Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 2
SKÁLDSAGNAJÓL BÓKAÚTGEFENDUR eru í óða önn að undirbúa haust- og jólabókaútgáfuna. Eftir því sem blaðamaður heyrir best verða þetta skáldsagnajól eins og á síðasta ári. Forleggjarar eru enn þöglir um útgáfubæk- ur sínar en heyrst hefur af ýmsum mjög spennandi verkum sem væntanleg eru á markað með haustinu. Fjögur ár eru liðin síðan Einar Már Guð- mundsson sendi frá sér síðustu skáldsögu sína, verðlaunabókina Engla alheimsins, en nú geta lesendur átt von á að ný skáldsaga komi frá honum en hún ku vera saga um lífið í Vesturbæ Reykjavíkur fyrr á þessari öld. Einnig stendur til að nýjar skáldsögur komi úr smiðjum þeirra Steinunnar Sig- urðardóttur, Thors Vilhjálmssonar, Kristín- ar Maiju Baldursdóttur, Kristínar Ómars- dóttur, Vilborgar Davíðsdóttur og Rögnu Sigurðardóttur. Allir eru þessir höfundar hjá Máli og menningu en þaðan geta lesend- ur einnig átt von á smásögum frá Gyrði Elíassyni og sonnettusafni frá Kristjáni Einar Már Marcel Gabriel García Guðmundsson Proust Márquez Þórði Hrafnssyni í fagurbókmenntaflokkn- um. Af ljóðabókum er annars lítið að frétta. Prowst 09 Garcia Márquez Af þýddum bókum ber fyrst að nefna að Pétur Gunnarsson er að þýða skáldsögu franska rithöfundarins Marcel Proust, Á la recherche du temps perdu, sem talin er ein merkasta skáldsaga þessarar aldar. Skáld- sagan byggir á ævi Proust og er í fjórtán hlutum. Það er Bjartur sem gefur þýðingu Péturs út og stefnt er að því að fyrsta bók hennar komi út nú í haust. Einnig er von á nýjustu bók Gabriel García Márquez, Fréttir af mannráni (Notic- ia de un Secuestro) en hún fjallar um glæpa- öldina, sem ríkt hefur í heimalandi höfund- arins, Kólombíu, síðastliðin ár þar sem eitur- lyfjabarónar hafa ráðið lögum og lofum. Bókin kemur út hjá Máli og menningu. Hörpuútgáfan gefur út þýðingar Jóhanns Hjálmarssonar og Matthíasar Johannessen á úrvali ljóða norska skáldsins Knut 0degárd sem nefnist Vindar í Raumsdal. Hjá Vöku-Helgafelli er von á þýðingu á skáldsögu hollenska rithöfundarins Harry Mulisch sem nefnist á íslensku Tilræðið. Þaðan er einnig að vænta þýðingar á bók eftir Amy Tan og nýjustu skáldsögu írans Roddy Doyle, The Woman who Walked into Doors, en hann er höfundur bókanna The Commitments, Snapper og The Van, sem eins og kunnugt er hafa verið kvikmyndað- ar. MorgunblaðiÓ/Arnaldur FRÁ sýningunni Landslag í ýmsum myndum í Hafnarborg. Rýnt í landslagið Tal án orða ALÞJÓÐLEGRI geminga- og mynd- bandahátíð, ON Iceland, verður fram haldið um helgina í Nýlistasafninu og MÍR-salnum við Vatnsstíg. í dag kl. 17 ætlar norski myndlistamað- urinn Kurt Johannessen að flytja gerning í Gryfju Ný- listasafnsins. Kurt stundaði um tíma nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og hefur auk þess staðið fyrir námskeiðum við skólann ásamt félaga sínum Jorgen Knudsen, hljóðlistamanni. Kurt er þekktastur fyrir ljóðræna gerninga sína en auk þess vinnur hann innsetningar 0g bók- verk. Kurt lýsir gerningi sínum sem n.k. sam- ræðu við náttúruna. Hann er ekki tilbúinn til að greina náið frá verkinu fyrirfram en segir þó að hann ætli að nota íslenskt hraun sem er ávalt í lögun vegna legu í vatni. Verkið hefst rólega, líkt og dagrenning, en síðan snýst það upp í öra andstæðu upphafs- ins. Kurt segir verkið öðrum þræði fjalla um þessar andstæður. „Undir gerningnum heyrast hljóð, n.k. tal en án orða. Ég nota gjarnan ýmis hljóð í gemingum