Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 19.04.1997, Blaðsíða 8
SJALDGÆFARI en þeir sam- kynhneigðu eru einhverfir menn og þeir eru enn sérlegri í háttum, sérþarfirnar svo miklar að þeir þrífast varla nema í vernduðu umhverfí þrátt fyrir fjölþætt og frjáis- legt nútímaþjóðfélag. Einhverfír eru ófélagslyndari en aðrir menn. Ófélagslyndir menn eiga sér yfirleitt fáeina nákomna, vini og vandamenn, sem þeir láta sér annt um. Og þótt þeir hirði ekki um aðra en sjálfa sig kunna þeir að una við menningarafurðir, s.s. tónlist eða bók- menntir. Það að láta sér annt um sjálfan sig er líka nokkurs konar félagslyndi svo lengi sem sú ræktarsemi er í mennskri mynd. Ein- hverfir mynda á hinn bóginn sjaldnast nein varanleg félagatengsl. Jafnvel sjálfskilning- urinn er mjög takmarkaður og sjálfsbjargar- viðleitni sumra einhverfra er svo lítil eða afmynduð að sumir reynast sjálfum sér bein- línis hættulegir. Algengt er að bömin séu vel á sig komin, fríð og gjörvuleg fyrstu tvö árin eða svo, síðan hrakar þeim á skömmum tíma, verða önug, staglsöm og ónámfús, líkust umskiptingum. Þau forðast at- lot, og eru lítið fyrir félagsskap ann- arra barna. Leikir þeirra eru einhæfir og þau una að því er virðist enda- laust ein við sömu leikina. Áður fyrr var reynt að finna söku- dólg fyrir þessum afbrigðum - álfa eða þaðan af verri vætti. Síðar var foreldrunum kennt um. Núorðið er helst gert ráð fyrir arfbundnum ágöll- um sem komi fram með þessum hætti. Lögð er áhersla á að stemma saman taugaboð og samfélagsþarfir með lyfjum og í annan stað með hæfum kennsluaðferðum en síður reynt að grafast fyrir um orsakir í einstökum tilfellum. Hugsun þess einhverfa er mynd- ræn og því er myndum beitt mikið við kennsluna. Blandað er saman aðferðum eftir því hver á í hlut, og einhverfir sitja á skólabekk með öðr- um venjulegri bömum ef mögulegt er. Jafnframt njóta þeir sérkennsiu og ef til vill tilsjónar í heimahúsum. Um það bil einn af hveijum þúsund fæðist einhverfur. F’jórir karlar á móti hverri konu. Orsakir Viðbrögð einhverfra við umhverfinu eru önnur en gerist og gengur enda eiga þeir örðugt með að læra af reynslunni með sama hætti og aðrir. Þeir em að sama skapi líkleg- ir til að koma sér upp nýstárlegu samhengi á eigin vegum. Orsakirnar eiga lítið skylt við ófélagslyndi manns að öðru jöfnu, en em taldar tii lífefna- fræðilegra afbrigða. Þau efni sem framkalla taugaviðbrögð manna eru ýmist í of miklum eða of litlum mæli að verki í líkama ein- hverfs manns. Þetta ósamræmi veldur þroskatruflunum en ekki fávitahætti eða vit- firringu eitt sér. í stað hóglegra viðbragða verður annaðhvort um slen eða á hinn bóginn offors að ræða, og sá einhverfi reynist oft vera undir miklu álagi þótt áreitin gefi ekki öðram tilefni til æsings. Hættan á einangrun er einnig að jafnaði mikil því hann flokkar ekki eða metur með samkomulagi við allsheij- arreglu þótt minnið kunni að vera gott. Sá einhverfi kann að ætla sumum hlutum eða málefnum fáránlegt mikilvægi en hirðir ekki um önnur einkenni sem flestir álíta að skipti meira máli. Af þessari ástæðu týna þeir samhenginu ef hinna vöidu auðkenna missir við eða ný bætast við. Brosandi sól á mynd kann að reynast óþekkjanleg vegna þess eins að hún brosir. Sá einhverfi stígur út úr strætó út í framandleika sem engum er sýnilegur nema honum með þeim