Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1997, Blaðsíða 3
l.l.SHOK M()I!(,1\I5I\I)SI\S ~ Ml\\l\(, I.ISllli
33.tölublað - 72.árgangur
EFNI
Dagný
Kristjánsdóttir bókmenntafræðingnr
varði doktorsritgerð sína um Ragnheiði
Jónsdóttur rithöfund í febrúar síðastliðn-
um við Háskóla Islands. Hún þótti þá
bregða ^jósi á ýmislegt úr bókmennta-
heimi okkar fyrr á öldinni sem kyndugt
mætti kalla. I siðasta kaflanum sem heitir
Stríð eftir stríð, fjallar hún um átökin á
bókmenntasviðinu fyrr á árum og er ekki
í vafa um hveijir fóru þar halloka, án
þess þó að hún vilji kalla það samsæri.
Guðrún Egilson hitti Dagnýju að máli.
Svissneskir
listamenn opna sýningu í Listasafni ís-
lands í tengslum við ON Iceland myndlist-
arhátíðina í dag kl. 17. Þar er á ferðinni
listamannatvíeykið Peter Fischli/David
Weiss sem sýnir Innsetningu og Kanal-
video og Thomas Huber sem sýnir meðal
annars Draum Jakpos, málverk með hljóð-
bandi. Örlygur Steinn Sigurjónsson fjallar
um sýninguna.
Þýðingar
NjarðarP.Njarðvíkogfleiriánorrænum
skáldum fylla nú níu bækur en sú nýjasta
inniheldur þýdd ljóð eftir Finnlands-
sænska skáldið Lars Huldén. Njörður hef-
ur gefið þessar bækur út hjá eigin forlagi
sem nefnist Urta og hefur einkunnarorð
úr Predikaranum: Kasta þú brauði þínu
út á vatnið. Þröstur Helgason ræddi við
Njörð um útgáfuna.
Germanir
voru friðarspillar úr þokulandinu í augum
Rómverja, sem voru drottnarar heimsins,
en svo fór að heimsveldið stóðst ekki
þrýstinginn að norðan. En hveijir voru
Forn-Germanir, sem sagnaritarinn
Seneca taldi „tryllta og óhefta, ófæra til
agaðrar siðmenningar"? Um þessa forfeð-
ur nútíma Þjóðveija, sem ótrúlega lengi
studuðu mannfórnir, fjallar Siglaugur
Brynleifsson í samantekt.
A barnum
sat karlmaður á miðjum aldri, einn síns
liðs. Þetta hlaut að vera sá sem hún átti
að hitta. Hann mældi hana út, horfði á
breiðar vaggandi mjaðmirnar og stutt
pilsið sem opinberaði þreytt bólgin hné
og vöðvamikla kálfa. Lýsingin á þessu
stefnumóti er úr smásögu Kristínar
Sveinsdóttur sem heitir: Restaurant Ven-
us - staður elskenda.
Myndina á forsíðu tók Ásdís Ásgeirsdóttir í listasafni íslands en hún sýnir svissneska listamanninn Peter
Fischli taka upp verk sitt og David Weiss.
ÓLAFUR JÓHANN SIGURÐSSON
í ÞRASTASKÓGI
Angan af björk og ekkert kyrrðina rýfur:
Ég yrki og þykist laða í stökurnar hljóm,
unz önnur kliðan og unaðarfyllri svífur
andartaksstund um rjóður, lauf og blóm.
Hver söng þar? Já hver skyldi það vera?
„Hver nema blærinn,“ svarar lítill fugl
og horfír á mig: „Hvað ert þú að gera?
Hættu nú, góði, að pára þetta rugll
Þú yrkir vísast eins vel og þú getur
um ýmislegt sem fyrir sjónir ber.
Samt kveða frændur, blær og söngfugl, betur
um blóm og runna, skal ég segja þér!“
Sá litli hefur lög að mæla. Og þó
ljóða ég enn um stund á blóm og skóg.
Ólafur Jóhann Sigurósson, 1918-1988, var upprunninn úr Grafningi í Árnessýslu en fluttist
ungur til Reykjavíkur, þar sem hann varð einn helsti raunsæishöfundur ó íslandi eftir seinni
heimsstyrjöldina. Fyrir Ijóðabækur sínar, Aó laufferjum (1972) og Að brunnum (1974) hlaut
hann bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1976.
