Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 12
FARVEGIR ÞEIRRA SEM ERU ÖÐRUVÍSI VI OFVIRKNI EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON ÞEKKT teiknimyndapersóna, Denni dæmalausi, er áreiðanlega ofvirkur. OHLUTBUNDIÐ borg- arumhverfið getur af sér misþroska ein- staklinga á öllum aldri, fólk sem skarar fram úr á einu sviði en er svo á öðrum mikilvægum sviðum mannlegra þarfa eins og ósyndur maður í vatni. Misþroskinn er talinn vandamál barna en jafnvel kostur í fari fullorðins manns. Þetta er ein af mörgum mótsögnum nútíma- þjóðfélags sem gert er lítið úr enda á það þrifnað sinn að miklu leyti undir mótsögnum af þessari stærðargráðu. Við borgaralegar aðstæður kann barni að lærast að beita sér á ákveðnum þröngt af- mörkuðum sviðum af þvflíku tillitsleysi við upprunalegar þarfir sínar að þær ná ekki lágmarksþroska. í stað þess að sjá mál frá fleiri en einni hlið, læra að vinsa úr reynsl- unni með fyrirhafnarlitlum hætti og því næst stjóma úrvalinu í góðu jafnvægi bera skiln- ingarvitin margskonar boð með óhóflegum hætti og viðbrögðin verða í samræmi við það, ör og óhófleg. Ofvirk eins og það er kallað. Venjur verða við svo búið hendingar- og mglkenndar vegna þess að yfirsýn skort- ir og þar með meiningu með öllu saman. Kvíði er vitund um vanmátt til að stjóma aðstæðum sínum. Kvíði er því algeng tilfinn- ing með þeim jafnvægislausa, þeim ofvirka. Þeim sem sér ofsjónum yfír aðstæðum sínum af einhveijum ástæðum og hvort sem er af raunverulegu eða eingöngu ímynduðu tilefni. Hann byggir upp hömlur, spennu, vegna slíks ofboðs, sem svo setur svip á far hans allt. i leit aó farvegi Denni dæmalausi er áreiðanlega ofvirkur. Ólátabelgir fá núorðið þessa einkunn. Og slík- ur óhemjuskapur, bestíulæti, óþekkt, sem ekki ber nein merki samstarfs eða friðarvilja, er rakin til efnafræðilegra orsaka. Árið 1915 gekk heilabólgufaraldur yfir Bandaríkin. Margir þeirra sem sýktust þá lifðu veikina af en h'iutu varanlegan heila- skaða. Ummerkin reyndust í mörgum dæm- um hin sömu og í þeim tilfellum sem við kennum við ofvirkni. Af þessu sögulega til- efni var tekið að kalla slík hegðunarafbrigði „Minimal Brain Damage", oftast einkennd með skammstöfuninni MBD, og þar með rekja þau til minniháttar heilaskemmda. Við með- höndlun á hegðunarvandkvæðum af þessu tagi notast menn við skammstöfunina til að sérkenna viðfangsefnið þótt sennilega sé eng- inn fótur fyrir því að heilaskaði liggi að baki ofvirkni yfírleitt þótt svo sé í einstöku tilfell- um. Talað var um óþekkt fyrr á tíð og stund- um refsað fyrir, en viðbrögðin eru önnur við sömu hegðunarvandkvæðum samkvæmt hinu nýja orðalagi. Lyfjagjafir. Sama uppeldisfræði gerir ráð fýrir því að námsþroski hljóti að vera samstiga leikræn- um þroska. Bam sem ekki tekur þátt í algeng- ustu leikjum getur verið heilbrigt að öllu leyti en slíkir lifnaðarhættir eru taldir leiða til þroskatruflana og þar með námsörðugleika. Þannig er leiðsögn að hóplyndi og hlýðni við stjómanda hópsins falin í nafnagaldri sem á að heita lýsandi en er leiðandi og með miklum takmörkunum. Einkenni ofvirkni era sögð: 1) Einbeitingarskortur. 2) Óeirð. 3) Athyglisbrestur. 4) Ómarkviss athafnasemi. 