Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 7
HÓTEL MINNINGANNA „ÓLIÍKT betra að spila í Skálholtskirkju,1' segir Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari. verk mitt sem listamður er ekki að seðja fólk. Ég sem listamaður á ekki heima í fíla- beinsturni heldur verð ég að vekja spurning- ar og leita svara um heiminn. Messan er í þessu tilviki minn miðill.“ Það er því ljóst að Oliver gælir ekki við gömuf gildi enda segir hann einnig að messan megi ekki staðna þegar hann er spurður að því hvort hann sé að lýsa því yfir í verki sínu að Messur séu að verða úreltar. Sel ningar i hverju saeti Eftir að hafa farið á alnetið í vetur í þeim tilgangi að biðja fólk um þýðingu á setningunni „Ég trúi“, fékk hann svör frá öllum heimshornum og hefur nú setninguna á sjötíu tungumálum. „Hún heyrist fyrst í upphafi trúaijátningarinnar og áheyrendum er líka boðin þátttaka í verkinu því setning- in er í hveiju sæti. A meðan Credo kaflinn er fluttur mega áheyrendur þylja hana í hálfum hljóðum og þannig mun ég reyna að tengja saman allan heiminn á þessu augnabliki,“ segir Oliver. Messa vorra daga var samin með hléum og nánu samstarfi við Voces Thules. Sverr- ir Guðjónsson kontratenór segist fagna því að flytjendur geti haft eitthvað um lokaút- komu tónverka að segja eins og raunin varð í þessu tilviki. „Þetta var frábær samvinna okkar söngvaranna og Kentish. Það koma fram mismunandi sjónarmið höfundar og okkar og það er ómetanlegt að geta skipst á skoðunum meðan samning verksins fer fram.“ Sverrir segir að messan sé nokkuð snúin á köflum þótt hún virki einföld í flutn- ingi. „Þetta er lúmskt verk og við leggjum okkur fram um að koma mismunandi stemmningsbreytingum til skila sem og hraðabreytingum. Verkið þarf líka að flæða og þess vegna verðum við að vera vakandi gagnvart samtengingu hinna ýmsu hluta verksins." Yngri söngvararnir stóóu sig eins og hetjur Kórinn flutti upphafskaflann, Kyrie, úr messunni á tónleikaferðalagi í Bretlandi í fyrra og á laugarbökkum Sundhallar Reykjavíkur á Listahátíð í fyrra en þegar sú ákvörðun var tekin að bæta inn drengja- röddum ákváðu söngvararnir að bíða með afganginn og flytja messuna í heild sinni nú í sumar. „Það er ekki mikil hefð fyrir svona flutningi hérlendis," segir Sverrir. „í Bret- landi er hinsvegar rík hefð fyrir drengja- röddum meðal karlaradda og þessi vinna hefur verið ákaflega skemmtileg og yngri söngvararnir hafa staðið sig eins og hetj- ur.“ Þessir ungu sópransöngvarar heita Sturla Kaspersen, Jóhannes Þorleiksson 12 ára og Guðbjört Gylfadóttir 16 ára. Að sögn Sverris er Messa vorra daga eitt stærsta verkefni sem Voces Thules hefur tekist á við á þeim fimm árum sem sönghóp- urinn hefur starfað. Hann segir að hópurinn hafi haft metnað til að flytja messuna í sumar einkum vegna þess að Kentish er staðartónskáld Skálholts. „Við settum því allt á fullt því okkur fannst þetta tilvalið tækifæri. Að jafnaði getum við ekki tekið að okkur mörg verkefni því við erum hver að sinna einstaklingsverkefnum og erum uppteknir af þeim. Við veljum aftur á móti verkefnin af kostgæfni“, segir Sverrir og bætir því við í lokin að Voces Thules hafi áhuga á því að flytja messuna með sjón- rænu ívafi í komandi framtíð. Stein Mehren er meóal qfkastamestu ijóó- skóida. Þettq ó sína