Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 5
ingagerð í þágu séra Jóns Daðasonár, þegar hann lánar ekkju reiðufé vegna sonar hennar á námsbraut, samkvæmt eftirfarandi útdrætti úr fyrri hluta á nútímamáli: Breidarparts veósetning! Árið 1666, þann 30. dag janúar, að Kiiju- vogi í Höfnum vorum vér eftirskrifaðir menn, Jón Guðmundsson, Eiríkur Magnússon, Jón Þórðarson, Bergsveinn Jónsson og Runólfur Þórðarson viðstaddir og til vitnis kallaðir, sáum og heyrðum á, að Guðný Magnúsdóttir meðtók eftir sinni eigin auðmjúkri ósk og bón nauðsynlega og þarfsamlega í eigin hönd til láns og heimildar af séra Jóni Daðasyni, gild og góð, tólf hundruð og tíu aura, sem voru fimmtíu ríkisdalir og ein specie, hverja hún sjálf kallaði og lét sér vel lynda og líka og lýsti að hún vildi sínum syni Jóni Jónssyni til menningar og útsiglingar hafa og í hans föð- urs arf gjalda." Þann 31. maí 1668, var séra Eiríkur Magn- ússon vígður af Brynjólfi biskupi í Skálholti Sveinssyni aðstoðarprestur séra Jóns Daða- sonar í Arnarbæli, samkvæmt kappelláns köll- un frá honum og var vígslubréf séra Eiríks gefið út samdægurs, 31. maí 1668 í Skálholti. Um tveimur árum síðar er séra Eiríkur Magnússon mættur á prestastefnu þá er fram fór á Þingvöllum 30. júní til 3. júli 1671. Þar er verið að ganga frá dómsáliti um að senda mál séra Lopts Jósepssonar kirkjuprests í Skálholti út á náð og miskunn Konungs. Mál þetta var tengt hugsýkisfaraldri 17. aldar og átti upptök í Skálholtsskóla veturinn 1670, þegar lögmannssonurinn frá Einarsnesi á Mýrum, Jón yngri Sigurðsson kenndi kirkju- prestinum og bróður hans Skapta, þá náms- manni þar um veikindi sín, með svo góðum árangri að kirkjuprestur á nú allt undir náð og miskunn Konungs. En var ekki bakgrunn- ur þessa máls, að Jón yngri átti barn þann vetur með frændkonu biskups, sem þá mein- aði honum ráðahags við barnsmóður sína og yfirgaf Jón þá Skálholtsskóla? En þegar röðin kemur að séra Eiríki að undirrita dómsálitið í Synodalbókinni ritaði hann eftirfarandi yfirlýsingu: „Jeg undirskrif- aður veit ei annað, en að Loptur Jósepsson, sé ei sjálfur valdur í veikleika Jóns Sigurðsson- arar yngra frá Einarsnesi, hveija mína aug- lýsta samvisku og til frekara staðfestu, af mínu trúverðugu yfirvaldi þörf sýnist, til merk- is mitt nafn að Þingvöllum Anno 1671 3. júlí. Eiríkur Magnússon." Þann 29. maí 1672, er séra Eiríkur Magn- ússon viðstaddur að Hjalla í Ölfusi við samn- ing milli séra Jóns Daðasonar og Gísla lög- réttumanns Álfssonar um 6 hundruðum í Hömrum í Eystrihrepp. í framhaldi af þessu telur dr. Hannes Þorsteinsson líklegt, að séra Eiríkur hafi aðallega þjónað Hjallakirkju og búið þar í grenndinni. I þingbók Jóns Vigfús- sonar 1673 bls. 308 rita þeir séra Jón Daða- son og séra Eiríkur undir þingbókina með eig- in hendi samdægurs og samhliða og sést þá greinilega, að handlagið er alveg hið sama og stafadrættirnir hinir sömu. Fjölkynngiorð sitt hefur séra Eiríkur einmitt fengið af kennslu séra Jóns Daðasonar, segir