Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Side 19
KRAFTAVERKIÐ
FRÁ TORONTO
_________TONLIST____________
Sígildir diskar
BARTÓK -
PAGANINI - YSAÝE
Bela Bartók: Sónata f. einleiksfiðlu BB 124;
Fritz Kreisler: Recitativo og Scherzo-Caprice
Op. 6; Niccolo Paganini: Inngangur og til-
brigði um „Nel cor piu non mi sento“; Eug-
ene YsaKye: Sónötur f. einleiksfiðlu í d-moll
Op. 27 nr. 3 -e-moll nr. 4; Heinrich Wilhelm
Ernst: Le roi des aulnes Op. 26 (Grand
Caprice f. einleiksfiðlu um „Erlkönig" e.
Schubert D 328.) Leila Josefowicz, fiðla.
Philips 446 700-2. Upptaka: DDD, Sviss
6/1995; 9/1995. Útgáfuár: 1996. Lengd:
62:02. Verð (Skífan): 1.999 kr.
HAGSTÆTT og unglegt útlit hefur sem
kunnugt er aldrei þótt spilla í poppinu, og
sér þess ótal dæmi í markaðsfærslu. Klas-
síkin hefur hins vegar verið öllu setlegri í
þeim efnum. Það hefur aldrei þótt fínt í
dísarhöllu sígildrar tónlistar að viðurkenna,
að æskuþrungin og
erótísk útgeislun
„selji“ - þó að tón-
sagan sé full af
dæmum um það.
Eða hví börðust
konur upp á líf og
dauða um vind-
ilsstubbana sem
Pranz Liszt skildi
eftir í öskubakka á
flyglinum eftir
hveija tónleika?
Væntanlega af ein-
hverri annarri fíkn
en tóbaksfíkn. Enda
kvað hinn nafntog-
aði flagari slag-
hörpunnar hafa
haft til að bera út-
geislun sem nú-
tímafólk í almenn-
ingstengslum lætur
sig aðeins dreyma
um.
En kannski eru
kynningaráherzlur
aðeins farnar að
breytast í sígildri
plötuútgerð. Fyrstu
viðbrögð manns við
umslagsmynd af
kornungri brosandi
stúlku í sexy kvöld-
kjól með fiðlu við
kinn undir fyrir-
sögninni „Bohem-
ian Rhapsodies"
urðu að vísu að gá,
hvort maður hefði
óvart villzt út fyrir
klassíkdeild plötu-
búðarinnar. Svo var
ekki. Diskurinn
reyndist geyma
ómenguð virtúósastykki eftir Sarasate,
Winiawski, Saint-Saéns o.fl. Þvínæst lædd-
ust að manni græskufullar hugsanir um
óskammfeilnar söluaðferðir, lokkandi um-
búðir utan um ekki neitt, glópagull til að
hafa saklausa neytendur að ginningarfífl-
um, o.s.frv. Trúlega í von um að geta skerpt
á löngu innibyrgðri þórðargleði brá maður
diskinum á fóninn.
Kraftaverk! Hvorki meira né minna. Það
sem kom úr hátölurunum var sjálfur endur-
borinn eðaltónn Jöschu Heifetz í sígauna-
banastuði. Gjörsamlega óaðfinnanlegur.
Hlýlegur og safaríkur niðri, fægjandi silfur-
skær uppi og - undantekningarlaust -
tandurhreinn. Og bogatæknin? Upp á
hundrað! Jafnvel á útopinni dauðakeyrslu
sat hver einasti tónn sem meitlaður í marm-
ara. Og stelpan aðeins nítján ára gömul!
Þetta var næstum því of gott til að geta
verið satt. En við nánari eftirgrennslan kom
í ljós, að Leila Josefowicz hafði debúterað
á Philips tveim árum áður - með fiðlukon-
sertum Tsjækovskíjs og Sibeliusar (Philips
446 131-2). Ég hlustaði á diskinn. Frá-
bært - sérstaklega Tsjækovskíj. Tónninn
að vísu ögn grennri, en tæknin þegar orðin
örðulaus. Túlkunin var funheit og fersk en
samt lygilega þroskuð.
Hinn eiginlegi prófsteinn var samt eftir
- 2. diskurinn á þriggja diska hljóðritaferli
Leilu með einleiksverkum eftir Bartók, Pag-
anini og Isaye. Allt níðþung verk og aðeins
við hæfi stórsnillinga. Þar skyldi maður
ætla að eitthvað fyndist sem hægt væri að
finna að.
En ekki aldeilis! Öryggið var slíkt, að
Heifetz sálugi kom aftur upp í hugann.
Flekklaus, blóðheit en öguð rómantísk túlk-
un eins og hún gerist bezt hjá hljómlistar-
fólki með margfalt meiri reynslu á bakinu.