mínum og flyt eigin ljóð. Ég held að það sé vegna ljóða- gerðarinnar sem listform gerningsins hentar mér vel,“ segir Kurt. Hann segir að þar til fyrir tveimur árum hafi fáir norskir listamenn fengist við gem- inga en vegur listformsins fari ört vaxandi og ungt myndlistafólk vinni nú gjarnan að gerningum. „Það er erfitt að lýsa því hvem- ig á uppsveiflunni stendur nema á þann hátt að það er ákveðin stemming í samtíma- myndlist sem kallar á þennan tjáninga- máta,“ segir Kurt. 10. aldar verk falsað? New York. The Daily Tele^raph. EITT þekktasta og verðmætasta kínverska listaverkið, utan Asíu, hefur verið lýst falsað af virtum sérfræðingi í listasögu. Um er að ræða bókrollu frá tíundu öld sem hefur að geyma eina elstu landslagsmynd í heimi. Er hún nú til sýnis í Kínagalleríinu í Metro- politansafninu í New York. Verkið hefur þótt jafnast á við Monu Lisu að gæðum og eru safnverðir á Metropolitan sannfærðir um að það sé ekta, segja efna- greiningu á málningunni sanna að það hafi verið málað fyrir tæpu árþúsundi. Hins veg- ar hefur tímaritið New Yorker lýst því yfir að að verkið kunni að vera nútímafölsun. Styður James Cahill, prófessor í listasögu við háskólann í Kaliforníu, þessa kenningu en hann segir útilokað að verkið sé frá 10. öld. Til þess sé það of ógreinilegt og pensil- förin of gróf. LANDSLAG í ýmsum myndum er yfir- skrift þriggja sýninga úr safni Hafnar- borgar sem verða opnaðar í dag. í Aðalsal verða sýnd Iandslagsmálverk eftir marga af þekktustu listmálurum þjóðarinnar. Meðal þeirra sem verk eiga á sýningunni eru Jóhannes Kjarval, Ásgrímur Jónsson, Sveinn Þórarinsson og Gísli Jónsson. I Sverrissal verður sýning á völdum verkum eftir Eirík Smith frá árunum 1959 til 1962. Myndirnar eru úr stórri gjöf eigin verka sem Eiríkur færði safninu árið 1991.1 kaffistofu er sýning á tré- og dúkristum eftir Gunnar Á. Hjaltason, en í safni Hafn- arborgar eru á níunda tug verka sem lista- maðurinn hefur ánafnað safninu. Landslag er meginviðfangsefni allra sýninganna og af þeim má glöggt sjá hversu ólíkum tökum íslenskir listamenn hafa tekið landslagið á ýmsum tímum. Jón Proppé, sýningarstjóri, segir sýn- ingu á hefðbundnari landslagsmálverkum í Aðalsal sýna styrk landslagshefðarinnar og áhrif erlendra liststefna á íslenska málara. „Áhrifin í elstu myndunum eru frá 19. aldar landslagsmálverkinu í Evr- ópu og eftir því sem nær dregur nútiman- um gætir sífellt meir áhrifa expression- isma sem Ieiðir til hálf-abstrakt mynda,“ segir Jón. Myndirnar á sýningunni á verkum Eiríks Smith í Sverrissal eru flestar frá árunum 1960-’61. „Þetta eru mjög abstrakt verk en sækja þó innblástur til náttúrunnar," segir Jón. „Eiríkur hefur gefið Hafnarborg hátt í 500 myndir. Myndirnar sem við sýnum nú eru frá mjög þröngu tímabili og sumar þeirra hafa ekki verið sýndar áður. Myndirnar sýna nyög skemmtilegt tímabil þegar ís- lenskir málarar eru að losa sig frá geó- metríunni og strangri hugmyndafræði sem henni tengdist og færa sig til expressívs málverks." Jón segir myndir Eiríks dæmigerðar fyrir það þegar yngri málarar fara að taka aftur á landslaginu. Þar verði til ný hefð náttúru-abstraktsjón- ar sem tekur við af gamla landslagsmál- verkinu. Gunnar Á. Hjaltason er hafnfirskur málari fæddur árið 1920. Hafnarborg hefur fengið að gjöf nánast heilt safn dúk- og trérista listamannsins og mikið af þeim eru landslagsmyndir. Jón segir teikninguna mjög tæra og einfalda en markvissa. Listamaðurinn hefur gott vald yfir tækninni og Gunnar fangar grunn- drætti Iandslagsins af innsæi. Verkin varpa ljósi á enn eina hefð landslagsins sem er teikningin. Kurt Johannessen MENNING LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Þjóðminjasafn Islands Sýningin Kirkja og kirkjuskrúð, miðalda- kirkjan í Noregi og á íslandi. Listasafn íslands Sögn í sjón; sýning á verkum sem byggð eru á íslenskum fornritum. Listasafn ASI, Freyjugötu 41 - Ásmundarsalur ívar Valgarðsson sýnir til 24. ágúst. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveins- sonar. Árbæjarsafn í sumar verða sýndar ljósmyndir frá Reykjavík, ásamt ljóðum skálda. Kjarvalsstaðir - Flókagötu íslensk myndlist til 31. ágúst. í Vestursal eru landslagsmálverk frumheijanna og verk abstraktmalara, í miðrými verk eftir listamenn úr SÚM-hópnum og verkið Sci- ence Fiction eftir Erró. í Austursal eru verk yngri máiara. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaða- stræti 74 Sýning á úrvali vatnslitamynda eftir Ás- grím. Norræna húsið - við Hringbraut Sýning á íslensku handverki, Þingborgar- hópurinn sýnir verk sín til 17. ágúst. Verk Guðjóns Bjamasonar til 17. ágúst. Stofnun Arna Magnússonar, Árnagarði v/Suðurgötu Sögn í sjón. Hátíðarsýning handrita, opin daglega kl. 13-17. Þjóðarbókhlaða Island - himnaríki eða helvíti. Sýning út ágúst. Hafnarborg Þijár sýningar í eigu safnsins: í Aðalsal sýnd landslagsmálverk eftir marga af þekktustu listmálara landsins; í Sverrissal valin verk eftir Eirík Smith; í kaffistofu tréristur eftir Gunnar Á. Hjaltason. Sjónarhóll Gunnar Karlsson sýnir til 31. ágúst. Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b MÍR-salurinn, Vatnsstíg 10 „On Iceland" til 10. ágúst. Gallerí Hornið Sissa sýnir ljósmyndir til 20. ágúst. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 19. Kristinn M. Pálma sýnir til 17. ágúst. Stöðlakot Gunnar J. Straumland sýnir til 16. ágúst. Galleríkeðjan Sýnirými Sýnibox: Elsa D. Gísladóttir Gallerí Barmur: Finnur Arnar Arnarson. Listasafn Siguijóns - Laugarnestanga 70 Sumarsýning á völdum verkum Siguijóns. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Sýning á málverkum Tuma Magnússonar. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Fjarvera/nærvera - sýning á verkum Christine Borland, Juliao Sarmento og Kristjáns Guðmundssonar. Hulduhólar, Mosfellsbæ Yfirlitssýning á verkum Sverris Haralds- sonar. Byggðasafn Hafnarfjarðar Undir Hamrinum - Af lífi hafnfirskrar alþýðu til 30. sept. Sjóminjasafn íslands við Vesturgötu Hf. Almenn sýning og sýning á olíumyndum Bjarna Jónssonar. Listaskálinn í Hveragerði Yfirlitssýning á verkum Einars Hákonar- sonar. Norska húsið Stykkishólmi Sýning á verkum R. Weissaves. Opið dag- Sunnudagur 10. ágúst Hallgrímskirkja: Bróðir Clemens Hamber- ger OSB heldur orgeltónl. kl. 20.30. Skálhoitskirkja: Agnethe Christensen, söngvari og Paul Hexbro, pípu- og slag- verksleikari: Maríusöngvar frá miðöldum, kl. 15. Kl. 16.40 flytur Tjarnarkvartettinn íslensk söngverk. Kl. 17 messa með þátt- um úr tónverkum helgarinnar. Þriðjudagur Listasafn Siguijóns Ólafssonar: Tónieikar Ásdísar Amardóttur sellóleikara og Am- alds Amarsonar gítarleikara verða kl. 20.30.__________________________________ LEIKLIST Borgarleikhúsið Hár og Hitt lau. 9. ágúst. Loftkastalinn Veðmálið fös. 15. ágúst. íslenska ópcran Evíta lau. 9., fimm. 14., fös. 15. ágúst. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.