Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 2
LEIÐRÉTT útgáfa af „Ódysseifi" eftir James Joyce, hefur vakið harðar deilur í Bretlandi og reyna erfingjar skáldsins að stöðva hana með öllum ráðum. Er enn ekki útséð um það hvort sú fyrirætlan tekst. Það var rithöfundurinn Danis Rose sem olli deilunum en hann ákvað að nýta sér lög um höfundar- og útgáfu- rétt til að færa bók Joyce til betri vegar, að því er Rose segir. Hún kom út árið 1922 og naut vemdar höfund- arréttarins í sjötíu ár. Hófst Rose handa árið 1992 og frá þeim tíma hefur bamabarn Jo- yce, Stephen Joyce reynt að koma í veg fyr- ir útgáfima. „Franskar" villur Fmmútgáfan af „Ódysseifi" var prentuð í París. Enskukunnátta setjarans, sem var franskur, var af skornum skammti og em því ótal stafavillur í útgáfunni. Vakti útgáfan þegar miklar spumingar um hvað Joyce væri eiginlega að fara, því ekki vissu menn ástæðu hinnar óvenjulegu stafsetningar. Þeg- ar árið 1921, áður en bókin kom út, skrifaði Joyce að hann væri afar ergilegur vegna ailra villnanna. Hann sagðist hins vegar ófær um að fara nákvæmlega í gegnum allt handritið aftur og kvaðst vona að það yrði leiðrétt í seinni útgáfum. Sú varð ekki raunin og hafa villumar vald- ið mörgum bókmenntanemanum og -fræð- ingnum ómældum heilabrotum og hugar- angri í 75 ár. Þessu vill Rose hins vegar breyta. Kveðst hann vilja ná „Ódysseifi" úr „fílabeinsturni fræð- inganna og koma honum fyrir á miðju markaðstorginu með þeim hætti sem gerir áhugafólki um bókmenntir kleift að nálgast hann.“ 10.000 leiðréttingar Rose hefur unnið mikið verk. Bók- in er um 250.000 orð og hefur Rose gert breytingar á um 10.000 þeirra. Líkir hann starfí sínu við það „að opnaðir séu allír gluggar í húsi til að hleypa lofti og ljósi inn og hreinsa burt köngulóarvefinn svo að menn geti virt fyrir sér fegurð arkitektúrs- ins með aðdáun og lotningu.“ Skoðanir um málið em ákaflega skiptar. Yfírmaður James Joyce-stofnunarinnar í Genf, Fritz Senn, sagði í samtali við Guar- dian að hann teldi að Rose væri afar varkár og samviskusamur fræðimaður, þrátt fyrir að niðurstaða viðleitni hans væri ekki sá „Ódysseifur" sem Senn væri sjálfur svo hrif- inn af, þar sem hann hefði ætíð heillast af köflunum dularfullu. John Kidd sem starfar við James Joyce- rannsóknarmiðstöðina við háskólann í Bos- ton, segist aldrei hafa vitað eins samvisku- lausa breytingu á nokkrum texta og hjá Rose. Sjálfur lætur Rose sér fátt um fínnast og hefur þegar hafist handa við næsta verk, sem er leiðrétt og einfölduð útgáfa af „Finnegan’s Wake“. AUÐUR Gunnarsdóttir sópransöngkona kom fram sem gestasöngvari á tónleikum með hinum kunna sönghópi King Singers í Forum í Ludwigsburg í Þýskalandi á dögunum. Var Auði boðið til samstarfs eftir að fulltrúi frá umboðsskrifstofu söngvaranna heyrði hana syngja á tónleikum í vor. „Það var mikill heiður fyrir mig að fá að syngja með þessum frábæru tónlistarmönn- um og eftirminnilegt að fylgjast með þeim vinna. Þeir eru hárnákvæmir og agaðir en jafnframt léttir og einstaklega skemmtileg- ir,“ segir Auður. Undirleikari á tónleikunum var Roger Vignoles. King Singers voru að fagna því að tveir áratugir eru nú liðnir frá því þeir komu fyrst fram í Þýskalandi á vegum Ludwigsburger Schlossfestspiele, sem gekkst jafnframt fyrir tónleikunum