Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.1997, Blaðsíða 11
Mynd:Rósa Ingólfsdóttir VEÐMÁLIÐ SMÁSAGA EFTIR ANTON TSEKOV „Ég fyrirlít bækur yóar. Ég fyrirlít alla blessun þessa heims, alla þekkingu hans. Allter hégómi, skamm- líft, loftkastalar og jgfn villandi og hillingar. Þér kunnió aó verg stoltir, vitrir og glæsilegir, en dauóinn mun má yóur af jörðinni eins og mýsnar undir gólffjölunum.“ ADIMMU haustkvöldi gekk aldinn bankastjóri um gólf á skrifstofu sinni og minntist veislu sem hann hafði haldið haust eitt fyrir fimmtán árum. Gáfað fólk hafði sótt veisluna og samræður höfðu verið athyglisverðar, meðal annars hafði dauðarefsing verið til umræðu. Meiri- hluti gestanna, sem samanstóðu af mörgum fræðimönnum og blaðamönnum, hafði verið á móti henni: að þeira áliti var þessi tegund refsingar ekki í takt við tímann, siðlaus og passaði ekki í kristið samfélag. Sumir töldu að breyta bæri dauðarefsingu hvar sem væri í ævilangt fangelsi. „Ég er á öðru máli,“ hafði bankastjórinn sagt við gestina. „Að sönnu hef ég ekki reynt á sjálfum mér hvorki dauðarefstingu né ævilangt fangelsi, en megi ég dæma a príori, tel ég að dauðarefsing sé siðaðri og mannlegri en fangelsisvist. Böðullinn slær snöggt og drepur en fangelsið gerir það sama hægt. Hvor böðullinn er mannvinur? Sá sem aflífar skyndilega eða sá sem dreg- ur úr þér líftóruna á mörgum árum?“ „Hvor um sig er jafn grimmur," sagði einn gestanna. „Hvor um sig miðar að því sama — að taka líf. Ríkið er ekki guð. Það hefur engan rétt til að taka það sem það getur ekki endurgoldið. Meðal gestanna var ungur lögfræðingur á að giska tuttugu og fimm ára gamall. Inntur eftir skoðun sinni sagði hann: „Dauð- arefsing og ævilöng fangelsisvist eru jafn siðlausar. En væri mér gefinn kostur á að velja á milli þess að vera tekinn af lífi og fangelsaður ævilangt, veldi ég hiklaust seinni kostinn. Líf er skárra en ekkert líf.“ Þá þegar höfðu fjörugar rökræður kvikn- að. Bankastjórinn, sem í þann tíð var bæði yngri og örari, missti stjórn á skapi sínu, barði í borðið og hvessti sig við unga lög- fræðinginn. „Það er ekki satt! Ég veðja við þig tveimur milljónum að þú endist ekki einu sinni fimm ár einn í klefa." „Sé einhver alvara á bak við veðmálið," svaraði lögfræðingurinn, „þá veðja ég því að ég haidi út í allt að fimmtán ár en ekki fimm.“ „Fimmtán! Samþykkt!“ þrumaði banka- stjórinn. „Herrar mínir, ég legg tvær milljónir undir!“ „Ég tek því! Þú leggur milljónir, ég legg frelsi mitt að veði!“ sagði lögfræðingurinn. Og þannig kom til þessi skyndilega og heimskulega veðmáls. Bankastjórinn, sem var spilltur og kærulaus í þá daga og kunni ekki aura sinna tal, var yfir sig glaður út af veðmálinu. Undir borðum hæddist hann að lögfræðingnum. „Áttaðu þig, ungi mað- ur, áður en verður um seinan,“ sagði hann. „Tvær milljónir eru mér ekki neitt, en þú hefur á hættu að glata þremur eða fjórum bestu árum ævi þinnar. Ég segi þremur eða fjórum, því þú heldur ekki lengur út. Og gleymdu því ekki, vesalings maður, að sjálf- viljug innilokun er mun strembnari en til- neydd. Tilhugsunin um það að þú getir á hverri stundu öðlast frelsi þitt á ný mun plaga alla tilvist þína í fangelsinu. Ég vor- kenni þér!“ Meðan bankastjórinn gekk um gólf í herberginu sínu minntist hann alls þessa. „Hver er tilgangurinn með þessu veð- máli?