Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Side 17

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Side 17
THORSTEN og Erlingur á „hallar“tröpunum. okkar og sæng merkjum við enn handbragð Gabýjar de la Moussaye de Kegenano, hand- saumað skjaldarmerki hennar prýðir rúmföt- in. Bendlarnir í koddaverunum eru meira að segja plíseraðir eins og á dögum Gabýjar, þó ekki af þjónustuliði eða í þvottahúsi leng- ur heldur af húsfrúnni Sigrúnu sjálfri. Núver- andi hallarfrú og Þorsteinn húsbóndinn sinna öllum störfum í húsi sínu sjálf. Þau halda stórveislur þar sem tugir manna sitja til borðs í einu og kalla hvorki til kokka né þjóna, elda veislumatinn og þjóna gestum sínum sjálf til borðs. Það er lærdómsríkt að kynn- ast siðabók húsbóndans, vegna uppeldis hans og menntunar veijast engar etikettur fyrir honum; hann lærði herstjórnarlist og var liðs- foringi í sænska hernum. Nú fylgir hann gömlum siðum og reglum við borðhald og veisluhöld með kímnisglampa í augum. Kona hans tekur undir það og orðar svo: Það er ágætt að kunna þessar siðareglur, þá getur maður líka brotið þær. Doklor Wand og Dogný dansari En mér er ekki til setunnar boðið. Sigrún segir mér renna blóðið til skyldunnar. í krafti skyldleika okkar og þess að ég er fædd í Skaftafellssýslu vill hún drífa mig á fund þennan fyrsta dag minn í Svíþjóð til að hitta merkan Þjóðverja, Doctor Wand, sem stendur í bréfaskrifum við mæta menn og stofnanir um nauðsyn þess að bjarga skipinu Skaftfell- ingi upp í fjöruna í Vík í Mýrdal. Hann er einnig farinn að undirbúa fjá.rsöfnun til við- gerðar skipinu og hefur fengið góð viðbrögð í Þýskalandi. Ég hvái, hversvegna hafa Þjóð- verjar áhuga á þessu framtaki? Sigrún réttir mér Der Bild frá því í apríl og þar segir frá afreki skipveija Skaftfellings sem björguðu 52 mönnum af áhöfn þýska kafbátsins U 464 þann 20 ágúst árið 1942, en bandarísk sprengjuflugvél hafði skotið kafbátinn niður. Þjóðverjarnir voru í flotbeltum og með súrefn- isdunka svamlandi í sjónum og á tveimur tímum tínúu skipverjar á Skaftfellingi kalda og þrekaða mennina upp úr sjónum. Á með- an bar að breskan tundurspiili og hópur sjó- liða á dekki hans beindi byssum sínum að Skaftfellingi. Tilviljun réð að þeir voru ekki skotnir í kaf. Við vorum að bjarga mönnum úr sjávarháska, þá hugsar maður ekki um hvort þeir eru fjendur eða vinir, er haft eftir þjóð og önnur lönd og sýnir í kirkjum. Sigrún listakona hefur hannað biskupsskrúða á einn dansarann í síðustu sýningu Dagnýjar sem heitir Sverð verður að krossi. Þetta er tákn- ræn danssýning þar sem stiklað er á trúar- bragðasögu Svía. Emblur og annir Fundarmenn og gestir eru mættir til borð- halds og fyrirlesturs í húsi þessa ólaunaða sendiráðs á Lidingö. Nokkrar Emblur þar á meðal sendiherrafrúin geta ekki mætt vegna anna. Davíð forsætisráðherra er í opinberri heimsókn þessa dagana og því mikið annríki hjá sendiráðsfólki. íslendingarnir í hópnum hafa áhyggjur af að missa af sýningu fjóðleik- húss, þar sem miðar á sýningamar tvær seld- ust upp á svipstundu. íslensku sýningarnar á síðastliðnum tveimur Ríkisleikhússdögum í Hallunda, Draumur á Jónsmessunótt Nem- endaleikhússins og Himnaríki Hafnarfjarðar- leikhússins, slógu svo rækilega í gegn og þóttu hápunktur leiklistarhátíðarinnar hvor um sig þannig að fólk hikar ekki við að tryggja sér miða á næstu sýningu frá íslandi. Við trúum ekki öðm en skellt verði á aukasýningu og í trausti þess flytur Erlingur fyrirlestur sinn um höfund „Skækjunnar", John nokkurn Ford, og samtíma hans. Hann bendir á tengsl við nokkur verk William Shakespeares svo sem Rómeó og Júlíu, Lé konung og Hamlet. Árið 