Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1997, Page 20
4=
SÍÐUSTU
HANDRITIN
HEIM
Tvö síðustu handritin, sem flutt verða frá Dan-
------------7----
mörku, verða afhent á fimmtudaginn. I þessari grein,
segir SVERRIR TOMASSON frá þessum handritum,
Kirkjudagsmálum og Stjórn.
Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir
AM 227 fol. Stjórn. Myndin er af upphafsstaf við 1. Samúelsbók.
PREDIKANIR og lífssögur dýrl-
inga eru án efa með því fyrsta
sem fært er í letur hér á landi.
Þegar fyrsti málfræðingurinn
sem líklega var uppi um miðja
12. öld, skrifaði ritgerð sína,
vitnaði hann til efnis sem
„hægra“ yrði að skrifa, lægi
fyrir stafróf. Hann minnist í þessu viðfangi
á lög og áttvísi eða „þýðingar helgar eða svo
hin spaklegu fræði er Þorgilsson hefir á
bækur sett af skynsamlegu viti“. Það hefur
vafist fyrir fræðimönnum að skýra „þýðingar
helgar", en flestir hallast nú að því átt sé
við einhvers konar útleggingar á ritning-
unni, liklega predikanir eða hómilíur, eins
og þær eru líka oft nefndar. Í AM 237 a
fol. sem Stofnun Árna Magnússonar á ís-
landi fær nú til varðveislu er hluti af predik-
uninni Kirkjudagsmálum og að auki partur
af þýðingu á 34. hómilíu Gregoriusar mikla.
- Handritsblöðin eru talin vera frá miðri 12.
öld en textinn á sér þó ugglaust eldri rætur.
Kirkjudagsmál hafa varðveist heil í þremur
öðrum handritum: íslensku hómilíubókinni
frá því um 1200, Norsku hómilíubókinni sem
er á líku reki og loks í íslensku handriti frá
15. öld, AM 624 4to.
Blöðin tvö í AM 237 a fol. eru sennilega
partur úr stærra predikanasafni, sem gera
má ráð fyrir að hafi verið með svipuðu sniði
og safnið í íslensku hómilíubókinni eða
Norsku hómilíubókinni. Ámi Magnússon fékk
þau árið 1728 frá séra Þorsteini Ketilssyni
á Hrafnagili í Eyjafírði og á miða framan
við blöðin hefur Ámi skrifað: „Er úr ærið
gamalli predikunarbók."
Orðið mál merkir ræða í forníslensku.
Kirkjudagsmál voru flutt við vígslu kirkju
og var þeim því ekki ætlaður sérstakur stað-
ur í predikanasöfnum, þar sem ræðunum var
yfirleitt raðað niður eftir kirkjuárinu. Kirkju-
dagsmál eru að því leyti sérstæð meðal nor-
rænna predikana að þar er innviðum kirkju
lýst mjög nákvæmlega og hver hluti hennar
útskýrður á táknrænan hátt: :
Á enu ytra brjóstþili eru gluggar því að „ljóst es
(< er) boðorð drottins", kvað sálmaskáldið „og
lýsir það augu ór“ (< vor). Þetta eð ljósa boðorð
skýrði sjálfur drottinn framar og mælti: „Það es
boðorð mitt að hver yðvar elski annan.“ Hurð fyr
durum merkir tungustilling. Svo sem Davíð mælti
í sálmi: „Set þú varðhald munni mínum, drottinn
og hurð að gæta vara minna.“ Svo sem hann þetta
mælti: „Lúk upp þú munn minn, þá es betur gegn-
ir að mæla an (< en) þegja, en þú byrg hann þá
es betra er þagað an mælt. Enn má hurð merkja
skynsemi þá es kann grein góðra hluta og illra að
vér lúkim upp hjörtu ór góðum hlutum en byrgim
úti allar ljótar hugrenningar.
(AM 237 a fol. lv. Hér er leyst upp úr böndum
og stafsett samkvæmt nútíðarvenju.)
Iræðunni eru innviðir kirkjubyggingar-
innar ýmist skýrðir með því að skír-
skota til hinnar stríðandi kirkju á
jörðu niðri (ecclesia militans) eða
hinnar sigursælu kirkju í himinríki
(ecclesia triumphans). Líkingamál af
þessu tagi er ævagamalt. Upphaf
þess er að finna í ritningunni sjálfri,
.' skrifum kirkjufeðra og síðar má sjá hvernig
lærdómsmenn eins og Hrabanus Maurus (d.
856), Beda prestur (d. 735) og Honoríus
Augustodunensis á 12. öld færa sér þessa
túlkunaraðferð í nyt. Þó að þýðingunum sé
einkum beint til sóknarbama og þeim sé
gjaman ætlað að leiðrétta framferði sitt, þá
er höfuðmarkmiðið að stuðla að vegsemd
kristinnar kirkju í hjörtum mannanna; ræð-
unni er ætlað að byggja upp kristnina eða
með orðum predikunarinnar, smíða hana upp
og tækifærið notað á vígsludegi kirkjunnar
til að áminna söfnuðinn um hlutverk hans í
mannlegu, kristnu samfélagi. Og sérhver stoð
í kirkjubyggingunni getur líka vísað til mátt-
arstólpa utan hennar. Þannig er t.d. komist
að orði í 11. línu í aftari dálki á fremsta blaði
handritsins:
Þvertré es skorða staflægjur og upp halda þeim
trjám es ása styðja, merkja þá menn í kristninni
es sætta veraldarhöfðingja i ráðum sínum, en þeir
efla munklíf og helga staði með auðæfum sínum.