nú. Hefur sönghópurinn sungið á sjötta hundrað tónleika víðsvegar um Þýskaland. Auður er þessa dagana að undirbúa tón- leika sem standa fyrir dyrum í haust en áður en þar að kemur mun hún sækja námskeið hjá Brigitte Fassbaender í Liibeck. Námskeið- ið er hluti af dagskrá Schleswig-Holstein Musik Festival og bárust um áttatíu umsókn- ir en aðeins átta söngvurum var boðin þátt- taka. „Ég hlakka mikið til að hitta þessa frá- bæru listakonu og veit að hún hefur mikið að segja mér enda er hún jafnvíg á allt sem viðkemur starfí söngvarans," segir Auður. iJtlf \* i AUÐUR Gunnarsdóttir á sviðinu í Forum í Ludwigsburg ásamt félögunum í King Singers. LITIL HRIFNING MEÐ LEIÐRÉTTAN ÓDYSSEIF James Joyce AUÐUR MEÐ KING SINGERS BIS GEFUR ÚT VERK EFTIR HAUK TÓMASSON SÆNSKA hljómplötuútgáfan BIS hefur ákveðið að gefa út á geisladiski verk Hauks Tómassonar; Fjórða söng Guðrúnar, sem frumflutt var í fyrra í skipakví danska sjó- hersins við Holmen á dag- skrá Kaupmannahafnar sem menningarborgar Evr- ópu. Óperan verður tekin upp í Digraneskirkju, en 21. ágúst verður tónleikaupp- færsla haldin í Plötusmiðj- unni í Héðinshúsinu. Sex söngvarar tóku þátt í sýningunum í Kaupmanna- höfn, sem urðu 20 á þremur vikum. Einn íslendingur söng í verkinu, Sverrir Guðjónsson, og hinir fimm koma allir hingað til lands. Caput-hóp- urinn sér um hljóðfæraleik og stjórnandi er Norðmaðurinn Christian Eggen. Það var Louise Beck leikmyndahönnuður sem fékk þá hugmynd að setja upp verk í dönsku skipakvínni og sótti hún efnið til eddukvæða, í sögu Guðrúnar Gjúkadóttur. Hún fékk svo Hauk Tómasson til að semja tónlistina. Til stendur að setja Fjórða söng Guðrúnar upp í Rotterdam. » ♦ ♦--- •UNGUM óperusöngvurum í löndum Evr- ópusambandsins (ESB) stendur nú til boða að keppa um stöður hjá ESB-óperunni, sem stofnuð var fyrir skemmstu. Hlutverk hennar er að ferðast um aðildarlönd ESB með sýningar og verða áheyrnarpróf fram á haust fyrir söngvara undir þrítugu í öllum Evrópusambandslöndunum. Alls verða ráðnir 53 söngvarar til óperunnar og verður tilkynnt um nöfn hinna heppnu í Baden-Baden í febrúar nk. Þar hefjast að því búnu æfingar á fyrstu uppsetning- unni, sem verður „Eugen Onegin“ eftir Pjotr Tsjaikovskí. Auk æfinga býðst söngvurunum að halda einsöngstónleika og sækja tíma hjá stórstjörnum á borð við Elisabeth Söderström. Auk fram- kvæmdastjórnar ESB, sem veitt hefur tæpar 30 milljónir til verkefnisins, standa að því bresk og þýsk ungmennasamtök. Haukur Tómasson Morgunblaðið/Jim Smart LISTASKÁLINN í HVERAGERÐIVÍGÐUR LISTASKÁLINN í Hveragerði verður vígður I dag. Maðurinn á bak við fram- kvæmdirnar er Einar Hákonarson mynd- listarmaður sem jafnframt mun hafa rekstur skálans með höndum. Við sama tækifæri verður fyrsta myndlistarsýning- in opnuð í skálanum - yfirlitssýning á verkum Einars Hákonarsonar. Byggingin er að stærstum hluta fjár- mögnuð af Lánasjóði Vestur-Norður- landa, skammtímafjármögnun sér Búnað- arbanki íslands um en að auki hefur Ein- ar lagt allar sínar eigur í verkefnið. Bygg- ingarkostnaður hefur ekki fengist upp gefinn en í samtali við Morgunblaðið í mars síðastliðnum fullyrti Einar að Lista- skálinn myndi ekki kosta „nema sem svar- ar rúmum helmingi af árlegum rekstrar- kostnaði Kjarvalsstaða". í Listaskálanum í Hveragerði verða