Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 4
SÉRA EIRÍKUR Á VOGSÓSUM SÉRA Eiríkur Magnússon varð eftirmaður séra Gríms Ingi- mundarsonar að Strönd, en með búsetu að Vogsósum. Um hann þyrlaðist upp mikið mold- viðri þjóðsagna, sem erfitt verður að kveða niður, eftir hina greiðu leið á þrykki til neytenda á vamingi af þessari tegund. Séra Eiríkur Magnússon var fæddur 1638, sonur Magnúsar Eiríkssonar lögréttumanns að Njarðvíkum í Gullbringusýslu og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur bónda í Reykjavík á Seltjarnarnesi, Oddssonar. Yngri bróðir séra Eiríks var Jón Magnússon lögréttumaður að Marteinstungu í Holtum fæddur 1642. Afi þeirra var Eiríkur Magnússon lögréttumaður að Djúpadal í Skagafirði fæddur um 1575. En langafi hans var Jón Arason skáld og bisk- up að Hólum í Hjaltadal fæddur 1484. Séra Eiríkur á Vogsósum var því í beinan karllegg frá Jóni biskupi Arasyni kominn. Öllum ber saman um að séra Eiríkur hafi frá unga aldri alist upp og lært undir Skál- holtsskóla hjá séra Jóni Daðasyni í Arnarbæli Ölfusi. En hann var hálfbróðir séra Halldórs Daðasonar prófasts í Hruna. Þeir voru synir EFTIR KONRÁÐ BJARNASON Séra Eiríkur hefur oróió þjóósagnapersóna en vió nánari athugun séstekki sá „Vogsósa-Eiríkur“ sem fáfróð a Iþýóa og sumir menntamenn hafa lyft á stall. Líklega er það vegna þess að í rauninni var hann hógvær, vammlaus og innhverfur í einkalífi sínu, ókvæntur og barnlaus. Jóns og yfirdrottnun þeirra vegna hefðu efit óvináttu í hans garð, því mjög var kæra þessi í mótsögn við það sem fram kemur í kveðskap hans „Draumgeislað", svo sem í sjöunda versi: Andskotinn fer með flærðarráð, fær hann því mörgum manni náð með vondum vélaslæðum, af þvi þeir bila að búa sig, brynja þar fyrir vil ég mig í guðs sonar góðum klæðum; það er bæn, trú og bezta von að biðja jafnan góðan guðs son, sem hátt situr á himna trón (hásæti Krists). Séra Jón Daðason varð bráðkvaddur á tún- inu í Arnarbæli 13. janúar 1676, þá sjötugur Daða silfursmiðs og lögréttumanns að Staðar- felli á Fellsströnd. Séra Jón Daðason í Amarbæli var maður vel að sér, lögvís, náttúrufróður, búhöldur góð- ur og eignaðist fjölda jarða. En hann var hald- in þeim veikleika margra sautjándu-ald- armanna, að hægt væri að virkja ill öfl og senda þau óvildarmönnum. Þetta kom berlega fram, þegar séra Jón bar fram kæru á Bakk- arholtsþingi 21. júní 1673 fyrir sýslumann Jón Vigfússon (eldra) þess efnis að hann krafðist sóknar og lagadóms á hendur ónafngreindum óvinum sínum, er hefðu í mörg ár valdið sér og sínum skaða af galdra völdum. En sýslumað- ur og meðdómsmenn hans tóku kærunni með gætni og stillingu, er leiddi til þess að málið féll niður og þar með einu galdramáli færra. Hér mætti ætla að jaðeignarárátta séra að aldri. Eiríkur Magnússon er tvítugur í Skálholts- t skóla þegar hann 21. nóvember 1658, er undir- skriftarvottur í jarðakaupabók Brynjólfs bisk- ups. Hann hefur lokið námi sínu í Skálholts- skóla og kominn heim að Arnarbæli þegar hann er undirskirftarvottur í Kaldaðarnesi 26. júní 1664 og heima í Arnarbæli 3. maí 1665. Á næsta ári kynnumst við Eiríki Magnússyni nánar í fallega skrifaðri og samdri veðtrygg- 4 LESBÓK MORGUNBtAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.