Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 7
þrjátíu. „í upphafi sendum við ákveðin til- mæli til þýðendanna um stíl, nefndum ýmiss stíleinkenni eins og hlutlægni og hliðskipaðar setningar en fyrnska var hins vegar nánast bönnuð. Síðan þurfti að ákveða hvað ætti að samræma í þýðingunum og hvað ekki. Það var sjálfgefið að samræma nöfn og viður- nefni. Einnig var ákveðið að samræma þýðing- ar á tæknilegu orðfæri sem hægt væri að ná utan um, svo sem lagamál þar sem merkingin er tiltölulega stöðluð og einsleit og orð um húsakost og skipakost. Það var hins vegar mjög erfitt að samræma þýðingar á ýmsum algengum orðum og frösum. Nægir að nefna orðið „bóndi“ sem er óþýðanlegt á ensku vegna þess hvað merkingarsviðið er víðtækt og háð samhengi. Þess má svo geta að íslendinga sögur eru fjörutíu talsins og eru ólíkar innbyrð- is hvað varðar stíl. Og segja má að ólíkur stíll þýðendanna endurspegli þá sundurleitni að vissu leyti. íslendinga sögur eru lifandi heimur og fjöl- breyttur og þýðir ekki að taka hann of stífum tökum. Það væri hvorki rétt gagnvart sögun- um né þýðendunum. Það er ekki hægt að gefa þýðendunum of ströng fyrirmæli því þá væru þeir famir að þýða inn í eitthvert form og þar með væru þeir orðnir þvingaðir. Þeir verða að fá að vera svolítið í friði til að þeirra eigin hæfíleikar fái að njóta sín. Þannig reynd- um við að taka á þessu og ég held að það hafi tekist nokkuð vel. Yfirlestur var líka ná- kvæmur; fyrst las íslendingur yfír, einkum með tilliti til nákvæmni og svo las enskumæ- landi maður með áherslu á stíl þýðinganna. En auðvitað urðum við að sætta okkur við að það er ekki hægt að koma öllu til skila í þýðingu; hvernig er til dæmis hægt að koma setningu eins og „Fögur er hlíðin" til skila með öllum þeim aukamerkingum og hugrenn- ingatengslum sem hún vekur hjá íslending- um?“ Viðar segir að hann hafi farið að sjá sögurn- ar í nýju ljósi þegar fór að líða á verkefnið. „Það kom í ljós að yngri sögurnar sem oft hafa verið kallaðar úrkynjaðar voru auðþýdd- ari því stíll þeirra er oft liprari. Eldri sögum- ar voru hins vegar erfiðari viðfangs enda oft hraungrýtisleg setningaskipan í þeim. Banda- rískum prófarkalesara okkar, Don Brandt, þótti til dæmis Víglundar saga bráðskemmti- leg og líkti henni við Mozart-óperu en hún hefur alltaf verið talin heldur ómerkileg enda seint skrifuð rómantísk ástarsaga." Fœra sögurnar neer þungamiójunni Jóhann segir að fyrst í stað verði lögð áhersla á að koma hinni nýju útgáfu inn á sem flest bókasöfn í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi, en verkið, sem er í fimm þykkum binduin, alls ríflega 2.300 blaðsíður, hafi ver- ið prentað í þijú þúsund eintökum. „Lykilmarkaður okkar er bókasöfn en einn- ig verður farin kynningarherferð í mennta- stofnanir í Bandaríkjunum. í henni munum við leggja áherslu á Leif Eiríksson og afrek hans og minna þannig á forn tengsl land- anna. Markmið okkar er að koma íslendinga sögunum inn í menntastofnanirnar sem kennsluefni í bókmenntum. Bandaríkjamenn hafa sagt okkur að með heildarútgáfu eins og þessari, sem hefur ítarlegan inngang, kort, skýringarmyndir, orðaskrár og annað slíkt, ætti okkur að geta orðið nokkuð ágengt í því. Seinna meir er svo ætlunin að gefa út einstakar sögur úr safninu, eða valdar sögur saman í einni bók, til að ná til annarra mark- aðshópa." „Það ríður líka mjög á að koma sögunum meira inn í bókmenntasögur og yfirlitsrit," bætir Viðar við. „Þær hafa alltaf verið svo mikið jaðarfýrirbæri í almennum bókmennta- sögum. Þessi útgáfa ætti að geta fært þær nær þungamiðjunni, þar sem þær eiga heima. Hún auðveldar lesendum að nálgast þennan miðaldaheim, sem nútímasamfélag Qarlægist alltaf hraðar og hraðar, með ýmiss konar ítar- efni.