5) Afbrigðilegt málfar. Sé hægt að lýsa hegðun um ákveðið tíma- bil með meirihluta þessara auðkenna er talið að um ofvirkni sé að ræða. Þessi fræði draga upp vægast sagt villandi mynd af þeim bág- ræka. í nemendahópi era alltaf einhveijir sem strax á unglings- eða jafnvel bemskuárum líta út eins og miðaldra menn og sýna lítil merki um þörf fýrir bamaleiki. Þeir hinir sömu verða svo með tímanum að starfsmönn- um safna, og jafnvel að virðulegum embættis- mönnum með háar prófgráður, meira að segja sumir að þingmönnum og ráðherram og þó alla tíð eins í útliti og háttum og á bemskuár- unum. Slíkum manngerðum kann að fara fækkandi með hveiju ári af kennslufræðileg- um ástæðum en voru algengar meðal nem- enda Menntaskólans í Reykjavík. Það er miklu nær lagi að ætla um þessa manngerð, svo áhrifarík sem hún hefur verið meðal embætt- ismanna og reyndar sérfræðinga, að alltum- lykjandi námsgetan hafí fyrir vikið orðið þrá- hyggjukenndari og sérhæfðari en ekki hitt að hún hafi minnkað. Man ekki einhver eftir dæmigerðum kúr- ista? Fræðin um misþroska og ofvirkni bera þess merki að vera samin af slíku fólki; sá sem ekki reynist jafn yfírvegaður og fræðar- inn sjálfur hlýtur kenniheitin. En lífið er ekki yfírveguð skynsemi heldur flaumur sem leitar sér farvegar — jafnt líf sérfræðinga sem annarra. Meðan ósamræmi er milli þessa tvenns, flaums og farvegar, má búast við hömlulausri hegðun af heilbrigðu og eðlilegu tilefni eins og hver maður ætti að geta séð opnum augum. Heilagar kýr Ef samskipti manns og umhverfis eiga að vera eitthvað umfram glundroðann einn verð- ur hegðunarmynstur hans að svara til nær- staddra. Það er því augljóst að margskonar vandkvæði geta leitt af hvoru tveggja, ósam- ræmi milli þroskaþátta í fari einstaklingsins sjálfs og á hinn bóginn milli þeirrar hegðun- ar sem honum er tömust og aðstæðna hans. Ósamræmi sem kann að koma fram þótt hann hafí tekið út eðlilegan þroska miðað við aðstæður sem honum era tamari. Heimóttarskapur, fálæti, eða á hinn bóginn órósemi, ómarkviss hegðun geta átt sér margskonar óskyld tilefni þótt lýsi sér á einn veg. Allir menn tjá sig með líkamanum jafn- hliða orðum, ekki síst böm. En þó helst sá sem ekki fínnur sér stað með viðeigandi hætti meðal þeirra sem hann verður að um- gangast, t.d. meðal skólafélaga og frammi fyrir kennara. Viðleitnin til að fínna sér hlut- verk getur vel borið þess merki að viðkom- andi sé virkur um of. Látæðið er glundroða- kennt, tætingslegt. Hvað sem því líður er langsótt að tala um heilaskemmdir í því sam- bandi, M(inimal) B(rain) D(amage). Líklegri skýring er að sá sem kallaður er ofvirkur hafi af sálrænum og sögulegum ástæðum ekki forsendur fyrir þeirri hegðun sem ætlast er til af honum, t.d. vegna þess að hann er langt að kominn. Ef skýringin á hegðunarafbrigðum hans er ekki heimska þess heima alda er jafn líklegt að þeir þætt- ir skapgerðar þess ofvirka, sem stuðla eiga að misfellulausum samskiptum, séu ekki nógu samstiga; fíókið félagslíf, eins og nútímans oftast er, sé því ekki við hæfí hans. Þar sem mannleg samskipti frá einni stund til annarr- ar byggjast yfírleitt á samræmingu flókinna hegðunarmynstra getur margt farið úrskeið- is. Margskonar vandkvæði geta orðið til að hæfilegur þroski náist ekki áreynslulaust. Einstaklingurinn