Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 9
Eldar í skógi ÚTILISTAVERKIÐ Þrír eldar eftir Huldu Hákon var vígt í bænum Vefsn í Nordland-fylki í Noregi fyrr í sumar. Verkið er eitt 33 verka sem listamenn um heim allan voru beðnir um að vinna fyrir jafnmarga bæi í fylkinu, sem er syðsta fylkið í Norður-Noregi en heim- skautsbaugur liggur um fylkið sunnan- vert. Hugmyndin að umhverfislista- verkefninu kviknaði á ráðstefnu um myndlist sem haldin var í Nordland árið 1988. Tilgangur með verkefninu er bæði sá að kynna samtímamyndlist fyrir íbúum svæðisins sem og að vekja athygli myndlistarheimsins á Noregi. Verk Huldu Hákon hefur verið í vinnslu sl. 3 ár og er það 29. í röð verka sem fylkið getur stært sig af í framtíðinni, en meðal þátttakenda í verkefn- inu eru listamenn á borð við Tony Cragg, Anthony Gomley og Per Kirkeby. Hulda segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hún vinnur útilista- verk og að vinnan hafi verið sérlega ánægju- leg vegna þess að hér hafi ekki verið um samkeppni að ræða heldur hafi henni ein- faldlega verið boðið að vinna verk fyrir bæjarfélagið, það hafi svo verið hennar að gera tillögu að verki og velja því stað. „Ég kaus að staðsetja verkið í skógi við afskiptan árbakka ekki Iangt frá aðalgötu bæjarinns. Þetta var svæði sem fólk hafði áður gengið í gegnum og mig langaði til að gefa því færi á að staldra við og virða fyrir sér lista- verk á þessum rólega og rómantíska stað,“ segir Hulda. Eins og titillinn gefur til kynna þá er verkið samsett úr þremur eldum, steyptum í ryðfrítt stál, sem síðan eru málaðir gylltir. Umhverfis eldana leika blá blóm í grasinu og mismunandi setn- ingar hafa verið grafnar í átta af gang- stéttarhellunum sem mynda bogalaga stíg um svæðið. Hvert liggur þessi leið? Hvaðan kem- urðu? Er þetta fyrsta heimsókn þín hingað? Væntirðu einhvers? Spurning- ar sem hægt er að leggja a.m.k. tvenn- an skilning í, annars vegar sem spurn- ingar hnýsins heimamanns í garð ferða- langsins og hins vegar sem tilvistarleg- ar vangaveltur. Hulda segir tiltölulega einfalda táknræna merkinu búa að baki verkinu og hún kjósi því að segja sem minnst um það sjálf, það sé áhorfandans að leggja sinn skilning í verkið. Þátttaka áhorf- andans í verkinu Vinnan að verkinu kemur í beinu fram- haldi af sýningu sem Hulda hélt á Kjarvals- stöðum árið 1993. Þessi sama sýning fór til Berlínar og til Nor- egs hélt Hulda á leið heim úr þeirri ferð til að kanna aðstæður í Vefsn. Eldtungurnar, gular og rauðar, og bláu blómin sem þar voru unnin í sement og síðan máluð voni henni því ofarlega í huga. í verkum Huldu Hákon hafa okkur birst staðlaðar fígúrur, karl- og kvení- myndir, en hún segir að engar mann- eskjur sé að finna í verkinu Þrír eldar vegna þess að sér finnist áhorfandinn vera „fólkið“. Áhorfandanum er ætlað HVAÐ hefurðu verið hér lengi? VERKIÐ Þrír eldar eftir Huldu Hákon. Morgunblaðið/Einar Falur VERKIÐ á fyrstu vinnslustigum. Hulda Hákon vann frummynd verksins hér heima. að vera hluti af verkinu rétt eins og verkið er hluti af umhverfinu. Með áhorfandann að leiðarljósi lét hún því koma fyrir bekk við verkið, bekk sem tilheyrir skóginum en er samt þarna fyrir „fólkið“ að njóta verksins í ró og næði. „Það hefur flækst fyrir mér þegar ég vinn að sýningum þar sem hvert verk styður annað að mér hefur