Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1997, Blaðsíða 15
VARPA ÞU BRAUÐI ÞÍNU ÚT ÁVATNIÐ . . . Njöróur P. Njaróvík stofnaói bókaútgáfung Urtu árió 1987 en hún hefur þaó aó markmiói aó gefa út þýóingar á Ijóóum norrænna nútímaskálda. ÞRÖSTUR HELGASQN hitti Njöró sem nú hefur ný- lega sent frá sér níundu bókina í Urtuflokknum. NJÖRÐUR P. Njarðvík, prófessor, skáld og þýðandi, hefur valið ljóð- aútgáfu sinni Urtu einkunnarorð sem sótt eru í Predikarann en þar stendur á einum stað: „Varpa þú brauði þínu út á vatnið". Um seinni hluta þessarar máls- greinar hefur hann viljað láta liggja á milli hluta en hann hljómar þannig: „því þegar margir dagar eru um liðnir, munt þú finna það aftur.“ „Þetta byijaði á því að mig langaði til að þýða Bo Carpelan," segir Njörður. „En ég fékk engan útgefanda og ákvað því að gefa hann bara út sjálfur. Síðan hefur þessi útgáfa undið upp á sig. Ég hef fengið styrki úr Norræna þýðingarsjóðnum sem hafa dugað svona nokk- urn veginn fyrir prentun og pappír. Þetta er því fjárhagslega stöndug útgáfa nema hvað ég hef ekki getað greitt höfundar- og þýðing- arlaun; menn hafa gefið vinnu sína í þetta en auk mín hafa þýðendur verið tveir, Hjörtur Pálsson og Eyvindur Pétur. Útgáfan hefur sem sé ekki skilað hagnaði en hún hefur heldur ekki komið út í tapi. Ég hef verið að kasta þessum brauðmolum út á vatnið og hvað um þá verður veit ég svo sem ekki.“ Ekki gróóavegur Útgáfubækur Urtu eru nú orðnar níu talsins en allar eru þær þýðingar á norrænum ljóð- skáldum. Nýjasta bókin kom út síðastliðið vor en það var þýðing Njarðar á ljóðum Finnlands- sænska skáldsins Lars Huldén og nefnist hún Ekki cilgerlega einn. Hinar bækurnar eru Ferð yfir þögul vötn eftir Bo Carpelan (1987) í þýðingu Njarðar, Hvert sem við förum eftir Henrik Nordbrandt (1988) í þýðingu Hjartar Pálssonar, Tré og himinn eftir Tomas Tranströmer (1990) í þýðingu Njarðar, Bréf til birtunnar eftir Rolf Jakobsen (1991) í þýð- ingu Hjartar Pálssonar, Landið sem ekki er til eftir Edith Södergran (1992) í þýðingu Njarðar, Árin sýna enga miskunn eftir Hannu Mákela (1993) í þýðingu Eyvindar Péturs, Vindar hefja sig til flugs eftir Werner Aspenström (1994) í þýðingu Njarðar og Við höfum ekki sést lengi eftir Jaan Kaplinski (1995) í þýðingu Hjartar Pálssonar en þess má geta að Kaplinski er eistneskur höfundur. Það er ekki gróðavegur að gefa út ljóðabækur, ekki einu sinni íslensk ljóð. Njörð- ur segir að Urtubækurnar hafi selst heldur lítið. Prentuð hafa verið fjögur til fimm hundr- uð eintök af hverri bók og er aðeins ein þeirra uppseld, bók Edith Södergran. Ljóð ekki hægt að þýða Það sem vakir fyrir Nirði í útgáfu þessara norrænu skálda er að gefa heildstæða mynd af skáldskaparferli þeirra. Hann segir réttilega að íslénskar ljóðaþýðingar hafi yfírleitt verið sýnishorn margra skálda héðan og þaðan, eins og til dæmis hjá Magnúsi Ásgeirssyni. I Urtu- Morgunblaóió/Ásdís „MAÐUR er í raun að vinna verk sem er óvinnandi. En það er bara skemmtilegt,“ segir Njörður P. Njarðvík um þýðingar sínar. útgáfunum hefur í flestum tilfellum verið þýtt úr öllum bókum viðkomandi skálds og ritaður stuttur inngangur um höfundinn og verk hans. Ljóst má vera að með þessum bókum hefur verið unnið mikið og mikilvægt kynningarstarf á norrænni ljóðlist og er sérstaklegá athyglist- vert að eingöngu hefur verið þýtt eftir nútíma- höfunda. Södergran er þeirra elst (1892-1923) en hana má telja upphafsmann módernismans í bókmenntum sem ritaðar eru á sænskri tungu. Njörður segist raunar hafa verið persónulega kunnugur öllum skáldunum sem hann hefur þýtt, nema Södergran auðvitað. Segir hann að það hafi oft komið sér vel því hann hafi getað borið ýmis þýðingarvandamál undir höf- undana. „Annars þarf að hafa margt í huga þegar maður velur ljóð til þýðingar. Skáldið þarf að vera gott og höfða til manns persónu- lega. í öðru lagi reynir maður að velja ljóð sem eru