Hinn tápmikli táningur frá Toronto, er num-
ið hefur hjá m.a. Gingold og við Curtis stofn-
unina í Fíladelfíu (eins og Sigrún okkar
Eðvaldsdóttir), á þegar ærinn þroska í
handraðanum, þroska sem duga mun til að
fleyta henni yfir undrabarnsstigið og langt
fram á næstu öld, ef hún heldur sama óvið-
jafnanlega eldmóði og hlýleika. Tæknin er
löngu fyrir hendi. Eftir svona glæsiframmi-
stöðu er aðeins einn prófsteinn eftir - sá
mesti: partítur og sónötur Bachs.
Menn hljóta að bíða í ofvæni.
MUSSORGSKY
- RAVEL
Modest Mussorgsky: Myndir á sýningu.
Maurice Ravel: Valses nobles et sentimenta-
les. Ivo Pogorelich, píanó. Deutsche
Grammophon 437 667-2. Upptaka: DDD,
8/1995. Útgáfuár: 1997. Lengd: 61:58. Verð
(Skífan): 1.999 kr.
SÉRLUNDAÐIR píanistar eru enn ekki
með öllu horfnir af yfirborði jarðar, þó að
sumum kunni að finnast svo nú á tímum,
þegar allir slaghörputemjarar virðast í fljótu
bragði hljóma eins.
Júgóslavinn Ivo
Pogorelich er einn
þeirra. Þó að hann
„umli“ ekki með
eins og Glenn heit-
inn Gould, þá á
hann ýmis sérkenni
eftir, sem falla ku
í misjafnan jarðveg
hjá hlustendum.
M.a. þykir hann
hafa sérstæða
skoðun á tempói og
hraðaandstæðum,
sem sumum finnst
bera vott um sjálfs-
birging á kostnað
tónverksins. E.k.
„hérna-kem-ég! af-
staða, sem getur
verkað tilgerðarleg
ef svo býr undir.
Undirritaður er
ekki sama sinnis
um spilamennsk-
una á þessum diski.
Það kann að breyt-
ast með tímanum,
því svo vill til, að
Pogorelich er meðal
nýjustu kunningja hans, en a.m.k. að svo
komnu verkar meðferðin á Myndum á sýn-
ingu og Völsum Ravels ekki aðeins sannfær-
andi heldur beinlínis skemmtileg, að maður
segi ekki á köflum fyndin. Þetta er bæði
skapheitur og skýr píanóleikari, og hend-
ingamótun hans er frumleg, án þess að
fara yfir strikið. Valsarnir eru allt frá því
að vera dulúðugir og upp í að vera bullandi
sprækir, og tilfinning spilarans fyrir form-
gerð er með afbrigðum næm.
Ásamt einstaklega tærri hljóðupptöku er
ekki annað hægt en að mæla með þessum
diski. Eins og fyrr sagði varð ég lítt var
við tiktúrur sem ku hafa farið í pirrurnar
á sumum. Þær hljóta þá að koma fyrir ann-
ars staðar en hér.
RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON
YSAYE
RAVEL
ERLENDAR BÆKUR
JARÐARFARIR
OG AÐRAR FARIR
EKKI SLÉTTAR
Mary Higgins Clark:
Moonlight becomes you
Pocket Books.1997
Vasabrotsbókin, sem setið hefur í efsta
sæti metsölulista The New York Times
undanfamar nokkrar vikur, er eftir
„drottningu spennubókmenntanna“, Mary
Higgins Clark, og heitir „Moonlight
Becomes You“ eða Tunglskinið klæðir þig
vel. Ekki hefur höfundurinn fyrir því að
skýra þennan dularfulla titil bókarinnar
enda er hann sjálfsagt fenginn úr bók-
haldsdeild útgáfufyrirtækisins en sagan
virkar prýðilega sem sambland af trylli
og einhvers konar ástarsögu
í bókaflokknum Sögusafni
heimilanna; unga, ríka og
fallega fólkið í millahverfinu
Newport á Rhode Island
fellir hugi saman en meðal
þess er kaldrifjaður morð-
ingi, sem grefur aðalper-
sónuna lifandi. Ég er ekki
að kjafta frá neinu. Inn-
gangskaflinn er skáletrað-
ur og segir frá því hvern-
ig aðalpersónan raknár
úr roti sínu og kemst að
því að hún er lokuð í kistu
djúpt ofan í jörðinni og
sagan segir síðan frá því
hvernig hún lenti í þess-
ari óþægilegu stöðu.