skýr- ingu í því, aó mati ARN- AR ÓLAFSSONAR, aó Mehren unir sér vel á troónum sióóum og er gefinn fyrir hugleióingar. Stein Mehren er mjög afkasta- mikill höfundur. Síðan 1960 hefur varla liðið svo ár að hann gæfí ekki út eina eða tvær bækur. Þar af eru meira en tveir tugir stórra ljóða- bóka, og maðurinn fæddur 1935. Þessi mikla fram- leiðsla skýrist af því að hann unir sér vel á troðnum slóðum, það sem ég hefí séð. 1993 birtist Dikt i bilder, úrval 80 ljóða úr fyrstu sextán ljóðabókunum. Með hveiju ljóði fylgir eftirprentun málverks eftir höf- undinn. Einnig hér ber mest á hugleiðingum á frekar algengum stíl. Þetta ljóð er nokkuð dæmigert: Ekki í auðnum greiningar Ekki í auðnum greiningar Ekki í vetrarkulda kerfanna Ekki í martröð tölvanna Ekki í kveini dómsdagsspádóma Heldur í hjörtum þeirra sem dreymir býr framtíðjn Heimilislaus, alltaf heimilislaus! Mér finnst þetta eins og hver önnur prédik- un, gæti verið sunnudagshugleiðing í dag- blaði. En mig grunar að mörgum þyki svona kveðskapur góður, því hann er svo almenns eðlis, að hver einasti maður skilur hann full- komlega á stundinni, en jafnframt virðist þetta „vera háleitt", „hafa boðskap". Skyldi þetta þá geta verið þeim brú til einhvers dýpra og sérstæðara? Slíku bregður fyrir hjá Mehren, t.d. í eftirfarandi ástarljóði. Þau eru mörg hjá Mehren, og gjarnan þrungin við- kvæmni og sársauka: Unaður smýgur Unaður smýgur gegnum okkur eins og skuggi mikillar löngunar Það hlýtur að vera op einhversstaðar í þessum heimi hungurs og einmanaleika Við flutum upp í faðmlagi hvert annars andlit mót andliti, eins og eftir syndaflóð Inni í skelfingu slegnu ljósinu er nótt Þar og aðeins þar, erum við samtímis andartak Farðu ekki frá mér núna Þetta er vissulega enn á hugleiðingabraut- um, en fer lengra, inn á mótsagnir (nótt inni í ljósi) og persónugervingu ljóssins, sem er einnig með nógu fráleitum hætti til að vekja ímyndunarafl lesenda. I öðru ljóði í þessari bók notar Mehren þá algengu aðferð að lýsa mannauðu umhverfi sem er mótað af fólki. Þeim mun sterkari svip bera hlutirnir af fólki, sýna það óbeint. Vatnskrani er sýndur sem varnarlaust fórnarlamb, og þessi mynd fros- innar fortíðar vekur tilfínningu umkomuleys- is. En í lokaerindinu verður örðugra að höndla allt. Umhverfið verður framandlegt því talað er um ljósið eins og það væri rigning, hafið eins og það væri garður. Lok þessa erindis eru umbreytt enduitekning á orðalagi loka fyrsta erindis. Við erum þá komin í hring, en eftir stendur aðeins tilfínningin fyrir varn- arleysi í umhverfí þar sem eitthvað mikil- vægt hefur glatast: Húsið í skóginum Dag nokkurn var veturinn kominn Skýin, vindurinn, fuglarnir og ber ströndin. Inni í skóginum lá húsið í snjó . .. Við opnum dyrnar og segjum Við viljum fá bernskuna aftur. Enginn svarar. Húsið er fullt af tómum flöskum fúlu vatni. Dauðir fuglar. Veiddur í köngulóarvef stendur krani og drýpur í gleymdu herbergi rennur ljósið niður í laufsali hafsins. í öðru neistar ljós af sandi og sól. Það eru minningar í timbri Skýin vindurinn fuglarnir ströndin snjórinn og skógurinn Ljósmynd/Gro Jorto Stein Mehren Nýjasta bók Mehren heitir Hótel Memory, og segir í bókinni að það hótel standi á Frið- riksbergi í Kaupmannahöfn og ljóðmælandi hafi aldrei verið þar, því hann vildi