afleiðing- um að hann kemst ekki úr spomnum, - og hefur þó farið margsinnis um sömu slóðir. Tilviljunarkennd taugaboðin hafa truflandi áhrif á kynni af mönnum og málefnum. Slík- ar innri truflanir ógna öllum stundum dóm- greindinni og valda klunnaskap í hreyfingum og í skiptum við fólk. Smáatriði reynast ein- hverfum fyrirstaða, þeir leggja hnífapörin vitlaust og hafa tilhneigingu til að snúa fyr- ir sér hlutum að tilefnislausu eftir því sem öðmm sýnist. Stundum snúast þeir um sjálfa sig. Og sumir hlæja og flissa svo að óviðeig- andi þykir. Einhverfir reynast því gallagripir í félagsskap og einangrast. í sem stystu máli sagt em einhverfir börn hendinga fremur en aðrir menn sem á annað borð teljast með viti. Öll alhæfum við meira og minna ósjálfrátt til að verða sjálfbjarga, en með mismunandi markvissum hætti. Trufl- anirnar valda því á hinn bóginn að einhverf- ur maður, sem lærst hefur að fóta sig við FARVEGIR ÞEIRRA SEM ERU ÖDRUVÍSI IM EINHVERFIR EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON Algengt er aó börnin séu vel á sig komin, fríó og gjörvuleg fyrstu tvö árin eóa svo, síóan hrakar þeim á skömmum tíma, veróa önug, staglsöm, ónámfús og forðast atlot og félags- skap annarra barna. einar aðstæður, nær ekki að nýta sér þá reynslu við sambærilegar kringumstæður. Reglufesta er svar við þessu fullmikla sjálf- stæði taugaboðanna. Þessum skorti á félags- legu innsæi. Líkt og venjulegur maður sem reynir að komast ferða sinna í myrku herbergi eru þeir einhverfu stöðugt að reyna að komast áfram fyrir tilstyrk reglna sem þeir skynja ógreinilega vegna vangetunnar til alhæfinga og eru þeim því nauðsynlegar. Þeir muna reglumar fremur en þeir nemi þær af inn- sæi. Sérhæfingin er þeim haldreipi sem þeir sleppa ekki af hendi vegna þess að þá blasir við þeim glundroðinn einn. Einkenni Einhverfur maður setur sig í annarra spor án fulls skilnings á orðum eða gerðum fyrir- myndarinnar og því er hætt við að lexían ijúki út í veður og vind ef fyrirmyndar af einhverju tagi nýtur ekki lengur við. Jafn- framt getur einhverfum hrakað ekki síður þótt hann hafi um skeið tekið framförum eða haldið í horfi. Samt er hann samur við sig þegar að félagslyndinu kemur, hann hænist ekki fremur að leiðbeinendum sínum en öðru fólki þótt þolinmæði og alúð góðs leiðbein- anda kunni að bera árangur í skiptum við einhverfan mann. Ævina alla skiptir sjálfstjórn mestu til að geta talist sjálfbjarga meðal manna, það gild- ir um alla, en flestum verður eitthvað að ráði þótt þeir hafi ekki stjórn á aðstæðum sínum lengur eða skemur. Það gildir ekki um einhverfa. Ef sjálfstjórnin bregst ein- hverfum manni er hætt við að hún geri það algerlega - hann öskrar - barn kann að steðja út í mikla umferð - ellegar þá að hann „frýs“ í sporunum eins og sá sem steig út úr strætó. Sum einhverf börn gráta mikið og lengi, hávært og óstöðvandi ef sjálfs- kenndinni er ögrað. Ónnur láta jafnvel ekki til sín heyra þótt þau séu svöng. Öll skilningarvitin starfa á einkennilegan hátt sé höfð hliðsjón af því sem venjulegra telst. Sá hluti sjónstöðva allra manna sem sérhæfður er til að skynja hreyfingar nýtist því betur sem rökkur er meira umhverfis. Þá verður öllum mönnum helst að ráði að skotra augunum til og frá til að greina af skuggaflökti skil birtu og myrkurs. Einhverf- ir beita sjóninni með þessum