Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 10
 HERFORINGJARÁÐSKORTIÐ frá 1902. Auðvelt er að gera sér grein fyrir þeim landsvæðum sem fyrst voru tekin til skipulagningar, þ.e. Arnarhól, iandið milli Vesturgötu og Túngötu, seinna allt suður að tilvonandi Hringbraut, ásamt Skólavörðuholtinu. Kortið nær þó ekki yfir Skildinganesið enda fór það land ekki undir lögsögu bæjarins fyrr en 1932. Á þetta kort hefur bygginganefnd látið færa götur í Vesturbænum, sunnan Vesturgötu að Túngötu og fjallað um það seinni hluta ársins 1919. SKIPULAG ÍEINA ÖLD Um elstu skipulagsuppdrætti Reykjavíkur EFTIR FINN KRISTINSSON Elsti skipulagsuppdráttur í vörslu borgarinnar er dagsettur í Kaupmannahöfn í janúar 1904. Hug- myndir hans hlutu lítinn hljómgrunn hjó bæjaryfir- völdum, en sama ór heimilaói þó Stjórnarráóió lagn- ingu vegar yfir Arnarhólstúnió og 1906 hóf lónaó- armannafélagió undirbúning aó því aó reisa styttu í minningu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli. FYRIR skömmu birtist í dagblöðum borgarinnar auglýsing um sýn- ingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 - 2016, fyrst í ráðhúsi borgarinnar, en síðar í húsakynn- um Borgarskipulags í Borgartúni 7. Það minnti mig á að elstu skipulagsuppdrættir varðandi borgarlandið hefðu þar með náð 100 ára aldri. Lög um skipulag bæja og kauptúna voru að vísu ekki sett fyrr en 1921, en elsti skipulags- uppdráttur í vörslu borgarinnar er dagsettur í Kaupmannahöfn í janúar 1904. Hann er fyrir margra hluta sakir hinn merkilegasti. Vildi ég með þessum línum stuðla að því að hann, ásamt nokkrum uppdráttum öðrum, lentu ekki í glatkistunni. „Ingólfur standandi á stwttbux- wm . . . ". Arnarhóll og nágrenni A árinu 1904 barst bæjarstjórn uppdráttur og greinargerð að skipulagi Arnarhóls og nágrennis og undirskriftin G. Ahrens. Málið á greinargerðinni er harla skondið, en þó nokk- uð öruggt að höfundur hefur dvalið langdvöl- um á Islandi. Uppdrátturinn ásamt grein- argerðinni er geymdur í skjalaböggli, sem inni- heldur ýmis skjöl bæjarstjómar frá árunum fyrir og eftir aldamótin. Um höfundinn er litl- ar upplýsingar að hafa, og engar í skjalaböggl- inum, en í verki sínu Saga Reykjavíkur segir Klemens Jónsson frá því að Þjóðverji að nafni Georg Ahrens, ættaður frá Mecklenburg hafi reist húsið að Lækjargötu 4 og búið þar til ársins 1856 að hann seldi húsið Helga Thorde- sen biskupi. Þá segir Klemens frá því að Ge- org þessi hafi gifst íslenskri konu og átt með henni börn, m.a. dótturina Agústu, sem giftist Erlendi Árnasyni snikkara, en þau voru for- eldrar Einars Erlendssonar húsameistara. Að þessu athuguðu læt ég mér detta í hug að höfundur tillögunnar sé sonur þess er til ís- lands fluttist, en sá er sagður íátinn 1860. Uppdrátturinn er að mestu einfalt götu- skipulag, götur liggja samsíða að hluta og að hluta aðrar homrétt á þær. Þetta form skipu- lags breyttist ekki fyrr en í endaða seinni heimsstyrjöldina og má sjá ljósast dæmi um það á Melunum. Þeir eru allir samkvæmt því skipulagi, en þegar kemur í Hagana breytir um, en nóg um það. Höfundur Arnarhólsskipu- lagsins lét sig ekki muna um að skíra