Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1997, Blaðsíða 10
NÝIDALUR til vesturs. YFIR SANDINN. ANNAR HLUTI GAMANIÐ KÁRNAR ÓTT menn þekktu leiðina yfir Sprengisand voru stór svæði til beggja handa með öllu ókunn, þar á meðal svæðið umhverfis Tungnafellsjökul, sem Norðlendingar kölluðu Fljótsjökul. Tómacarhagi eg Nýldalor Eins og fyrr segir er Sprengisandur gróð- ursnauður að kalla. Þó má finna nokkum smágróður með lænum og kvíslum. Einna stærsta, gróna svæðið er Tómasarhagi vestan undir Tungnafellsjökli. Nafnið er þannig til komið að haustið 1835 var séra Tómas Sæ- mundsson, prestur á Breiðabólstað í Fljótshlíð og best þekktur sem einn Fjölnismanna, á ferð suður Sprengisand. Hafði hann riðið norð- ur að Garði í Aðaldal til að hitta unnustu sína. Þegar upp á sandinn kom villtist hann í dimm- viðri og vissi ekki hvert hann fór. Skyndilega stoppuðu hestamir og fóm að b!ta. Var þá ákveðið að bíða átekta uns birti til og komust þeir þá aftur á rétta leið. Þegar Jónas Hall- grímsson frétti af þessari ferð vinar síns orti hann: Tindrar úr Tungnafellsjökli Tómasarhagi þar algrænn á eyðisöndum er einn til fróunar. Þannig mun nafnið tilkomið. Nýidalur er suð-vestan undir Tungnafells- jökli. Líklegt er að menn hafi ekki vitað um hann fyrr en haustið 1845. Sigurður Gunnars- son prestur á Hallormsstað ritaði um fund dalsins í blaðið Norðanfara árið 1876 og birti með grein sinni bréf Þórlinds Sturlusonar á Rauðá ritað 6. desember 1846. Þórlindur seg- ir svo: „Eftir tilmælum yðar klóra ég yður línur til að segja yður frá að nú í haust sem leið fór ég aftur að vitja um plássið sem við fund- um í fyrrahaust fram með Fljótsjöklinum (þ.e. Tungnafellsjökli). Við höfðum gmn á að þar væri dalur fram og inn í jökulinn, sem óveðr- ið sem kom orsakaði að við gátum ekki kann- að hann. Nú fengum við bjart og gott veður, fundum dalinn og gátum kannað hann til enda... Dalurinn er með sléttum eyrum niður um sig, grasi vöxnum og dalhlíðin jökulmegin mikið há og öll grasivaxin upp að klettum, sem voru efst í henni. Dalurinn var mikið fallegur og góður vegur eftir honum. Við byrj- uðum að nóni og riðum léttan fram í botn á honum og náðum aftur út í hann miðjan og vorum þar um nóttina. Voru þar nógar hvann- arætur og njólar, fremur snöggt fyrir hesta til lengdar, en merkilegir fjárhagar... Dalur- inn snýr til hásuðurs eftir kompás, sem okkur líka sýndist, þegar við vorum í dalnum. Ekki fundum við neinar líkur til þess að nokkrir menn hefðu í dalnum verið. Góðviðrasamt held ég að þar sé í dalnum, en byljasamt mun þar vera, þar við sáum að veðrið hafði brotið upp njólavendi og fleygt þeim langt til. Ekki fundum við nema tvö lömb í dalnum og fjögur í plássinu sem við fundum í fyrra. Og 14 lambabein fundum við á leið okkar, sem votta það, að þangað hafa lömb runnið árlega og lifað þar framá vetur, þangað til áfreðar eða kannske snjóþyngsli gjöra jarðlaust svo skepn- ur lifa þar ekki af. Þar er hvorki skógur né melland. Nú hef ég sagt yður það sem ég get í fljótu máli um þennan dal.“ Hér segir f rá göngumönnum Svo segir í Þjóðsögum Jóns Árnasonar: „Starkaðsver heitir á framanverðum Gnúp- veijaafrétti og stendur stór steinn einstakur í verinu og heitir Starkaðssteinn. Er sagt að nafnið sér svo til orðið að Starkaður hefir maður heitið frá Stóruvöllum í Bárðardal, er hafi átt unnustu sumir segja á Stóranúpi, sumir í Þrándarholti í Gnúpverjahrepp. Einu sinni sem oftar fór hann að finna hana en varð úti sökum illviðurs og þreytu í verinu undir steininum, alveg á réttum vegi. Um sama leyti dreymdi heitmey hans, að Starkað- ur sinn kæmi til sín og kvæði: EFTIR TÓMAS EINARSSON Sprengisandsleió fóru menn áóur fyrr ýmist ríó- andi, gangandi eóa á skíóum. Mörgum varó feróin auósótt, en oft lentu menn í hrakningum og villum. Og sumir náóu aldrei í áfangastaó. . Starkaöamr- , . f V .,S,6„núpur tBM L~.--------iS., L Hofsjökull 0 5 10 15 km Trölla- dyngja 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚLÍ 1997 i-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.