Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 12
á bak hans, hár og hendur. Á borðinu, í hægindastólnum og á teppinu nálægt borð- inu lágu opnar bækur. Fimm mínútur liðu og fanginn rótaði sér ekki. Fimmtán ára innilokun hafði tamið hann á að sitja kjur. Bankastjórinn bankaði á gluggann með einum fingri, en fanginn hreyfði sig ekki við það. Þessu næst braut bankastjórinn innsiglið varlega og stakk lyklinum í skrána. Ryðgaður lásinn ískraði og í hurðinni brakaði. Bankastjórinn átti von á skyndilegu undrunarópi og fótataki, en þijár mínútur liðu og enn sem fyrr var allt hljótt handan við hurðina. Hann afréð að fara inn. Maður með öllu ólíkur venjulegri mann- eskju sat hreyfíngarlaus við borðið. Hann var ekki annað en skinnið og beinin, með sítt liðað hár eins og kona og skegg- flækju. Hann var gulur á hörund, af honum moldarkeimur, kinnamar sognar, bakið langt og grannt, og handleggurinn sem studdi úfíð höfuðið var svo magur og visinn að sárt var á að horfa. Hár hans var þegar grásprengt og engum kæmi til hugar að trúa því að þetta dapra, hnigna andlit til- heyrði fertugum manni. Hann svaf... Pappírsörk sem hann hafði skrifað á lá á borðinu fyrir framan bogið höfuð hans. „Veslings maður!“ hugsaði bankastjór- inn. „Hann sefur og dreymir eflaust þesar milljónir! Það eina sem ég þarf að gera er að taka þetta hálflík og kasta í rúmið, halda púða fyrir vitum þess og hin nákvæmasta rannsókn gæfí ekki tilefni til að álíta að dánarorsökin væri af völdum ofbeldis. En látum okkur nú lesa það fyrst sem hann hefur hripað." Bankastjórinn tók blaðið og las eftirfar- andi: Á hádegi á morgun öðlast ég frelsi mitt á ný ásamt réttinum til að blanda aftur geði við fólk. En áður en ég yfirgef þetta herbergi og lít sólina að nýju er eitt og annað sem ég má til með að segja yður. Með hreinni samvisku, og með Guð mér til vitnis, lýsi ég því yfir að ég hef skömm á frelsinu, lífínu, heilsunni og öllu því sem bækumar segja að sé blessun heimsins. í fímmtán ár hef ég rannsakað jarðlífið gaumgæfílega. Sstt er að ég hef ekkert séð af jörðinni, fólkinu, en í bókum yðar hef ég drukkið sætt vín, sungið söngva, elti hirti og villisvín í skógi, elskað konur... Dásamlegar skepnur, jafn loftkenndar og ský gerð af töfrum stórskálda yðar, hafa sótt mig heim um nætur og hvíslað að mér stórfenglegum sögnum, svo mig hefur sundlað við. í bókum yðar hef ég klifíð Elbruz og Mont Blanc og af tindunum hef ég séð sólina rísa að morgni, flæða um him- ingeiminn, höfin og fjallstinda með rauð- gullnu á kvöldin. Þaðan hef ég séð eldingar skjótast upp yfir mér og kljúfa skýin. Græna skóga hef ég séð, akra, fljót, vötn, borgir. Sírenur hef ég heyrt syngja og hljóðpípu- leik smalanna. Ég hef snert vængi fagurra vætta sem flugu til mín til að tala um guð. í bókum yðar hef ég kastað mér í hyldýpi, gert kraftaverk, myrt, brennt borgir, préd- ikað ný trúarbrögð, lagt heilu kóngsríkin að fótum mér. Bækur yðar hafa veitt mér þekkingu. Allt það sem óþreytandi mannshugurinn hefur skapað í gegnum aldirnar er hnoðað saman í lítinn knött í höfði mínu. Ég veit ég er flestum kænni. Og ég fyrirlít bækur yðar. Ég fyrirlít alla blessun þessa heims, alla þekkingu hans. Allt er hégómi, skammlíft, loftkastal- ar ogjafn villandi og hillingar. Þér kunnið að vera stoltir, vitrir og glæsilegir, en dauð- inn mun má yður afjörðinni eins og mýsn- ar undir gólffjölunum. Og afkvæmi yðar, saga yðar, þessir ódauðlegu snillingar yðar munu fijósa eða sallast í ösku ásamtjarðk- úlunni. Þér hafíð tapað skynseminni og eruð á villustigum. Þér takið lygar fyrir sannindi og Ijótleika fyrir fegurð. Það fengi á yður ef epla- og appelsínutré færu að bera froska og eðlur í stað ávaxta, eða ef rósir tækju að lykta eins og sveitt hross. Ég undrast það, að þér fólk, skulið hafa tekið himininn