Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 10
ELtZABETH Tayolor, Rex Harrison og Richard Burton f hlutverkum Cleopötru Cesars og Antóníusar. DEREK Jacobi í hlutverki Cládfusar f brezku sjónvarpsmyndaröðinni Ég Cládíus. 1953 lék Louis Calhem fyrsta keisara sög- unnar en Marlon Brando Markus Antóníus. Hlutverkaskipan þessi var mjög umdeild á sínum tíma. Brando var Ameríkumaður en ekki Breti (Sesar var reyndar ekki breskur en það er önnur saga) og hafði í ofanálag ekki fengist við Shakespeareleik áður. Öllum að óvörum gaf Brando hefðbundnum Sha- kespeareleikurum ekkert eftir og myndin heppnaðist í alla staði. Árið 1970 hélt Júlíus Sesar Shakespeares aftur innreið sína í kvik- myndahús. Áð þessu sinni lék Charlton Heston Sesar. Myndin var hálfgrámygluleg og _mun lakari en sú fyrri. Árið 1973 leikstýrði Heston Antóníusi og Kleopötru Shakespeares og lék annað aðal- hlutverkið. Myndin var gerð af vanefnum og bar þess merki. Ég Clódius Besta kvikmynd sem gerð hefur verið um gullöld Rómverja hlýtur að vera breska þáttaröðin Ég Cládíus, sem nú er verið að endursýna í ríkissjónvarpinu. Skáldsögumar Ég Cládíus og Guðinn Cládíus eftir breska skáldið Robert Graves vom verk manns sem þekkti svip fomaldar og kunni að segja sögu. Ónvegisleikarinn Derek Jacobi, sem við þekkjum í hlutverki bróður Cadfaels, fór á kostum sem Cládíus. Sian Phillips lék hina grimmlyndu Lívíu af mikilli snilld. Síðast en ekki síst var John Hurt holdgervingur Calígúla. Ekki var miklu fé varið til gerðar þessara þátta. Snjallt handrit og sterkur leikur gerðu þá hins vegar ógleymanlega; slógu þeir hinum rándým Hollywoodmynd- um algerlega við. Rómvsrjar maela aftwr á latinu Síðustu og jafnframt undarlegustu Róm- veijamynd kvikmyndasögunnar, Sebastiane, gerði framúrstefnumaðurinn sálugi Derek Jarman árið 1976. Segir þar frá heilögum Sebastían. Hingað til hafði ekki hvarflað að nokkram manni að gera Rómveijamynd á latínu. Jarman hafði nánast ekkert fé milli handa. Höfundur náði aftur á móti einhvers konar tíðaranda furðuvel. SkótmlAur, haltu þig vió steója þinn Árið 1979 gekk Calígúla af Rómveija- myndinni dauðri. Keisarinn grimmi hafði verið til friðs í hartnær tvö þúsund ár en gerði enn óskunda. Klámkóngurinn Bob Guccione fékk þá flugu í höfuðið að gera Rómveijamynd. Fékk hann rithöfundinn Gore Vidal til að semja handrit. Leikarar vora ekki af verri endanum, Malcolm McDowell, Helen Mirren, Peter OToole og John Gielgud. Saga Calígúla er harmsaga um gríðarleg völd sem reynast ungum manni um megn. Cuccione var aftur á móti maður með óheflaðar eðlishvatir og gersneyddur klassískri fágun. Leikstjórinn skeytti enn grófari atriðum við myndina. Vidal neytti sæmdarréttar síns og neitaði að leggja nafn sitt við þessa afskræmingu á handriti sínu. Leikararnir afneituðu verkinu. Gárungamir sögðu að Gielgud lávarður hefði svarað því að engan ósóma hefði verið að sjá á launa- seðli sínum. Grin og glens í borginni oilifw Ekki leið á löngu þangað til menn áttuðu sig á því