Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 2
LISTAHÁTÍÐ í LÍBANON SJÖTÍU og fimm líbanskir dansarar úr Caracalla-flokknum dansa á fomminjum í Beirút. Hátíðin lá niðri um marga ára skeið vegna borg- opnunarkvöldi Baalbek-listahátíðarinnar en hún er haldin í rómverskum arastyijaldarinnar sem lagði Beirút nánast í rúst. NU TV í DANMÖRKU LÝSIR EFTIR ÞÁTTTÖKU ÍSLENDINGA NORDISK Ungdoms TV lýsir nú eftir þátttöku íslenskra kvik- myndagerðarmanna en fyrirtækið hefur þann starfa að taka við kvikmynda- og sjónvarpsmyndaefni ungs fólks á Norðurlöndum og sjá um kynningu og dreifingu þess til norrænna sjónvarps- stöðva og kvikmyndahátíða í heiminum. Margrét Hugrún Gústafsdóttir, ung kvik- myndagerðarkona sem býr og starfar í Kaup- mannahöfn, segir þetta iq'örið tækifæri fyrir ungt fólk til að koma verkum sínum á fram- færi. Hún hefur nýlokið gerð sinnar fyrstu stuttmyndar og situr þetta árið í úthlutunar- nefnd Danska kvikmyndaverkstæðisins. Nordisk Ungdoms TV, Nu TV, var sett á laggimar árið 1994. Ungt kvikmyndagerðar- fólk á Norðurlöndum lét sig dreyma um að koma á fót sérstakri sjónvarpsstöð í Dan- mörku þar sem koma mætti á framfæri stutt- myndum, sjónvarpsefni og kvikmyndum ungs fólks. Það gekkst fyrir ráðstefnu með þátt- töku 5 fulltrúa ungs áhugafólks um kvik- myndir frá hverju Norðurlandanna. Margrét ÞRETTÁN ÁRA SVINDLARI LJÓÐAKEPPNI London. The Daily Telegraph. TÁNINGSSTÚLKU, sem bar sigur úr býtum í ljóðasamkeppni á Bret- landi, hefur verið skipað að skila verðlaununum, þar sem í ljós kom að hún hafði fengið ljóðið „að láni“ en það fjallaði um mengun. Stúlkan er þrettán ára og heillaði ljóð hennar um skelfileg áhrif mengunar á læki, ár og jökla, dómarana sem veittu henni fyrstu verðlaun. Við afhendingu þeirra, þar sem verðlaunahafinn var ljós- myndaður í bak og fyrir, lét stúlkan þau orð falla að hún hefði viljað vekja at- hygli á umhverfisvandamálunum og að hún gleddist ákaflega yfir því að það hefði tekist. Illu heilli reyndist ungskáldið ekki eiga stakt orð í ljóðinu, því var stolið í heilu lagi úr áratugagamalli bók með Ijóðum eftir böm. Hinn raunverulegi höfundur verðlaunaljóðsins sem er fimmtugur brást vel við fréttunum, bar lof á frumkvæði stúlkunnar og sagðist himinlifandi yfir því að hafa loksins hlotið verðlaun í ljóða- keppni, þótt það væri fyrir svindl. Dómararnir voru hins vegar ekki eins hrifnir, þeir höfðu þurft að lesa 90.000 ljóð sem bárust í keppnina. Sögðu þeir að mörg þeirra hefðu verið afar falleg, málefnið væri gott og því væri það ömur- leg tilhugsun að verðlaunahafinn væri staðinn að svindli. Stúlkan hefur verið krafin um verðlaunaféð, sem nemur um 27.000 kr. ísl., svo og skólinn hennar, sem fékk um 110.000 kr. fjárframlag. Nýr verðlaunahafi er aðeins níu ára en hann hlýtur viðurkenninguna fyrir ljóðið „Græðgi". var einn af fulltrúum íslands og segir að fljótlega hafi hópurinn áttað sig á því að ekki væri raun- hæfur möguleiki fyrir eigin sjón- varpsstöð. í kjölfar ráðstefnunn- ar hafi hins vegar Nu TV verið stofnað. Nordisk Ungdoms TV er styrkt af ýmsum menningarsjóð- um á Norðurlöndum og aðstand- endur þess eru metnaðargjarn hópur kvikmyndagerðarfólks og fólks sem menntað er í markaðs- fræðum. Margréti bauðst að selja stuttmynd sína, Miranda, í pakka með efni sem fyrirtækið hefur verið að undirbúa til dreifingar á sjónvarpsstöðvum á Norður- löndum sem kallast Katapult. Þar eru viðtöl við ungt kvikmyndagerðarfólk og verk þeirra sýnd. „Það er auðvitað alveg frábært að koma efni að á ríkissjónvarpsstöð í Danmörku þar sem áhorfendur eru um 8 milljónir," segir Margrét. „Danmörk er Mekka kvikmyndagerðar á Norðurlöndum og þar eru margir spennandi hlutir að