vera fijáls að ímynda sér hvað sem er um það. En önn- ur ljóð í bókinni lýsa hótelum, t.d. þetta: Á hótelinu Um miðja nótt nótt hlutanna. Hver hlutur skyndilega greinilega að vakna Herbergið Herbergi eins og botnlaus námagöng Veggir með óteljandi nöfnum og umkvörtunum hvíslað inn af fólki sem enginn sér eða elskar Áköf fjarvera eftir þá sem hafa búið hér Skuggar í samflæktum lögum gleymsku Veggfóður eins og opnar síður í bliknuðum dagbókum nöfn ártöl dagsetningar í flækjum radda og andardráttar Myrkrið skyndilega of mikið fyrir hjarta Enn eru dauðir hlutir þrungnir tilfínning- um fólks sem hefur notað þá. Og það er eink- ar sannfærandi að nota hótelherbergi, því það er í senn hæli, framandi og einangrun, ekkert sést af því nema veggirnir. „Andvöku- nótt og æðrustund" birtist í því að sjá her- bergið ofan frá, sem botnlaust gap. Hedwig Bilgram SUMAR- KVÖLD VIÐ ORGELIÐ Aðrir tónleikar „Sumarkvölds við org- elið 1997“, sem Hallgrímskirkja og Listvinafélag Hallgrímskirkju standa að, verða í Hallgrímskirkju sunnudag- inn 6. júlí nk. kl. 20.30, en þá leikur á orgelið prófessor Hedwig Bilgram frá Tónlistarháskólanum í Miinchen. Á efnisskrá hennar.eru verk eftir norður- þýsku meistarana Bruhns, Bach og Krebs, Mozart og Mendelssohn. Bruhns, Bach, Krebs Moxart og Mendelsshon ó efnisskránni í fyrri hluta efnisskrár sinnar leikur Hedwig Bilgram verk eftir þijá full- trúa norður-þýska barokkskólans. Eft- ir Nicolaus Bruhns leikur hún Prelúdíu í e-moll og eftir Johann Sebastian Bach leikur hún Prelúdíu og fúgu í a-moll. Johann Ludwig Krebs var einn af nemendum Bachs og eftir hann leik- ur Bilgram þijá sálmforleiki. Eftir Mozart liggja engin hefðbund- in orgelverk en þó eru nokkur verk hans oft leikin á orgel. Þar ber hæst tvær fantasíur, KV 608 og KV 594, báðar í f-moll og báðar upprunalega skrifaðar fyrir klukku með lírukassa og á tónleikunum heyrist sú síðar- nefnda. Eftir Mendelssohn leikur Bilgram Orgelsónötu í b-dúr op 65 nr. 4, en sex sónötur fyrir orgel skrifaði hann 1844-45. Hedwig Bilgram Hedwig Bilgram fæddist í Memmingen í Þýskalandi. Snemma hlaut hún kennslu í píanóleik hjá Thilde Kruas- haar, sem hafði stundað nám hjá Schmid-Lindner. Síðar stundaði Bilgr- am nám við tónlistarháskólann í Miinchen, píanóleik hjá Friedrich Wuhrer og orgelleik hjá Karl Richter. Árið 1956 hlaut hún fyrstu verðlaun í tónlistarkeppni þýsku háskólanna, 1959 fyrstu verðlaun fyrir orgelleik í alþjóðlegri tónlistarkeppni vestur- þýsku útvarpsstöðvanna (ARD). Um langt árabil lék hún fylgirödd þegar Karl Richter flutti stóru kórverkin með Bach-kómum og hljómsveit í Múnchen. Síðan 1961 hefur Hedwig Bilgram kennt orgelleik og semballeik við tónlistarháskólann í Munchen. Hedwig Bilgram hefur haldið fjölda tónleika, bæði sem einleikari og sem þátttakandi í kammertónlist og hefur hún komið fram í flestum löndum Evrópu, í Norður-Ameríku og Japan. Frá 1990 hefur hún verið félagi í Haydn-hópnum í Berlín, sem Hansjörg Schellenberger stofnaði og saman- stendur aðallega af félögum úr Fíl- harmoníuhljómsveit Berlínar. Auk þess er hún einleikari hjá Bach Colleg- ium í Múnchen og kemur fram sem gestur með Bach-trompethópi Múnchen. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5.JÚLÍ1997 T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.