Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 12
MÓÐURGEIMSKIPIÐ kemur til jarðar í Návígi. DÆMIGERT atriði úr Horfnum heimi. DRAUMASMIÐ- URINN FRÁ HOLLYWOOD Reynsluleysió varó Steven Spielberg gott veganesti og til mikillar gæfu segir JÓNAS KNÚTSSON í grein um þennan margfræga kvikmyndaleikstjóra, sem hefur gert sex gf tuttugu vinsælustu bíómyndum kvikmyndasögunnar og tvær þeirrg eru best sóttu myndir allra tíma. „FÉLAGARNIR" ókindin og Spielberg. LEIKARINN Roy Scheider segir frá því að eitt sinn var hann fenginn til að leika í mynd um blóðþyrstan há- karl. Leikstjórinn var bamungur. Þá sjaldan sem vel viðraði var vélknúni hákarlinn bilaður svo að illa sóttist að ljúka tökum. Leikarar kvörtuðu undan reynsluleysi leikstjórans og spurðu sig hvers vegna hann hætti ekki við myndina úr því sem orðið var. Á löngum síðkvöldum styttu þeir sér stundir, léku af fingrum fram og breyttu handritinu í samræmi við spun- ann. Nokkrum mánuðum síðar höfðu fram- leiðendur myndarinnar grætt hundruð millj- '* óna Bandaríkjadala og leikstjóri og leikarar orðnir heimsfrægir í einni svipan. Leikstjór- inn ungi hét Steven Spielberg. Ókindina gerði Spielberg árið 1975 eftir skáldsögu Peters Benchleys. Myndin kostaði átta og hálfa milljón Bandaríkjadala. Hagn- aður af miðasöiu í Bandaríkjunum einum var áætlaður 130 milljónir Bandaríkjadala. Steven Spielberg á að baki sex af tuttugu vinsælustu bíómyndum kvikmyndasögunnar. Nægir þar að nefna Ókindina (Jaws), Leitina að týndu örkinni (Raiders of the Lost Ark) að ógleymdum E.T. og Júragarðinum (Ju- rassic Park), tveimur best sóttu myndum allra tíma. Fyrsta mynd Spielbergs var gerð fyrir sjónvarp og nefndist Einvígi (Duel). Ókunnur vörubílstjóri hundeltir mann á þjóð- vegum Bandaríkjanna. Þessi litla mynd vakti ' verðskuldaða athygli. Fyrsta bíómynd Spiel- bergs, Sykurlandshraðlestin (The Sugarland Express), var eins konar nútímatilbrigði við lífshlaup Bonniear og Clydes, skötuhjúanna sem frömdu hvert bankaránið á fætur öðru í Bandaríkjunum á kreppuárunum. Þótt efni myndarinnar væri síður en svo frumlegt bar Sykurlandshraðlestin vott um fagmennsku Spielbergs og menn bundu bjartar vonir við nýliðann. „Þetta er ekki vísindaskáldskapur. Þetta er framtíðarspá,“ sagði Steven Spielberg. Risaeólurnar snúa altur Spielberg heldur enn á vit ævintýra í fram- haldinu af Júragarðinum, Horfnum heimi. Undir niðri fjallar Júragarðurinn um graf- ■ alvarlegt efni. Erfðarannsóknir virðast gera mönnum kleift að umbreyta eðli og náttúru manna og dýra. Fyrir hálfri öld hefði slíkt verið talið galdrar og fjölkynngi. Hvar skal draga mörkin? Er maðurinn þess umkominn að nýta þessa nýju tækni til góðs? Auóvelt aó vera vitur eftir á Menn binda næstum lygilegar væntingar við myndir Spielbergs. Verði hver mynd hans ekki metsölumynd er litið svo á að Spielberg hafí brugðist bogalistin. Ekki verður annað sagt en hann standi enn fyllilega undir þess- um kröfum. , Steven Spielberg hefur tekist að gera feykivinsælar myndir úr ólíklegustu hug- myndum. Engan óraði fyrir því að myndir um mannýgan hákarl (Ókindin), geimálf sem lærir á hjól og síma (E.T.) eða háskólapró- fessor sem leggur í svaðilfarir í frístundum (Leitin að týndu örkinni) ættu eftir eiga miklu fylgi að fagna. Nú hafa þessar myndir slegið öll aðsóknarmet. Aflakúngur kvikmyndasögunnar Spielberg