Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1997, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1997, Blaðsíða 7
Hann segir fjarri sér að heija á stall jafn- hversdagslega hluti sem þessa og skírskot- ar til listsköpunarferlisins þegar lögð er orka og vinna í að skera út hlutina. Bara hægt aó horfa Boris Groys segir í grein sinni frá 1994, í lauslegri þýðingu Ingibjargar Jóhannsdótt- ur, um hugmyndafræði tvíeykisins að „Hlut- ur, gerður af Peter Fischli/David Weiss verður að list vegna þeirrar staðreyndar að hann er skorinn út í plastefni. Skilgrein- ing þessi kemur í stað hinnar gömlu sem byggir á því að hlutur verði listaverk vegna innri uppljómunar. Það undarlega gerist, með þessum skiptum á plasti og andlegri uppljómun, eru áhrifin í raun ósköp svipuð: hluturinn er rúinn notagildi og hlutverki, það eina sem hægt er að gera er að horfa á hann.“ Fischli segir að áhorfendur verði jafnframt að leggja sitt af mörkum til að ljá hlutunum gildi, ekkert síður en listamað- urinn. „Þetta framlag getur verið afar við- kvæmt og hverfur auðveldlega." Fischli orðar meginhugsun sína á þann veg að hlutirnir séu allir nátengdir ein- hverri athöfn eða virkni og grípur til samlík- ingar við þrældóm þar sem aðeins ein krafa sé til þeirra: að þeir séu gagniegir til ein- hvers brúks. „Við erum svo vön því að ætlast til að hlutir eins og penni eða hljóm- snælda geri eitthvert gagn, en það er ekki hægt að ætlast til neinnar gagnsemi af plasthlutunum því þeir eru algjörlega ónot- hæfir og gagnslausir og brothættir. Þetta ástand skapar nýtt rými gagnslausra hluta, en ég hneigist einmitt mjög að gagnsleysi hluta í listum," segir Fischli. Hitt verkið sem tvíeykið sýnir á listasafn- inu er myndbandið „Kanalvideo“, en það er samsett úr bútum sem listamennirnir komust yfir með myndum úr lagnakerfi Zurichborgar. Myndefnið er vægast sagt hversdagslegt en áhrifin verða þó næsta upphafin. Þessum áhrifum ná þeir meðal annars með því að setja þessa tilbúnu búta inn í nýtt samhengi, þ.e.a.s. inn í sýningar- salinn. Bartnaó aó glápa Thomas Huber tók þátt í Feneyjatvíær- ingnum árið 1986 og hefur á undanförnum árum sýnt í öllum helstu sýningarsölum í Frakklandi og Þýskalandi og unnið sér sess sem einn af áhugaverðustu listamönnum Evrópu. Hann sýnir meðal annars málverk- Morgunblaðió/Ásdís „HEF veitt þvi eftirtekt að fólk sem labbar um sýningarsali vill alls ekki vekja málverkið og hefur því hægt um sig og hvíslar," segir Thomas Huber, sem sýnir meðal annars Draum Jakobs á sýningunni. „EKKI Ijóst hvar mörkin liggja milli listar og hins raunverulega lífs,“ segir Peter Fisch- li, sem sýnir Innsetningu, 1997, málað, handskorið pólýúretan og Kanalvideo, 1992, myndband í lit, 60 mín. in Draum Jakobs I og draum Jakobs II. - Þú dregur þá ályktun af hegðun sýn- ingargesta, þegar þeir hvísla á söfnum, að málverkin hljóti þess vegna að vera sof- andi. Liggur ekki eitthvað rrieira að baki í listsköpun þinni? „Jú, ég hef ætíð verið áhugasamur um félagsleg áhrif listarinnar,“ segir Huber. „Og það er munur á minni eigin reynslu af list og félagslegum raunveruleika listar- innar. Stundum hefur mér fundist að mál- verk eða áþekkir ímyndaðir hlutir hafi sofn- að vegna tómlætisins. Ég hef veitt því eftir- tekt að fólk sem labbar um sýningarsali vill alls ekki vekja málverkið og hefur því hægt um sig og hvíslar.