Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Síða 7
LUC Besson stjórnar tökum á Fimmta frumefninu. LUC Besson fæddist í París árið 1959. Foreldrar hans kenndu köf- un við suðurströnd Frakklands. Ungur að aldri var Besson altek- inn af heimi undirdjúpanna og Miðjarðarhafinu. Hvort tveggja varð síðar snar þáttur í myndum hans. Sautján ára að aldri lenti Bresson í köfunarslysi. Honum var tilkynnt að hann gæti aldrei stundað köfun. Besson var harmi lostinn. Kafarinn seinheppni ákvað að snúa sér að kvikmyndager og sagði sig úr skóla. í stað þess að lesa námsbækur sá hann- tíu bíómyndir á viku. Nítján ára gamall hélt hann til Hollywood. Besson dvaldi vestanhafs í nokkur misseri og fékkst við ýmis störf á sviði kvikmynda. Að svo búnu sneri hann aftur til Frakklands og stofnaði eigið fyrirtæki „Les films du dauphin" (Höfrungamyndir hf.). Sióasta orruslan Að herþjónustu lokinni starfaði Besson um hríð sem aðstoðarleikstjóri. Gerði hann síðan fyrstu mynd sína í fullri lengd, Síðustu orr- ustuna (Le Dernier Combat). Var Síðasta orr- ustan útnefnd til Sesarsverðlauna, eftirsóttustu verðlauna í franska kvikmyndaheiminum. Þó hlaut myndin dræma aðsókn. í Síðustu orr- ustunni er lítið um samtöl Þess í stað er sagan sögð með myndum. Hefur myndræn frásögn á kostnað texta verið höfuðeinkenni Bessons, meginstyrkur hans, og helsti veikleiki. Neöanjardar Önnur mynd Bessons, Neðanjarðar (Subway) vakti athygli um heim allan. Segir þar frá furðufuglum sem dvelja neðanjarðar í lestarstöðvum Parísar. Frásögn var hröð og kraftmikil. Myndin fékk mikla aðsókn. Gagn- rýnendur létu sér aftur á móti fátt um finnast. Besson hafði nú frjálsar hendur við gerð næstu myndar sinnar. Hafió, bláa hafió ... Tíu ára gamall kom Besson auga á höfr- ung. Hann kastaði sér til sunds og kafaði með höfrungnum. Besson ákvað að starfa við rannsóknir á lífi höfrunga þegar hann yrði stór. Varð þetta kveikjan að næsta mynd Bessons, Hafdjúpinu (Le Ggran Blue). Sú var opnunarmynd á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 1988. Var myndin tekin á ensku.Sú ráð- EFTIR JÓNAS KNÚTSSON stöfun særði þjóðarstolt margra Frakka. Haf- djúpið var stytt og henni breytt fyrir dreifingu í Bandaríkjunum. Besson lét ófriðlega og kvartaði hástöfum. Myndin var vinsæl í Evr- ópu en gekk fyrir tómum húsum á Bretlandi og í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir mótmæli leik- stjórans, var myndin í reynd of löng. Hafdjúp- ið er tæknilega vel gerð póst kortasýning. Handrit og persónusköpun er hins vegar fyrir neðan allar hellur. Engu líkara er en að Bes- son hafi undir niðri gert sér grein fyrir ann- mörkum verksins. í mynd sinni Atlantis kann- ar hann enn á ný lífríki sjávar. Er myndin keimlík Hafdjúpinu nema sögupersónur eru að þessu sinni þegnar Atlantis, sjávardýr. Er það mjög til bóta. Kona meó mannsvif Spennumyndin Níkíta (La Femme Nikita) er tillag Bessons til kvenréttindabaráttunnar. Leigumorðinginn Níkíta er kona. Unnusti hennar lendir aftur á móti í hefðbundnu hlut- verki konunnar. Þessi kúvending er skemmti- leg nýbreytni þar sem hingað til hafa konur í frönskum myndum verið ástfangnar, fölar og áhugaverðar en látið karlana um að drýgja dáðir. Hlaut þáverandi eiginkona Bessons, Anne Parillaud, heimsfrægð fyrir túlkun sína á kvenskörungnum. Níkíta var endurgerð í bandarískum búningi. Hét sú mynd A ystu nöf (Point of No Return). Er söhetjan í mynd Rennys Harlins Langi kveðjukossinn (The Long Kiss Goodnight)bersýnilega náfrænka Níkítu. Litla stúlkan og moróinginn Mynd Bessons, Léon, fjallar um vináttu leigumorðingjans Leons og tólf ára stúlku. Léon gefur bandarískum hasarmyndum ekkert eftir. Mátti merkja að Besson hefur vaxið sem sögumaður. Jean Reno, sem lék Léon, hefur verið fasta- gestur í myndum Bessons. Reno er Frakki en á ættir að rekja suður til Marokkó. Hann var eini ljósi punkturinn í Hafdjúpinu. Einnig lék hann eftirminnilegustu persónuna í Níkíta. Reno fór á kostum sem einfaldi morðinginn í undirdjúpum New York bogar í