göturn- ar á svæðinu, en þær afmörkuðust af Banka- stræti til suðurs, Læknum til vesturs, sjónum til norðurs og Smiðjustíg til austurs. Ef talið er frá Bankastræti, hétu göturnar sem lágu austur-vestur: Björnsgata, Hallgrímsgata (nú hluti Hverfisgötu), Helgagata, Ketilsgata og Hrafnsgata. Norðan Hrafnsgötu lágu götur einungis norður-austur og skyldu heita, talið frá Læknum: Önundargata, Sighvatsgata, Ketilbjörnsgata og Örlygsgata. Sunnan Hrafnsgötu hétu svo götur sem lágu suður- norður og talið frá Læknum: Hallsteinsgata (framhald Skólastrætis), Ingólfsgata (fram- hald Ingólfsstrætis) og Hjörleifsgata. Hér með læt ég fylgja mynd af uppdrættin- um (mynd 2), ásamt greinargerðinni. Stafsetn- MYND 2. Deiliskipulag að Arnarhóli. (Tillaga G Ahrens frá 1904) MYND 3. Deiliskipulag að hluta Skildinganess ing er óbreytt, nema hvað punktar hafa verið settir þar sem við á. Ægisgata 74, 2 Köbenhavn L Mars 1904 Háttvyrti Herra! Þar ed reykjavíkur bær er í rífandi fram- fór og ódum breidir sig bœdi sudur austur og vestur, vildi eg leifa mjer ad stinga upp á hvort ekki mundi vera œskilegt ad draga ný byggingarsvædi undir bæinn. í tilefni þessa vildi eg stinga upp á ad taka Arnarhól, sem hid hentugasta svædi bœarins til fyrirtœkisins og sem med tímanum med reglulegri bygging mundi verda hin skrautlegasti partur hans. Leyfi eg mjer því ad vidleggja medfylgjandi utkast til frekari athugunar fyrir vidkom- andi. Eg vil stuttlega skyra fra hvernig eg hugsadi notud nokkur svœdi í utkasti þessu. Eingin hús ma byggja a Arnarhól lægri en tvíloftud. Húsradir hugsadi eg mjer lagdar medframm götunum med opnu svædi í midju fyrir garda eda til annara afnota. ad 1 Rádherrans hus hugsadi eg mjer bygt á uppkastadri hæd, tviloftad, framhleift midj- an eftir nyustu tísku aó herbergjaskipan og óllu er ad inrjeting hússins lítur, ef mógulegt væri med neidsluvatni til brúkunar samt med undirjardar rœsirum til afleidslu fyrir regn og eldhúsvatn. Sjálfsagt vœri ad haga her- bergjaskipun med meiru eftir ósk þess er fyrst- ur tœki bústad þennan til afnota. ad 2 Líkneski Ingólfs hugsadi eg gjórt úr málmi, undirstadan úr einum islenskum steini yfirpartur steinsins borinn af fjórum óndveigissulum á hlidunum úthóggvid fornt vikingaskip undir seglum, bordin alset skjóld- um, nafn Ingólfs, árstal er hann bygdi landid, árstal er líkneskid var reist og af hverjum, Ingólfur standandi i stuttbuxum, med húfu eftir þarlendri tísku eda vigabúin ad fornum sid, stálhúfu = fridarins fót = vœru víst best alt svo mikid sem unt er búid til af islenskum og í landinu sjálfu. ad 3 Teikniskóli fyrir handydnamenn hugsadi eg mjer handan vid lækin. Skóla þennan ætti ad byggja sem fyrst kenzlugrein- ar i teiknilist. Fyrst um sinn yrdi vjelsmídi skipasmídi járnsmídi, húsasmídi og hús- gagna af flestu tagi handydju ætti ad geta þrifist og er brádnaudsynleg til framfara landinu. Audvitad yrdi ad hlynna ad stofnun þessari, ad kraftar þeir er hún framleiddi ekki glótudust fyrir landid. Skipasmídi œtti sjer í lagi ad geta blómgast, þá er madur tekur tillit til hins stóra flota sem nú er og sem vaxandi aukist meir og meir med