fund- ist einstök verk missa eitthvað af merk- ingu sinni þegar þau eru tekin úr því samhengi. Verkið Þrír eldar er að þessu leyti ólíkt fyrri verkum mínum þar sem að er varanlegt í samsetningu sinni. framhaldi af þessu hef ég velt því fyrir mér hvort listaverkið eigi að geta staðið eitt undir sjálfu sér eða hvort það þarfnist einhvers í umhverfinu til að styðja sig við,“ segir Hulda. Öllum finnst sitt verk best Hulda bendir á að nútímamyndlist hafi verið lítt kynnt í Nordland-fylki til þessa en með því að færa heimslist- ina inn á gafl til fólks, eins og hér hefur verið gert, hafi almenningur þurft að taka afstöðu til listarinnar. „Ég hef það eftir aðstandendum verk- efnisins að íbúum í hveiju bæjarfélagi finnist sitt verk vera langbest. Þetta upplifði ég sjálf við vígslu verksins þar sem fólk kom og sagði mér að þetta verk bæri af öðrum. Það er þessi díalóg- ur við áhorfandann sem mér finnst svo skemmtilegur, þegar ég finn að ég er partur af umhverfinu sem listamaður," segir Hulda. Verkið var lengi í vinnslu. Hulda vann frummyndina sjálf hér heima en verkið var svo steypt í ryðfrítt stál í verksmiðju í nágrenni borgarinnar og reyndist það talsvert flókið svo að á endanum var hver logi steyptur fyrir sig og síðan raðaði Hulda þeim saman aftur í eldana þijá. „Vinnsluferlið hefur verið erfitt að því leyti að ég er vön að vinna allt sjálf en þarna þurfti ég að treysta á aðra og það var óþægilegt að finna að verkið var ekki algjörlega í mínum höndum. Ég er mjög ánægð með útkomuna en þetta tók ansi langan RÝNT í logann. Listamaðurinn meðal sér- fræðinga í Noregi. ÞEGAR logarnir höfðu verið steyptir í stál var þeim raðað upp að nýju í eldana þrjá. tíma.“ Hún segir faglega hafa verið staðið að allri framkvæmd. í upphafi var henni falið verkefnið af þremur listfræðingum, forstöðumönnum lista- safnanna í Helsinki og í Heine Onstadt í Noregi og sjálfstætt starfandi þýskum listfræðingi. Þá hafi ýmsir fagmenn komið að tæknilegri útfærslu verksins, m.a. verkfræðingur frá fylkinu, for- vörður, málari og garðyrkjustjóri bæj- arinns sem hefði t.d. stungið upp á því að tvær tegundir blárra blóma, önnur sem blómstraði að vori og hin síðsum- ars, yrðu gróðursettar á svæðinu til að lengja þann tima sem verkið stæði í fullum skrúða. Verkefninu lýkur í haust og þá verð- ur gefin út sérstök vegahandbók sem sýnir staðsetningu verkanna auk þess sem Gyldendal forlagið vinnur að út- gáfu bókar um verkefnið þar sem list- fræðingur fjallar um hvert og eitt verk auk þess sem íbúar staðanna lýsa skoð- un sinni á listaverkunum. Nordland- fylki hefur því verið tryggður sinn stað- ur í myndlistarumhverfinu. MYNDLIST AUGNABLIKSINS Um helginq hefst sýningin ON lceland 1997 í Ný- listasafninu þar sem sýnd eru verk myndlistarmanna sem vinng í tímatengda mióla. HULDA STEFÁNS- DOTTIR kynnti sér dagskrána og talaói vió Hannes Lárusson sem haft hefur umsjón meó verkefninu. ALÞJÓÐLEG gerninga- og myndbandahátíð verður opnuð í Nýlistarsafninu, Vatnsstíg 3b, og í MÍR salnum, Vatnsstíg 10, í dag kl. 14. Hátíðin ber heitið ON Iceland 1997 og er víðamesta verkefni sinnar tegundar sem sett hefur verið upp hérlendis. Viðburðir helgarinnar marka upphaf hátíðarinnar sem stendur yfir til loka næsta mánaðar en í ágúst opna sýningar nokkurra þátt- takenda á Listasafni íslands, á Kjarvalsstöðum, í