fyrir jörð. Mig langar síst af öllu að skilja yður. Til að sýna það í verki hve mjög ég fyrír- lít allt sem þér standið fyrir hafna ég þess- um tveimur milljónum sem mig dreymdi eitt sinn um að eignast eins og um paradís værí að ræða, en ég hef viðbjóð á núna. Til að afsala mér þeim mun ég yfirgefa þennan stað fímm stundum áður en tíminn kemur og bijóta þar með samkomulagið. Þegar bankastjórinn hafði lesið þetta, lagði hann blaðið á borðið, kyssti höfuð þessa undarlega manns og yfirgaf húsið grátandi. Aldrei áður, ekki einu sinni eftir að hafa tapað miklum fjármunum í kaup- höllinni, hafði hann fundið fyrir jafn mikilli sjálfsfyrirlitningu og nú. Þegar hann kom aftur til herbergja sinna háttaði hann en æsingur og tár héldu lengi fyrir honum vöku. Morguninn eftir komu fölir varðmenn hlaupandi og tilkynntu honum að þeir hefðu séð manninn í gestahúsinu laumast út um gluggann í garðinn, stefna á hliðið og hverfa. Bankastjórinn hélt í gestahúsið með þjónum sínum til að sjá það með eigin aug- um að fanginn væri flúinn. Til að koma í veg fyrir ófyrirsjáanlegt upphlaup seinna meir, tók hann örkina með játningunum af borðinu, gekk aftur til síns heima og læsti plaggið í eldtrausta skápnum. Guðbrandur Siglaugsson íslenskaði. MERGUR MÁLSINS 26 EIGA/HAFA EITTHVAÐ SAMAN VIÐ EINHVERN AÐ SÆLDA EFTIR JÓN G. FRIÐJÓNSSON Sögnin að sælda merkir „harpa, sálda, sigta (í sáldi)“ og er bein merking algeng í fomu máli, t.d.: sælda einhverja eða hrista sem hveiti og Þeir sitja við og sælda silfrið. Yfírfærð merking sambandsins sælda saman „hafa samskipti, vera saman, vinna sarnan" er einnig kunn úr fornu máli, t.d.: mundi margur spurt hafa, þó að minni hluti ætti saman að sælda. Þessi merking er algeng í nútímamáli en orðasambandið eiga engu saman að sælda í merkingunni „eiga ekkert sameiginlegt“ sem Bjöm Halldórsson tilgreinir (18. öld) mun naum- ast notað. Úr síðari alda máli eru kunn ýmis af- brigði af orðatiltækinu, t.d.: við höfum ekki átt um svo margt saman að sælda (1664) og ég hef lítið saman við hann að sælda (1847). Algengastar eru mynd- irnar hafa eitthvað saman við einhvern að sælda eða eiga eitthvað saman við einhvern að sælda og oftast eru orðatil- tækin notuð með neitun, t.d.: vilja ekkert hafa/eiga saman við einhvern að sælda. Líkingin vísar til þess menn vinna saman við sáld en slík vinna krefst samvinnu tveggja. Ekki er víst að merkingin sé leng- ur öllum gagnsæ enda hefur dregið úr mikilvægi þessa verklags í nútímaþjóðfé- lagi. Eins og áður gat er algengast að nota orðatiltækið með neitun. Ekki virðist þörf á að skýra það sérstaklega en til gamans skal tilgreint dæmi frá 18. öjd. í bréfi sem Jón biskup Árnason skrifar Árna Magnússyni árið 1725 segir: þér hafið ekki haft neitt óhreint við hann saman að sælda þar sem óhreint virðist vísa til „óhreins mjöls“ og í yfírfærðri merkingu til „óheiðarlegra samskipta". LJÓÐRÝNI VII EINAR BRAGI LJÓSIN í KIRKJUNNI Hikandi Ijós þukla syfjuðum gómum um kvöldþvala veggi þegjandi steinkirkju. Haustmáni skarður leggur róðukross dökkan á hjarnföla bringu kulsællar foldar. Yfir dottandi byggð hljóma kólfslögin dimmu við málmhöttinn kalda í brothættri kyrrð. í grenistokki svörtum ferðast daglilja bliknuð með bogmannsör hvíta gegnum hjartablöð sölnuð. (í ljósmálinu, 1970.) Iófrjóum umræðum í kjölfar svokallaðrar formbyltingar í íslenskri ljóðagerð hefði þetta ljóð trúlega verið sagt ort í „frjálsu formi“ af því að ekki er fylgt hefðbundnum bragreglum. En „frjálst form“ er ekki til, því að form felur ævinlega í sér bindingu, og þetta ljóð er mjög formfast. Formfesta þess er hins vegar af öðru tagi en bragreglur segja fyrir um. Erindin eru Qögur, hvert um sig fjórar línur og ein málsgrein, ein umsögn, ævinlega fremst í annarri línu. í hverri línu er eitt nafnorð og eitt