að hið forna Rómaveldi var kjörið efni í gamanmynd. Gamanleikarinn Eddie Cantor gerði grín að Rómveijamyndum í Hneyksli í Rómaborg (The Roman Scan- dals) árið 1933. Fiðluleikararnir þrír (Fiddl- ers Three) var bresk gamanmynd um sjó- menn sem eru lostnir eldingu og ranka við sér í Rómaveldi. Söng- og gamanleikurinn Nokkuð skondið gerðist á leið út á torg (A Funny Thing Happened on the Way to the Foram) var festur á filmu árið 1966. Áfram Cleo^ (Carry on Cleo) var bráðfyndið fram- lag Áframhópsins sáluga til sagnfræðinnar. Rómverskja gamanleikjaskáldið Teren- tíus hefur aldrei freistað kvikmyndagerðar- manna. Petróníus arbiter, höfundur Sa- tyricon, hefur hins vegar náð frama í heimi kvikmyndanna. Brot úr verki hans Satyric- on hefur varðveist fram á okkar daga. Hvernig verkið hefur farið framhjá hinni hörðu brá kirkjufeðranna er næstum óskilj- anlegt. Segir það sína sögu að Satyricon hefur einvörðungu geymst í einu handriti. ítalski leikstjórinn Federico Fellini réðst í gerð Satyricon árið 1969. Hið áreynslu- lausa siðleysi Petróníusar er oft hvergi að finna í mynd Fellini, til að mynda í fræg- asta atriði bókarinnar, kvöldverðinum hjá Trimalchio. Samt er myndin bæði eftir- minnileg og vel gerð. Fellini og kvikmynda- tökumaðurinn Giuseppe Rotunno náðu að magna fram mynd af Rómaveldi sem er í senn trúverðug og súrrealísk. Saga heimsins - fyrsti hluti eftir Mel Brooks gerir góðlátlegt grín að Rómveija- myndunum. Þó hlýtur mynd Monty Python- hópsins Líf Brians (Life of Brian) að vera fyndnasta ádeila á biblíumyndir sem gerð hefur verið. Rómveijamyndir hafa ekki sést í þijá áratugi. Er mikil eftirsjá að þessari tegund kvikmynda. Hins vegar er aldrei að vita hvenær rómverska heimsveldið snýr aftur. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður GUÐNÝ SVAVA STRANDBERG SORG Drjúpa tár eilífðar af augum falla stjörnur óminnis af himni ríkir svartnætti eitt og alvalda AUGU ÞIN Augu þín eru djúp og myrk vötn sálarfiey þitt sokkið tvær hendur halda í von sem ennþá flýtur Höfundurinn er myndlistarmaður í Reylcjavík. UNNUR SÓLRÚN BRAGADÓTTIR LESUM LJÓÐ! Það sefur Ijóð í lygnum sæ, svo lítið er sem smæsta fræ, þar flýtur um sem fjöður hvít ogmjúk, það dreymir ævintýrin djörf, um dularfyllstu ljóðahvörf, að glaðbeitt klífi háan hugar hnjúk. Svo vaknar það við vondan draum, í veröld fullri af sjónvarpsglaum, þar fáir hafa Ijóðalundargeð, þá perla tár á kaldri kinn í kristalsdjúp það hverfur inn hið litla Ijóð það straumnum sogast með. En langi þig nú Ijóðsins til þú leggur þig í kristalshyl, straumurinn hann ber þig burtu hratt, brátt þú fmnur fölbleikt Ijóð, sem flöktir þar í andans glóð og engan meir þú gætir vinur glatt. Þið síðar getið gert svo margt, er glampa orð, allt verður bjart, hörpustrengi strýkur þýður blær, í Ijóðagarði laufgast tré, þar Ijóðsins opnast helgu vé, í faðmi þér hin ftjóa hugsun hlær. Höfundurinn hefur nýlega gefið út gjafakortaljóðabókina Blómakarfan. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.