hætti oftar en venjulega gerist. Þótt bjart sé og ekkert að hvarfla þeir augum eins og rökkur sé. Þeir eiga það líka til að þrengja sér upp að nær- stöddum af ástæðulausu eftir því sem öðrum þykir og þá líklega vegna sh'kra sjónrænna afbrigða. Þeir reynast furðu naskir við að rata í myrkri. Síðastnefnt varð einhverfum ekki til vegsauka fyrr á tíð þegar ekki var gerður greinarmunur á þeim og geðveikum. Einhverfir þykja fullsmámunasamir. Þeir leggja mikið upp úr lykt og bragði, sækja í hár, og vilja þá stijúka það (sbr. Lenni í Mýs og menn). Loðfeldir eru ómótstæðilegir. Ályktunargáfan er í mörgum dæmum svo takmörkuð að einhverfur maður getur orðið miður sín við að heyra hljóð sem öðrum venju- legri mönnum þykja ekki tiltökumál því þeir álykta þegar útfrá reynslu sinni og gera sér bærilegt með því móti. Þeir heyra ekki tiltal ef þeir eru niðursokknir í áhugaefni sitt en kunna að greina úr fjarlægð þegar bréf er tekið utan af karamellu. Ekki er víst að sprenging í nágrenninu verði til þess að ein- hverfur maður geri svo mikið sem depla auga. Sá einhverfi þekkir skrjáfið og þarf því ekki að greina hvað á ferðinni er, en hvellinn þekkir hann á hinn bóginn ekki. Sprengingin kemur alveg óvænt og þann einhverfa skort- ir samnefnara til að verða sér vitandi um hana vegna þess hversu bundin hann er að- stæðum hveiju sinni. í staðinn lokast hann eins og sagt er. Taugaboð sem leiða myndi af alhæfingu um hljóðið verða ekki til við svo búið. Málþroski er lítill, stundum enginn. Getan til að nota mál takmarkast við eina merkingu hvers orðs eins og gildir um þýðingatölvu. Einhverfir sjá því ekki ástæðu til að breyta um málsnið við nýjar aðstæður, tala að hætti nærstaddra; orðafar einhverfra, sem á annað borð tjá sig í mæltu máli, þykir því stundum heldur óviðfelldið. Stundum bergmála þeir málfar, látæði og jafnvel raddblæ annarrar manneskju, ekki einkum til gamans, fremur af þörf þess sem ekki getur skipt um ger- anda ræðunnar. Geta ekki leyst upp reynsl- una í frumþætti og raðað henni saman með persónulegu móti sér sjálfum til gagns. Hneigðin til eftirhermu varir lengur fram á árin með þeim einhverfu en öðrum mönnum, hún er jafnvel áberandi alla ævi (echolalia). Tækifærisræðan er eitt helsta vandamálið; orðum sem helst einkenna hana er sleppt í tali, s.s. forsetningum, og þeir víxla orðum svo að úr verður markleysa, settu stólinn við borðið verður í eyrum þess einhverfa, settu borðið við stólinn - og það gerir hann! Sum- ir gera engan greinarmun á andyrðum: Kveiktu! - merkir þá ýmist kveiktu eða slökktu. Flestir menn taka því sem ber að höndum í samræmi við samfélagshætti, ef ekki keyr- ir úr hófi um ókunnugleikann, en jafnvel lít- ilsháttar tilbreyting getur reynst einhverfum manni hin mesta raun. í örvæntingu sinni yfir að ráða ekki við aðstæður sínar beita sumir sjálfa sig ofbeldi og eru svo vanmeg- andi að mæta þeirri nýju reynslu að þeir sýna þess jafnvel ekki merki að þeir líði fyr- ir ofbeldið! Aðrir eru ekki svo frosnir, ef svo má segja, en veigra sér á hinn bóginn við flestu sem fyrir þá ber. Framtíð í uppbyggilegum skilningi er varla meðfærileg einhverfum manni án mikils að- halds. Hann lifir í varanlegri nútíð, kannski einna líkast því sem frummenn eru taldir gera. Úf i þjóAfélagió Ummerking eru einstaklingsbundin og til era afbrigði sem teljast í