Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1997, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1997, Blaðsíða 12
Hann sneri sér við og veifaði til ljóskunn- ar ungu. Hvað gerðist svo? spurði Ellý áhugalaus. Maturinn sem hún var nýbúin að renna niður gubbaðist upp í hálsinn á henni aftur og hún ýtti diskinum frá sér. Stúlkan í horninu, sú með hvíta andlitið, var farin að gráta. Axlir hennar nötruðu og svartir taumar runnu niður eftir kinnun- um, blönduðust hvíta litnum og voru orðnir gráir við niðurbeygð munnvikin. Vinkonan tók höfuð hennar milli handanna, hallaði sér fram og studdi enninu við enni hennar. Nú mundi Ellý allt í einu hvern konan í rósótta kjólnum minnti hana á. Hún leit snöggt til hliðar og sá að konan horfði á hana á móti. Hún var sláandi lík Jonna! Sömu augun, sama dökka hárið og efri vörin myndaði amorsboga, alveg eins og á * Jonna! Það var orðið skuggsynt úti og byijað að rigna. Rauðbláir glampar köstuðust taktfast líkt og eldglæringar á gluggana í húsunum á móti. Rautt-blátt, rautt-blátt, rautt- blátt... Þjónustustúlkan kom að borðinu með aðra rauðvínsflösku. Skuggi sá sér færi að seilast til hennar, grípa yfirum mjaðmir hennar og stijúka með annarri krumlunni þétt yfir rass hennar. Hinni strauk hann niður eftir lærunum og upp undir stutt pils- ið. Þú ert heppin að vera ekki í Þórsmörk, vinan. Ef þú værir þar væri löngu búið að nauðga þér, sagði hann ruddalega. Hræðsluglampi kom í augu stúlkunnar, hún vatt sig snöggt af honum og hraðaði sér fram. Láttu stúlkuna vera, sérðu ekki að þetta er bara bam? Ellý sá Ylfu fyrir sér. Þær voru á líkum aldri. Skuggi hló hæðnislega. Allt kvenfólk nýtur þess að láta káfa á sér, þar að auki er þær orðnar mannbærar um fermingu nútildags. Hann hellti glas Ellýar fullt svo flóði niður á dúkinn. í þetta sinn var vínið volgt, en það skipti engu. Hann hélt áfram að segja frá sjálfum sér. Ég gat ekkert unnið í heilt ár. Missti bissnissinn og allt heila klabbið. Nú keyrir maður vörubíl þegar eitthvað er að hafa. Ég skal sýna þér örið á eftir, vinan. Þær verða allar óðar í að kyssa á meiddið þegar þær sjá það. Ellý hafði ekki heyrt neitt frá Jonna síð- an hann fór. Hann gekk út einn dag um haust, án þess að kveðja. (Hún mundi að það hafði gerst sama daginn og Össur og Ylfa byijuðu í skólanum.) Hún frétti ekkert af honum fyrr en tveimur árum seinna. Þá vann hann í gosdrykkjaverksmiðju í Færeyj- um. Seinna var henni sagt að hann væri á olíuborpalli í Norðursjónum. Og einhver hafði þekkt hann sem þjón á veitingahúsi í smábæ í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Hún mundi ekki lengur hvar, enda skipti það ekki máli. Hún var fyrir löngu hætt að hugsa um Jonna. En hún mundi hvernig það hafði byijað. Eins og gerst hefði í gær. (Undarlegt hvernig eitt atvik getur brennt sig inn í vitundina og máist aldrei þaðan aftur, sama hvernig maður reynir að gleyma.) Hún hafði skroppið heim úr vinnunni til að sækja eitthvað sem hún hafði gleymt. (Hún mundi ekki lengur hvað það hafði verið.) Hún opnaði baðherbergis- dyrnar og þar í skærri birtunni fyrir fram- an spegilinn stóð Jonni, klæddur glansbláa sundbolnum hennar með hendurnar á grönnum mjöðmunum, hávaxinn og glæsi- legur eins og alvön stúlka á sýningarpalli. Andlit hans var farðað, varirnar litaðar el- drauðar og gylltir eyrnalokkar dingluðu eins og pendúlar undan liðuðu hárinu. Þau stóðu grafkyrr og störðu höggdofa á spegilmynd hvors annars. Það var eins og eilífðin næmi staðar. (Þjáningin