gerast." Eins og lundinn fer fram af klettinum Miranda er fyrsta stuttmynd Margrétar. Myndin er nk. ævisaga ungrar stelpu á 10 mínútum og án tals. Margrét skrifaði handrit- ið, sá um leikstjórn og lék sjálf aðalhlutverk- ið. „Ég var að reyna að vera kolkrabbi en það ætla ég ekki að reyna aftur, álagið er of mikið,“ segir Margrét. Hún segist ekki hafa lært nokkurn skapaðan hlut í faginu heldur sé hún eins og lundinn sem er spark- að fram af klettinum. „Frumraun mín var reyndar stuttmyndin Undarleg hegðun sem ég gerði árið 1990. Tökumaður var Páll Ósk- ar Hjálmtýsson og myndin var tekin upp á einum degi og kostaði 3.000 krónur," segir Margrét og hlær. Hún segist hafa sótt námskeið í gerð sjón- varpsefnis auk námskeiða í bóklegum fögum eins og sálfræði, heimspeki og bókmennta-og kvikmyndafræðum. „Það er gífurleg aðsókn í Danska kvikmyndagerðarskólann og erfitt ÁRVIÐARSKÁLDIÐ Ted Hughes er einn sex rithöfunda sem tilnefndir hafa verið til Forward (Áfram)-ljóðaverð- launanna, sem eru æðstu ljóðaverðlaun Bretlands. Tilkynnt verður um verðlaunahaf- ana 8. október nk. Dómnefndin kveðst allt eins eiga von á því að verða sökuð um að hnika reglunum til en þær kveða á um að ekki megi tilnefna ljóðaþýðingar. Sögur Ovidiusar, fyrsta ljóða- safn Hughes í áratug, er byggt á Myndbreyt- ingum Ovidiusar, sem rómverska skáldið lauk við á sama tíma og fæðingu Krists bar að. að komast inn. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að margir sem koma út úr skólum í faginu séu haldnir óraunsæi og ætli sér stóra hluti strax í upphafi. Best held ég að sé að ráðast í það sem þú hefur í höndunum. Þú átt kannski Volvo og tvo skrítna vini og þá er gott að leggja upp með það. Síðar gefst kannski tækifæri til að gera myndir með fallbyssum og risaeðlum," segir Margrét. Stuttmyndin Miranda fœr góóar viðtökur Við gerð Miröndu fékk Mar- grét styrk frá Danska kvik- - myndaverkstæðinu. Verkstæðið er deild innan Dönsku kvikmyndastofnunar- innar og var upphaflega sétt á laggirnar fyrir 20 árum sem tilraunavettvangur danskra kvikmyndagerðarmanna. Nú hefur starfsemin þróast í þá átt að þar fer fyrst og fremst fram leit að nýju hæfileikafólki í kvikmyndagerð sem síðan er gert kleift að vinna hugmyndir sínar með ókeypis aðgengi að fullkomnum tækjabúnaði til töku kvik- mynda og eftirvinnu þeirra. Stofnunin sér um dreifingu myndanna sem unnar eru á þeirra vegum og fær 10% af ágóða af sölu myndanna næstu 3 árin. Stuttmyndin Mir- anda hefur verið send á sjö kvikmyndahátíð- ir og vegnað vel. Myndin vann til fyrstu verð- launa á stuttmyndahátíðinni Minimalen í Þrándheimi í mars á þessu ári. Þá var hún valin til þátttöku á Kurz filmfestival í Ham- borg en af 2.500 innsendum myndum voru 200 valdar til sýningar á hátíðinni. Þetta árið situr Margrét í úthlutunarnefnd Danska kvikmyndaverkstæðisins, svo sem fram hefur komið, ásamt 4 öðrum fulltrúum. Hún segist að jafnaði lesa um 35-40 handrit í mánuði og af þeim fái 2 aðilar styrki. Mar- grét undirbýr jafnframt gerð næstu stutt- myndar og hún er bjartsýn á framhaldið. Heimilisfang Nu TV er: c/o lab/ Nordisk Ungdoms TV, Vesterbrogáde 107b, 1620 KBHV, Danmark. Hefur Hughes nánast endursamið hið mikla skáldverk á nútímamál. Dómararnir eru ekki á eitt sáttir um hvort um þýðingu sé að ræða eða endurtúlkun. Niðurstaðan varð sú að verk Hughes telst ekki þýðing og því hægt að Ieggja það fram. A meðal höfunda sem tilnefndir eru að þessu sinni má nefna Selimu Hill, Jamie KcKendrick, Andrew Motion, Susan Wicks ogC K Williams. Fyrir bestu einstök ljóð eru tilnefndir Harry Clifton, Lavinia Greenslaw, David Harsent, Craig Raine og Carol Rum- ens. Margrét Hugrún Gústafsdóttir HUGHES TILNEFNDUR FYRIR „ENDURTÚLKUN" London. The Daily Telegraph. MENNING LISTIR MYNDLIST Þjóðminjasafn íslands Sýningin Kirkja og kirkjuskrúð, miðalda- kirkjan i Noregi og á íslandi. Listasafn Islands Sögn í sjón; sýning á verkum sem byggð eru á íslenskum fomritum. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41 - Ásmundarsaiur Jóhannes Geir sýnir til 3. ágúst. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveins- sonar Árbæjarsafn I sumar verða sýndar ljósmyndir frá Reykjavík, ásamt ljóðum skálda. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Islensk myndlist til 31. ágúst. í Vestursal eru landslagsmálverk frumheijanna og verk abstraktmálara, í miðrými verk eftir lista- menn úr SÚM-hópnum og verkið Science Fiction eftir Erró. í Austursal eru verk yngri málara. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaða- stræti 74 Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ás- grím. Norræna húsið - við Hringbraut Sýning á íslensku handverki, Þingborgar- hópurinn sýnir verk sin til 17. ágúst. Verk Guðjóns Bjamasonar til 17. ágúst. Stofnun Arna Magnússonar, Árnagarði v/Suðurgötu Sögn i sjón. Hátíðarsýning handrita, opin daglega kl. 13-17. Þjóðarbókhlaða fsland - himnaríki eða helvíti. Sýning út ágúst. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b Magnús Pálsson sýnir í Gryfjunni, Gallerí Gúlp og Undir pari eru með sýningu í For- sal, Áslaug Thorlacius sýnir í Bjarta og Svarta sal, í SÚM-salnum er haldið upp á 20 ára afmæli Suðurgötu 7 og gestur safns- ins er Jón Reykdal. Galleri Hornið Gunnar Þjóðbjörn Jónsson sýnir til 30. júlí. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 19. Kristinn M. Pálma sýnir til 6. ágúst. Mokka - Skólavörðustíg Hlín Gylfadóttir sýnir sílikondýr til 6. ágúst. Tuttugu fermetrar, Vesturgötu 10 Pétur Magnússon sýnir til 3. ágúst. Hafnarborg - Strandgötu 34 Hf. Sýning á verkum Wulfs Kirchners, Nönnu Pallgard Pape, Magna Jensen og Sveins Thingnes. Listasafn Sigurjóns - Laugarnestanga 70 Sumarsýning á völdum verkum Siguijóns. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Sýning á málverkum Tuma Magnússonar. Gallerí Listakot Magdolna Szabó sýnir til 2. ágúst. SPRON, Álfabakka 14, Mjódd. Aðalheiður Valgeirsdóttir sýn. til 8. ágúst. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Fjarvera/nærvera - sýning á verkum Christine Borland, Juliao Sarmento og Kristjáns Guðmundssonar. Byggðasafn Hafnarfjarðar Undir Hamrinum - Af lífi hafnfirskrar al- þýðu til 30. sept. Sjóminjasafn Islands við Vesturgötu Hf. Almenn sýning og sýning á olíumyndum Bjarna Jónssonar. Listaskálinn í Hveragerði Yfirlitssýning á verkum Einars Hákonar- sonar. Norska húsið Stykkishólmi Sýning á verkum R. Weissaves. Opið dag- lega kl. 11-17. ítalskur orgelleikari, Mario Duella heldur tónleika í Kópavogskirkju kl. 14. Bachsveitin heldur tónleika i Skálholts- kirkju kl. 15 og 17. Sunnudagur Bachsveitin heldur tónleika í Skálholts- kirkju kl. 15. Kl. 16.40 flytja Ólafur Kjart- an Sigurðsson, Helga Ingólfsdóttir og Sig- urður Halldórsson kirkjulög eftir Jón Leifs. Tónverk helgarinnar flutt í messu kl. 17. Mánudagur Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónl. i Grensáskirkju kl. 20.30. Þriðjudagur Freyr Siguijónsson flautuleikari, Hlíf Siguijónsdóttir fíðluleikari og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari halda tónleika í Listasafni Siguijóns Ólafssonar kl. 20.30. LEIKLIST Tjarnarbíó „Light Nights" föstud. 1. ágúst. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega fyrir kl. 16 á mið- vikudögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Mynd- sendir: 5691181. Netfang: Kolla (ffimbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.