RABB
DRAUMSÝN
SEM HVARF
DRAUMURINN um betra
líf, tryggari afkomu, ham-
ingju og öryggi hefur
fylgt manninum frá upp-
hafi vega. Trúarbrögðin
buðu þjáðum og sjúkum
líkn með loforði um para-
dís eftir dauðann að því
uppfylltu að maðurinn breytti samkvæmt
lögmálinu. Flest þjóðfélög áttu sér hugmynd-
ir um heim þar sem allir voru hamingjusam-
ir og allar óskir uppfylltar. Þar ríkti einfald-
leikinn og jafnvægi milli manns og náttúru.
Fábrotnum þörfum mannsins mátti full-
nægja af ótakmörkuðum auðæfum náttúr-
unnar. í hinum fullkomna heimi voru engin
tilefni til styrjalda eða kúgunar. í hindúa-
helgisögninni Mahabharata segir:
Það voru engir guðir í Krita Yuga, heldur
engir djöflar. Ekkert var keypt eða selt,
enginn var fátækur og enginn ríkur, engin
þörf var á að vinna vegna þess að menn
fengu það sem þeir vildu með viljastyrknum
einum saman. Höfuðdyggðin yar að afsala
sér öllum holdlegum hvötum. í Krita Yuga
voru engir sjúkdómar, engin hrörnun, engin
sorg og enginn ótti.
En ekki sættu allir sig við drauminn um
betra líf eftir dauðann. Forn-Grikkir gerðu
ítrekaðar tilraunir til þess að skapa hið full-
komna ríki ájörðu. Hin pýþagórísku samfé-
lög á Suður-Italíu á sjöttu og fimmtu öld
fyrir Krist voru heimspekilega úthugsuð
samfélög. Þau voru merkilegasta tilraun
fornaldar til þess að skapa starfhæft þjóðfé-
lag grundvallað á skynsamlegri heimspeki.
En líkt og allar slíkar tilraunir var draumsýn-
in dæmd til þess að verða fórnarlamb hinn-
ar ómögulegu fullkomnunar.
Á meðan sjúkdómar, fátækt og mismun-
um á öllum sviðum voru daglegir fylgifiskar
mannlegs lífs var eðlilegt að einhvetjir veltu
fyrir sér leiðum til þess að bæta heiminn.
Snemma ráku menn sig á þá staðreynd að
öryggi, regla og hamingja eru vandmeðfarin
hugtök í mannlegum samskiptum. Maðurinn,
sem er árásargjarn að eðlisfari, hefur nátt-
úrulega tilhneigingu til þess að gera sér
aðra undirgefna. Þjóðfélag fyrirmyndarríkis-
ins gat þvi aðeins þrifist að þegnarnir gæfu
eftir hluta af persónufrelsi sínu og störfuðu
saman í sátt og samlyndi.
Draumsýnin um réttlátt þjóðfélag skaut
upp kollinum aftur og aftur í vestrænni
hugsun og því örar sem áhrif trúarbragð-
anna urðu veikari. Saga Rómaríkis sagði
hugsuðum endurreisnarinnar margt. Menn-
ing reis og féll og mönnum varð betur og
betur ljóst að pólitískum og félagslegum
stofnunum mannanna hnignaði örar en borg-
unum sem þeir bjuggu í. Þess vegna tóku
hugsuðir að velta því fyrir sér hvort ekki
mætti útiloka spillingu með því að hanna
rétt umhverfi og setja reglur í mannlegum
samskiptum. Draumsýnin um velferðarríki
nútímans var afsprengi endurreisnarinnar
blönduð hellenskri skynsemishyggju. Með
Utopiu Tómasar More árið 1516 var draum-
sýninni gefið nafn og strax á 16. öld hafði
orðið utopia náð að festa sig í sessi í evrópsk-
um tungumálum. Orðið vísaði til ímyndaðs
staðar á jaðri hins mögulega. Hjá More áttu
öll mein þjóðfélagsins upphaf sitt í einka-
eignarréttinum. Líkt og Karl Marx gerði
síðar, reyndi More að sýna fram á að svo
lengi sem einkaeignarrétturinn væri við lýði
væri enginn möguleiki á réttlátu þjóðfélagi.
Hamingjusömu lífi yrði aðeins lifað í þjóðfé-
lagi jafnréttis og félagsskapar.
Nú tóku hjólin að snúast hraðar. Vísindi
og bylting urðu boðberar nýrra tíma. Það
varð megininntak draumsýnar upplýsingar-
innar að byggja himneska borg úr múrstein-
um skynsemi og vísinda.