í dökkum augum hans var eitt af því sem greyptist í vitund henn- ar og hún gat aldrei gleymt.) Svo snerist hún á hæli og hljóp út aftur án þess að taka með sér það sem hún hafði komið til að sækja. Hjartslættinum og blóðdyninum í eyrum hennar ætlaði aldrei að linna. Svo kom þessi lamandi ótti og gráturinn sem ekki vildi stöðvast. Grunsemdir risu eins og vofur upp úr gröfum sínum og dönsuðu ógnandi dans sinn um daga og nætur. I huganum raðaði hún saman atvikum sem höfðu púpað sig eins og sægur fiðrilda í undirmeðvitundinni, en brutust nú út úr hjúp sínum og flugu blinduð í ljósgildru. Jonni pía, stríddu bræður hennar. Hendir bolta eins og stelpa. Og föður hennar hafði mislíkað þegar hún fór að búa með hár- greiðslumanni. En hún elskaði Jonna og | Jonni elskaði hana, það eitt skipti máli. Áhugi hans á tískublöðum hafði til að byija með komið dálítið undarlega við hana, en sem fagmaður þurfti hann að fylgjast með, sagði hann og hún skildi það. Hann var líka fagurkeri sem naut þess að klæðast litríkum fötum og hafa fallega hluti í kring- um sig. Hún vildi að hann klæddist sömu litum og aðrir karlmenn, dökkbláu, brúnu, svörtu og gráu, en hann kaus rautt, bleikt og gult. Sýndi henni í tímaritunum myndir af ítölskum karlmönnum í skærlitum fötum, þeir væru þekktir fyrir glæsilegan klæða- burð, sagði hann. Hún fór ekki til vinnu í marga daga heldur sendi boð um að hún væri veik. Jonni fór til vinnu snemma á inorgnana og kom heim seint á kvöldin. Þau töluðust lítið við en bömin báru skilaboð á milli þeirra: Öss- ur, viltu biðja mömmu þína að rétta mér sykurinn. Ylfa, spurðu pabba þinn hvort hann geti vaskað upp í kvöld. En um atburð- inn sem gerst hafði í baðherberginu ræddu þau ekki. Heyrðu vinan, ég ætla að sýna þér örið á eftir. Ég mældi það einu sinni með tommu- stokk. Það er einir tuttugu sentímetrar, eða tommur vinan, skiptir ekki máli, ansi langt allavega. Þú færð að sjá það á eftir, vinan. Skuggi var orðinn þvoglumæltur. Ég ætla að skreppa fram, sagði hún. Henni var farið að líða illa. (Síst af öllu langaði hana til að skoða ör á kviði þessa grófgerða vörubílstjóra.) Pantaðu handa mér desert á meðan, ís með jarðarbeijasósu. Hún stóð upp óstyrkum fótum og studdi sig við borðrendur og dyrastafi á leiðinni fram. í speglinum á baðherberginu sá hún þrútið andlit og reytt hár sem einhvem tíma fyrir löngu hafði verið litað ljóst. Hún tog- aði pilsið lengra niður og reyndi að koma lagi á fleginn bolinn. Einhver birtist í dyrunum. Það var konan í rósótta kjólnum. Þær horfðu hvor á aðra í speglinum. Hún var ótrúlega lík Jonna, þessi kona. Hreyfíngamar, augun, hárið, allt! Ellý tók varalitinn upp úr veski sínu og reyndi eftir bestu getu að mála á sér varimar. Allt var komið á hreyfíngu þarna inni og gólfið gekk í bylgjum undir fótum hennar. Rommið og rauðvínið, auðvitað. Hún þoldi ekki lengur að blanda saman sortum. Þyrfti að muna það næst... Þyrfti að muna ... Konan í rósótta kjólnum setti stút á munninn og litaði varir sínar eldrauð- ar. Ellý gat ekki haft af henni augun. Kon- an horfði á hana á móti. Þær horfðust djúpt í augu og nú var það Jonni sem Ellý sá í speglinum. Jonni, klæddur skærbláa sund- bolnum hennar. Jonni, hávaxinn og glæsi- legur eins og ofurmódel á palli. Jonni, Jonni! Nú hófst gólfíð og hné, spegillinn svignaði og afmyndaði andlitin og líkamana tvo, teygði á þeim og þrýsti þeim saman svo að þeir urðu næstum að engu. Ellý svimaði og fannst hún ætla að ijúka um koll. Hún greip báðum höndum um