er að líkindum sá maður sem hagnast hefur mest á kvikmyndaferð á þess- ari öld. Vitaskuld á hann sér marga öfundar- menn og illt umtal um verk hans verður að skoðast í ljósi þessa. Ekki má gleyma að Spielberg er einnig atkvæðamikill kvikmyndaframleiðandi. Næg- ir að nefna Drauginn (Poltergeist) árið 1982, Hrekkjaálfana (Gremlins) árið 1984, Aftur til framtíðar (Back to the Future) árið 1985 og Hver skellti skuldinni á Roger kanínu? (Who framed Roger Rabbit?) árið 1988. Steven Spielberg er afsprengi sjónvarps- kynslóðarinnar. Myndir hans virðast draga dám af öðrum kvikmyndum frekar en bók- menntum eða öðrum listformum. Hann sæk- ir mikið í ódýrar myndir sem gerðar voru fyrir unglinga á sjötta áratugnum. Vísinda- skáldsögur, hasarmyndir og hrollvekjur þóttu ekki góð latína á árum áður. Slíkar myndir voru taldar uppfyllingarefni og gerðar af vanefnum. George Lucas, höfundur stjörnu- stríðsmyndanna, og Spielberg hafa hafið þessa tegund kvikmynda til vegs og virðing- ar. Myndir af þessum toga skipa nú hærri sess en nokkru sinni áður jafnt meðal áhorf- enda sem margra gagnrýnenda. Enginn getur dregið vald Spielbergs á miðlinum í efa. Hvert myndskeið er þaulhugs- að og myndavélin ávallt á réttum stað. Öðrum þræði minna bíómyndir Spielbergs um margt á verk átrúnaðargoðs hans Davids Leans. Sá gerði Ástarfundi (Brief Encounter), Davíð Copperfield, Brúna yfir Kwai-fljótið, Arabíu- Lárens (Lawrence of Arabia) og Dr. Zhivago. Spielberg hefur gert stórmyndir í framandi löndum líkt og Lean. Einnig minnir hand- bragð hans að mörgu leyti á efnistök Leans. Þótt Spielberg hafí mátt sæta óréttmætri gagnrýni eru myndir hans ekki fullkomnar fremur en önnur mannanna verk. Spielberg er hávaðaseggur. Þegar verst lætur reiðir hann sig um of á tæknibrellur, íburðarmikla kvikmyndatöku og magnþrungna tónlist í stað þess að kafa ofan í kjöl á persónum verksins. Spielberg á það sameiginlegt með aðal- sögupersónu Króks, Pétri Pan, að hafa aldr- ei fullorðnast. Þetta upplag hins síunga leik- stjóra er helsti styrkur hans í myndum á borð við Indíana Jón, Ókindina og E.T. Hins vegar er barnaskapur Spielbergs Akkilesar- hæll hans í myndum eins og Purpuralitnum og Lista Schindlers. Timarnir breytast. . . Fyrirrennarar Spielbergs af sextíu og átta kynslóðinni, til að mynda Martin Scorsese og Hal Ashby, sóttu margt í smiðju evr- ópskra leikstjóra og lögðu áherslu á þjóðfé- lagslega gagnrýni. Framan af lét Spielberg slíkt með öllu afskiptalaust. Þegar Spielberg kemur til sögunnar um miðjan áttunda áratuginn höfðu stórmyndir ekki sést að ráði frá því að myndin Kleóp- atra reyndist dýrustu mistök kvikmyndasög- unnar. Stórvirki Davids Leans Dóttir Ryans (Ryans Daughter) hlaut dræma aðsókn og gagnrýnendur töldu myndina tímaskekkju. Litlar, persónulegar myndir; Riddari þjóðveg- anna (Easy Rider), Gaukshreiðrið (One Flew Over the Cuckoos Nest), Heimkoman (Com- ing Home) ruddu sér rúms. Skýrir það að hluta til hvers vegna Spielberg hefur aldrei verið í miklum metum hjá sporgöngumönnum sextíu og átta kynslóðarinnar. Spielberg er fulltrúi þeirra gilda sem voru í hávegum höfð á gullaldarárum Hollywood- myndanna fyrir seinni heimsstyijöld. At- burðarás er hröð í myndum hans. Áhorfend- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚLÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.