jaðri einhverfu. Af því tilefni er talað um einhverfuróf. Til jaðartilfellanna telj- ast Turretsheilkenni sem sumir menn ætla að sé undirrót sögusagna um varúlfa. Undir einhverfirófið falla einnig Aspergerheilkenni sem fjallað varísíðustu grein. Á síðustu árum hafa kvikmyndir gert einhverfum sem og öðrum mannlífsafbrigðum umtöluð skil. Meðal hinna betri og kunnari kvikmynda um efni úr einhverfurófinu eru: Mýs og menn, Regnmaðurinn, Being There, Edward Scissorhands, Elvira Madigan, Nell, Kasper Hauser, Amadeus, Forrest Gump. Vinsældir t.d. þeirrar síðasttöldu hafa aukið áhuga, tillitssemi og skilning almenn- ings á málefninu. Unglingurinn Forr- est Gump er spurður hvað hann ætli að verða á fullorðinsárum, og svarar að bragði: Verð ég ekki ég? Svarið er dæmigert fyrir einhverfan mann. Tilætlunarsemi, tákn, undirmál og markleysur tækifærisræðunnar eru mörgum einhverfum sem lokaður heimur og afleiðingarnar verða vand- ræðaskapur á báða bóga ef slíkur maður á að athafna sig í fjölmenni. Næmleiki á rökleysur er oft að sama skapi mikill og þar með færni við beitingu talna. Afburðamenn í hugarreikningi og minnis- meistarar í íjölleikahúsum eru taldir til ein- hverfurófsins. Einhverfir eru minnugir á staðhætti og því ratvísir. En þrátt fyrir afburðamennsku á þröngu sviði er slíkt ekki talið greindar- merki því hæfileikarnir þjóna ekki allsheijar- tilgangi sem er eitthvert vit sé í heldur getur hvaða kerfi sem orðið markmið í sjálfu sér, allsheijarregla sem aðrar verða að lúta þótt venjulegri mönnum kunni að þykja hjákátleg- ur samsetningur. Leikir einhverfa barna reynast oft frámunanlega einhæfir af þessum sökum. Leikirnir búa þegar í upphafi yfir öilu sem ætlast er til af þeim hversu oft sem þeir eru endurteknir. Vanmáttar- og einangrunartilfinningar setja mjög oft svip á far hins einhverfa. Dæmi eru þó um að slíkir menn hafi orðið sjálfbjarga og þá með því að horfast í augu við sjálfa sig og meta ástand sitt, bera sig saman við aðra menn. Að fengnum skilningi á þörf fyrir að breytast og kjarki til að mæta því sem að höndum ber eru einnig komin á skilyrði til framfara. Þá kann að upphefjast spurningaflóð sem öllu máli skipt- ir að mætt sé með hæfum kennsluaðferðum. Hugsunarháttur einhverfs manns er í einu og öllu áráttukenndur og verður það alltaf hvernig sem að er farið. En slíkt ástand er hægt að leiða til betri vegar. Þrautseigja ein- kennir einhverfa. Ólíkt öðram mönnum fá þeir ekki leið á því sem þeir á annað borð hafa áhuga á. Eins og við er að búast getur slíkur eiginleiki komið sér vel í starfi undir góðri stjórn. Á hinn bóginn getur sá ein- hverfi hugsanlega komið sér upp áhugamáli sem verkar til mótsvægis við þráhyggjukennt hugarfarið og gerir viðkomandi að „venju- legri“ manni. Áhugaefnið verður þá að ein- kennast af einhveiju öðru en því sem helst setur svip á far einhverfs manns; ástundun „fyrir fólkið“, röklaust tilfinningasamband, auðsveipni við umhverfi sem ekki lætur að stjórn hans, - en þyrmir honum þó. Einhverfur maður er einlægur, hann hefur óvenju ríka tilhneigingu til að fylgja sannleik- anum og þar með gæta fyllstu nákvæmni við meðferð viðfangsefna sinna. Sá hæfileiki getur komið sér vel í samstarfi við einhverf- an mann. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. APRÍL1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.