Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Qupperneq 11
ÁLHOLTI öndverðu hafa gert sér vonir um að verk lista- mannanna yrðu áhugaverð út frá guðfræðilegu sjónarmiði. Hann varð ekki fyrir vonbrigðum. „Listamennirnir hafa verið mjög heiðarlegir gagnvart þemanu og hugsunin að baki verkun- um er gegnumsneitt guðfræðilega áhugaverð sem færir okkur heim sanninn um það að unnt er að búa til list út frá trúarlegu þema. Sú stað- reynd þarf reyndar ekki að koma á óvart í ljósi þess að list og trú eru náskyld fyrirbæri, það gerir þessi andlega nálgun við viðfangsefnið. Síðan spillir það ekki fyrir að verkin eru jafn- framt sterk út frá sjónrænu sjónarmiði." „Með þessari sýningu koma að mínu mati nýir straumar inn í kirkjuna," heldur Jón áfram. „Við höfum með öðrum orðum opnað fyrir nýja hugsun en á þessu sviði hefur ríkt nokkur stöðn- un innan kirkjunnar. Það verður á hinn bóginn að vera rými fyrir nýsköpun þar eins og annars staðar." Margra grasa kennir á sýningunni en hver listamaður hefur farið sína leið í túlkun sinni á viðfangsefninu. Að mati Jóns setur fjölbreytnin skemmtilegan svip á sýninguna. Kveðst hann aldrei hafa haft efasemdir um að gera hið marg- breytilega umhverfi Skálholts að vettvangi sýn- ingarinnar. „Sumir listamannanna göntuðust með það að kirkjunnar menn í Skálholti þyrðu ekki að hleypa þeim inn í kirkjuna en þar sem kirkja er ekki hús, heldur söfnuður þeirra sem trúa á Krist, má segja að að vissu leyti séu verkin inni í kirkjunni. Og ef einhver staður á landinu er kirkja, þá er það Skálholt!" Að áliti Jóns er það engum vafa undirorpið að staðurinn og landslagið magni listaverkin upp - sum þeirra yrðu jafnvel marklaus á öðr- um stað, í öðru samhengi. Segir hann að verk á sýningunni, sem sum hver hafa staðið um skeið, hafi þegar vakið sterk viðbrögð gesta í Skálholti, bæði jákvæð og neikvæð. Sama verk- ið hafi til að mynda bæði verið dásamað og sagt jaðra við helgispjöll. Jón er því við öllu búinn enda líklegt að sitt sýnist hvetjum um þessi listaverk sem önnur. Samkvæmt áætlun er síðasti sýningardagur 14. október næstkomandi. Að sögn Jóns hefur þeirri hugmynd hins vegar verið varpað fram að verkin, a.m.k. hluti þeirra, verði látin standa fram yfir kristnitökuafmælið árið 2000. Segir hann of snemmt að taka afstöðu til þess að svo stöddu en það verði væntanlega gert í haust með hliðsjón af viðtökum sýningarinnar. Verður þá meðal annars efnt til málþings um sýning- una í Skálholti með þátttöku listamannanna. Að auki segir Jón að ef sýningin hlýtur góð- an hljómgrunn í sumar sé það einlægur ásetn- ingur allra sem að verkefninu koma að halda samstarfinu áfram með ýmiss konar öðrum verkefnum er tengjast kristnitökuafmælinu fram að aldamótum. Augu þjóðarinnar eiga því að líkindum eftir að beinast í ríkum mæli að Skálholti á komandi misserum. TÖPUÐU ÁTTUM VERK Kristínar Reyn- isdóttur á sýningunni Kristnitaka, „Skjól“, stendur á hæð and- spænis Skálholtskirkju. Hugmynd listakonunn- ar var sú að verkið myndi snúa nákvæm- lega eins og kirkjan, það er vísa til höfuðáttanna fjögurra. Þegar verið var að festa verkið í jörðu skall aftur á móti á þoka, sem gerði það að verkum að kirkjan hvarf sjónum. „Við tókum engu að síður áhættuna og fest- um verkið,“ segir Jón Pálsson. „Þegar þok- unni létti kom hins veg- ar á daginn að verkið sneri ekki alveg rétt. Það var þó látið gott heita enda táknrænt að menn tapi áttum þegar kirkjan hverfur." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.