Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1997, Blaðsíða 11
RESTAURANT VENUS - STAÐUR ELSKENDA SMÁSAGA EFTIR KRISTÍNU SVEINSDÓTTUR Hún stóó upp óstyrkum fótum oq studdi siq vió borórendur og dyrastgfi á leióinni fram. í speglinum á baóherberginu sá hún þrútió andlit og reytt hár sem einhvern tíma fyrir lönqu hafói verió litaó Ijóst. Hún togaði pilsió lengra niður og reyndi að koma lagi á fleginn bolinn. ELLÝ TÓK við skiptimyntinni úr lófa leigubílstjórans og steig út úr bílnum. Ljósaskilti yfir dyrunum blikkaði úr rauðu yfir í blátt: Restaurant Venus - staður elskenda. Hún spe- glaði sig sem snöggvast í möttu glerinu á hurðinni og strauk létt yfir hárið um leið og hún gekk inn óstyrkum fótum. Á móti henni barst megn steikarlykt, blönduð gamalsúrum þef af bjór og augu hennar voru dálitla stund að venjast rósrauðri birtunni fyrir innan. Hún litaðist um. Við tvö borð sátu pör sem töluðu saman. Á barnum sat karlmaður á miðjum aldri, einn síns liðs. Þetta hlaut að vera sá sem hún átti að hitta. Hún gekk hægt í áttina til hans og virti hann fyrir sér á meðan. Þetta var þrekinn og stórgerður maður (útlit hans var jafngrófgert og rödd- in í símanum). Hann mældi hana út á móti, horfði á breiðar vaggandi mjaðmirnar og stuttpilsið sem opinberaði þreytt bólgin hné og vöðvamikla kálfa. Þegar hún kom að barnum strauk hún pilsið svolítið ofar, lyfti mjöðminni og mjakaði sér upp á háan bar- stólinn við hlið hans. Pempíulegur þjónn stóð við barinn með krosslagða handleggi og blístraði kæruleysislega. Hún rétti fram raka höndina og kynnti sig. Ellý, sagði hún. Dagbjartur, sagði hann, öðru nafni Skuggi, og þau tókust laust í hendur. Rödd hans var dimm og svolítið rám, varirnar þykkar og blóðríkar og tennurnar gular og stórar (eins og í hesti, hugsaði hún). Drykk? spurði hann. Kúbalíbra, svaraði hún og bætti við til skyringar, ég elska allt sem er spánskt. Hann pantaði tvöfaldan viskí á ís og tvö- faldan kúbalíbra. Pempíulegi barþjónninn hélt áfram að blístra, teygði sig í hillurnar eftir flöskunum og blandaði í glösin. Skjálfhent tók Ellý upp sígarettupakka, fékk sér eina og kveikti í. Jæja, sagði Dagbjartur kallaður Skuggi, skál fyrir okkur og verslunarmannahelginni. Skál fyrir okkur. Þú lítur öðruvísi út en ég bjóst við. Öðruvísi hvernig? spurði hún. Einhvern veginn öðruvísi, kannski eldri. Málrómurinn er yngri en útlitið á ég við. Hann lyfti glasinu upp að þykkum vörunum og tók gúlsopa af viskíinu. Og útlifaðri? spurði hún. Það má kannski segja það, svaraði hann og yppti öxlum. Tvídjakkinn var honum þröngur yfir herðarnar, ermarnar stuttar og trosnaðar að framan. Ég hef svosem upplifað ýmislegt líka. Hann hefði ekki þurft að orða það, útlit hans laug ekki. (Augnaráð hans var á sveimi og hún var ekki viss um í hvort augað hún ætti að horfa.) Þú hefur ekki farið neitt um helgina frem- ur en ég, spurði Ellý til að segja eitthvað. Hvert þá? Halló Akureyri eða bindindis- mót í Galtalæk? Ég held maður geti eins skemmt sér í bænum. Hann var búinn úr glasinu og barði því nokkrum sinnum í borðið til að ná athygli barþjónsins. Hún drakk líka í botn og þjónninn fyllti bæði glösin á ny. Ert þú föst á stefnumótalínunni? Fastráð- in meina ég? Maður reynir að ná sér í aukavinnu á kvöldin og um helgar, svaraði Ellý, ef eitt- hvað er að hafa. Nokkrar skattfijálsar krón- ur af og til geta komið sér vel, bætti hún við. Þú ert í ódyrasta klassa, vinan, vissirðu það, sagði hann og glotti svo að skein í gular hrossatennurnar. Bottom class, you know! Hún móðgaðist og ákvað að svara í sömu mynt. Það mætti segja mér að þú værir ekki í toppklassa heldur. Maður þótti nú með þeim reffilegri hér áður fyrr, vinan. Þá voru peningar ekki vandamál og drottningarnar féllu fyrir manni í knippum. Fallvaltleiki lífsins, svaraði hún og sló sígarettunni fast á brúnina á öskubakkan- um svo að askan hrundi af. Henni hitnaði að innan af reiði. Hún hafði líka átt sín tækifæri áður. Skál, sagði hanr,. Þau skáluðu og drukku í botn. í innsta herberginu stóð frátekið borð við gluggann. Kerti brann í körfuklæddri flösku. Marglitt vax hafði runnið eftir henni í taumum niður á rauðköflóttan dúkinn. I litlum vasa stóðu rykfallnar baldursbrár úr plasti. Við hin borðin sátu nokkur þokuleg pör. Viljiði hvítvín eða rauðvín með matnum? spurði