Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Side 16
DAGBOKARÞANKAR • • FRA KOLDUM VOR- DÖGUM í SVÍÞJÓÐ ÞEGAR ég lendi á Arlandaflug- velli í Stokkhólmi þ. 19. maí í ár, finnst mér sem ég hafi verið þar í gær. Mér er þó ljóst að það eru hvorki meira né minna en 11 ár frá þvi ég kom þar síðast. Svona er tíminn farinn að líða hratt i huga manns. í gamla daga kom ég til lands- ins i fyrsta skipti sem sumarflugfreyja hjá Loftleiðum. Við hjá Loftleiðum, eins og það var orðað á máli flugfólks, flugum reyndar aldrei á Arlanda, heldur lentum í Gautaborg á leið okkar til Helsingjaborgar eða Kaup- mannahafnar. Viðdvölin í Gautaborg var allt- af mjög stutt, en ég man að við höfðum rétt tíma til að fá okkur í svanginn á vallarveit- ingahúsinu og alltaf pöntuðum við síldar- bakka. Enginn okkar var þó almennt sólgin í síld, borðuðum hana helst ekki heima á íslandi, en löngun okkar var slík í sænsku síldarréttina sem voru lagaðir úr Íslandssíld, að flugstjórinn var látinn panta hana um leið og við komumst í talsamband við Gauta- borg á leiðinni utan. A sjöunda áratugnum, þegar ég var hætt að fljúga og farin að vinna sem leikkona, lenti ég svo á leikaraviku í Stokkhólmi á vegum Félags íslenskra leikara. Þetta var síðla hausts 1967, ég var að leika og æfa bæði hjá Þjóðleikhúsi og Grímu í Tjarnarbæ og varð fyrir því óhappi að fótbrotna á leið minni í kræklingafjöru upp í Hvalfjörð. Ég man að leikkonurnar Margrét Guðmundsdótt- ir og Bríet heitin Héðinsdóttir æfðu inn fyrir mig og tóku við hlutverkunum, en ég fékk í staðinn þetta fína boð á leikaravikuna í Stokkhólmi og lét ekki gifsið á fætinum aftra mér. Tilgangur boðsins var að gefa leikurum kost á að hitta starfsfélaga sína á Norður- löndum og skoða leiksýningar. Ég gat þakk- að fótbrotinu margt, ekki bara ferðina, sem ekki hefði verið farin nema vegna þess að ég var óvinnufær, heldur líka athyglina sem ég fékk út á það. Við fengum eitt kvöldið tækifæri ti! að sjá Kátu ekkjuna, þar sem sjálfur stórleikarinn og stjaman Jarl Kulle lék kvennagullið Danilo. Eftir sýninguna var okkur boðið í náttverð og dans og þar mætti stórleikarinn, gekk rakleitt til min og bauð mér upp í dans. Með gifsaðan staurfót sveifl- aði hann mér um gólfíð og ég gleymdi alveg heltinni. Eftir þennan langa dans vildu blaða- menn endilega vita hvað okkur fór á milli og þá gat ég komið að fréttum frá íslensku leikhúsi sem þá var í uppsveiflu. Ferð mín nú til Stokkhólms er enn tengd leiklist. Fótur minn er löngu gróinn, svo ekki fæ ég athygli Jarls Kulle út á hann. Þó Kulle sé ekki lengur í aðalsviðsljósinu, veit ég hann flytur „áramótaræðuna“ í sjónvarp- inu, fer með ljóð Tennysons Nýársklukkumar af snilld og Svíar hlusta og horfa á með andakt. Eftir það má skála fyrir nýju ári. í þetta sinn ætla ég líka að hitta leikhúsfólk að máli og skoða eins margar sýningar leik- húsanna og mér er unnt þessa fáu daga sem ég dvel í landinu, halda smáfyrirlestur um íslenskt leikhús og fleira og sjá síðustu sýn- ingu á „Leitt hún skyldi vera skækja" sem