Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1997, Blaðsíða 13
■ ur geta hæglega sett sig í spor söguhetjunn- ar sem má ekki vamm sitt vita. Megintilgang- urinn er að skemmta áhorfandanum. Síðast en ekki síst eru skil milli góðs og ills deginum ljósari. Myndir Spielbergs eru öðrum þræði nútímaþjóðsögur þar sem Spielberg er sögu- maður og les fyrir gjörvallri heimsbyggð. Nokkru fyrr en Spielberg kemur til skjal- anna voru sögupersónur í bandarískum myndum tvíræðari en áður hafði þekkst. John Wayne féll í ónáð. í hans stað kom andhetj- an. Spielberg og félagar létu slíka gallagripi lönd og leið. í myndum þeirra ríða hetjur um héruð rétta það sem rangt er gert. Mannlega bresti er hvergi að finna í fari þeirra. Undrabarn Návígi (Close Encounters of the Third Kind) segir frá komu geimskips til jarðar. Er myndin eins konar undanfari E.T. Spiel- berg hlaut útnefningu til óskarsverðlauna fyrir vikið og fékk nokkurn veginn fijálsar hendur til að gera næstu mynd sína, 1941. Myndir Spielbergs geta verið fremur gróf- ar í sniðum, tónlist oft yfirdrifin og fá smáat- riði í leik og handriti gleðja hugann. Í 1941, sem er að nafninu til gamanmynd, kom þessi veikleiki Spielbergs berlega í ljós. íburðar- miklar tæknibrellur koma í stað framvindu sögunnar, hávaði og læti í stað raunverulegr- ar kímni. Myndir Spielberg fóru mikla sigurför um heim allan í byrjun níunda áratugarins. Leit- in að týndu örkinni varð með vinsælustu myndum kvikmyndasögunnar. Efnið sótti Spielberg til ódýrra þáttaraða sem sýndar voru undan aðalmyndunum í þann tíð er áhorfendur fengu að sjá heila dagskrá af myndum fyrir andvirði eins bíómiða. Myndir þessar áttu hug og hjarta Spielbergs er þær voru endursýndar í sjónvarpi á uppvaxtarár- um hans. E.T. hringir heim E.T. er með vinsælustu myndum kvik- myndasögunnar. Tekjur af miðasölu í Banda- ríkjunum námu 228 milljónum Bandaríkja- dala og ófáar E.T. dúkkur rötuðu í jólapakk- ana árið 1982. Spielberg gekk bónleiður milli áhrifamanna í Hollywood með handritið und- ir handarkrikanum en fékk ávallt synjun. Menn töldu að börn gætu ekki fundið til með forljótum geimálfi sem segði fátt annað en „E.T. hringja heim.“ Spielberg hlaut aftur útnefningu til óskars- verðlauna fyrir E.T. Verðlaunin fékk hann ekki fremur en fyrri daginn. Margir furðuðu sig á þessari niðurstöðu dómnefndar og þótti sem verðlaunanefndinni væri í nöp við Spiel- berg. Krókur á máti bragói Krókur (Hook) er lesning Spielbergs á ævintýrinu um Pétur Pan. Sagan sem slík er reyndar meingölluð. Hvaða strák dreymir ekki frekar um að vera bráðskemmtilegur sjóræningjaforingi en væminn álfur sem flögrar milli barna og telur þeim trú um að þau geti flogið? Myndin hlaut dræmari að- sókn en aðrar myndir Spielbergs og gagnrýn- endur létu sér fátt um finnast. Var engu lík- ara en Spielberg væri að reyna að herma eftir sjálfum sér og fórst það illa. Pétur Pan fullorónast Áður en Spielberg gerði Krók mátti merkja að leikstjórinn brynni í skinninu að fá takast á við hátíðlegra söguefni. Skáldsagan Purp- uraliturinn (The Color Purple) eftir Alice Walker segir frá harðri lífsbaráttu blökku- konu í Suðurríkjum Bandaríkjanna. Myndin var vel gerð eins og við mátti búast. Gagnrýn- endur töldu sig aftur á móti sjá þess merki að Spielberg væri ekki vanur að fást við svo alvöruþrungið yrkisefni. Næsta „alvörumynd“ Spielbergs, var Veldi sólarinnar (The Empire of the Sun). Sam- nefnd skáldsaga eftir J.G. Ballard er sjálfs- ævisöguleg. Segir þar frá dvöl höfundar í fangabúðum Japana í seinni heimsstyijöld er hann var barn að aldri. Sögumaður í bók