Ameríka varð fyrirheitna landið. „Við
Ameríkanar," skrifaði Hermann Melville árið
1850, „erum hin sérstaka útvalda þjóð -
ísraelsmenn nútímans, kyndilberar frelsis-
ins.“ Marx og Engels trúðu líka á Ameríku,
sem yrði útvörður sósíalismans, þar sem
engar miðaldarústir byrgðu sýn. Um þroska-
feril þessa unga fyrirmyndarríkis komst
Frantz Fanon svo að orði: „Fyrir tveimur
öldum ákvað fyrrverandi evrópsk nýlenda
að ná Evrópu. Þeim tókst það svo vel að
Bandaríkin urðu að skrímsli þar sem sjúk-
leiki og grimmd hafa vaxið í hræðilegar vídd-
ir.“
Hugmyndir 19. aldar hugsuða voru fyrst
og fremst mótaðar af vaxandi vísindahyggju
og ofurtrú á getu mannsins til þess að breyta
umhverfi sínu og aðstæðum. Draumsýnin
var um þjóðfélag þar sem fólk gæti nálgast
hvort annað sem smiðir sinna eigin örlaga.
Sósíalisminn varð til sem nútíma draumsýn.
Bilið milli kristinnar kenningar og breytni,
sem hafði öldum saman verið heitasta deilu-
mál i vestrænni hugsun, vék nú fyrir sam-
svarandi skoðanaskiptum um framkvæmd
jafnréttiskenninga sósíalismans. Enda kom
fljótlega í ljós að framkvæmdin var allt önn-
ur en kenningin.
Á 20. öldinni tóku draumóramennirnir
völdin. Gamalgrónum stofnunum og venjum
var ýtt til hliðar. Fullir sjálfstrausts og hroka
kepptust kastalasmiðir nútímans, stjórn-
málamennirnir, við að byggja skýjaborgir
drauma sinna. Hugmyndir eru hættuleg leik-
föng. Öfgakenningar nasisma, fasisma og
kommúnisma og koma boðbera þeirra í
valdastóla nokkurra öflugustu ríkja Evrópu
urðu til þess að mörgum varð ljós sú hætta,
sem framkvæmd draumsýnarinnar hafði í
för með sér. Rithöfundar eins og Aldous
Huxley og George Orwell bentu á þá hættur
sem fylgdu ofstjórnun þar sem fólk var svipt
frumkvæði, sköpunargáfu og frelsi. Marg-
breytileiki lífsins og einkalíf var eyðilagt.
Slíkt gat á endanum aðeins leitt til stöðnun-
ar. Líkt og ofsatrúarmenn fyrri alda urðu
draumóramennirnir að grípa til þess úrræðis
að beija niður andstöðu með ofbeldi til þess
að tryggja framgang hugmynda sinna. Til-
raunin til þess að láta hinn sósíalíska draum
rætast bjó tii fangabúðir. Ofstjórnartilhneig-
ingar nasisma og fasisma drógu fram allt
hið versta í mannlegu eðli. 20. öldin varð
blóðvöllur öfgakenninga og þjóðernishreins-
ana. Öldin, sem átti að færa okkur hið full-
komna þjóðfélag, hefur skákað öllum fyrri
öldum í glæpum gegn mannkærleika og
mannkynið er komið í þá stöðu að útrýming
alls lífs á jörðinni er vel hugsanlegur mögu-
leiki. Í stað einfaldleika draumsýnarinnar
höfum við skapað veröld þar sem þarfir
mannsins eru ótakmarkaðar. Nýjar verða til
örar en tekst að uppfylla þær gömlu. Stjórn-
málamenn eru loks að átta sig á því að hið
fullkomna ríki verður aldrei til. Líkt og Aldo-
us Huxley spáði snemma á öldinni leitar
heimurinn til baka til þjóðfélags, sem er
raunsærra, ófullkomnara en fijálsara.
Við lifum á einkennilegum tímum. Öfga-
stefnur hafa endað í öngstrætum og heimur-
inn hangir í hugmyndafræðilegu tómarúmi.
En eins og alltaf mun mannsandinn sjálf-
sagt fínna hugmyndum sínum nýjan faiveg,
ferskir spámenn rísa upp og boða nýjar
draumsýnir. Leitin að hinni ómögulegu full-
komnun mun halda áfram.
ÁRNI ARNARSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. ÁGÚST 1997 3