þjónustustúlkan, barnung og ljós. Ellý vorkenndi henni að vera ekki í Þórs- mörk. Skuggi ákvað að það skyldi vera rauðvín. Kalt eða volgt, spurði stúlkan kurteis. Hann leit spyrjandi á Ellý og um leið sá hún að vinstra auga hans stóð kyrrt en það hægra horfði blóðhlaupið á hana. Kalt, það er heitt hérna inni éins og í víti. Svitalækir voru farnir að renna undan bijóstum hennar og eins og til að leggja áherslu á orð sín klæddi hún sig úr jakkan- um og lét hann falla niður með stólbakinu. Upphandleggir hennar voru holdugir og hvítir. Hún ýtti diskinum ofar á borðið og lét olnbogana og þung bijóstin hvíla á borð- brúninni. Þjónustustúlkan kom með flösku og fyllti glösin upp að brún af dimmrauðu víninu. Ellý hélt matseðlinum frá sér í arms- lengd á meðan hún las. Skuggi pantaði handa þeim nautasteik og fór að tala um sjálfan sig. Verktakabissnissinn á íslandi er töff bissniss, skilurðu. Maður verður að vera hörkutól til að komast áfram í þessum bransa. Harður eins og stál. Verður að hafa öll spjót úti, nota allar aðferðir skil- urðu. Vera harður við sjálfan sig og aðra, það er málið. Hann hafði byijað með tvær hendur tóm- ar og stóð nú uppi allslaus líkt og hann hafði byijað. Hún hlustaði með öðru eyr- anu, hafði heyrt lífsreynslusögur þessari líkar áður. Tvær stúlkur sátu saman í rökkvuðu horni, fléttuðu saman fingrum og horfðu Mynd: Sigríður Sigurjónsdóttir heitum augum hvor á aðra. Augu þeirrar sem sneri að Ellýju voru svört og stór og glansandi í hvítpúðruðu andlitinu. Par við borðið næst þeim talaðist ekki við. Konan hrærði í glasi sínu með vísi- fingri hægri handar, fiskaði ísmolana upp einn af öðrum, stakk þeim upp í sig og saug. Giftingahringur hennar var breiður og efnismikill. Maðurinn horfði tómum aug- um út í bláinn. Fyrir utan gluggann gengu úlpuklædd hjón með hendur fyrir aftan bak. Hurfu inn í dimm undirgöng handan götunnar, hann fimm skrefum á undan, hún fimm skrefum á eftir. Komu út aftur og hurfu inn í næstu undirgöng, hann fimm skrefum á undan, hún fimm skrefum á eftir. Það var í myrk- um göngum líkum þessum sem Ellý hafði, við dauft skin frá vasaljósi, gleypt í sig safaríkustu síðurnar úr Rauða rúbíninum og í fyrsta sinn fundið þennan seiðandi fiðr- ing sem seinna varð að sogandi straumi sem dró hana af svo miklu afli að hún átti ekk- ert þrek til að standast á móti. Ég var með byssudellu frá því ég var strákur fyrir vestan, það endaði með ósköp- um. Konan og maðurinn við næsta borð stóðu upp og fóru. Þjónustustúlkan hreinsaði af borðinu og inn gekk annað par, hún dökk- hærð og hávaxin í skærrósóttum kjól. Ein- hver sem Ellý hafði séð áður. Líktist að minnsta kosti einhverri sem hún hafði þekkt. En hún kom henni ekki fyrir sig. Þau settust við auða borðið. Hann elskaði að skjóta á allt kvikt, fugl, sel, mink, ref. Var veiðimaður af ástríðu. Átti ótal byssur, skammbyssur, riffla, haglabyssur. En eftir voðaskotið hafði hann losað sig við þær allar nema eina. Öryggisins vegna, skilurðu vinan, maður veit jú aldrei! Ellý horfði á rauða tauma renna niður eftir skyrtubijósti hans. (Safinn úr steik- inni, hugsaði hún, það hlýtur að vera safínn úr steikinni.) Hvað endaði með ósköpum? Hún fann að tungan var farin að þykkna í munni hennar. Hann hafði hitt stúlku á dansleik á Sögu, glæsipíu, farið með henni heim og sest upp hjá henni. Þau voru bæði í algjöru rugli. Þekkt fyrirbæri í Reykjavík, sagði hann, skilurðu. Ég yfirgaf fjölskylduna. Fannst þetta vera rétta konan fyrir mig. Hún var bijálæðislega falleg og djörf, gerði mig alveg óðan. Við vorum í því að skemmta okkur. Það var eitthvað annað en djöfuls þrasið heima. En eftir nokkra mánuði vildi hún losna við mig aftur, helvítis gálan. Ég sótti haglabyssu, stakk út úr einni gin- flösku og plaffaði í kviðinn á mér. Það er allt og sumt sem ég man. Innyflin spýtt- ust út um allt og stofan leit víst út eins og sláturhús á eftir. Skotið átti að lenda ofar, skilurðu, en það er ekki svo auðvelt að kála sér með haglabyssu, jafnvel ekki fyrir skyttu eins og mig. Fólk í stigagang- inum vaknaði við hveliinn og einhver hringdi í lögguna og svo kom sjúkrabíll- inn. Þeir voru í marga mánuði að tjasla mér saman, skilurðu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. ÁGÚST 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.