Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 31.tölublaó - 72. árgangur EFNI * Isleninga sögur og þættir koma út í enskri þýðingu í dag hjá útgáfufélaginu Leifi Eiríkssyni. Þetta er í fyrsta skipti sem sögurnar og þættirn- ir eru gefnir út í heild sinni á ensku en verkið er í fimm þykkum bindum. Þröstur Helgason ræddi við útgefanda og ritstjóra verksins sem eru Jóhann Sigurðsson og Viðar Hreinsson og höfund inngangs, Ro- bert Kellogg prófessor við Virginíu- háskóla. Skáldið á Bægisá, séra Jón Þorláksson, vann sér til frægðar að þýða Paradísarmissi Miltons og hjá honum kvað við nýjan tón í ljóða- gerð, sem talinn er hafa markað tímamót. Jón hafði áður verið prestur á Stað í Grunnavík, en missti kjól og kall vegna endurtekinna barneigna, en endurreistur fékk hann nýtt brauð nyrðra. Um Jón á Bægisá skrifar Eyþór Rafn Gissurarson. Kvikmyndir bygðar á efni úr sögu Rómverja með aðal- persónum eins og keisurunum Cládíusi og Sesar og skylmingaþrælnum Spartakusi, voru vinsælar á tímabili ásamt kvikmynd- um, sem byggðar voru á ennþá eldra efni frá Forn-Grikkjum og úr Biblíunni. Stór- myndir af þessu tagi hafa nú ekki verið gerðar í þijá áratugi, segir greinarhöfund- urinn, Jónas Knútsson, en sú síðasta var afskræming á Calígúla keisara í Rómaveldi. Sumartónleikar í Skálholti renna skeið sitt á enda að þessu sinni með tónleikum Tjarnarkvartettsins og Agnethe Christensen söngkonu og Poul Hoxbro í dag. Örlygur Steinn Sigutjónsson hitti tónlistarfólkið að máli i Skálholts- kirkju. Veðmálió er heiti á smásögu eftir Anton Tsekov, sem hér birtist í þýðingu Guðbrands Siglaugs- sonar og þar er óneitanlega veðmál á ferð- inni sem þykir fjarstæðukennt, en Tsekov notar það sem aðferð til að láta söguper- sónu sina komast að niðurstöðu um fánýti alls, sem mönnum þykir mikils virði. Sverrir Haraldsson markaði spor sin i islenska myndlistarsögu með sérstæðri náttúrusýn sinni. Hann lést um aldur fram árið 1985. Sýnishorn úr ævistarfi er heiti yfirlitssýningar á verkum Sverris sem opnar í dag að Hulduhólum í Mosfellssbæ. ANTONIO MACHADO SÓLSETUR Jóhann Hjólmarsson þýddi Nakin er jörðin og sálin ýlfrar við bleikan sjónhring eins og soltin úlfynja. Hvers leitar þú í sólsetrinu, skáld? Ferð beiskju, því að vegurinn er hjartanu þolraun! Vindurinn hélaður og nóttin framundan, og biturð langrar göngu!... Á veginum hvíta stirðnuð tré í sortanum; í fjarlægum hömrum gull og blóð... Kulnuð sól... Hvers leitar þú í sólsetrinu, skáld? TIL GUIOMAR Öll ást er hugsýn; hún ímyndar sér árið, daginn stundina og lagið; ímyndar sér elskandann og hinn elskaða. Ekkert getur læknað ástina, engu skiptir hvort hinn elskaði hafí nokkurn tíma verið til Antonio Mochodo (1875-1939) er eitt af höfuóskáldum spænskra bók- mennta og það skáld sem Spánverjar dá hvaó mest. Machado var lengi frönskukennari í borginni Soria í Kastilíu. Hann studdi lýóræóissinna og hrök- klaöist frá Spáni þegar endalok lýóræðisins blöstu vió, komst naumlega yfir landamærin til Frakklands og dó þar. Forsíóumyndin er af málverki Ottos Bache, Skarphéðinn vegur Þráin, frá árinu 1862. Verkið er í eigu Listasafns íslands. FENDUR FUGLA - OG MANNA RABB YRIR margt löngu kvað Jónas fyrir munn lóunnar svo: „Lof- ið gæsku gjafarans - grænar eru sveitir lands, fagur himin- hringur. - Ég á bú í beijamó, börnin smá í kyrrð og ró heima í hreiðri bíða; mata ég þau af móðurtryggð, maðkinn tíni þrátt um byggð eða flugu fríða.