1605 er Jón tvítugur en Vilhjálmur um fertugt. Á veisluborði Sigrúnar trónir hæst stór saltstaukur. Hann er táknrænn fyrir Emblu- félagsskapinn og er notaður á fundum ef Gróa á Leiti mætir sem boðflenna. Þá er saltstaukurinn tæmdur ofan í drykk og mat þeirrar sem hefur boðið Gróu til sætis. Ég hafði fundið í föggum mínum gamalt tíma- ritshefti, „Emblu“ að nafni. Það var útgefið 1946 og flutti ritverk kvenna og mér fannst upplagt að flytja Emblunni á sænskri grund fyrsta ljóðið sem birtist í þessu ársriti eftir Theodóru Thoroddsen. Furðuleg tilviljun var að ég skyldi finna þetta litla hefti, þegar ég var að leita að gögnum heima til að undirbúa mig undir töluna sem ég ætlaði að flytja á Emblufundi. Enn merkilegra þó að fyrsta ritverkið sem birtist í heftinu fjallar um fæð- ingarstað Sigrúnar húsfreyju, Vík í Mýrdal, og heitir „Eftir ládeyðu í Vík í Mýrdal“. Skáldkonan hefur eflaust verið í heimsókn DR. WAND ræðir við Brynju á heimili sínu i Stokkhólmi um hetjudáð íslenskra sjómanna, DAGNÝ kóreógraf ásamt Folin-hjónunum og nöfnu og sonardóttur Sigrúnar sem er á björgun 52 þýskra kafbátamanna. leið í myndlistarnám. Hvaö þýóir oróió Liding, af hverju erþaó ekki meöypsílon, þá vœri eitthvert vit í orbinu. Þorsteinn segirþaö ekkiþýöa neitt, en hleypur samt strax inn í hókasafn sitt viö heimkomuna, ogfmnur ígamalli oröabók aö oröiö hafi veriö skrifaö meöypsílon á 15. öld. Þá þykjumst viö strax skilja merkinguna: Lýöangsey eöa Fólk- vangsey. Þorsteinn hristir höfuöiöyfirþessum skrítnu Islendingum, sem alltaf eru aö grafa upp rcetur alls. einum björgunarmanni í blaðaviðtali seinna. Þegar búið var að bjarga skipsbrotsmönnum um borð í Skaftfelling við illan leik og mikla lífshættu, réðust sjóliðar til uppgöngu og tóku Þjóðverjana tíu í einu yfir í tundurspill- inn sem sigldi með þá til Englands og þar voru þeir settir í fangelsi. Nú finnst þeim ágæta manni Dr. Wand tími til kominn eftir rúma hálfa öld að þessar- ar hetjudáðar íslenskra sjómanna sé minnst á verðugan hátt. Það vill hann láta landa sína gera með fjárframlögum til björgunar happafleytunnar Skaftfellings upp á Víkur- fjörur. Dr. Wand er sagnfræðingur og fyrr- verandi sendiherra Þjóðveija í Noregi, Sví- þjóð og víðar. Hann var vinur og samstarfs- maður Konrad Adenauers kanslara. Næst elsti sonur þessa fyrsta kanslara Þýskalands er íslenskur konsúll og íslandsvinur og undir- býr nú fundahöld þýskra konsúla um málefni Skaftfellings í Köln. Meðan Sigrún, Thorsten og Dr. Wand funda af eldmóði, tökum við Dagný, sænsk eiginkona fyrrverandi sendi- herrans, tal saman. Hún er dansari og kóreó- graf og ferðast með dansflokk sinn um Sví- hjá Maríu dóttur sinni sem var gift lækninum í Vík og þá verður henni leikur Ægis við strönd og dranga að yrkisefni. Ein vísan er svona: Ægir hefur undirleik, ætlar gott til fanga. Skelfur og nötrar skeiðin veik, sem skríður fyrir Dranga. Þarna er átt við Reynisdranga og okkur kom öllum í hug að skeiðin gæti verið skipið Skaftfellingur. Eftir tvo viðburðarríka daga hjá Sigrúnu og Thorsten í litlu ævintýrahöll- inni, þar sem Island og íslensk menning situr í fyrirrúmi, höldum við hjón í áttina að Hall- unda þar sem við komum okkur fyrir á hótel- inu Filippi prins. Erlings bíður hörð vinna við æfíngar og leiksýningar á Skækjunni en mín bíður þáttaka í hópverkefnum, umræðu- fundir um leiklist og síðast en ekki síst allar leiksýningarnar sem ég er búin að tryggja mér aðgöngumiða á, en frá þeim mun ég segja í seinni grein minni. Höfundur er leikstjóri. ► LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 1997 1 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.