lýsandi orð (lýs- ingarorð eða lýsingarháttur nútíðar). í fyrsta erindinu er lýsandi orðið ævinlega á undan nafnorðinu, en í hinu fjórða er því öfugt farið. í öðru og þriðja erindi er það breytilegt. í fyrri erindunum tveimur eru síðari línurnar tvær einn forsetningarliður, en þeir eru þrír í hinum síðari. Af þessu má sjá að formið er bæði strangt og knappt. Annað einkenni þessa ljóðs er markvisst, hnitmiðað og áhrifamikið myndmál, sem byggist á persónugervingum, myndhverfíngum ognýgervingum. Myndirnar eru iðandi af lífi og hreyfingu. Þær tala sjálfar án nokkurra útskýringa og búa í raun yfír miklu víðfeðmari texta en felst í orðunum sjálfum. Þær má sjá og skilja sem eðlilegar, náttúrulegar myndir, nema í síðasta erindinu þar sem málið verður flóknara og sýnt er meira en unnt er að sjá. Lesandanum er skömmtuð sýn í ákveðinni röð í þeim ákveðna tilgangi að leiða hann síðast að þeirri sýn sem ekki sést. Ljóðið hefst á tvöfaldri persónugervingu. Ljósin eru hikandi og hafa góma, og gómamir eru syfjaðir. Lesandinn er þá staddur inni í steinkirkju um kvöld og sér bjarma kertaljósa flökta um dökka veggi. Með persónugervingunni er eins og ljósin þreifi með fingrum upp eftir myrkum veggjunum til að gæða þá birtu og lífí. Þögn ríkir. í næsta erindi veit lesandinn að það er síðla hausts þegar snjór er fallinn og hann sér skuggann af krossi á jörðinni, annaðhvort skuggann af krossinum á kirkjunni sjálfri eða sáluhliðinu. En með hreyfingu myndarinnar sem felst í sögn- inni „leggur" er það haustmáninn skarði sem leggur krossinn á bringu kaldrar foldar eins og verið sé að leggja kross á bijóst látinnar stúlku. í þriðja erindinu er þögnin rofín þegar hljómur kirkjuklukknanna berst út í kvöldkyrrðina. „Byggð" er óljóst orð og við vitum ekki hvernig sú byggð er, en við fínnum ekki nærveru neinna hjá okkur í kirkjunni. Sérstökum áhrifum er náð með því að segja kyrrðina „brothætta11. Það er í senn yfirfærsla til hluta og segir um leið frá eðli þessarar þagnar, sem mér finnst bundin andakt og sárri sorg. Fjórða erindið er flóknast og knýr lesandann til táknræns skilnings. „Daglilja“ er heiti á garðjurt af liljuætt, en ekki er unnt að sætta sig við að í kirkjunni sé jurt í svörtum grenistokki. Því verður að skilja orðið „daglilja“ sem tákn. Lilja er oft tákn sakleysis og forskeytið „dag- “ getur bent til skamms tíma. Því fínnst mér eðlilegt að líta svo á að verið sé að segja okkur frá andláti lítillar telpu, og um leið kemur tenging við myndina í öðru erindinu. Orðið „stokkur" segir að kistan sé lítil. í kirkjunni sjáum við aðeins kistuna, en skáldið segir okkur hvað í henni er. Beitt er nýgervingu: þar sem táknið er jurt er þeirri mynd haldið, jurtin er bliknuð, hjartablöðin sölnuð. Bogmannsörin hvíta hlýtur að tákna dauðann. Mynd- in er nýstárleg af því að ekki er algengt að skjóta jurtir af boga. Og hvers vegna er örin hvít? Gefur það tilefni til að draga ályktun um dánarorsök? Er hún hvíti- dauði, berklar? Dagliljan ferðast í grenistokknum. Hugsanlega má skilja það á tvo vegu. Annars vegar að verið sé að bera telpuna til grafar, að ljóðið hefjist inni í kirkj- unni og síðan sé kistan borin út þegar klukkunum er hringt. Hins vegar er auð- vitað líka hægt að skilja umbreytinguna frá lífí til dauða sem ferð. Einar Bragi hefur oft breytt ljóðum sínum, og svo er um þetta ljóð. Þegar það birtist í bók hans Gestaboð um nótt (1953) voru erindin fimm. Hið fimmta var svo numið á brott. Ekki veit ég hvers vegna, en ef til vill hefur skáldinu fundist hann segja þar of mikið, gefa of miklar skýringar, og því viljað skilja meira eftir hjá lesandanum að ráða í sjálfur. En fímmta erindið var svona: Undrandi móðir fylgir hæglát og ein yfir áttlausa fönnina og skelfur í frostinu. NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.