getur þó verið stálheilbrigð- ur þrátt fyrir vandkvæðin og bernsku sína — a.m.k. jafn heilbrigður og hver annar mis- þroska fullorðinn maður. Heimilisaðstæður barns geta verið mjög frábragðnar því sem almennt gerist þótt ekki þurfi í sjálfu sér að vera slæmar. Hinar al- gengari aðstæður reynast því sumpart fram- andi en að öðru leyti er fæmin umfram meðal- lag; niðurstaðan af þessu ósamræmi verður svo að talið er að um misþroska sé að ræða. Einnig getur verið að aðstæður séu af verra taginu, þær gefí tilefni til tortryggni í við- móti, mjög einhæfrar eða mótasagnakenndr- ar hegðunar, vantrúar á sjálfan sig og samfé- lagið. Af þessu ástandi öllu leiðir að snúa verður siðunum á haus til að bamið læri; þar með greinast öfgar og ósamræmi í hegðun þess og niðurstaðan verður hin sama og við hin heilbrigðari skilyrði, að bamið telst líf- fræðilega afbrigðilegt. Jafnlíklegt og að heimilisaðstæður svari ekki lágmarkskröfum um þroska er hitt að ósamræmi ríki milli upplags og skapgerðar einstaklingsins sem alltaf er að töluverðu leyti áunnin eins og komið hefur verið inn á. Þriðji þátturinn, hinn félagslegi, kann svo að vera í ósamræmi við fyrmefnd einkenni. Líkurnar fyrir þessu sundurlyndi öllu eru auðvitað að sama skapi meiri sem einstakling- urinn er að upplagi ólíkari því sem gerist og gengur. Hitt er jafn líklegt að maður sem hefur að upplagi alla burði til að verða venju- legur þjóðfélagsþegn, á sama spori og þorr- inn, mótist í samræmi við einhæfar heimilis- og félagsaðstæður, fái einkenni misþroska vegna leiðsagnar um miður gagnleg svið ein og sýni merki um ofvirkni vegna þess að vamir hans, sikti reynslunnar, fái ekki á sig samræmda mynd heldur hleypi ýmist öllu að honum eða engu. Á heimili hans vantar helstu þætti sem fleytt geti markvisst víðfeðmum einstaklingsþroska þótt hvorki vanti næringu né húsaskjól og jafnvel ekki góðlátlegt við- mót. Vaxandi einhæfni gætir í nútíma fjöl- skyldulífí með hruni stórfjölskyldunnar, auk- inni hlutdeild konunnar á vinnumarkaðinum og aukinni fyrirferð tækja eins og sjónvarps í barnauppeldi. Foreldrarnir snúa alltaf sömu hlið að bömum sínum og eru sjálfir mjög háðir hegðunarmynstram sem gera ekki ráð fyrir þroskavænlegum samskiptum við böm, t.d. vegna atvinnu beggja. Fyrirmyndir af skjánum og úr kvikmyndum reynast einnig í meira lagi einhæfar, t.d. drengjum sem mest umgangast móður sína og kvenkyns fóstru- og kennaralið. Verst eru þeir þó stadd- ir sem að upplagi era verulega frábrugðnir meðaljóni og meðaljónu ef þeir hafa ekkert annað til að miða við en kvikmyndir því á þeim vettvangi er sérstæði langoftast lagt út á verri veginn; í bíó eru þeir góðu hver öðram líkir en hinir vondu því sérstæðari sem þeir reynast illvígari. Misþroska kann af þessum ástæðum og öðram að leiða af því einu að á mótunarárun- um fyrirfínnst engin samsvöran í umhverfinu við helstu skapgerðareinkenni þess sem mis- þroska er talinn, hvorki í samskiptum við annað fólk né frá afþreyingariðnaðinum. Slík- um börnum hættir til að rangtúlka skapgerð sína, drauma og þrár. Vegna skorts á hæfum fyrirmyndum koma þau sér upp hegðunar- mynstram sem era óæskileg fyrir þau sjálf jafnt sem aðra, lenda í kröggum og eru úr- skurðuð mannlífsafbrigði. Minnumst