dr. Hann- es Þorsteinsson að lokum. Segir nú ekki frekar af séra Eiríki Magnús- syni sem aðstoðarpresti í Arnarbælisþingum annað en það, að hann var einn þeirra er komu til greina til prestköllunar að Torfastöð- um í Biskupstungum og að hann mun hafa veitt séra Grími Ingimundarsyni aðstoð í veik- indum hans á árinu 1676, Áður en lengra er haldið á lífsbraut séra Eiríks Magnússonar, er við hæfi að eftirfar- andi komi fram: Á vordögum 1674 tók við Skálholtsbiskupsdæmi Þórður Þorláksson, biskups að Hólum, Skúlasonar. Þórður var þá 37 ára og hafði að baki nær 9 ára námsferil frá helstu námsstofnunum í Evrópu. Hann var fjölmenntaðastur biskupa á íslandi, mikill hagleiks- og hugvitsmaður og orðlagt ljúf- menni. (Brynjólfur biskup Sveinsson dó 5.8. 1675) Eins og áður kom fram dó séra Jón Daðason í janúar 1676. Við embætti hans að Arnarbæli tók tengdasonur hans séra Oddur Árnason. Selvogsmönnum var fullljóst við áramót 1676-7, að þeir þyrftu nú þegar prest til Strandar- og Krýsuvíkursókna, vegna þess hve séra Grímur prestur þeirra að Strönd Ingi- mundarson var langt leiddur í ólæknandi sjúk- dómi sínum. Þeir hafa þegar notið þjónustu séra Eiríks Magnússonar og þekktu mann- kosti hans og sækja fast og með lagni að koma honum til embættis að Strönd, með þvi að fá prófastinn í Gaulveijabæ séra Torfa Jónsson til liðs við sig. En honum er það ljúft, einkum vegna þess að hann nýtur nú Selvogs- sveitar eftir að frændi hans Brynjólfur biskup arfleiddi hann að skipi sínu og sjóbúð innan við malarkamp Strandar, ásamt uppsátri. Þann 25. febrúar 1677 var að Strönd í Selvogi í viðurvist Torfa prófasts Jónssonar í Gaulveijabæ séra Eiríkur Magnússon kallaður til prests að Strönd og Krýsuvík, vegna upp- Strandarkirkja í Selvogi, byggð 1888. fajú&mlyU , ffwn, 4i*. d? rJo '&tgvQvnr j> faífi jQ-jwkvr ■ /-v r. n ? ‘ ■ 'O ’. i - i Þ- <j V/ J ■ .rI YFIRLÝSING Eiríks Magnússonar á prestastefnu á Þingvöllum 1671 um sakleysi Loft Jósepssonar í sambandi við veikleika Jóns Sigurðssonar yngra frá Einarsnesi. gjafar séra Gríms Ingimundarsonar, sökum veikinda hans, og í kenningarbréfum Þórðar biskups segir, að séra Eiríkur Magnússon sé þeim að öllu góðu dagfari og kenningu og mannkostum vel kunnur. Kenningar samþykkt af prófasti og séra Oddi Árnasyni í Arnar- bæli var undirrituð 1. mars og veitingabréf séra Eiríks fyrir Selvogsþingum var gefið út af Þórði Þorlákssyni biskupi og dagsett í Skál- holti 5. mars 1677. Þegar séra Eiríkur tekur við embætti sínu í Selvogssveit fer hann að Vogsósum við Hiíð- arvatn. Þar hafa Selvogsprestar haft ábýlis- réttindi frá trúarsiðskiptum, en jarðareigendur eru kirkjustaðurinn að Strönd og Strandar- kirkja á meðan Strönd er enn í byggð. Séra Eiríkur verður því ábúandi að Vogsós- um, en vegna þess að hann er einhleypur og lítt gefin fyrir búskaparvafstur leigir hann í ábúandarétti sínum fjölskyldubónda, næra all- an búskaparmöguleika jarðarinnar með sér- samningi þeirra í millum. Þegar séra Eiríkur kemur i Selvogsbyggð