“ Móðurtryggðin er söm með mönnum en flest annað hefur breyst, svo í mann- heimi sem fugla. Nú eru flestir úti að aka og sífellt hraðar. í fersku minni er ungæð- isleg tilraun nokkurra hraðasinna að hækka enn lögbundin hraðamörk á þjóð- vegum. Það telst orðið „sumarfrí“ að fylla bíl sinn af vaffessópé-grillkjöti, kóki, brennivíni og bjór og þeysa síðan á honum í sumarbústaðabyggð stystu leið og á sem mestum hraða. Helst bæði ólöglegum og siðlausum hraða og jafnvel hælast af því við vini. Þá þykir fínast að ganga „lauga- vegi“ landsins í „flís og gort-ex“ eða þreyta esjumaraþon. I flokkum. Og helst með háreysti og íjölmiðlafári. Auðvitað er þetta ekki algilt en alltof algengt. Fórnarlömb asans og ærslanna, auk þjösnanna sjálfra, eru þeir sem leita kyrrðarinnar og fuglarnir. Sem betur fer geta menn fundið kyrrð á íslandi víða, en fuglunum er nauðugur einn kostur; að reyna að lifa af og koma upp ungum sín- um þar sem þeir búa. Það skyggir á ferða- gleðina á sumrin að sjá öll fuglahræin á vegunum. Sjálfur hef ég einu sinni lent í því að drepa stelk með bíl mínum. Þá ók ég vissulega of hratt, nálægt hundraðinu. Það er nefnilega þannig, hvort sem það er tilviljun eða ekki, að löglegur ökuhraði er fuglavænn: á áttatíu km hraða má komast hjá fugladrápi auk þess sem fugl- ar eiga þá meiri möguleika á að komast undan. Annar mikill kostur við að aka á áttatíu (og helst hægar) er sá að þá gefst bæði farþegum og ökumanni kostur á að njóta „grænna sveita og fagurs himin- hrings“ auk þess sem vegkantar, lækir og tjarnir meðfram vegum, mýrar og móar í nánd hafa umbreyst á fáum árum eftir að vegirnir voru klæddir malbiki: nú dafnar blóma- og grasalíf svo undrum sætir og sé grannt skoðað má sjá mó- og vaðfugla sýna listir sínar nánast við veg- fótinn. Víða vex nú þrílit fjóla í vegköntum og litkar börðin, litlu fjær logar hófsóleyj- an í skurðlæk þar sem óðinshanar hringsnúast í sínum villta vatnadansi. Jaðrakinn virðist nú orðið dreifður um allt land og má jafnvel sjá hann úr bil á ferð, sé nógu hægt ekið. Fyrr í sumar sáum við hjónin branduglu fljúga listflug framan við bílinn og fengum við notið þess eingöngu vegna þess að við vorum á hægri ferð; þannig höfum við einnig verið svo heppin að horfa á fálka, sem sat á veginum en hóf sig til flugs er við nálguð- umst og flaug nánast kringum okkur í makindum. Þar eð við vorum ekki að flyta okkur tókst okkur að finna bílnum stað við vegbrúnina, námum þar staðar, gripum sjónaukann og fylgdumst með honum dá- góða stund. Slíkt sjónarspil er meira virði en 30 þátta sápuópera í sjónvarpi. Vegagerðin á hrós skilið fyrir sinn þátt í því að fegra umhverfi veganna og fyrir áningarstaðina, sem settir hafa verið upp víðsvegar. En betur má ef duga skal og þarf að setja miklu víðar upp útskot til að gera okkur kleift að nema staðar til að njóta náttúru og kyrrðar. Satt að segja blöskrar manni skeyt- ingarleysið gagnvart fuglum þessa lands og þeir eiga sér fáa málsvara en alltof marga féndur. í