Þjóðleikhúsið sýnir á leiklistarhátíð hjá Riksteatem. Þar sem eiginmaður minn, Erl- ingur Gíslason, tekur þátt í sýningunni fannst okkur tilvalið að fara saman til Svíþjóðar um hvítasunnuna og lengja ferðina þannig hjá honum í annan endann. Lidingö Þennan dag sem við lendum á Arlandaflug- velli eru enn tveir dagar í leiklistarhátíðina. Þá daga ætlum við til fyrirlestra og dvalar í stóm villunni eða litlu höllinni í Lidingö, þar sem gestgjafar okkar em heiðurshjónin Sigrún Jónsdóttir og Thorsten Folin. Þau hjón em verðugir sendiherrar íslands á sænskri gmnd, gestrisni þeirra er rómuð, jafnt hjá sænskum Leiklistarhátíó í Stokkhólmi var tilefni Svíþjóðarferð- ar BRYNJU BENEDIKTSDÓTTUR fyrir skömmu. Á þessari leiklistarhátíð var m.a. á dagskrá sýning Þjóðleikhússins á Leitt hún skyldi vera skækja. En ferðin fór í fleira en leiklistina og í þessari grein rifjar Brynja upp fyrri ferðir til Stokkhólms, sem hún fór sem flugfreyja og leikkona, og tíundar það sem á dagana dreif í þessari ferð áður en til leiklistarhátíðarinnar kom. Þar ber hæst drauma fólks um að bjarga happafleytunni Skaftfellingi upp á Víkurfjörurs og Emblufund, þar sem saltstauk- urinn bíður þeirrar, sem kann að bjóða Gróu á Leiti til samkvæmisins. sem íslenskum. Þegar við ætlum að fara að stíga upp í rútuna inn í bæinn em þau mætt til að taka á móti okkur og eftir það þurfum við hvorki að hugsa né skipuleggja, allar búk- sorgir em úr sögunni þessa tvo daga fram að leiklistarhátíð. Sigrún er búin að stofna menningarklúbb íslenskra kvenna í borginni sem þær kalla Emblu. Næsta kvöld verður fundur hjá þeim og öðmm gestum boðið og við það tækifæri bað hún okkur Erling að halda stutt erindi. Á leiðinni inn í borgina tala þau eldhugamir Sigrún og Thorsten um hjartans mál sitt, skipið Skaftfelling sem ligg- ur nú í slipp í Vestmannaeyjum síðan 1963. Þau vilja flytja það til Víkur í Mýrdal, gera það að verðugu minnismerki um þessa happa- fleytu Skaftfellinga frá 1916. Þá var skipið smíðað í Danmörku en fé til smíðanna var safnað hjá bændum og búendum í sýslunni, allir sem vettlingi gátu valdið gáfu fé til fram- kvæmdanna, ríkir jafnt sem fátækir. Skipið flutti svo vömr frá og að þessari hafnlausu strönd, en óbrúaðar jökulár gerðu alla vöm- flutninga mjög erfíða inn í sýsluna. Skipið kom að ströndinni og árabátar selfluttu vör- una milli lands og skips. Við Erlingur reynum að leiða talið að Sví- þjóðarmálum meðan við þjótum eftir hrað- brautinni í volvónum hjónanna; þau segja leikhúsin í mikilli lægð, vorið láti standa á sér, Svíar séu í vanda vegna atvinnuástands og flóttamannavandamáls. Það er hrollkalt, hitinn kemst ekki yfír 10 gráður og út um bílgluggana sjáum við eplatré og kirsubeija- tré sem berjast við og ná varla að blómstra þó komið sé langt fram í maí. í hverfínu sem við keyrum um virðist meirihluti fólksins á götunum vera litaður. Við sjáum bregða fyr- ir fólki upprunnu úr öllum heimshomum. Sumt er önnur, jafnvel þriðja og fjórða kyn- slóð innfluttra Svía, sem löngu eru orðnir Svíar. Þegar