(AM 237 a fol. lr.)
Þó að ekki sé fast kveðið hér að orði má
vel greina hvaðan aldan sú rennur undir;
hvernig öðlast má hylli þessa heims og ann-
ars. Samjöfnunin til mannslíkamans í ræð-
unni er annars angi af pólitískri umræðu á
12. öld, þar sem konungurinn var hjarta og
bijóst líkamans, hann skyldi bera „áhyggju
og ætlan og ráðagerð" í guðs ríki hér á jörð-
unni.
Um Kirkjudagsmál hafa verið skrifaðar
■ margar lærðar ritgerðir. Fræðimenn hafa
reynt að leita að uppruna þeirra í öðrum lönd-
um í ritum evrópskra klerka og fróðleiks-
manna. Sú leit hefur ekki borið árangur. Enn
er og deilt um hvort ræðan hafi upphaflega
verið samin í Noregi eða á íslandi. Varðveisl-
an sýnir að predikunin hefur verið almenn á
norrænu málssvæði á 12. öld og líklegt má
telja að forkólfar erkibiskupsdæmisins hafi
upphaflega stuðlað að samningu hennar. Það
hefur vakið sérstaka athygli fræðimanna að
lýsingin á innviðunum er ekki á steinkirkju
heldur á hún við stafkirkju. Guðbrandur Jóns-
son hélt því þó fram fyrir um það bil sjötíu
árum, að lýst væri íslenskri torfkirkju. Síðar
tók Hörður Ágústsson ræðuna til athugunar
og taldi lýsinguna fremur eiga við stafkirkju.
Og hafi söfnuðurinn átt að skilja túlkunina,
þá bendir varðveisla ræðunnar í handritum
til að slíkar kirkjur hafi verið til a.m.k. fram
á 15. öld, þegar yngsta handrit af ræðunni
er skrifað.
Stjirn
Stjórn AM 227 fol., er tvímælalaust eitt
af fegurstu handritunum í safni Árna Magn-
ússonar. Það er líklega skrifað um miðbik
14. aidar. Skrifararnir eru tveir og eru ekki
þekktir með nafni. Allmörg handrit þess
skrifara sem reit fyrsta hlutann (fram að
bl. 118) eru þekkt, þ.á m. er Wormsbók,
Codex Wormianus, AM 242 fol., sem hefur
að geyma Eddu Snorra Sturlusonar. AM 227
fol. er víslega ritað í klaustri norðanlands
og hefur munklífið á Þingeyrum í Húna-
vatnssýslu verið talið líklegasti ritunarstað-
urinn. Handritið er óheilt. Það er nú 19
kver, tvídálka með 128 blöðum, en í sum
kverin vantar blöð. Árni Magnússon eignað-
ist handritið 1699 en náði 1706 í síðasta
blað þess sem hann segir svo um: „Þetta
hreina blað úr Stjórn var utan um Bárðar
sögu Snæfellsáss með hendi sr Torfa í Bæ,
skrifaða 1644, hveija Bárðar sögu átt hafði
doktor Olaus Worm, og fékk eg bæði það
og Bárðar sögu af Chr. Worm 1706.“ Hand-
ritið hefur sennilega verið í eigu Skálholts-
stóls allt til þess að Árni Magnússon komst
yfir það.
Nafnið Stjórn kemur fyrst fyrir í afhend-
ingarskrá Skálholtsstaðar frá 1588, þar sem
talin er upp bókaeign staðarins. Þar segir:
„Biblia skrifuð er þeir kalla Stjórn" og mun
vera átt við handritið AM 227 fol. Ekki hef-
ur tekist að skýra nafnið. Norski fræðimaður-
inn, Gustav Storm, hugði að nafnið merkti
konungastjórn eða jafnvel konungasaga, en
ekki hafa aðrir fræðimenn fallist á skoðanir
hans. Stjórn er útlegging á nokkrum bókum
Gamla testamentisins, allt frá upphafí 1.
Mósebókar fram til herleiðingarinnar miklu
í lok Konungabóka. Stjórn er til í allmörgum
handritum öðrum, helst þeirra er skinnbókin
AM 226 fol. frá 14. öld. Hún er mun fyllri
en AM 227 fol. og hefur að geyma hluta af
eldri þýðingu á Mósebókunum, auk þess er
Rómveija sögu, Alexanders sögu og Gyðinga
sögu skotið aftan við texta Gamla testament-
isins.