“ Landvinningar Bókaútgáfan Leifur Eiríksson var stofnuð árið 1993 í því augnamiði að gefa íslendinga sögur og þætti út á ensku. I upphafi lögðu útgefendur fram verulegt stofnfé en síðan hafa fengist rausnarleg framlög, til dæmis frá Norræna menningarmálasjóðnum, Ariane- áætlun Evrópusambandsins, Evrópusamband- inu, UNESCO, Alþingi íslendinga, Menningar- sjóði, Vísindasjóði (Rannís) og íslenskum fyrir- tækjum, einkum Flugleiðum, Prentsmiðjunni Odda og Búnaðarbankanum. Jóhann segir að með þessari heildarútgáfu íslendinga sagna og þátta á ensku skapist ný sóknarfæri til að kynna þennan sagnasjóð á erlendri grund. „Ýmsum hefur fundist að íslendinga sögurnar séu miklu miður kunnar en maklegt er. Þær skipa sér meðal fremstu bókmenntaverka heims og verðskulda virðingu og athygli í samræmi við það. Við vonum að þessi útgáfa muni bæta hér úr og hún muni vinna sögunum ný lönd.“ HAFA AHUGA A VIKINGUM, KUNNA RÚNASTAFRÓFIÐ OG LESATOLKIEN Robert Kellogg prófessor í bókmenntum vió Virgi- níu-háskóla í Bandaríkjunum ritar inngang að nýju ------------------y------------------------------- ensku útgáfunni á Islendinga sögunum. Hann kynnt- ist sögunum fyrst á sjöttd áratugnum þegar hann dvaldist hér á landi vió nám í eitt ár. ÞRÖSTUR HELGASON hitti hann aó máli í íbúó sem hann hefur fest kaup á í miðbæ Reykjavíkur og ræddi vió hann um sögurnar, nýju þýóingarnar á þeim og útflutning þeirra. EKKI er víst að allir geri sér grein fyrir gríðarlegu landkynn- ingargildi sagnaarfsins. Hundruð, ef ekki þúsundir karla og kvenna út um allan heim hafa öðlast sín fyrstu kynni af landinu í gegnum sögurnar og sum þeirra hafa orðið sannkallaðir íslandsvinir. Robert Kel- logg er einn þeirra en hann kom hingað til lands í fyrsta skipti árið 1957 er hann dvaldi hér við íslenskunám einn vetur. Eftir dvöl sína hér hóf hann að kenna Njálu og Laxdælu við Virgi- níu-háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann er nú prófessor í bók- menntum. Hann kenndi sögurnar í enskum Penguin-útgáfum. Hann gerði svo nokkurt hlé á þessari kennslu sinni en fyrir tíu árum blossaði áhuginn á íslendinga sög- unum upp aftur og hefur hann síðan einbeitt sér að rannsóknum á þeim. Áhuginn á íslandi hefur alltaf verið fyrir hendi en Robert, eða Róbert eins og hann skrifar sig í símaskránni, festi kaup á íbúð í miðbæ Reykjavíkur árið 1987 og hefur búið í henni á hveiju sumri síðan. Kunna rúnaataf rifiA utanaó og lesa Tolkien Róbert segir að í rannsóknum sínum síðastliðin ár hafi hann haft sérstakan áhuga á að skoða samfélagið sem sögurnar spruttu úr á 13. öld og það sé líka einn af lyklum þess að auka skilning og áhuga útlendra lesenda á þess- um bókmenntum. „Mér hefur alltaf þótt það níjög mikilvægt fyrir skilning okkar á sögunum að skilja samfélagið sem fóstraði mennina sem setti sögurnar saman. Hér á landi veit fólk kannski eitt- hvað um það hvernig hlutirnir gengu fyrir sig á íslandi á 13. öld en almennur lesandi í útlöndum veit lítið um það. Það þarf að bæta úr því og þá myndu útlendingar gera sér betur grein fyrir því hverslags bók- menntir þetta eru.“ Róbert segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að íslendinga sögurnar muni ekki ná athygli landa sinna og annarra ensku- mælandi þjóða. Þær ættu að eiga greiða leið inn í bandaríska háskóla en sumir þeirra hafa haft þær á kennsluskrá sinni til langs tíma. „Það er mikilvægt að koma þessum þýð- ingum inn í sem flesta háskóla en jafnframt er mikilvægt að þær fáist á sem flestum bókasöfnum framhaldsskóla í Bandaríkjun- um. Þar eru þær ekki kenndar, og verða að öllum líkindum ekki, en í framhaldsskól- unum er hópur krakka sem hefur áhuga á heiminum sem sögurnar lýsa. Þetta eru aðallega strákar á aldrinum fjórtán til sext- án ára sem hafa áhuga á víkingum og ís- lenskum fornhetjum, algengt er að þeir kunni rúnastafrófið utanað og lesi Tolkien. Ef þessi heildarútgáfa á ensku væri til í bókasöfnum skólanna sem þessir áhuga- sömu unglingar sækja myndu þeir alveg örugglega lesa í henni fram og aftur." Ýktar en yf irleitt raun«ee|ar í inngangi sínum að þýðingunum setur Róbert íslendinga sögumar í heimsbók- menntasögulegt samhengi. Hann segir að sögurnar séu meðal annars merkilegar fyrir þær sakir hve raunsæjar þær séu. „Þama er verið að lýsa venjulegu fólki á mjög raun- sannan hátt. Auðvitað em sumar persónur og afrek þeirra ýkt en