út á Lidingö er komið sést ekki litaður maður. Eyjan er eiginlega í miðborginni, það tek- ur sjö mínútur að komast út á hana með jarðlestinni. Hún kallast varla úthverfí lengur miðað við Hallunda þar sem aðsetur Ríkisleik- hússins er og leiklistarhátíðin verður til húsa. Lidingö var áður fyrr sumarhúsabyggð þeirra sem meira máttu sín í þjóðfélaginu. Þar eru gamlar villur og nýjar, en tekist hefur að varðveita eyjuna líka sem fólkvang þar sem villt dýr þrífast enn, svo sem dádýr, hérar og kanínur. Við leikum okkur að orðum um leið og við notum tækifærið til að æfa JARL Kulle í Kátu ekkjunni fyrir þrjátiu árum. HAPPAFLEYTAN Skaftfellingur viA Vestmannaeyjar. Nú er hann í gamia slippnum, full- ur af sandi og vikri frá gosinu 1973. „sænskuna" okkar á Thorsten eða Þorsteini eins og við köllum hann stundum upp á ís- lensku. Hvað þýðir orðið Liding, af hveiju er það ekki með ypsílon, þá væri eitthvert vit í orðinu. Þorsteinn segir það ekki þýða neitt, en hleypur samt strax inn í bókasafn sitt við heimkomuna, og finnur í gamalli orðabók að orðið hafí verið skrifað með ypsílon á 15. öld. Þá þykjumst við strax skilja merking- una: Lýðangsey eða Fólkvangsey. Þorsteinn hristir höfuðið yfir þessum skrítnu íslending- um, sem alltaf eru að grafa upp rætur alls. Stóra villan eóa litla höllin Að koma inn í litlu höllina er eins og að ganga inn í Strindbergsleikrit. Þetta hús sem við köllum höll var byggt upp úr aldamótum og keypt af foreldrum Þorsteins þegar þau ákváðu að minnka við sig húsnæði, flytja úr stóru höllinni fyrir norðan í minna hús. Hús- búnaður og glæsileiki heimilisins minna á fyrri tíma. Listaverk Sigrúnar, batikmyndim- ar sem hleypa rómantískri birtu í gegnum sig og lýsa upp veggina, gefa heimilinu þó nútímablæ og auka á alþjóðleikann. Á stöpli í bókasafninu stendur smækkað módel úr silfri af sellulósasuðukatlinum sem afabróðir Þorsteins fann upp og faðir hans verkfræðingurinn byggði inn í verksmiðjur fjölskyldunnar í Svíþjóð, en faðir hans flutti þekkinguna til annarra landa. í Frakklandi dvaldist hann um hríð og varð ástfanginn af aðalsmeynni Margréti de la Moussaye de Kergenano. Hún hreyfst svo af þessu sænska glæsimenni að hún braut allar brýr að baki sér, fylgdi kalli ástarinnar og giftist honum og flutti til hinnar köldu Svíþjóðar. Þorsteinn er þó fæddur í París því móðir hans, Gabý, eins og hún var kölluð, tók sér alltaf ferð á hendur heim til Frakklands til að fæða börn- in sín. Þorteinn hefur alltaf haft sterk tengsl við ættmenni sín í Frakklandi, franska er hans móðurmál og var töluð á heimili hans. Hann þykist fínna franska blóðið og franska skaphitann í konu sinni Sigrúnu sem er fædd í Skaftafellsýslu, hefur talið sér trú um að þar hafí franskir sjómenn komið við sögu. Við Erlingur fáum stóra svítu til umráða sem Sigrún kallar biskupssvítuna, því Pétur Sigurgeirsson og Sólveig kona hans gistu þar á árum áður þegar verið var að vígja verk Sigrúnar í sænskri kirkju. Á koddaverum 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.