vaskborðið og hélt sér þar dauðahaldi. Hávaxna konan greip þéttingsfast utan um hana, sneri henni að sér og þær horfðust lengi í augu, án orða. Svo gengu þær inn í veitingasalinn og hávaxna konan studdi þá lágvöxnu sem hallaði höfðinu upp að öxl hennar. Sú há- vaxna gaf barþjóninum merki um að hringja á bíl. Ellý hallaði sér nötrandi upp að dyra- stafnum fyrir utan á meðan hún beið. Fyr- ir ofan hana blikkaði ljósaskiltið á afláts úr rauðu yfir í blátt: Restaurant Venus, Restaurant Venus - staður elskenda. Ljósa- staurarnir grétu í regnúðanum og sjálf þurrkaði hún með lófanum tárin sem runnu í lækjum niður eftir kinnunum. Höfundurinn er húsmódir í Reykjavík. „Þekktfyrirbœri í Reykjavík., sagdi hann, skiluröu. Egyfirgaf fjölskylduna. Fannst þetta vera rétta konan fyrir mig. Hún var brjálœöislegafalleg og djörf geröi mig alveg óöan. “ SORPSÓLIN Norska skáldið Tor Ulven féll fyrir eigin hendi rúmlega fertugur. ÖRN OLAFSSON fjallar um skáldió í tilefni bókar meó eftirlátnum Ijóóum þess. TOR ULVEN þótti með mest spennandi skáldum Noregs. Hann féll fyrir eigin hendi fyr- ir tveimur árum, rúmlega fer- tugur. Fyrsta bók hans birtist fyrir tveimur áratugum, en þær urðu tólf alls. Fyrstu fímm voru ljóðabækur og birtust með fárra ára millibili. En síðan kom þögn á árun- um 1981-7, skáldið bjó í sjálfskapaðri ein- angrun, og enginn vissi hvað hann var að gera. Nú hefur það komið í ljós, með bókinni Eftirlátin Ijóð. Hann orti þijár heilar ljóðabækur, gekk frá þeim með nákvæmum fyrirmælum til setjara og útgefanda - en sendi þær ekki til forlagsins! Þær birtust nú saman í bók ásamt öðrum óbirtum ljóðum hans - en þó ekki öll. Því handritin gáfu líka nokkra skýringu á því að hann skyldi halda handritunum óbirtum, hann orti sum ljóðin upp í stutta lausamálstexta, og það varð síð- asta bókin frá hans hendi, Steinn og speg- ill, 1995. Ekki fer á milli mála að þetta var til bóta, og það sem ég hefí séð af lausamáls- ritum Ulven er óvenju gott, yfírleitt fremra ljóðunum. Grípum niður í miðbók þessara eftirlátnu ljóða, hún heitir Leikhús safnsins, og þar er ljóðið „Uppi í hæðum“. Þetta er stutt frí- ljóð eins og annað í bókinni, og byggt á andstæðum tröllaukinnar tækni annarsvegar, en hinsvegar dýralífs. Athygli vekur að ann- að dýrið er algengt rándýr, en hitt með forn- legustu dýrategundum, bæði hættulaus fólki. Andstæðumar tengjast af hinni algengustu og svipminnstu tækni, bílaumferð. Ljóðið hefst á lýsingu hrægamma, en endar á hinni ógurlegustu stríðsógn, stjörnustríðsáætlun- inni. Upphafsmyndin er fyrirboði þessa og táknmynd. Uppi í hæðum Yfir geimferðamiðstöðinni á Canaver- alhöfða svífa stanslaust kalkúngammar og svart gammar íhlýjum loftstraumunum. Þeir skyggnast um eftir hræjum beltisdýra, refa og annarra, sem sífellt er ekiðyfir af bílum á hinum mörgu asfaltvegum svæðisins, meðan geimfeijumar rísa upp á skot pöllunum tii að lyfta stríðinu út í geim- inn. Ein vinsælasta ljóðabók Ulven er Sorpsólin (Soppelsolen), sem birtist 1989. Þar er m.a. nafnlaust prósaljóð, sem notar algenga hluti, gamlar vasabækur, sem nærtækt tákn fyrir mannsævi. Flosnuðu þrútnu gömlu vasabækurnar í rauðgulu bandi. Fullar af ólæsilegum athugasemdum og drögum, sem eru ofin inn ínet útstrikana. Nöfn ogheim- ilisföng fólks sem aftur er orðið jafnó- þekkt og það var frá upphafi. Stund og staður án ártals. Síður þar sem skriftin hefur skolast burt og bara blá- leit klessa er eftir. Ogþað sem er hrein- lega horfið, heilar eða hálfar síður rifn- ar