einkennandi fyrir skáldið á hveijum tíma. En svo þarf líka að takmarka valið við ljóð sem maður treystir sér til að þýða. Sum ljóð þessara skálda er ekki nokkur leið að þýða. Og svo kannast menn kannski við kenningu um að ljóð sé yfirleitt ekki hægt að þýða. Ástæðan fyrir því er til dæmis tvíræðni í merk- ingu orða. Maður er í raun að vinna verk sem er óvinnandi. En það er bara skemmtilegt." Alvarlegur undirtónn hefur stundum þótt einkenna ljóð norrænna skálda en Njörður segir að það sé ekki einhlítt. „Kimnin er til dæmis ekki langt undan hjá Lars Huldén og það vottar fyrir henni hjá Tranströmer. En alvarleiki - er hann ekki einkenni á ljóð- list yfirleitt?“ Njörður segist ekki vita hvernig framhaldið verði á útgáfu sinni, hann sé ekki að þýða neitt sem stendur en sé þó farinn að velta fyrir sér næsta fórnarlambi, eins og hann kemst að orði sjálfur. A ÞJOÐLEGUM NOTUM TONLIST Sígildir diskar ORFF/KEETMAN Carl Orff & Gunild Keetman: Orff Schulverk Vol. I-II. Godela Orff, rödd; Marina Koppelstetter (MS); Markus Zahnhausen, blokkflautur; Karl Peinkofer, Andreas Schumac- her, slagverk; Carolin Widmann, Sonja Korkeala, fiðlur; Sabina Lehrmann, selló; Karl Peinkofer slagverkshópurinn u. stj. Karls Pein- kofers; Madrígalakór Tónlistarhá- skólans í Miinchen u. stj. Max Freys. Lagaval, útsetningar og listræn um- sjón: Wilfried Hiller. Celestial Harm- onies 13104-2,13105-2. Upptaka: DDD[?j, Miinchen|?] 199[?]. Utgáfu- ár: 1995. Lengd (2 stakir diskar): 65:21 & 62:15. Verð (Japis); 1.490 kr. hvor. BÆVERSKA tónskáldið Carl Orff (1895-1982) sló fyrst (og að illkvit- tinna haldi jafnframt síðast) í gegn með „sviðsrænu" kantötu sinni Carm- ina tíurana 1937, er kór íslensku óperunnar færði eftirminnilega upp fyrir nokkrum árum. Og hvað sem segja má um önnur verk Orffs, þ.á m. 8 óperur, þá heldur kantatan við mið- aldadrykkjuvísur og ástarkvæði flökkustúdenta enn sömu vinsældum og í upphafí. En þó að hún ein nægði til, er önnur grein og fjarskyldari sem ekki síður kemur til með að halda nafni Orffs á lofti: kennsluefni það og tón- uppeldiskerfi er hann útbjó milli 1930-55 undir nafninu Orff Schulw- erk sem enn er börnum og barnatón- menntakennurum um heim allan til sífelldrar hvatningar og hugmynda- auðgunar, þar sem áherzla er lögð á frumþætti tónsköpunar eins og hryn, hreyfingu og spuna. Á sinn hátt er hér kannski enn eitt afturhvarfíð til hugmynda Forng- rikkja um einingu listgreina (hvorki það fýrsta né það síðasta). Þar að auki lá sú skoðun óneitanlega í lofti á millistríðsárum, að líta bæri á list- sköpun sem handverk fremur en guð- dómlegan innblástur hins útvalda. Báru fjölmörg tónverkasöfn til kennslubrúks frá þeim tíma þess merki, enda var áherzlan á uppeldi og handverk þessutan meðal leiða til að losa sig við fagurfræði rómantíkur. Hitt er svo auðvitað sanngjörn spurning, hvaða erindi kennsluefni fyrir böm eigi í dálk um sígilda hljóm- diska. Vissulega er svæðið „grátt," flokkunarlega séð. En kjarni málsins snýst þó ávallt um inntak og gæði. I músík skiptir í rauninni hvorki máli hvað hún er né hvaðan eða hvemig hún er fengin, heldur hvemig hún hljómar. Hvað hún segir manni. Hversu mikið - og hversu vel. Það kom satt að segja á óvart, hvað þessi einföldu tóndæmi - mörg þeirra örstutt - gátu höfðað mikið til manns. Flest stef eru sáralítið eða alls ekkert þróuð, kontrapunktur hverfandi (nema í hinum skemmtilegu litlu keðjum Gunildar Keetmans), og ekkert form flóknara en ABA eða einfalt rondó. Að vísu mun hér eitt- hvað málum blandið, því nokkrum æfíngum hefur verið skeytt saman, ]iær endurútsettar og að likindum lagaðar til, auk þess sem efninu hefur verið raðað hlustvænt niður. Ekki sízt er flutningurinn þungur á metum, því hann er allur framúr- skarandi góður og fjölhæfari og fág- aðri en grunnskólabörnum er ætl- andi. Á móti kemur, að sungnu lögin geta verkað dálítið annarleg, sungin eins og þau eru af