“ hugsaði hann. „í hvaða tilgangi var þessi lögfræðingur að kasta fimmtán árum ævi sinnar á glæ og ég að sóa tveimur milljónum? Hvernig gat þetta sannað að dauðarefsing sé hvorki betri né verri en ævilangt fangelsi? Engan veginn! Að mínu leyti var þetta hugdetta mannsins sem átti of mikla peninga, af lögfræðingsins hálfu helber græðgi.“ Skömmu seinna mundi hann eftir atburð- um sem fylgdu í kjölfar þessa kvölds. Ákveðið hafði verið að lögfræðingurinn sæti af sér undir strangri gæslu í einu af húsunum á eign bankastjórans. Skilyrðin voru: í fimmtán ár skyldi hann ekki fara yfir þröskuldinn, ekki hitta nokkra lifandi sálu né heyra mannsrödd, ekki fá dagblöð né bréf. Hann fékk hljóðfæri og átti rétt á bókum til lestrar, mátti skrifa bréf, drekka vín og reykja. Eina samband hans við um- heiminn skyldi fara um lítinn sérgerðan glugga og skyldi hann ekki mæla orð. Bækur, tónlist, vín og þvíumlíkt var honum heimilt eftir þörfum en einungis í gegnum gluggann og með orðsendingum. Því til sönnunar að innilokunin væri gerð af fúsum og frjálsum vilja, innihélt samningurinn hvert einasta smáatriði og skyldi hann sitja inni nákvæmlega fimmtán ár, frá því klukk- an tólf á hádegi þess 14da nóvember 1870 til klukkan tólf á hádegi þess 14da nóvem- ber 1885. Hin minnsta tilraun til að bijóta samkomulagið, jafnvel tveimur mínútum áður en afplánun lyki, skyldi fría banka- stjórann því að greiða milljónirnar tvær. Fyrstu tvö ár vistarinnar þjáðist lögfræð- ingurinn hræðilega af einsemd og leiðindum — eða svo mátti lesa úr knöppum orðsend- ingum hans. Dag og nótt hljómaði slagharp- an í klefa hans. Hann neitaði sér um vín og tóbak: vín, skrifaði hann, vekur þrár og þráin væri versti óvinur fangans. Aukin- heldur væri ekkert jafn niðurdrepandi og að drekka gott vín einn og yfirgefinn. Og tóbakið eitraði loftið í herberginu. Fyrsta árið lét lögfræðingurinn einkum útvega sér afþreyingarbókmenntir — skáldsögur með flóknum ástarfléttum, glæpareyfara, ævin- týralegar sagnir, skemmtibækur og þess- háttar. Á öðru árinu hætti tónlistin að berast úr húsinu og lögfræðingurinn bað einungis um sígildar bókmenntir. Fimmta árið heyrð- ist tónlistin aftur og fanginn bað um vín. Fólk, sem fylgdist með honum í gegnum gluggann, sagði að hann gerði ekki neitt allt árið annað en eta, drekka og liggja í rúminu, iðulega súpandi hveljur og muldr- andi við sjálfan sig. Hann opnaði ekki bók. Marga nótt sat hann hvíldarlaust að skrift- um. En þegar morgnaði reif hann allt það sem hann hafði skrifað. Oftar en einu sinni heyrðist hann gráta. Seinni hluta sjötta ársins helgaði lög- fræðingurinn sig tungumálanámi, heim- speki og sagnfræði. Svo hugfangin var hann af þessu viðfangsefni sínu að banka- stjórinnn átti í fullum föngum með að út- vega honum bækur; á fjórum árum hafði hann sent eftir nálega sex hundruð bindum. Meðan á þessari dellu stóð fékk bankastjór- inn eftirfarandi bréf frá fanga sínum: Kærí fangavörður! Þessar línur ríta ég á sex tungumálum. Sýndu sérfræðingum þær. Biddu þá að lesa þær. Finni þeir engar villur æski ég þess að skotið verði af byssu í garðinum tit merkis um það — það mun sanna að ég hafði ekki iðjað til ónýtis. Snillingar allra alda og landa tala ólíkt tungumál, en sami neistinn brennur innra með þeim. Ef þú aðeins þekktir þann guðdómlega neista sem ég finn fyrir í hjarta mínu nú þegar ég skil þá! Óskinni var fullnægt — bankastjórinn skipaði svo fyrir að hleypt yrði af tveimur skotum í garðinum. Að