Hátt skrifuó
Mary Higgins Clark
hefur verið lengi að og
er „Tunglskinið" henn-
ar fimmtánda bók en
Skjaldborg hefur gefið
út bækur hennar í ís-
lenskri þýðingu und-
anfarin ár. Þær fara
iðulega á metsölulist-
ana vestra og Mary,
sem er borin og barn-
fædd í New York, er
í hópi söluhæstu rit-
höfunda heimsins.
Hún er nokkuð hátt
skrifuð í spennu-
bókageiranum enda
skipta dyggir lesendur hennar milljónum.
Sögur hennar eru skemmtilegar aflestrar
án þess að vera innblásnar af neinum
sérstökum skáldskap, frásögnin er hröð
og byggist mikið á samtölum en persón-
urnar eru lítt frumlegar heldur þvert á
móti klisjukenndar og dregnar fáum drátt-
um. Clark hefur fyrir því að kynna sér
a.m.k. lauslega það sem hún fjallar um —
í þessu tilfelli viktoríanska greftrunarsiði
og verðbréfasvindl, svo ólíkt sem það nú
er — og er leikin í því að dreifa litlum
ráðgátum til þess að halda athygli lesand-
ans. Hún kann það fag að skrifa afþrey-
ingarbókmenntir og nýtir sér lögmál
þeirra til fullnustu.
Sögusvið „Tunglskinsins" er m.a. elli-
heimili hinna útvöldu í Newport en þar
hafa undanfarið eldri konur látist með
nokkuð jöfnu millibili. Að auki hefur kona
að nafni Nuala Moore fundist myrt á
heimili sínu skammt þar frá. Hún var
stjúpmóðir tískuljósmyndarans Maggie
Holloways, einhvers besta ljósmyndara í
sínu fagi í heiminum, hvorki meira né
minna, án þess það komi atburðarásinni
beint við, og Maggie er erfingi húss henn-
ar og eigna. Maggie er ákaflega falleg
kona um þrítugsaldur og útsjónarsöm og
greind og kallar ekki allt ömmu sína.
Þann tíma sem hún dvelur í Newport
kemst hún að ýmsu kyndugu, vingast við
gamla fólkið á elliheimilinu, finnur dular-
fullar bjöllur á leiðum þeirra eldri borgara
sem látist hafa, ígrundar ástamál sín og
snöfurmannlegs verðbréfamiðlara frá
New York er kemur henni til aðstoðar,
hræðist sérfræðing í fornum og alþjóðleg-
um greftrunarsiðum og kemst smátt og
smátt að því að það er alls ekki allt með
felldu á þessum annars friðsæla stað. Ber
leit hennar að svörum við brennandi
spurningum hana í hinar mestu hættur
svo sem eins og byrjunin gefur vísbend-
ingu um.
Áhættusöm
aóferó
Að ýmsu má finna í „Tunglskininu".
Clark gefur til dæmis óþarflega mikið upp
með því að hefja söguna næstum því á
asntoM upp mea h
Wnn“ ‘■•sar
endinum og segja hana síðan í endurliti.
Þetta er áhættusöm aðferð og getur rænt
lesandann spennu og eftirvæntingu sem
byggist upp með frásögninni og gerir það
í þessu tilviki. Á móti kemur að með þess-
ari aðferð tekst að grípa lesandann á
fyrstu síðunum. Einnig er ríka, fallega
og greinda Newport-liðið nokkuð þreyt-
andi til lengdar þar sem það klæðir sig
upp fyrir kvöldið, er sífellt úti að borða,
pælir í eignum og verðbréfum og er óend-
anlega góðviljað og sætt. Það er stundum
eins og að horfa á vellulega bandaríska
sakamálaseríu, eins og „Morðgátu", að
lesa þessa bók. Þá er hvimleiður sá siður
höfundar að skáletra þau orð sem hún
leggur i munn persónanna og vill að á
sé lögð alveg sérstök áhersla og drama-
tískur þungi í huga lesenda. Eins og:
Hann var að segja satt. Eða: Hún hafði
aldrei séð hann áður.
Clark bætir þessa agnúa upp með
hraðri frásögn og nær að byggja upp
ágæta spennu þegar nær líður sögulokum.
Sagan er ákaflega fáguð, laus við ofbeldi-
slýsingar og kynlíf þekkist ekki. Clark
þekkir sinn lesendahóp og veit giska vel
hvað hann vill. Henni tekst bærilega að
leyna því hver morðinginn er með hinum
og þessum hliðarsögum og aukapersón-
um, sem geta haft ástæðu til illverka, en
stóra uppgötvunin í lokin kemur samt
ekki neitt sérstaklega á óvart. Á heildina
litið er „Tunglskinið“ góð skemmtilesning
en varla rismikil.
ARNALDUR INDRIÐASON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ 1997 19