eru þar 42 búendur (vegna gjöfulla fiskislóða upp að sjávarströnd með Iendingarvörum). Þá enn 7 búendur á höfuðbólinu Strönd. Það kom í hlut séra Ei- ríks að jarðsyngja starfsbróður sinn séra Grím Ingimundarson á árinu 1678, svo og móður hans Þórelfi Vigfúsdóttur um 1686. Séra Eiríkur verður þolandi þess að sjá höfuðbólið Strönd fara í eyði á tíunda áratug 17. aldar og sandágang teygja sig upp að Strandarkirkjugarði. En án vafa hefur séra Eiríkur notið kyrrðar og friðar á bökkum hins gjöfula veiðivatns og við mófugla- og beiti- landsheiðina, er teygðist upp að Hlíðarfjalli og brekkum. Hann er afkomutryggður emætt- ismaður í húsmennsku og nýtur góðhesta sinna á reiðgötu undir Herdísarvíkurfjalli og Geitahlíð á leið til útkirkju sinnar í Krýsuvik, sem og hinnar litríku kaupstaðarleiðar yfir Grindarskörð til Hafnarfjarðar. Árið 1688, þann 20. maí, fól Þórður biskup séra Eiríki á Vogsósurn, að taka út Stað í Grindavík af séra Rafni Olafssyni og setja þar inn séra Stefán Hallkelsson. Þetta verk leysti séra Eiríkur fljótt og vel af hendi. En frá þessu verki hafði biskup orðið að ganga árið áður, með því að séra Rafn neitaði að láta af hendi kirkjulyklana við biskup sjálfan. En séra Rafn hafði það eitt brotið af sér við kirkjuvald að hann neitaði að halda kóngs- bænadag sem lögboðinn var á árinu 1686. Með tilliti til manntalsins 1703 er sýnt að laust fyrir aldamót 1700 hafa ung hjón í frum- búskap sínum tekið við Vogsósabúi í ábúð séra Eiríks. Þau voru Jón Jónsson fæddur 1677 og kona hans Helga Gísladóttir honum fjórum árum eldri. Yngri dóttir þeirra Vigdís var fædd 1700 og varð móðir Jóns Halldórs- sonar lögréttumanns að Nesi, fyrri manns Rannveigar Filippusdóttur, er átti að seinni manni Bjarna Sívertsson dbrm. og kaupmann í Hafnarfirði. Samkvæmt jarðabók Árna og Páls 1706 er Ijóst að Jón bóndi að Vogsósum hefur gott kúa- og fjárbú, ásamt hlunnindum jarðar í selveiði, fjörureka og eggjatöku. Þar kemur fram, að jörðinni fylgja þijú leigukúgildi og af þeim greiðir bóndi með smjöri til prests og að hluta til jarðareigenda, en landskuld af allri jörðinni greiðist til prests inná reikning jarðeiganda. Bóndinn hefur þá sjö kýr, kvígu og kálf, að auki prestsins tvær eigin kýr. Þá hefur sóknarpresturinn séra Eiríkur Magnús- son herbergi fyrir sjálfan sig og einn þjónustu- kvenmann og forsorgar sig og hana á eigin kosti (þjónustustúlka séra Eiríks árið 1703 var Oddný Ólafsdóttir þá 29 ára en, séra Eirík- ur 65 ára). Meðal hinna mörgu sjávar- og landbænda í Selvogssveit fyrir aldamót 1700 voru Páll Björnsson bóndi og lögréttumaður að Bjarna- stöðum, fæddur að Teigi í Fljótshlíð og afkom- andi Önnu á Stóruborg. Dóttir hans Guðrún átti Bjarna Sigurðsson bónda í Nesi albróður Péturs einnig bónda þar afa Bjarna riddara í Hafnafirði. Svo og Jón Jónsson óðalsbóndi og skáld að Nesi, fæddur laust fyrir 1630. Hann orti „Sveitarbrag" á árabilinu 1677-80, og margt sálma, kvæða og gátna. Hann var vel metinn maður á sinni tíð, átti Nes og bjó þar