Norræna Húsinu og í Gallerí 20 fermetrum í kjallara Vesturgötu lOa. Hannes Lárusson, myndlistamað- ur, hefur aðalumsjón með fram- kvæmd hátíðarinnar. Hann segir undirbúning hafa staðið yfir sl. 4 ár og að það hafi verið styrkur frá Norræna Menn- ingarsjóðnum sem gerði það að verkum að þetta stóra verkefni varð að veruleika. Hátíðin sem nú hefst ferðast til Danmerkur og Noregs á næsta ári. Að sögn Hannesar er hér á ferðinni samnorrænt verkefni með alþjóðlegu yfirbragði og þátttakendurnir koma víða að, frá Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada auk Norðurlandanna. „Sýningin fjallar um list tengda tíma og hreyfingu sem bæði er tjáð með tímatengd- um miðlum, þar sem tækni og mynd renna saman í ljósmyndinni og afleiddri tækni hennar eins og myndbandsins og tölvunar, sem og hefðbundnari miðlum eins og málar- alist,“ segir Hannes. Tíminn birtist því bæði í sögulegu samhengi og í atburði augnabliksins. „Þessi tvö hugtök, tími og hreyfing, tilheyra nútímamyndlist- inni alveg sérstaklega. Það er ekki fyrr en á síðari hluta þessarar aldar sem hreyfíng verður eðlilegur hluti myndlistarinnar," segir Hannes. Hann telur listræna innsýn í tækn- ina vera samfélaginu lífsnauðsyn- leg. „Listamenn í dag nýta sér tæknina til að tjá sameiginlega vit- und, til að sýna fólki með einhverj- um hætti hvemig það er að vera til. Hluti tilvistarvitundarirmar er glíman við tæknina og ég held að þó að þessi tegund listar sé oft ruglingsleg og tilviljunarkennd á yfír- borðinu þá sé afar mikilvægt að fólk kynn- ist henni,“ segir Hannes. ON Iceland 1997 er ætlað að vekja at- hygli á vanda myndrænnar framsetningar og veita íslendingum innsýn í meðför er- iceland 1997 Jk 5< il 3 .íV SÆNSK-AMERÍSKA listakonan Alexandra Kostrubala sýnir innsetningu og mynd- bandsverk í Nýlistasafninu um næstu helgi. lendra listamanna á tímatengdu formi myndlistar. „Markmiðið var ekki að vera með heimsfræga myndlistamenn þó að meðal þátttakenda séu margir meistarar þessa listforms sem náð hafa að beygja tæknina undir vitund sína. Miklu fremur var áhersla lögð á að sýna áhugaverð verk sem annað hvort hafa ekki verið sýnd áður eða eru gerð sérstaklega fyrir sýninguna," segir Hannes. Sýningin spannar verk ungs fólks sem er að stíga sín fyrstu skref í myndlistinni í bland við ýmsa gamalgróna listamenn. Nýlistasafnið verður tilraunar- vettvangur yngra myndlistafólks þar sem sýndir verða gjörningar ojg myndbandsverk en sýningar Listasafn Islands, Kjarvals- staða og Norræna Hússins verða með form- legri hætti. „Ég held að samsetning þekktra og lítt þekktra listamanna skapi fijóan vett- vang. Ólíkum áherslum er teflt saman þar sem sameiginlegt markmið er myndræn tjáning,“ segir Hannes. „Erfítt er að meta hvort árangurinn er slæmur eða góður, enda er það hið raunverulega vandamál áhorfandans, en burtséð frá því má fullyrða að listamennirnir eru allir að tjá sig með heiðarlegum og sem fyllstum hætti. Svona eru myndlistamenn að tjá sig í dag.