Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 15
Morgunblaðið/Þorkell Wulf Kirschner. HÓGVÆRAR RAFSUÐUR SÝNING á verkum þýska myndlistar- mannsins Wulfs Kirschners hefur verið opnuð í Hafnarborg, menning- ar-og listastofnun Hafnarfjarðar. Kirschner hefur sýnt verk sín ötullega víða um heim síðan 1979 en síðustu þrettán árin hefur hann lagt mikla rækt við málms- uðu. Þau verk sem verða nú til sýnis í Hafnarborg byggjast á einföldum formum með ásoðnum rafskautum og segir Kirsc- hner að við vinnu sína viti hann aldrei fyrir- fram hver niðurstaðan verði. „Efniviðurinn bregst mismunandi við málmsuðunni,“ seg- ir hann. „Það er ekki bara mín eigin ímynd- un sem kjarnast í vinnunni heldur ímyndun efniviðarins líka. Ég legg upp með ákveðna byrjunarpunkta en að öðru leyti læt ég ráð- ast hver útkoman verður. Stundum hendi ég verkum og treysti tilfinningunni alveg fyrir því að meta verk óhæf eður ei.“ Þríhyrningar, ferningar og hringir eru gamalkunn form og segir Kirschner að hann hafi farið að vinna með þau um það leyti er hann hóf að takast á við málmsuð- una árið 1984 sem Barkenhoff styrkþegi. Hann segir að hann sé ekki að leita nýrra forma heldur megi fremur orða það sem ENGAR tvær línur eru eins í málmsuðunni. svo að hann sé að leita nýs ástands á grund- vallarformum. „Ég lít á mig sem leitanda og leita nýrra vídda með málmsuðunni." Sagt hefur verið að Kirschner hafí gengið hinni endalausu línu á hönd en hvað er átt við með því? „Það tengist öðrum þræði æsku minni þar sem ég ólst upp við sjávar- síðuna og þar gat að líta sjóndeildarhring- inn og sýnin til beggja handa virtist óendan- leg. A þessu byggi ég nokkuð og ekki ein- vörðungu lárétta línu heldur einnig lóð- rétta.“ Þegar Kirschner er spurður hvernig sam- bandi hann vilji helst ná við áhorfendur segist hann ekki vera listamaður boðskap- ar. „Listamenn spyrja ekki hvað fjöldinn vill. Fyrir mér er aðeins eitt sem skiptir máli og það er listin en fólk getur tekið afstöðu með eða á móti, þess er valið. Verk mín eru hljóð og láta lítið yfir sér.“ Það má til sanns vegar færa að verkin láti lítið yfir sér því dr. Kreibohm segir í sýningar- skrá að þau tjái andóf gegn stærilæti og ofmetnaði og ennfremur að þau veiti viðnám í heimi þar sem hversdagsleikinn treður sér inn á okkur með sínýju áreiti sem gufar upp jafnharðan. ÞETTA verk Kirschners er í Mainz og nefn ist Lotning fyrir Gutenberg. STERKAR TAUGAR TIL SAUÐÁRKRÓKS r SAUÐÁRKRÓKI fagna menn, konur og börn margföldu af- mæli um þessar mundir. í fýrsta lagi voru liðin 125 ár í fyrra síðan byggð hófst á Sauðárkróki, í öðru lagi eru í ár liðin 140 ár síðan verslun hófst þar, í þriðja lagi eru liðin 90 ár síðan Sauðárkrókur varð sjálfstætt hreppsfélag og síðast en ekki síst eru liðin fimmtíu ár síðan bærinn fékk kaupstað- arréttindi. Það er af þessu tilefni sem Ásta Pálsdóttir myndlistarkona opnar sýningu í dag á 70 vatns- litamyndum sínum, en 20 þeirra hafa að þemað Leiftur frá liðnum tíma. „Ég hef alltaf haft sterkar taugar til Sauðár- króks“, segir Ásta, en hún er þar fædd og uppalin og bjó þar til sextán ára aldurs uns hún fluttist suður til Keflavíkur í atvinnu- leit um miðjan sjötta áratuginn eins og margt fólk af Króknum. Þar hóf hún mynd- listarnám í námsflokkum Keflavíkur og í myndlistardeild Baðstofunnar, sem var vísir að myndlistarskóla í Keflavík. Fyrstu einkasýningu sína hélt Ásta í safnahúsinu á Sauðárkróki árið 1982 og er Leiftur frá liðnum tíma sjöunda einkasýn- ing hennar og jafnframt önnur einkasýning hennar á norðlenskri grund. „í í myndum mínum ijalla ég um fólk, eftirminnilegar persónur, götustemmningar og gömul hús svo eitthvað sé nefnt. Á fyrstu j einkasýningu minni málaði ég | vissar persónur úr bæjarlífinu -'fi á Króknum og fann að fólk varð hrifið af því.“ Ásta segir | að markmiðið með Leiftri frá " liðnum tíma sé ekki síst fólgið í því að upplifa barnið í sjálfum sér. „Myndirnar vekja upp minningar sem margir eiga sameiginlegar og það var mér mikil ánægja að mála þær“, segir Ásta og rifjar upp þegar krakkamir renndu sér á nöfun- um og fóm á skauta á flæðunum. Þessi heimur er þó ekki lokaður þeim sem yngri eru að mati Ástu því unga kynslóðin erfir sögur af mönnum og málefnum svo ekki sé minnst á allt hitt sem Skagfirðingar eru þekktir fyrir. „Skagfirðingar eru miklir söngmenn og hestamenn og góð skáld og þeir drekka þetta í sig með móðurmjólk- inni, ekki síst vegna þess að samfélagsvit- undin er sterk á meðal þeirra. Það var gott að alast upp á Królcnum vegna þess að þar hefur alltaf verið gott mannlíf", segir Ásta að endingu. Sýningin stendur til 20. júlí. ÁSTA Pálsdóttir. BLÖNDUHLÍÐARFJÖLL. Vatnslitamynd eftir Ástu Pálsdóttur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚLÍ 1997 15'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.