til dánardægurs. Hann var talinn fornlyndur °K trygglyndur og hélt við hinni fornu Nes- kirkju. Um hana segja þeir Árni og Páll í jarða- bók 1706, að enn fari þar fram altarisþjónusta fyrir heimilisfólk í Nesi, en tíundir allar komn- ar undir Strönd. Embættisgerðir þessar í hinni fornu Neskirkju hafa því komið í hlut séra Eiríks að Vogsósum, enda bað Jón óðalsbóndi séra Eirík um að sjá til þess að hann yrði jarðsettur í Neskirkjugarði. Nú er að minnast þess, að 2. mars 1697, er Jón Vídalín (Þorkelsson) skipaður biskup í Skálholti, en Þórður biskup lést siðar í sama mánuði. Hann var því þriðji yfirboðari séra Eiríks . Þeir voru allir fjölmenntaðir gáfumenn og átti séra Eiríkur farsæl samskipti við þá alla. í byijun mars 1702, lést Jón skáld og óðals- bóndi að Nesi í hárri elli. Skrifar séra Eiríkur þá Jóni biskupi Vídalín bréf og skýrir honum frá því að Jón hafi beiðst þess að vera grafinn í Nesi. í svarbréfi Jóns biskup til séra Eiríks 23. mars 1702. Kemur fram eftirfarandi: „Þar er nú enginn nýlega greftraður (í Neskirkju- garði), og engin skikkun (regla) finnst fyrir um kirkjugarðinn." Leyfir Jón biskup að „sá erlegi heiðursmann Jón Jónsson, sem var að Nesi, megi grafast þar innan kirkju á sinni heimilis- og eignarjörð." Þar undir kirkjugólfi í Neskirkju jarðsetti séra Eiríkur Jón Jónsson vin sinn og þar var síðar við hlið hans lögð til hinstu hvíldar Guðrún Jónsdóttir, ekkja hans. Skömmu síðar sama árs bar það til tíðinda á Nesþingi í Selvogi 15.maí 1702, að þar var hýddur N.N. meðal annnars fyrir stuld frá séra Eiríki á Vogsósum á hálfum fjórðungi smjörs, tvennum leðurskæðum og malpoka, er hann hafði tekið úr læstu húsi gegnum vindauga (loftop). Staðreynd þessi er ekki hliðholl þjóðsögum um að séra Eiríkur á Vogs- ósum hafi skotið hlífiskildi yfir sakamenn. Eftir 1708 er séra Eiríkur á áttræðis aldri og gegnir án aðstoðar báðum sóknum sínum. Nú er rétt að minna á það að yngri bróðir séra Eiríks var Jón Magnússon lögréttumaður að Marteinstungu í Holtum. Hann var tvígift- ur og var seinni kona hans Þorbjörg dóttir Odds lögréttumanns að Haga í Holtum, Magn- ússonar og s.k. hans Halldóru dóttur séra Magnúsar í Kálfholti, Pálssonar. Jón lögréttu- maður lést um 1709-10. Var Þorbjörg ekkja hans þá um fertugt. Án vafa hefur verið gott samband á milli þeirra bræðra og ætla má að hann hafi fylgt bróður sínum til grafar. Það gæti hafa verið þá að Þorbjörg mágkona séra Eiríks ræðst til hans sem ráðskona því þar að Vogsósum var hún til dánardægurs séra Eiríks. Siðasta vitneskja um séra Eirík á lífí er samkvæmt dr. Hannesi Þorsteinssyni 1. des- ember 1716. Þá bað Jón Vídalín biskup séra Árna Þorleifsson prest í Arnarbæli að messa á Strönd einhvern hátíðisdaginn á jólum með því að hann hafi heyrt, að séra Eiríkur væri lasburða af elliburðum og tilfallandi veikleika. Þann 14. desember 1716 segir Jón biskup í bréfi til séra Árna Þorleifssonar í Arnarbæli (hann varð prófastur í Árnesþingi) að nú sé séra Eiríkur á.Vogsósum látinn og