Ballards er margræð persóna. Bókin lýsir því hvernig æska og sakleysi glatast á ófriðar- tímum. Drengurinn í mynd Spielberg er hins vegar einstrengingslegri og litlausari en sögumaður í verki Ballards, líkt og leikstjór- inn vilji forðast þá hispurslausu mynd sem Ballard dregur upp af sjálfum sér á unga aldri. Myndin var fyrirferðarmikil stórmynd en fremur innantóm. Spielberg hlýtur uppreisn æru Listi Schindlers segir frá kaupsýslumanni einum. Sá nýtir sér Gyðinga sem ódýrt vinnu- afl í seinni heimsstyijöld. Smám saman tekur Schindler hamskiptum og breytist úr klækja- ref í bjargvætt. Þessi stakkaskipti eru ekki beinlínis ótrúverðug en þó lítt áhugaverð í STEVEN Spielberg að störfum. HARRISON Ford lætur hnefana tala í Leitinni að týndu örkinni. höndum leikstjórans. Schindlerslistinn er skólabókardæmi um hvað gerist þegar boðskapurinn er lofsverð- ari en verkið sjálft. Hin flókna persóna Schindlers kemst aldrei fyllilega til skila. Hin eiginlegu sinnaskipti Schindlers, sem hljóta að vera þungmiðja sögunnar, fara fyrir ofan garð og neðan. Nasistarnir í Lista Schindlers eru af sama toga spunnir og illmennin í Leitinni að týndu örkinni. Þeir eru ekki holdi og blóði klæddir heldur alillar teiknimyndafígúrur. Spielberg lýsir hér mesta harmleik aldarinnar, helför gyðinga í seinni heimsstyijöld. Því verður sérhver sögupersóna að vera trúverðug hvort sem hún er böðull eða fórnarlamb. Því er hins vegar ekki að heilsa í Lista Schindlers. Þó hlotnuðust Spielberg loks hin langþráðu óskarsverðlaun. Þótti mörgum löngu tíma- bært að Spielberg hlyti uppreisn æru. í myndum Spielbergs eru sögupersónur annaðhvort algóðar eða alvondar. Öndvegis- höfundar eiga að geta lýst mannlegri breytni í öllum sínum margbreytileik og mótsögnum. Leikstjórinn Spielberg sér einungis svart eða hvítt. Spielberg hefur vissulega reynt að bæta um betur. Hefur það hingað til reynst honum um megn. Aftur á móti er ekki ólík- legt að Spielberg eigi eftir að þroskast sem sögumaður þegar fram líða stundir. Giæst framtió Spielberg hefur ótrauður kannað ný mið. Hlýtur það að teljast góðra gjalda vert í ljósi þeirrar velgengni sem Spieberg hefur notið að hann skuli svo oft fara ótroðnar slóðir. Minni spámenn hefðu eflaust haldið áfram í sama dúr. Stefið um ævintýraþrá æskunnar gengur eins og rauður þráður gegnum myndir Spiel- berg. Sumir eru með þeim ósköpum gerðir að vitkast með árunum þótt við hinir séum blessunarlega lausir við slíkt. E.t.v. endur- speglast þroskasaga Spielbergs sjálfs í þess- um myndum. Nýjasta mynd Spielbergs, Amistad, greinir frá afrískum þrælum er gerðu uppreisn um borð í skipinu Amistad á leið til Bandaríkj- anna. Einnig er mynd með Tom Hanks í aðalhlutverki í bígerð. Myndum Spielbergs í r seinni tíð má skipta í tvennt. Annars vegar ævintýramyndir (Leitin að týndu örkinni, E.T., Júragarðurinn og Týnda veröldin), hins vegar „fullorðinsmyndir" á borð við Purpura- litinn, Veldi sólarinnar, Lista Schindlers og nú Amistad. Má rök að því leiða að Spiel- berg reyni að sameina þessar andstæður í myndinni Um aldur og ævi (Always) og Veldi sólarinnar. Ef til vill tekst honum þetta einn góðan veðurdag. Risaeðlur hafa verið til friðs í hartnær 65 milljónir ára. Spielberg hefur gætt þessa fomu risa nýju lífi i hinni Týndu veröld sinni. Hvað sem þroskasögu Spielbergs líður þarf enginn að efast um að leikstjórinn hefur jafn- gaman af þessu uppátæki sínu og áhorfend- ur. Er það öðru fremur lykillinn að vel- gengni hans. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 5. JÚLÍ1997 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.