Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 13
SONGVERK í SKÁLHOLTI Sumri hallar senn í Skálholti og síðustu listamenn sumars- ins hefja upp raust sína á rótgrónum Sumartónleikum í Skálholtskirkju í dag. ÖRLYGUR STEINN SIGURJÓNSSON heimsótti flytjendurna í Skálholt og ræddi við þá. Morgunblaóió/Arnaldur „AF NÆGRI tónlist er að taka frá 13. og 14. öld.“ Agnethe Christensen og Poul Hoxbro á Sumartónleikum Skálholtskirkju. TJARNARKVARTETTINN er á áttunda starfsári sínu og flytur meðal annars ný lög eftir íslensk tónskáld um helgina. UMARTÓNLEIKUM Skálholts- kirkju fer að ljúka og í dag rennur upp fimmta og síðasta tónleikahelgi sumarsins. Á dagskránni eru sönglög frá tólftu öld til vorra daga, veraldleg og kirkjuleg og sjá tveir tónlistarhópar um flutn- inginn. Dagskráin hefst í dag kl. 14 í Skál- holtsskóla með erindi danska pípu- og slag- verksleikarans Poul Hoxbro um viðhorf mið- aldakirkjunnar til tónlistar og tónlistarmanna og að því loknu kl. 15. syngur Tjarnarkvartett- inn í Skálholtskirkju. Ekkert hlé Tjarnarkvartettinn er blandaður kvartett skipaður tvennum hjónum úr Svarfaðardal, þeim Kristjönu Arngrímsdóttur og Kristjáni Hjartarsyni og Rósu Kristínu Baldursdóttur og Hjörleifi Hjartarsyni. Þau starfa nú sitt áttunda starfsár og voru sammála um að dag- skrá helgarinnar væri ekki sú erfiðasta á ferl- inum, þó að vænn hluti efnisskrárinnar væri tiltölulega nýr en umgjörð tónleika sem þess- ara væru þau síður vön og því þyrftu þau að setja sig í viðeigandi stellingar. „Aðstæðurnar eru krefjandi, til að mynda er hvorki hlé á flutningi okkar né klapp milli laga og því þarf gríðarlegt úthald í svona dagskrá," segir Rósa Kristín sem syngur sópranrödd. Þau segja undirbúninginn við samsetningu efnis- skrárinnar hafa farið fram á þeim nótum að þau tóku saman allt sem þau hafa sungið þessu li'kt og völdu síðan úr þau lög sem til greina komu. „Með smáviðbót við það sem eftir stóð gátum við síðan útbúið efnisskrá sem myndaði heilan þráð.“ Uppistaðan í efnis- skránni eru Maríusöngvar og iðrunar- og yfir- bótarsöngvar auk nýrri tónlistar og að end- ingu flytja þau Bach. „Um helgina flytjum við nokkur ný lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Hróðmar Sigurbjörnsson og Heimi Sindrason og nýja útsetningu á Miskunna þú mér mildi Guð eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, en við höfum látið útsetja talsvert fyrir okkur í gegn- um árin.“ Tjarnarkvartettinn hefur einatt sungið undirleikslaust og segja þau hjón að kvartettformið sé erfitt þar sem aðeins sé ein rödd úr hveijum raddflokki. „Við lærum hvert sína rödd fyrst og hittumst síðan öll og æfum saman, bæði innbyrðis og tvær og tveir.“ Dýrmæt vika i Skólholti Það leynir sér ekki hversu ánægð hjónin í Tjarnarkvartettinum eru með það næði sem gefst til æfinga í Skálholti, en þau segja að það sé sjaldgæft að fá slíka aðstöðu. „Við vinnum öll fulla vinnu og ekki óalgengt að æft sé undir miðnættið og sungið um sveitir á þeytingi. „Það er dýrmætt að fá viku í Skál- holti til æfinga og sjaldgæft að fá slíka að- stöðu og vonandi skilar það sér á tónleikun- um,“ segir Kristján bassi og hin taka undir og tjá þakklæti til gestgjafa sinna í Skálholti. Tjarnarkvartettinn hefur ekki verið við eina fjölina felldur í tónlistarvalinu, því hann hefur fengist við djass- og dægurlög auk kirkjulaga og madrígala. Þá hefur kvartettinn sungið inn á tvær geislaplötur og haldið tónleika heima og heiman. Að loknum söng Tjarnarkvartettsins í dag heíja þau Poul Hoxbro og Agnethe Christen- sen flutning sinn á Maríusöngvum frá miðöld- um. Agnethe Christensen og Poul Hoxbro hafa sérhæft sig í miðaldatónlist og stofnuðu árið 1992 tónlistarhópinn ALBA. Agnethe nam við Konunglega tónlistarháskólann í Kaupmanna- höfn og við Schola Cantorum í Basel í Sviss. Hún hefur lagt sérstaka áherslu á endurreisn- ar- og barokktónlist og m.a. tekið þátt í upp- færslum á barokkóperum með Malgiore, Will- iam Christie og Reinhard Goebel. Agnethe er gestakennari í barokksöng við Tónlistarhá- skólann í Malmö og syngur með barokksöng- hópunum Concert Spirituale og AURORA. Poul Hoxbro nam blokkflautuleik við Tón- listarskólann á Fjóni þar sem hann sjálfur kennir í dag. Hann hefur m.a. kannað þjóð- lagatónlist Perú og Bólivíu