þess að getan til að tjá sig skilj- anlega byggist ekki á neinni einni heilastöð eða einum hæfíleika manns heldur samræm- ingu sumra af helstu eiginleikum heila og annarra líffæra mannsins (t.d. fara andi og öndun saman eins og orðin segja til um og era háð heilbrigði hvor annars). Sama gildir um alla félagsstarfsemi þótt í mismiklum mæli sé; hegðunarmynstrin, sem hún hvílir á, era margrætt. Næst lagi er því að ætla að þekking á viðkomandi einstaklingi og umhverfí hans opni helst leiðir fyrir hann til að bæta sér upp hegðunarvandkvæði. Fjölskyldan verður ekki skilin frá einstakl- ingnum ef fínna á sjálfsmynd og skapgerðar- einkenni samkvæmt hinni fomu leiðsögn hefðanna. En fjölskyldan er hin heilaga kýr borgaraþjóðfélagsins og því úr vöndu að ráða, jafnvel svo að gripið er til markleysutals við greiningu á afbrigðum fremur en að halda sig að kjarna málsins. Einslaklingurinn og ef naf raedin Við greiningu á ofvirkni er barn sem ekki sýnir af sér lámarks nýtni á orku við athafn- ir sínar talið afbrigðilegt og lýtalaus hegðun fullorðins fólks þá talin hið eina gilda við- mið. Fumkenndri leit barnsins að einhveiju forvitnilegra en fyrir því liggur hveiju sinni er kallað ofvirkni með athyglisbresti og sér- kennt enn frekar með XIZ/YCC/ZZX eða ámóta skiljanlegum samsetningi. Hvað sem slíkri viðleitni líður til að sjá hina fullorðnu í bömunum er heilbrigt að vera misþroska þegar maður er bam en miklu síður þegar maður er fullorðinn. Sum börn taka þroskann út í stökkum, önnur með hægðinni, sum skara fram úr jafnöldrum sín- um á ákveðnu sviði, jafnvel þótt enginn hafí lagt að þeim að gera það, en eru á eftir á öðram sviðum og samt er ekkert að. Allra síst ættu menn að vera að gaufa í efnafræði þótt krakki kunni að reynast skrít- inn við fyrstu kynni. En það er gert. í skjóli þeirrar klisju, sem skammstöfunin verður, er rannsóknin takmörkuð við efnafræðileg ummerki hegðunarvandkvæða þótt ekki sé meiri tíðindi að finna megi efnasambönd að baki atferli en að hægt er að stafsetja orð. Minna má það ekki vera, svo vit sé í, en ætla manni sögulega merkingu. Sá sem held- ur sig baksviðs í leikhúsi sér ekki það sem málið snýst um. Markviss athafnasemi er af augljósum ástæðum fremur á færi fullorðinna en barna. Að sama skapi er ástæða til að ætla að ómark- viss athafnasemi bama eigi sér eðlilegar skýr- ingar. Böm eru oft viss í sinni sök, einkum þau sem hafa líflegt ímyndunarafl, og þau leitast við af þaðan af minni fyrirhyggju að ná markmiðum sínum, enda gerir ekkert nema endurtekning, þjálfun, menn hófstillta og fyrir- hyggjusama. Slík þjálfum tekur langan tíma og kemur efnafræði ekki við. Helsta tilefni þess að ætla að um ofvirkni sé að ræða er ágreiningur við börn á heimil- um og í skólum. Greiningin er vafalaust rétt og jafnvel líka rökrétt að stytta sér leið til efnafræðinnar og lyfjagjafa í framhaldi af því. En orsökin fyrir þessari hegðun er þó líklega einkum þröngsýni uppalenda frammi fyrir náttúrlegum þroskaþörfum barnsins sem öðram staðreyndum mannlífsins. Þær þarfir eru ekki viðurkenndar vegna þess að upp- alendum hefur tekist að afneita kirfílega hin- um sömu þörfum í eigin fari. Höfundur er rithöfundur 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.