sjái hann um hinstu athöfn. Dr. Hannes Þorsteinsson ályktar því að séra Eiríkur hafi dáið snemma í desember fremur en síðast í nóvember. Að Þorbjörg mágkona séra Eiríks hafi ver- ið hjá honum síðustu ár hans og þar til yfir lauk er til vitnis bréf það er Jón Vídalín rit- aði til Páls Björnssonar lögréttumanns að Bjarnastöðum 5. maí 1717: „Þorbjörg hefur og rétt til þess, sem afgangs verður prestanna launum, sem þar embættast hafa, síðan sál- ugi séra Eiríkur veiktist til fulls.“ Með bréfi biskups til Páls lögréttumanns 25. maí sama árs sést að þetta hefur verið Þorbjörg Oddsdóttir ekkja Jóns bróður séra Eiríks. Að síðustu er að koma á framfæri stað- festingu þess, að séra Eiríkur annaðist sóknar- börn sín í Krýsuvík einnig til hinstu stundar. En það sést þegar Jón biskup Vídalín með bréfi 16. desember 1716 felur séra Helga Jóns- syni að Stað í Grindavík að þjóna Krýsuvík vegna þess að honum hafi þá nýlega verið tilkynnt um lát séra Eiríks á Vogsósum. Við ævilok séra Eiríks á Vogsósum Magn- ússonar „hins fróða“ eins og dr. Jón Þorkels- son kýs að titla hann, vafalaust sannleikanum næst þegar við nær alla bókfestu vitneskju um hann á blaði. En þá kemur berlega í ljós að við sjáum ekki þann „Vogsósa-Eirík,“ sem fáfróð alþýða, trúgjarnir fræðimenn og lítt velhugsandi menntamenn settu á stall í ís- lensku þjóðfélagi. En við finnum heldur ekki hinn fortakslausa (absolut person) séra Eirík. Líklega er það vegna þess að hann hefur týnst í hógværu, vammlausu, nægjusömu og inn- hverfu einkalífi sínu ókvæntur og barnlaus. Séra Eiríkur Magnússon var að áliti greindra manna fyrst og fremst mannþekkj- ari, sálfræðingur og mannvinur, sem beitti þekkingu sinni í þágu meðbræðra sinna, svo sem í hlutrænum verndartáknum. Hafa Sel- vogsménn enn munnlega geymd og tákn þessu til staðfestingar þegar séra Eiríkur létti af sóknarbörnum sínum viðvarandi ótta við land- göngu erlendra ránsmanna á úthafsströnd með því, að taka með sér hleðslumenn upp á Svörtubjörg. Hann lætur þá bera hleðslusteina langt að svo varða hans njóti uppstreymis vindbrots á ystu bjargbrún. Hún er ílöng eftir bjargbrún og gengur upp til einhleðslu efst. Að verki loknu afhendir séra Eiríkur Selvogs- byggð í votta viðurvist vörðuna, sem verndar- tákn með eftirfarandi orðum: „Meðan enn stendur steinn yfir steini í vörðu þessari verð- ur ekki aðsteðjandi ófriður í Selvogi." Þar með blasti Eiríksvarða á ystu brún Svörtubjarga við augum Selvogsmanna á út- hafsströnd frá morgni til kvölds, ásamt með vitneskjunni um verndarhlutverk það er hún skyldi þjóna. Og sóknarbörnin minnast sálu- sorgara síns í þakklátum huga, leyst úr hlekkj- um óttar.ns. Að 300 árum liðnum, stendur Eiríksvarða enn í fullri reisn sinni á Jóns- messu 1995 og aldrei á hinum mörgu liðnu árum steðjaði ófriður að Selvogsbyggð. Höfundurinn er frá Þorkelsgerói í Selvogi en býr í Hafnarfirði. 1ESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/IISTIR 26.JÚLÍ1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.