yfir höfuð eru sögurn- ar raunsæjar í frásögn sinni. Þetta er afar sérstakt því slíkt raunsæi kom ekki fram í öðrum evrópskum bókmenntum fyrr en á átjándu öld. Aðrar miðaldasögur eru yfir- leitt svokallaðar táknsögur, sögur sem fjalla um eitthvað annað en liggur í augum uppi, hafa með öðrum orðum táknræna merkingu en slíkar aukamerkingar er erfitt að finna í íslendinga sögunum." Róbert fjallar einnig sérstaklega um sög- umar sem segja frá landnámi Islendinga í Vesturheimi. „Þessar sögur vekja auðvitað sérstakan áhuga á meðal lesenda vestan- hafs. Og til að gera þær enn áhugaverðari held ég að það væri ráð að vekja athygli á því að frásögnin um landafundi Leifs er einn- ig saga um trúskipti, um skipti úr heiðnum sið í kristni. Sögumar eru meira en einhveij- ar þurrar sögulegar heimildir, þetta eru krassandi bókmenntaverk, oft full af spennu og dulúð. Vegna þessa vekja þær áhuga hjá fleirum en fræðimönnum. Leifur fer ferð sína til þess að telja föður sinn á að taka kristna trú. í frásögninni af þeim feðgum blandast á mýstískan hátt fundur Ameríku og kristnitakan og það ljær henni aukið gildi og gerir hana hnýsilegri fyrir nýja les- endur.“ Forseti íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur sett fram þá hugmynd að gera teikni- mynd um fyrsta íslendinginn, og þar með fyrsta Evrópumanninn, sem fæddist í Amer- íku, Snorra Þorfínnsson, og vekja þannig athygli á landafundum Leifs heppna í Bandaríkjunum. Róbert líst vel á þessa hug- mynd og segir að það sé mun skynsamlegra að gera teiknimyndir upp úr sögunum en leiknar myndir. „Leiknar kvikmyndir um víkinga eru ekki trúverðugar og draga frem- ur upp heldur fáránlega mynd af hetjunum en hitt. í teiknimynd er hins vegar allt leyfi- legt og hetjur sagnanna myndu fá að njóta sfn. Það mætti því huga betur að þessari hugmynd." Fyrr eóa siöar konta þoir til islands Með þessari nýju ensku útgáfu á íslend- inga sögunum er erlendum fræðimönnum gert kleift að rannsaka sögumar án þess að kunna íslensku. Útgáfan veitir aðgang að öllum sögunum og þáttunum í vönduðum samræmdum þýðingum sem fræðimenn geta reitt sig á við rannsóknir sínar. Það er spurn- ing hvort þær muni ekki hafa þau áhrif að færri fræðimenn leggi það á sig að læra íslensku þar sem þess gerist nú ekki þörf, nema í sérstökum tilfellum. „Það er ljóst að félagsfræðingar og mann- fræðingar og aðrir slíkir hópar sem hafa verið að rannsaka sögumar sífellt meira sem heimildir um samfélagsgerð og annað slíkt munu ekki endilega leggja það á sig að læra íslenskuna," segir Róbert. „Þeir munu væntanlega taka þessum þýðingum fagn- andi. Þýðingarnar munu ömgglega valda því einnig að fleiri fræðimenn af þessum sviðum og öðram munu kynna sér þessar bókmenntir. Ég er þeirrar skoðunar að þeir sem þurfa nauðsynlega að læra íslensku til að rann- saka sögurnar læri frekar nútímaíslensku en forníslensku eins og nú tíðkast. Sögurn- ar eru til með nútímastafsetningu og auk þess eru hjálpartæki eins og Orðstöðulykill- inn á nútímamáli. Ég held því að það væri nytsamlegra fyrir unga fræðimenn að læra nútímaíslensku með teknu tilliti til þess að það er jú það mál sem hér er talað og skrif- að nú. Það er alltaf viss hópur fræðimanna sem verður eftir sem áður að kynnna sér ís- lenska tungu til að geta rannsakað sögurn- ar. Margir úr hinum hópunum munu líka fyrr eða síðar vilja koma til íslands að kynna sér landið og tunguna; menn hafa það á tilfinningunni að þeir séu að missa af einhverju ef þeir gera það ekki, þeim finnst þeir ekki skilja sögurnar að fullu.“ Morgunbladid/Arnaldur „í BANDARÍSKUM framhaldsskólunum er hópur krakka sem hefur áhuga á heiminum sem sögurn- ar lýsa. Þetta eru aðallega strákar á aldrinum fjórtán til sextán ára sem hafa áhuga á víkingum og íslenskum fornhetjum, algengt er að þeir kunni rúnastafrófið utanað og lesi Tolkien,'1 segir Robert Kellogg prófessor sem ritar inngang að nýrri enskri heildarútgáfu á íslendinga sögunum LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9.ÁGÚST1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.