þéttbýli elta þá og unga þeirra sílspikaðir kettir sem vafra um oft- ast í reiðileysi (meðan pabbi, mamma, börn og bíll eru í sumarflísinu) og of oft bjöllulausir eða með of litla bjöllu. Skyldu engin lög ná til kattahalds eins og hunda? Það er eðli katta að veiða en þrastarung- ar, varla fleygir, eiga litla möguleika á undankomu nema vel heyrist í kattabjöllu. Því ættu allir kattahaldrarar að vera skyld- ugir til að setja bjöllur um háls katta sinna. Á virkum sumardögum birtast svo gengi „unglingavinnuþyrla" með ærandi hávaða og bensínmengun sem allt ærir, nær og fjær. Sem ég set þetta á blað eru þeir á fullu í nálægum almenningsgarði, fjórir eða fimm, og fara stórum. Jafnvel á sunnu- dögum, sem eitt sinn voru friðhelgir, grípa nágrannar til nýjustu útgáfu sláttuvélar með drunum og dynkjum og fæla bæði menn og dýr. Sums staðar í siðuðum lönd- um taka menn sig saman um að hávað- aslá ekki um helgar, til að menn njóti kyrrðar sem mest. Þá er ótalið eiturbrasið. Það er eitrað fyrir lirfum, lúsum og jafnvel flugum. Það er jafnvel eitrað fyrir ákveðnum blómum. Geitungar, fíflar og sóleyjar eru réttdræp án dóms og laga hvar og hvenær sem þeirra verður vart. Sýknt og heilagt er verið að tala um umhverfismál, að vernda náttúruna, og það er skrifað og skrafað um eiturvanda unglinga. Á sama tíma er eiturbyrlun náttúrunnar í okkar nánasta umhverfí látin óátalin, eins og hún sé ekki umhverfismál. Tóbaksreykingar eru taldar umhverfisspillandi og ráðist á okkur af fullri heift og ofstæki, sem reykjum. Á sama tíma öndum við að okkur útblæstri ofangreindra tækja, strætisvagna (sem látnir eru tímajafna með vélina í gangi) auk allra einkabílanna, sem að öllu saman- lögðu er margfalt skaðlegra heilsu okkar og umhverfi en allar reykingar. Spilli öll þessi efna-, hávaða- og hraða- mengun lífi okkar mannanna, spillir hún ekki síður lífi fugla. Og fuglar eru okkur bæði mikilvægir sem hlekkur í lífkeðjunni og eru okkur þar að auki augna- og eyrna- yndi. Tækist okkur að minnka mengunina fjölgaði fuglum til muna. Þeir eta maðka, lirfur og flugur og þar með lokast hringur- inn, sem í dag er líkari víta- en lífhring. í raun þyrfti að flytja inn til landsins fugla, t.d. fmkur, til að vega upp á móti þessu útrýmingarstríði sem viðgengst. Hingað til lands eru flutt inn alls kyns önnur dýr, svo sem hundar og kettir, skrautfuglar og fiskar, og hví þá ekki einnig skógarfugl- ar? Auðnutittlingar lifa hér góðu lífi og því mætti ætla að aðrar tegundir fugla gætu það einnig. Hér vantar fleiri fugla til að eta trjámaðk og lús; þar er nefni- lega veikur hlekkur í keðjunni. Loks eru ónefndir mávar og minkar, sem ásækja fuglinn að ógleymdum þeim vesælu felu- búnu fuglahræðum, sem kalla sig veiði- menn og fara um landið skríðandi með skruðningum, fretandi úr hólkum sínum. Og miklast af. Að sjálfsögðu erum við öll sek að nokkru í þessu sem öðru og ber að líta í eigin barm. Enda lýkur ljóði Jónas- ar sem fyrr var vitnað í, Heylóarvísu, á þessu erindi: Lóan heim úr lofti flaug (ljómaði sól um himinbaug, blómi grær á grundu) til að annast unga smá - alla étið hafði þá hrafn fyrir hálfri stundu! HRAFN A. HARÐARSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.