tíman- um. Skiþabygging samt uppdráttarsvædi mœtti vist hvergi betur hafa enn á skerja- fyrdi er liggur svo órstutt frá bœnum ad 4 Barnaskólan hugsadi eg mjer reistan austan hólsins vegna barna þeira þar í grend- inni er med tímanum fjólgudu og of lángt þœkti ad leita skólans nidur vid tjórn. Skólan hugsadi eg skipt í tvent, annan helming fyrir dreingi hin fyrir telpur med bústad fyrirskóla- stjóran samt leikfimishúsi. ad 5 Lands-spítala hugsadi eg lagdan í nordaustur horni hólsins med adgang fra sjó. Adalbygging sem sínd er á utkastinu hugsadi egfyrir lækniskóla, bústad kennara samt fyr- ir pláss til móttöku og útskrifun sjúklinga og skrifstofum þeim er þórfum spítalans vidvík- ur. Adal svædi hugsadi eg bygt eftir krófum tímans - fœdingarstofu, hús fyrir smittusama sjúkdóma samt Eld- og þvotta hús - annars yrdi hid stóra fyrirtœki ad leggja undir land- lœkni og fara eftir radum hans. - sjóbód mœtti sjálfsagt nota. ad 6-7-8 hugsadi eg mjer tekin endin af skúrnum vid hid gamla landshófdingja hús. Sölvholt yrdi ad falla, sómuleidis med tímanum hús þaug er liggja vid smidjustig og liggja i miðri götu. Annad mál yrdi máske med battariid. Mætti máske vardveita þad sem nokkurskonar historískar leifar frá firri tid. Þad sem hjer i stuttu máli er sagt, er aungv- an veigen neit er ekki haggast mœtti, breita um eftir vild ef betur fœri. Eg vildi einungis láta í Ijós hugsun mína og vil aungvan veig- in meina ódrum ad hafa annad álit. Þad er heldur als ekki gefid ad uppástungu þessari geti ordid framgeingt en af þvi ad nú dreifa sjer niir kraftar til framkvæmda og gagns landinu og sóma œttjardarinnar þess vegna kom eg med uppastúngu þessa og ef henni á einhvern háttyrdi framgeingt þá væri áformi minu nád. Til Bœjarstjórnarinnar i Reykjavík Vyrdingarfyllst G. Ahrens. Við skoðun tillögunnar og greinargerðar- innar kemur straks í ljós að hún hefur hlotið lítinn hljómgrunn hjá bæjaryfirvöldum, þegar á heildina er litið. Þó heimilaði Stjórnarráðið lagningu vegar yfir Arnarhólstúnið í apríl 1904 og að breidd hans (Hverfisgötunnar) yrði 24 áinir. Seinna í sama mánuði var sam- þykkt 15.000 kr. lántaka til framkvæmdanna. Sú upphæð var hækkuð um 1.000 kr. í júní. Árið 1906 hóf Iðnaðarmannafélagið undirbún- ing að því að reisa styttu í minningu Ingólfs á Arnarhóli. Sú stytta var endanlega afhjúpuð á Arnarhóli 24. febrúar 1924. Af öðru, sem fram kemur í greinargerðinni finnst mér at- hyglisverðar tilraunir höfundar til nýyrða- myndunar, og hugmyndir hans um skipaiðnað og slipp í Skeijafirði, einkum m.t.t. þess sem sagt verður um næsta skipulagsuppdrátt hér á eftir. Haf narfélögin tvö og Milljónafélagié. Skildinganes Árið 1902 var þeirri hugmynd hreyft að gerð yrði höfn í Skeijafirði. I framhaldi af því var bæjaryfirvöldum boðin jörðin Skild- inganes til kaups. Ekki varð úr þeim kaupum bæjarins, m.a. vegna of hás kaupverðs að mati hans. Endirinn varð því sá að einstakling- ar bundust samtökum og stofnuðu hlutafélag 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚLÍ 1997 i__________________________________________________

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.