úr. Spor eftir kúlupenna, lindar- penna, túss, rauðkrít. Einnig einstakl- ingsfortíð verður óskiljanleg af sjálfu sér. Avlosning, 1993, er eina skáldsaga Ulven, og minnir í meginatriðum á meistaraverk Guðbergs Bergssonar Tómas Jónsson met- sölubók. Sögumaður er einnig hér ýmist far- lama öldungur á hæli, eða barn að aldri, og allt þar í milli, fullkominn glundroði á tímará- sinni. Annað er ólíkt sumt, einkum það, að hér er ekkert líkt ærslafengnum skopstæling- um Guðbergs. En þetta er samt mögnuð bók, maðurinn rifjar upp - ekki aðeins tilfinn- . 1 1" 1 ' ............ Ljósmynd Lors Aaronæs TOR Ulven ingaríkustu stundir ævi sinnar, heldur öllu fremur stundir hálfkaldra tilfínninga, stefnu- laust líf, og undir lokin: Ekki tilhugsunin um dauðann. Nei, það veldur ekki því, að þú finnur alltaf til sársauka á vorin, ískulda eins og þegar drukkið er vatn eftir kamfórubijóstsykur, það er kannski ekki einusinni sársauki, heldur sorg, örvænting, vegna hvers? hugsar þú, og heldur áfram: vegna lífs sem var ekki lifað, ekki gremja eða ótti við að eftir vissan tíma skynjir þú ekki neitt (dauðinn hræðir þig minna eftir því sem þú eldist), heldur nagandi tilfinningin fyrir að hafa ekki reynt neitt, ekki hafa átt neina raunverulega ævi, og, enn verra, að það er of seint að reyna neitt, eða kannski heldur hitt, að það sem þú hefð- ir átt að lifa var eitthvað allt annað en það sem í rauninni kom fyrir þig, að þú hafír misst af einhveiju, án þess að þú getir sagt hvað það var, og að núna er það of seint, og að öllu lífi þínu er á viss- an hátt kastað á glæ, fálm í blindni, sem leiddi ekki til neins. En verst er þó kannski, hugsar þú, þessi hræðilegi grun- ur um að það hefði ekki getað orðið öðru- vísi í neinu sem máli skipti, að það hefði ekki gagnað þótt þú hefðir tekið annað val, leitað uppi annað fólk, búið annars- staðar, haft annað starf, orðið eiginmaður og ekkill annarrar konu, og svo framveg- is, að breyting á öllum þessum þáttum hefði ekki leitt til þess að þú fyndir til minni sársauka á vorin (eins og núna) þótt þú hafír andstyggð á vetrum og unnir vorinu og sért þessvegna glaður þegar það kemur. Hversvegna ertu það? Smásögur Ulven eru ekki síður áhrifarík- ar, t.d. Vente og ikke se, 1994. Þar eru sögumenn allskyns jaðarfólk, einmana næt- urvörður, farlama einbúi sem á allt sitt tilfinn- ingalíf í því að horfa út um gluggann og ímynda sér líf fólksins sem hann sér; auk þess blindur og heyrnarlaus maður sem neyð- ist til að skríða út úr íbúðinni til að leita að mikilvægum hlut. Allir eru að gera einhvers- konar reikningsskil um líf sitt, t.d. sá sem minnist þess, að fyrir löngu var hann á bað- strönd með konu sinni og tveimur vinkonum hennar og önnur sagði, „ég færi barasta úr að ofan, ef þetta fólk væri ekki þarna“. Meira var það ekki. Mér finnst stundum að ég muni fleiri hluti sem ekki gerðust, sem aldrei varð af, en ég man af hlutum sem blómstruðu í fullri dýrð. Samkvæmt uppsláttarorðabókinni minni er því þannig háttað (bein tilvitnun) að I skelfíski liggur endaþarmurinn í gegnum hjartað. Mér finnst þetta vera upplýsingar sem ætti að vera hægt að nota til einhvers. Svona nöturlegt háð er dæmigert fyrir Ulven. Myndmál hans einkennist af rústum, beinagrindum og dauða. Ætla mætti að slíkt væri heldur dapurleg lesning, en það er nú öðru nær, samþjappaður og magnaður skáld- skapur er upplífgandi í eðli sínu. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. ÁGÚST1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.