent- inn“ í Svíþjóð ... hann á eftir að verða stórt nafn .. . hann stendur algjörlega einn gegn þessum vitleysingum og hræsni.“ Strindberg var þá í Sviss ásamt Siri og nýfæddu þriðja barni þeirra. Hann fór til Svíþjóðar til að standa með útgefanda sínum í málarekstrinum og það kom honum á óvart að mikill mannfjöldi tók á móti honum, til heiðurs og stuðnings. Hann sneri aftur til Siriar eftir að hafa verið sýknaður, en var þess fullviss að feministar höfðu átt þátt í herferðinni gegn honum. Þegar Faðirinn kom út var Strindberg því umdeildur maður og leikritinu var strax vel tekið, nema auðvitað í Svíþjóð. Sænska Dag- blaðið sagði það vera ýkta útfærslu á þekkt- um skoðunum skáldsins á konum. Eftir fyrstu uppsetningu í Kaupmannahöfn var Strind- berg hinsvegar líkt við snilling. Politiken sagði það skyldu fijálslynds fólks að sjá verk eftir þennann útskúfaða sænska rithöfund. Og franska skáldið Emile Zola skrifaði honum rétt fyrir jólin 1887: „.. .þú hefur náð fram kraftmiklum áhrifum af þessu þema efans um faðerni. Lára er stoltið og óvægið holdi klætt, með hennar dularfullu kostum og göll- um . .. hún verður mér mjög eftirminnileg. í stuttu máli, þú hefur skrifað áhugavert og forvitnilegt verk . .. eitt af þeim fáu verkum sem hafa snortið mig djúpt. Trúðu mér, þinn ævinlegi og einlægi „colleague", Emile Zola. Og Ibsen hinn norski sendi Hans Osterling útgefanda Föðurins línu frá Munchen: „... maður les ekki bók eða verk eftir Strindberg í óstöðugu andrúmslofti ferðalaga. Ég hef þess vegna dregið að stúdera verk hans þar til núna, að ég er kominn í friðhelgi heimilis míns. Reynsla og athuganir Strindbergs ein- sog þær koma fram í Föðurnum eru ekki í líkingu við mínar. En það aftrar því ekki að sjá og finna til hins ofsafengna krafts sem býr í rithöfundinum, einsog í fyrri verkum hans. Faðirinn verður fljótlega settur upp í Kaupmannahöfn. Ef það verður leikið einsog á að leika það, með miskunnarlausu raun- sæi, þá verða áhrifm mögnuð. Með þakk- læti. Henrik Ibsen. Strindberg var niðurdreginn og „paranoid" þótt honum þætti vænt um stuðninginn, og endanlegur skilnaður hans við Siri var að nálgast. Honum fannst kvölin af fjarvist Sir- iar vera verri en nálægðin við hana, þar til árið 1891, þegar hún flutti til Finnlands með Marie og börnunum. Skáldið átti þá, fremur en nokkur annar rithöfundur, eftir að skrifa fleiri klassísk verk byggð á hans persónulegu afdrifum. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. LÁRUS JÓN GUÐMUNDSSON HRINGURINN J daufu skini lampans, iágum rómi lesin útvarpssagan, glitrar hringur, mynd af ungri konu, krepptir fingur, klukkan tifar, slær með dimmum hljómi. Lygnir aftur augum, regn á glugga, úti hvíslar golan, manstu forðum? Hugsun sem var aldrei tjáð í orðum, eililúnir fætur stólnum rugga. Tvírætt bros um hiáar varir leikur, blindum augum horfir gegnum tímann á sólargeisla sindra í gullnu hári. Um hringinn kreppist hnefinn, visinn, veikur, veit að brátt mun töpuð hinsta giíman, finnur loksins bragð af beisku tári. Höfundur er yfirsjúkraþjálfari Hjúkrunar- heimilisins Eirar. TAPIO KOIVUKARI MEÐ VORINU Með hækkandi sól kallar auður vegur efiist löngun að stinga hnífnum í stígvél og fara að höggva tré fleyta timbur reisa brú fara á síld leggjast í víking komast í framandi borgir rata á ótroðnum slóðum sigla þar sem sjókortin gefa aðeins vísbendingu tala útlensku án þess að kunna fara eitthvað gera eitthvað eða eitthvað með hækkandi sól þegar dagar verða lengri og kvöldin bjartari Sannleiksleit Sannleikur einsog klettur og margir sem leita hans í roki og vindi fara þeir víða án þess að spara krafta þykist einhver hann hafa fundið rengja þá hinir og finna ei klettinn Þeir þræta og kýta og orðin íjúka í vindinn sem þýtur í vindinn sem hvín í vindinn sem er sannleikur einn Höfundur er finnskur rithöfundur og þýðandi. Ljóóin orti hann á íslensku. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. APRÍL 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.