sýningarsalur, stór veitingastaður, ráð- stefnusalur og aðstaða fyrir listiðnaðar- framleiðslu. Fyrirhugað er að listamönn- um verði boðið að sýna í sýningarsalnum en Einar hyggst jafnframt leggja áherslu á að kynna listiðnað í Listaskálanum, inn- lendan og erlendan. Vígsluathöfnin hefst klukkan 16 í dag. MENNING LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Þjóðminjasafn íslans Sýningin Kirkja og kirkjuskrúð, miðaldakirkjan í Noregi og á íslandi. Listasafn Islands Sögn í sjón; sýning á verkum sem byggð eru á íslenskum fomritum. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar Árbæjarsafn í sumar verða sýndar ljósmyndir frá Reykjavík, ásamt ljóðum skálda. Listasafn ASÍ - Ásmundarsalur, Freyjugötu 41 Þórdís Alda Sigurðardóttir sýnir til 6. júlí. Kjarvalsstaðir - Flókagötu íslensk myndlist til 31. ágúst. Safn Ásgrims Jónssonar - Bergstaðastræti 74 Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ásgrím. Norræna húsið - við Hringbraut Sögn í sjón til 6. júlí. Grímur Karlsson skipstjóri: Skipslíkön til 9. júlí. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Fimm nýjar sýningar. Magnús Pálsson sýnir í Gryfjunni, Gallerí Gúlp og Undir pari eru með sýningu 1 Forsal, Áslaug Thorlacius sýnir f Bjarta og Svarta sal, í SÚM-salnum er haldið upp á 20 ára afmæli Suðurgötu 7 og gestur safnsins að þessu sinni er Jón Reykdal. Gallerí Hornið Tolli sýnir til 9. júlí. Galleri Sævars Karls, Bankastræti 19. Ragna St. Ingadóttir sýnir til 9. júif. Handverk og hönnun Georg Hollanders sýnir leikföng til 14. júií. Mokka - Skólavörðustíg Sigurdís Harpa Amarsdóttir sýnir til 6. júlf. Stöðlakot við Bókhlöðustíg Philippe Ricart sýnir til. 7. júlí. Gerðarsafn - Hamraborg 4 Kóp. Ása Ólafsdóttir, íris Elfa Friðriksdóttir og Sigur- bjöm Jónsson sýna til 6. júlí. Tuttugu fermetrar, Vesturgötu 10 Sýning á verkum Oliver Kochta. Hafnarborg - Strandgötu 34 Hf. Sýning á verkum Wulfs Kirschners. Listasafn Sigurjóns - Laugarnestanga 70 Sumarsýning á völdum verkum Siguijóns. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Sýning á málverkum Tuma Magnússonar. SPRON, Álfabakka 14, Mjódd. Aðalheiður Valgeirsdóttir sýn. til 8. ágúst. Byggðasafn Hafnarfjarðar Undir Hamrinum - Af lífi hafnfirskrar alþýðu til 30. sept. TÓIILIST Laugardagur 5. júlí. Hádegistónleikar í Hallgrímskirkju. Flytjandi Hedwig Bilgram, orgelleikari. Hafnarfjarðarkirkja kl. 20.30. Stúlknakór Húsa- vikur heldur tónleika. Sunnudagur 6. júlí Sumartónleikar í Skálholtskirkju. Kl. 15 leikur Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og kl. 17 verður frumflutt messa eftir Oliver Kentish. Flytjendur eru Voces Thules ásamt Kjartani Guðnasyni, slagverksleikara og Hilmari Erni Agnarssyni, orgelleikara. Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju kl. 20.30. Flytjandi er Hedwig Bilgram. LEIKLIST íslenska ópcran Evíta laug. 12. júlí. Loftkastalinn Á sama tíma að ári fim. 10. júlí. Hermóður og Háðvör Að eilífu laug. 12. júlí. Augnablik Tristan og ísól fim. 10. júlí, fös. 11. júlí, sun. 13. júlí. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringi- unni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691181. Net- fang: Kolla (ffimbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚLÍ1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.