“ Huber segir að önnur hugmynd tengist listsköpun sinni. „Siðferðislegum bönnum fækkar sífellt í nútimasamfélagi, en svefninn virðist vera eitt síðasta tabúið í hegðun okkar. Ég hef tekið eftir því að við leyfum okkur ekki að glápa á aðra sofa eins og það er á hinn bóginn mjög forvitnilegt. Sama á við um málverk á sýningu; það er bannað að horfa á þau og þeir sem gera það, brjóta þetta tabú.“ - Hvernig skýrirðu Draum Jakobs? „ Verkið vísar til biblíusögunnar um Jakob ísaksson, sem nýtur eingöngu velþóknunar móður sinnar og er sendur burt til að stofna þjóð. Hann sofnar og dreymir stiga sem liggur upp til föður síns, en hjá honum liggja fyrir upplýsingar um hvernig hann eigi að verða leiðtogi. I mínu verki vill hann ekki klifra upp stigann og hitta föður sinn. í verkinu sýni ég einnig samskipti tveggja fígúra sem ég nefni „mig“ og „þig“. „Eg“ hefur yfir sér persónubundinn blæ og „þú“ er ópersónuleg. Þeim semur hreinþekki vel og minna um margt á örg hjón. „Ég“ velt- ir stöðugt fyrir sér hvers vegna hann komst inn í mýndina og kærir sig ekkert um það hlutskipti sitt. Hann kennir „þér“ um allt og finnur sér huggun í drykkjuskap. „Þú“ er taugaóstyrk og gætir þess að allt sé í röð og reglu í myndinni.“ Auk þess að opna sýningu listamannanna þá munu verða sýnd verk úr eigu safnsins. I sal 2 verða sýnd verk listamanna sem tengjast SÚM-hópnum, verk eftir Hrein Friðfinnsson og Kristján og Sigurð Guð- mundssyni. í sal 4 verða sýnd íslensk ab- straktverk og írumheijar íslenskrar mynd- listar um síðustu aldamót verða til sýnis í sal 3. í fyrirlestrasal verða sýnd íslensk grafíkverk í eigu safnsins. hefur mikla náðargáfu, heldur sá sem hefur hæfileika og hugsjón. Picasso gat málað eins og gömlu meistararnir en hann skapaði eitt- hvað nýtt á þeim grunni." Byrjaó meó tveer hendur tómar Eins og getið er hefur fyrirtækið gengið afskaplega vel þau sjö ár sem það hefur starf- að og Yolanta Skura segist ekki í vafa um að það sé fyrst og fremst vegna þess að hún hafði hugsjón. „Eg byijaði með tvær hendur tómar, með óþekkt fyrirtæki og óþekkta lista- menn og um það leyti var óðs manns æði að gefa út plötur. Margir ráðlögðu mér að bíða þar til betur áraði en mér fannst það út í hött; ég var með hugmynd sem ég vildi hrinda í framkvæmd og því að bíða eftir að aðrir vinni verkin fyrir mann? Ég lagði áherslu á nýja túlkun, nýjar aðferðir í markaðssetningu, nýja hönnun á umslögum og nýjar aðferðir í sölu og fyrir vikið erum við meðal fimm helstu smáfyrirtækja heims í dag. Aðalatriðið er ekki að bíða eftir því að markaðurinn lagi sig að manni, fyrirtækið verður að laga sig að markaðnum eins og hann er og vera sífellt tilbúið að bregðast við breyttum straumum án þess þó að missa sjónar á því sem það er og hvert það stefnir. Fyrstu árin var ég bara ein og gaf út tvær plötur á mánuði. Nú erum við átta og höldum áfram að gefa út tvær plötur á mánuði þannig að við erum sveigjan- leg og í góðu sambandi hvert við annað.“ Ekkl ástaeóa til aó gefa út til þess eins aó gefa út Yolanta Skura segist aldrei taka upp verk vegna þess að henni finnist þau vanta í út- gáfuáætlunina; „mér finnst ekki skipta meg- inmáli hvað það er sem listamenn okkar eru að taka upp, það er ekki ástæða til að gefa út plötur til þess eins að gefa út, það er bara ástæða til að gefa út frábærar plötur. Ég hef engan áhuga á að gefa út verk ef það er eins gott eða eins slæmt og það sem aðrir hafa gert, það verður að vera eitthvað sem eykur skilning okkar á verkinu og sem er því þess virði að það sé gefið út. Gott dæmi um það er þegar Fabio Biondi vildi taka upp Arstíðir Vivaldis vegna þess að honum fannst hann hafa eitthvað nýtt fram að færa í þeim. Ég hafnaði því ekki, tók mér frest til að hugsa málið og sjá hvað það var sem hann vildi segja og á þeim grund- velli samþykkti ég útgáfuna, sem fékk síðan fjölda verðlauna og seldist bráðvel. Það er ekki til neitt sem heitir endanleg útgáfa á tónverki, skilningur okkar er alltaf að breytast í takt við breytt þjóðfélag og breyttan heim og því verðum við að miða flutningnum fram til okkar daga.