og sérhæft sig í miðaldatónlist og lagt áherslu á útsetningar á tónlist tímabilsins fyrir pípu og slagverk. Agnethe og Poul hafa víða komið fram og fengið til liðs við sig þekkt tónlistarfólk s.s. Dan Laurin, blokkflautuleikara, Pia Hansen, mezzósópran, og Helen Davies, miðaldahörpu- leikara. Agnethe verður fyrst fyrir svörum er þeirri spurningu er varpað fram hvað sé eink- um heillandi við sönglög sem samin voru í Evrópu um það ieyti er íslendingasögurnar voru ritaðar. „Lagahöfundarnir skrifuðu lítið niður á blað þannig að það gefst færi á að spinna út frá þeim,“ segir hún. Að auki finnst mér gott að geta notað þann bakgrunn sem ég hef í flutningi á sænskum alþýðulögum." Þau segja að margir flokkar tónlistar séu til frá miðöldum og að af nógu sé að taka, eink- um þegar komi fram á 13. og 14. öld. „Flutn- ingur á þessari tónlist fer vaxandi og áheyr- endahópur okkar er ótrúlega breiður," segir Poul. „I mörgum lögunum eru grípandi við- lög, sem hægt er að læra á staðnum og við setjum okkur gjarnan í mismunandi stellingar á tónleikum. Við höfum stundum notað magn- ara á flauturnar, sem eru ekki kraftmiklar að upplagi. Eitt skiptið höfðum við lélegan hljóðmann sem keyrði heldur betur upp kraft- inn svo að flautan yfirgnæfði allt.“ Þó að flutningur miðaldatónlistarinnar gangi að verulegu leyti út á spuna er langt í frá að Poul og Agnethe leggi misjafnlega út af lag- línu frá einu skipti til annars. Þau segja að flutningur þeirra sé frekar sú niðurstaða sem fáist af yfirlegu yfir ýmsum möguleikum sem séu fyrir hendi þannig að áheyrandi heyrir ekki nema blæbrigðamun frá einu skipti til annars. „En auðvitað er útilokað að flytja sama lagið eins tuttugu og fimm sinnum," segir Poul. Á morgun, sunnudag, kl. 15 verða tónleik- ar Poul Haxbro og Ágnethe Christensen endurteknir og kl. 17 hefst messa í Skálholts- kirkju. Tónlistarflutningur Tjarnarkvartetts- ins hefst í kirkjunni kl. 16.40 og þá flytur hann stólvers eftir síra Einar Sigurðsson í Eydölum í útsetningu Hildigunnar Rúnars- dóttur, tónskálds. I messunni flytja einnig Poul Hoxbro og Agnethe Christensen Maríu- söngva eftir Hildegard von Bingen. Boðið er upp á barnagæslu í Skálholts- skóla og kaffiveitingar seldar í skólanum. Aðgangur er að venju ókeypis og allir hjartan- lega velkomnir. VIKINGAORATORIA EFTIR NILS LINDBERG FRUMFLUTT Bergþór Pólsson í aðalhlutverki BERGÞÓR Pálsson baríton syngur aðalhlut- verkið á móti Önnu Eiding í viðamikilli vík- ingaóratóríu eftir sænska tónskáldið Nils Lindberg, sem frumflutt verður næstkom- andi fimmtudag undir beru lofti við Sögu- safnið í Stokkhólmi. Nefnist óratórían Runkárlek og taka Norðurlöndin höndum saman um að hleypa þessu verkefni af stokk- unum. Óratórían er samin fyrir kór, hljóm- sveit og einsöngvara og eru flytjendur alls tvö hundruð. í verkinu er blandað saman sinfónískri tónlist, djassi, þjóðlagahefð Dal- anna og mörgu öðru. Inntak verksins lýtur að tímamótum kristni og heiðni um árið 1000. Bergþór Pálsson hefur tekið þátt í æfingum í vetur og syngur hlutverk manns sem fer til ís- lands. „Ástæðan fyrir því að ég var valinn er líklega sú að forsvarsmönnum sýningar- innar hefur þótt við hæfi að fá íslenskan mann til þess,“ sagði Bergþór. „Þarna bland- ast saman ýmsir stílar eins og ,jojk“ en það er ákveðinn söngstíll frá Noregi. Svo er þarna ein söngkona sem kallar á kýrnar sínar með þjóðlegum hætti með því að syngja ákveðin stef á háum tónum svo fátt eitt sé nefnt.“ Bergþór stundaði leiklistarnám í vetur í Englandi og æfði með flytjendum í Stokkhólmi um helgar þegar hann kom því við. Tónskáldið lauk ekki við verkið fyrr en nú fyrir skömmu svo að Bergþór fékk sitt hlutverk í smáskömmtum eftir því sem samningu verksins vatt áfram. í tilefni af því að Stokkhólmur er menn- ingarborg Evrópu 1998 er ætlunin að flytja Runkárlek á vatninu milli konungshallarinn- ar og óperunnar næsta sumar og er því búist við að kostnaður við uppfærsluna hækki til muna en sem stendur hleypur hann á tugmilljónum. Ljósmynd/Eva Cederstam BERGÞÓR Páisson og Anna Eiding í hlutverkum sínum í víkingaóratóríunni Runkárlek eftir Nils Lindberg, sem frumflutt verður í næstu viku. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 1997 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.