þroskuðum full- orðnum söngkonum. En úr því hróflað var við upphaflegu efni á annað borð, gerir það kannski minna til. Mestu skiptir þó, að þessi agnar- smáu „ör-lög“ eru mörg furðu gef- andi. Hvert þeirra geymir varla meira en eina hráa grunnhugmynd, en hún er samt oftast það góð að hún örvar hugmyndaflug hlustandans til frekari úrvinnslu eða spuna. Eftir stílblæ að dæma virðast þau Orff og Keetman hafa sótt fyrirmyndir sínar víða, til miðevrópskra bama- og þjóðlaga, miðaldatónlistar, Nýja heimsins (latin og jass) og austur á bóginn alla leið til Japans; sem sé einskonar „heims- tónlist," hálfri öld áður en hugtakið komst í tízku. Þegar öllu er á botninn hvolft, situr eftir sígild áminning um að jafnvel stærstu eikur spretta úr litlu akarni. ALFVÉN Hugo Alfvén: Dalarapsódía Op. 47; Sinfónía nr. 3 í E-dúr Op. 23; Svíta úr Den förlorade sonen (1957). Fílharmóníuhljómsveit Stokkhólms u. slj. Neemes JSrvis. BIS-CD-455. DDD, Stokkhólmi 5/1989. Útgáfuár: 1989. Lengd: 78:30. Verð (Japis): 1.490 kr. HUGO Alfvén (1872-1960) var kannski ekki merkasti sinfónisti Norðurlanda, en hann var - og er enn - meðal iiinna vinsælustu. Gegnfærslukvöð sinfóníuformsins virtist ekki eiga eins vel við hann og hið fijálslegra sinfóníska ljóð, eins og það birtist í kunnasta hljóm- sveitarverki hans, Sænskri rapsodíu nr. 1 („Miðsumarvöku") frá 1904, sem þykir óumdeitanlegt meistara- verk. Hefur hann hugsanlega snemma áttað sig á því að hann væri maður tilfínninga fremur en strúktúra; alltjent þáði hann aldrei prófessorsstöðu í tónsmíðum við Tónlistarháskólann í Stokkhólmi, þótt í boði væri. En hvað sem líður stærri tónverka- formum, þá þykir vald Alfvéns á orkestrun ótvirætt. Líkt og Nielsen lærði hann fagið innan frá með ára- langri hljómsveitarsetu sem fiðluleik- ari, en sneri sér alfarið að tónsmíðum þegar 1898. Hann hændist snemma að tónlist alþýðunnar og notaði alla ævi mjög sænsk þjóðiagastef í verk- um sínum. Miður mun kunnugt hér- lendis að hann samdi líka töluvert af kaffihúsa- eða „Salong“-tónlist, þó að eldri menn muni sjálfsagt eftir polkanum „Roslagsv?r,“ er varð að vinsælu popplagi undir nafninu Jo- hansson á 6. áratugnum, og sem heyra má í 7. þætti Svítunnar um glataða soninn á þessum diski. Svítan var eitt síðasta hljómsveitarverk hins aldna tónskálds, unnin upp úr sam- nefndum ballett, er saminn var eftir pöntun frá Konunglega leikhúsinu í Stokkhólmi og frumfluttur vorið 1957. Þjóðleg sveitarsælan blómstrar einnig í Dalarapsódíunni frá 1937, er samin var undir áhrifum frá lands- laginu við norðurenda Siljanvatns í Dölum. Þess má reyndar geta að Alfvén var bæði snjall vatnslitamál- ari og orðhagur, og í plötubæklingi má finna skemmtilega lýsingu hans á „prógrammi" verksins. Smíði Þriðju sinfóníunnar hófst í sólaryl Ítalíu - líkt og með nr. 2 eftir Sibelius - enda óvenju bjart yfir þessu litríka hljómsveitarverki. Ekki dofnaði yfir þegar að seinni hlutanum kom sumarið eftir (1906), þar sem aðalinnblásturinn stafaði af ást Hugos á Maríu Kröyer, eiginkonu Skagamálarans kunna. „[. . .]Mér var þessi sinfónía óður til gleðinnar," minntist tónskáldið síðar þessa sælu- sumars, enda tónverkið í allt öðrum anda en undangengnu sinfóníur hans tvær, er þóttu öllu akademískari tón- smíðar. Gagnrýnendur kvörtuðu sem vænta mátti undan skorti á framþró- un og stefrænni úrvinnslu í Þríunni, en ferskleg glaðværð verksins hefur engu að síður haldizt óbijáluð fram á þennan dag. Umræddur diskur er vel fylltur heillandi, aðgengilegri tónlist, og upptakan og spilamennska Stokk- hólmsfílharmóníunnar er í góðu sam- ræmi við öfundsverðu hljómburðina í hinni víðkunnu tónleikahöll sveitar- innar. Ríkarður Ö. Pálsson fjfe /^Land&iiiA w meötasúvvud aföígildri táiúiöt LAUGAVEGUR 26 P opið alla dagatil kl. 22. /// Sími 525 5040 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. ÁGÚST 1997 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.