Stjórn er ritningin lögð út á þann hátt
Isem algengast var í Evrópu á miðöld-
um. Að jafnaði var stuðst við Vul-
götu í þýðingu Hieronymusar kirkju-
föður (d. um 420), en sá texti var
síðar aukinn með alls konar útskýr-
ingum og glósum annarra lærdóms-
manna, eins og t. d. Petrusar Lomb-
ardusar (d. 1160). íslenski þýðandinn hefur
fært sér í nyt söguskýringar Vinsentíusar frá
Beuvais (d. 1264) í Speculum historiale og
Petrusar Comestors (d. 1179) í Historia schol-
astica. Síðarnefnda verkið var reyndar algeng
námsbók í skólum. Aðferðin er í stuttu máli
sú að við erfiða staði í textanum er erlendur
lærdómsmaður kallaður til vitnis og stundum
látinn útskýra textann og má taka t.d. þessa
lýsingu af athöfn þeirra Adams og Evu í
Paradís:
Hvorttveggja þeirra Adams og hans húsfrú voru
meður öllu nökkvið (<nakin) utan alla skammfyll-
ing (<blygðun) sem fyrr var sagt. Scolastica histor-
ia: Hugðu þau fyrir þá sök öngvan hlut á sér hylja
þurfa að þau kenndu öngva þá girnd eður freistni
meður sér sem þau þyrfti að stöðva, svo sem vær
(<vér) skammfyllumst eigi, hver sem sér á oss
höfuð eða fætur, því að ótilheyrileg og óviður-
kvæmileg limanna hræring gjörir þá skammfull-
lega. (Stjóm 1862:34)
Handritið AM 227 fol. af Stjórn er sannan-
lega skrifað á íslandi af íslenskum manni.
Þýðingin er aftur á móti gerð að frumkvæði
Hákonar háleggs Magnússonar (d. 1319) og
kemur það fram í formála. Því hafa norskir
fræðimenn haldið því fram að verkið sé
norskt. Formáli verksins er að því leyti sér-
kennilegur að fyrri hluti hans er bein þýðing
úr Historia scholastica og það er ekki fyrr en
í síðari hlutanum sem sagt er frá bókmennta-
starfsemi Hákonar háleggs. Þar segir svo
m.a.:
Nú svo sem virðulegur herra Hákon Noregs kon-
ungur hinn kórónaði, son Magnúsar konungs lét
snara þá bók upp ( norrænu sem heitir Heilagra
manna blómstur ... vildi hann og að þeim góðum
mönnum mætti yfir sjálfs hans borði af þessari
Guðs höll og herbergi, það er af Heilagri skrift
meður nokkurri skemmtanarvissu kunnigt verða,
svo þó að hinum vísurum mætti eigi mikil þvingan
í vera af hverjum stórmerkjum eða hveijum tilfell-
um sunnudagar og aðrir þeir tímar eru haldnir sem
eigi er öðrum heilögum mönnum einkanlega sung-
ið en sjálfum Guði. Vill hann svo í sjálfs síns her-
bergi því sem hann veitir í sínum bestum mönnum
ljóslega lesast láta fyrir öllum góðum mönnum af
því Guðs húsi, það er af Heilagri ritningu meður
hveiju er sjálfur hann seður sætlega alla sína
menn. En sá sem norrænaði, kennandi sinn fátæk-
dóm og vanfæri, tók þetta verk meir upp á sig af
boðskap og forsögn fyrri sagðs virðulegs herra.
(Stjórn 1862: 2)
Ovíst er hvort Stjórn er
skrifuð upp eftir
norsku forriti. Verk-
ið er samsteypa og
hlutar þess misgaml-
ir. Útgefandi verks-
ins á síðustu öld,
Norðmaðurinn Carl
Richard Unger, skipti því niður í þijár deild-
ir: Stjórn I, II og III. Yngsti hlutinn er Stjórn
I og þar er formálinn, en AM 227 fol. hefur
aðeins að geyma Stjórn I og III, en sá part-
ur hefur verið eignaður Brandi Jónssyni
biskupi. Hvorki fyrir hans hlutdeild eða
norskum uppruna verksins hafa verið færð
fullgild rök. Menn skyldu ekki gleyma því
að Hákon kórónaði eða Hákon háleggur eins
og hann er að jafnaði nefndur í íslenskum
heimildum er einnig konungur íslendinga,
þeir voru hans þegnar og þess vegna eðli-
legt að hann vildi láta þá njóta ritningarinn-
ar.
Ekki hefur verið gefið margt út af gömlum
trúarbókmenntum hé_r á landi á undanförnum
áratugum. Stofnur. Áma Magnússonar á ís-
landi hefur þó átt frumkvæði að prentun
Helgastaðabókar, sem geymir sögu heilags
Nikulás og íslenska hómilíubókin í Stokk-
hólmi var gefin út ljósprentuð 1993. Fyrir
tveimur áratugum kom út safn biblíutilvitn-
ana úr norrænum trúarbókmenntum og Matt-
heus saga postula fyrir þremur árum. Og
nú, þegar Stofnunin fær eitt af stórvirkjum
fornislenskrar bókagerðar og elstu varðveittu
predikunina, verður haldið áfram að koma
þessum verkum á framfæri við lesendur
heima og erlendis.
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. JÚNÍ1997