“ Fischli & Weiss og Thomas Hiiber á Listasafni íslands Á Listasafni íslands opna tvær sýningar þriggja svissneskra listamanna þann 23. ágúst n.k. Sýning myndlistartvíeykisins Peter Fischli og David Weiss og sýning á verkum Thomasar Hubers. Fischli og Weiss eru vel þekktir myndlistarmenn í Evrópu jafnt sem vestanhafs. Þeir hafa áður haldið sýningu hérlendis fyrir 15 árum en verkin sem þeir sýna nú munu vera áþekk verkun- um sem þeir sýndu sem fulltrúar þjóðar sinnar á síðasta Biennal í Feneyjum. Verk þeirra má kenna við ofurraunsæi. Umbúðir og rusl er unnið í plast á afar raunsæjan hátt sem síðan eru sett fram sem skúlptúr- ar. Thomas Hiiber lítur á málverkið sem eins konar sýndarveruleika, að mynd sé ekki hlutur heldur staður. Uppruni lista- verksins og afdrif þess eru honum hugleik- in og hann á sér þá háleitu hugsjón að list- in geti átt þátt í að breyta lífi fólks. Það er myndlistarmaðurinn Helgi Þorgils Frið- jónsson sem hefur milligöngu um komu listamannanna hingað til lands en hann kemur einnig að skipulagningu námskeiðs eða sumarháskóla, „Seminar on Art,“ sem markar lok ON Iceland 1997 og unnið er í samvinnu við Myndlista- og Handíðaskóla íslands og Háskóla íslands. Á Kjarvalsstöðum verður sýning á verk- um Vestur-íslenska myndlistamannsins Arni Haraldssonar og bandaríkjamannsins David Askevold. Arni vinnur með miðil ljós- myndarinnar en David er af fyrstu kynslóð bandarískra hugmyndalistamanna og vinn- ur með texta, ljósmyndir og á myndbönd. Sýningin á Kjarvalsstöðum hefst 16. ágúst. ÚR myndbandsverki Hafdísar Helgadóttur sem sýnt verður síðustu sýningarhelgina í Nýlistasafninu, 9. ágúst nk. HLYNUR Hallsson sýnir myndbandsverk í Nýlistasafninu um helgina. Sama dag opnar sýning á verkum Robins Pecks í Gallerí 20 fermetrar. Peck er kana- dískur myndlistarmaður og rithöfundur sem þekktur er fyrir greinaskrif sín og mynd- listagagnrýni. Hann er jafnframt einn af fyrirlesurum sumarháskólans. Myndlist hans er unnin út frá jarðfræði og stein- gervingum og viðfangsefnið er saga jarðar- innar. Þá opnar í Norræna Húsinu, þann 23. ágúst, sýningar dönsku myndlistakon- unnar Elle-Mia Hansen, Urs Liithi frá Sviss og James Grahams frá Kanada. Elle-Mia Hansen vakti athygli í heimalandi sínu fyrir verk unnið með leisergeislum sem hún gerði árið 1995 og kallaði Friðarskúlptúr. Urs Liithi er einn brautryðjandi ljósmyndalistar- innar og sýnir hér gríðarstórt verk samsett úr fíölda ljósmynda. James Graham tilheyrir yngri kynslóð kanadískra listamanna og vinnur samkvæmt póst-módernískri kerfís- greiningu í myndsköpun sinni og málverk hans fela í sér sögulegar tilvísanir. Fjöldi alþjóólegra listamanna í Nýlistarsafninu um helgina verða verk eftir Anneé Olofsson, Birgit Johnsen og Hanne Nielsen, Helgu Óskarsdóttur, Krist- rúnu Gunnarsdóttur, Ráðhildi Ingadóttur, Takeshi Kagami, Malin Hillberg, Martin Nordström, Steingrím Eyfjörð Kristmunds- son, Arnfínn R. Einarsson og Tómas Ponzi, Jaqueline H. To og Kristinn G. Harðarsson. Gjörninga flytja Asta Nilsson-Rawdan, Hlynur Hallsson, G. R. Lúðvíksson, Simina Astilean og Dorinel Marc, Rune Fjord Jenss- en og gjörningahópurinn ne + plus ultra sem einnig verður í MÍR salnum auk þeirra Hildar Jónsdóttur og Valborgar Salóme Ingólfsdóttur. Sýningar í Nýlistasafninu og í MÍR-saln- um verða aðeins opnar um helgar en þeim líkur sunnudaginn 10. ágúst. Ein undan- tekning mun þó vera gerð þriðjudaginn 29. júlí þegar írski listamaðurinn Alaster Mac- Lennan flytur 12 tíma langan gerning í Nýlistasafninu. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ 1997 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ1997 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.