tíu árum liðnum sat lögfræðingurinn hreyfingarlaus og las ekki annað en guð- ' spjöllin. Bankastjóranum þótti það ein- kennilegt að sá sem tileinkað hafði sér sex hundruð vísdómsdoðranta á fjórum árum, skyldi eyða næstum einu ári í það að lesa þunnt og auðmeltanlegt hefti. í kjölfar guðspjallanna fylgdi trúarbragðasaga og guðfræði. Síðustu tvö ár innilokunarinnar las fang- inn geysilega og af handahófi. Fyrst las hann náttúruvísindi, þá bað hann um Byron eða um Shakespeare. Á nokkrum bleðlum bað hann um bækur um efnafræði, læknis- fræði, skáldsögu og heimspekilega eða guð- fræðilega ritgerð — allt þetta á einu bretti. Lestrarvenjur hans minntu einna helst á mann á sundi meðal braks af sökkvandi. skipi og það var sem hann gripi dauðahaldi ■* í hveija fjöl af annarri sér til bjargar. II Sem hann minntist þessa hugsaði gamli bankastjórinn með sér: „Á morgun klukkan tólf er hann fijáls. Og þá má ég greiða honum tvær milljónir samkvæmt samkomu- laginu. En borgi ég honum kemst ég í klípu. Það rýr mig inn að skinninu.“ Fimmtán árum fyrr hafði hann átt fleiri milljónir en hann gat talið, en nú óttaðist hann að eignir hans væru minni en skuld- ir. Hann hafði farið glæfralega að í kaup- höllinni og stundaði spákaupmennsku í bland við hófleysi sem hann hafði aldrei náð tökum á þrátt fyrir aukinn þroska og aldur. Hafði þetta höggvið skarð í auð hans og þessi hugaði, sjálfsöruggi og stolti auð- maður var ekki orðinn annað en smákall sem óttaðist hveija breytingu í reiknings- haldinu. „Bölvað veðmálið,“ tautaði gamli maður- inn fyrir munni sér og tók um höfuðið. „Hvers vegna gat maðurinn ekki dáið? Hann rænir mig síðasta skildingi, hann kvænist, hann nýtur lífsins, hann á eftir að spila á fjármarkaði meðan ég fylgist afbrýðissamur eins og betlari með honum. Á hveijum degi mun ég heyra hann segja það sama: „Hamingja mín er þér að þakka, - leyfðu mér að hjálpa þér.“ Nei, það er of langt gengið! Það eina sem kemur í veg fyrir gjaldþrot mitt og skipbrot er dauði þessa manns!“ Klukkan sló þijú. Bankastjórinn sperrti eyrun. Húsið var í fasta svefni — eina hljóð- ið sem heyrðist var kliður úr frosnum tiján- um fyrir utan. Hljóðlaust tók hann upp lykil- inn að dyrunum sem ekki höfðu verið opnað- ar í fimmtán ár úr eldtraustum skáp, klæddi sig í frakkann og gekk út. Það var dimmt og kalt og hann rigndi. Hvass rakur vindur ýlfraði um allan garðinn og gaf tijánum engin grið. Bankastjórinn hvessti augun en sá ekki til jarðar, ekki hvítar styttumar, húsið né trén. Þegar hann nálgaðist staðinn þar sem gestahúsið stóð _ kallaði hann tvisvar til varðmannsins. Hann fékk ekkert svar — hann hafði greinilega leitað skjóls undan veðrinu og svaf einhvers staðar í eldhúsinu eða í gróðurhúsinu. „Láti ég verða af ætlunarverki mínu,“ hugsaði gamli maðurinn, „fellur grunur fyrst á varðmanninn." Með því að þreifa fyrir sér í myrkrinu fann hann tröppurnar og dyrnar og gekk inn í holið. Þá þreifaði hann sig áfram inn á þröngan gang og kveikti á eldspýtu. Enginn var nálægur — einungis einhvers konar rúm án rúmfata var þarna og svart- ur kolaofn í horninu. Innsiglin á hurð her- - bergisins sem hýsti fangann voru óbrotin. Þegar slökknaði á eldspýtunni gægðist gamli maðurinn skjálfandi af æsingi inn um gluggann. í herbergi fangans logaði dauft kerta- ljós. Fanginn sat við borð. Það sá aðeins k LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.