Léon. Nýlega lék Reno aðalhlutverkið í gamanmyndinni Gestirnir (Les Visiteurs) og sýndi á sér nýja hlið. Jean Reno hefur undanfarið brugðið fyr- ir í bandarískum kvikmyndum. Vonandi láta evrópskir kvikmyndagerðarmenn ekki þennan stórleikara sér úr greipum ganga. Franskar kvikmyndir tóku stakkaskiptum á sjötta áratugnum. Hin svonefnda nýbylgja tröllreið franskri kvikmyndagerð. Ný kynslóð leikstjóra ruddi sér til rúms, Fran?ois Truff- aut, Louis Malle, Claude Berri, að ógleymdum framúrstefnumönnum á borð við Godard og Resnais. Nýsköpunarmenn þessir gerðu litlar persónulegar myndir og sniðgengu íburð og óhóf Hollywoodmynda. Franskar myndir bera þessa enn merki. Þær eru oftast hægari og einlægari en hefðbundar bandarískar kvik- myndir. I myndum Bessons kveður við annan tón. Leikstjórinn sækir mikið til bandarískra spennumynda. Atburðarás er hröð, persónur þjóðsagnakennar, óáþekkar hvunndagshetjum Truffauts og Rohmers. í stað fágunar kemur hraði og kraftur. Kvikmyndataka og tónlist er ætíð til fyrir- myndar í myndum Bessons. Hann hefur átt gjöfult samstarf við Eric Serra. Geislaplata með tónlist úr Hafdjúpinu seldist í tveimur milljónum eintaka í Frakklandi. Tónskáldið sést í hlutverki bassaleikara í myndinni Neð- anjarðar. Serra samdi nýlega tónlistina í Bond- myndinni Gullauga (Goldeneye). Ekki nógu þióóreekinn Fáir leikstjórar hafa notið jafnmikillar lýð- hylli í Frakklandi og Besson. Samtals hafa franskir kvikmyndahúsagestir borgað milljarð franka eða tólf milljarða íslenskra króna fyrir að beija myndir hans augum. Gagnrýnendur hafa legið honum á hálsi fyrir að vera ekki nógu franskur. Aðrir hafa hælt honum fyrir það. Sjálfur segir Besson að frönsk menning dragi sífellt meiri dám af alþjóðamenningu, þessi straumhvörf endurspeglist í myndum sínum. Luc Besson er því tímanna tákn, hvort sem mönnum er það ljúft eða leitt. Myndir Bessons í fullri lengd eru: Fimmta frumefnið (The Fifth Element) - 1996 Léon - 1994 Atlantis - 1991 La Femme Nikita - 1990 L Hafdjúpið (Le Grand Bleu) - 1988 Neðanjarðar (Subway) 1985 Síðasta orrustan (Le dernier Combat) - 1983. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður PÉTUR SIGURGEIRSSON ALDAMÓT- INMIKLU Upp, íslandsþjóð við aldahvörf með ár hins kristna siðar! En hvað gat valdið þeirri þörf, að þar við tíminn miðar það allt, sem var og verða má og víst er alla daga? Þú, Jesús Drottinn, jörðu á. Það játar trú og saga. Vor heimshyggð er í hættu stödd og höfuðsynd því veldur, er eigi vill sjá vopnin kvödd og velur styrjöld heldur. Þó sá, er heiminn sætta kann, er sonur Guðs að vonum. Ó, mannkyn tak þú trú á hann, já, - trú á frið í honum! Sár hungursneyð og voðaverk á voröld kallar nýja, því myrkraöflin eru sterk, en ætíð Ijósið flýja. Og guðdómssól með geisla sinn er gjöf til allra manna. Svo lýsi Jesús, leiðtoginn, hann, - Ijósið eina, sanna. Og Ijósið milda lýsti þjóð á löngum vetrarkvöldum, því aldrei hrást sú innri glóð frá æðstu máttarvöldum. Vor þakkargjörð er þúsundföld! Að því vér skulum hyggja: Á kærleik Guðs um ár og öld var alltaf hægt að hyggja. Og samt vér efumst eins ogþeir, sem efins forðum spurðu. En þess vér eigi þurfum meir, fyrst þeir og vissir urðu, að Jesús, - eftir orði hans, - er upprisan og lífið. Til himins björt er brautin manns, en bágt er jarðarkífið. Ó, heyr mig Guð, vort hjálparráð, kom, - hugga, þerra tárin. Vér lofum þína líkn og náð, kom, - lækna, græddu sárin. Ef Guð af hjarta vottum vér í verki dag frá degi, þá tíminn eilífð tengist hér. í trú það rætast megi. Höfundur gegndi biskupsembætti 1981 - 89. PETRÍNA ÓLÖF ÞORSTEINSDÓTTIR Samkvæmt bókunum Á kvöldin þegar kyrtð færist yfir mig hugsa ég oft til þín. Þú sem svo löngu ert horfín. Ég ætti að vera hætt að hugsa til þín nema endrum og eins samkvæmt bókunum. Samt get ég ekki hugsað samkvæmt bókunum því þú mótaðir líf mitt og ert hluti af því. Höfundur er þroskaþjálfi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 1997 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.