“ Fabio Biondi er meðal ungra ítalskra lista- manna sem Opus 111 hefur starfað með og !>+W > I ww rn—•^ry^-TTTT TARTINI Flve sonatas for vioiin antl basso conlinuo ÍííspgkXi lx>fí« Fabio Biondi Wauriiio Naddeo Rlnólöo AlftaóBnrtHnt Pasbíii MoRthoíllót é í í i i i Str'fw i í í SCHUBERT Die Vcrschzvorncn U'S Canjurécs Jhc Conspírators OfKtX ir. iwr a(t CCKOSH • uassou - VtOffUA.*W • GfCWi v-ietco • l CHOSuS »*UWCUS 0*9 UfUC OSCHf S.1EB CHfUSTOfM Sf>C»HO var Napólí tónlistarhöfuðborg Evrópu og tón- listarmenn hvaðanæva úr ájfunni héldu þang- að til að læra og starfa. íbúar borgarinnar voru 400.000, sem er mikið á mælikvarða þeirra tíma, og þar voru fjórir stórir tónlistar- skólar, en til gamans má geta þess að íbúar Parísar eru um fjórtán milljónir og í París er einn stór tónlistarskóli. I Napólí voru á þessum tíma 2.000 kirkjur og í hverri kirkju var kór, hljómsveit og tónlistarstjóri sem var tónskáld. Þau ógrynni af tónlist sem urðu til í Napólí á þessum tíma eru gleymd í dag og Napólí sjálf ekki nema svipur hjá sjón. Við erum rétt að byija að fara yfir þau handrit sem enn er að finna í Napólí, en einnig er þar að finna frásagnir af flutningi og upp- setningu verkanna sem er ómetanlegt þegar þau eru búin undir útgáfu. Á vegum okkar er starfsmaður í Napólí að yfirfara handrit og meta í samvinnu við hljómsveitarstjóra; það er af svo miklu að taka, við ætlum okk- ur að eyða næstu tíu árunum í að gefa út tónlist frá Napólí á fimmtíu diskum alls.“ Eins og getið er hefur Opus 111 gefið út á annað hundrað af plötum og fjölmargar hlotið verðlaun. Enn er útgáfan að fjölga listamönnum og þannig er væntanleg útgáfa á sellósvítum Bachs í nýrri útgáfu þýska sellóleikarans Peters Bruns, sem leikur á selló Pablo Casals, en með nútímabrú og strengjum. Yolanta Skura segir að hann hafi boðist til þess að taka verkið upp með upp- runalegri brú og strengjum, en hún hafnað því eftir að hafa heyrt hann leika á endur- bætta sellóið. „Ég er alltaf opin fyrir nýjung- um, alltaf að leita að einhveiju nýju og hvern- ig megi skila því á sem fullkomnastan hátt. A áttunda og níunda áratugnum byggðist allt á meðalmennsku, á fjöldaframleiðslu, á staðalframleiðslu. í dag er annað upp á ten- ingnum, fólk er að leita að einhveiju sér- stöku, einhveiju einstöku. Á næstu árum á fólk eftir að leggja æ rneiri rækt við einstaklinginn og það sent hann hefur frant að færa og því lteld ég að stóru fyrirtækin sent reyna að steypa allt í santa mót eigi eftir að fara enn halloka, en fyrirtæki sem leggja áherslu á hið einsta- klingsbundna eftir að blómstra." sé litið yfír útgáfuskrá fyrirtækisins ber mjög á ítölskum flytjendum og tónskáldum. Yol- anta Skura tekur undir það og segir að það sé vegna þess að hún sé sífellt að leita að einhvetju nýju og fersku og af hæsta gæða- flokki. „Á Italíu er nú ný kynslóð tónlistar- ntanna sem hefur færni til að fytja ítalska tónlist og skilning á tónlistinni eftir fræði- mennsku og eigin rannsóknir. ítalskri sautj- ándu og átjándu aldar tónlist hefur ekki ver- ið sinnt sem vert væri og sem dæmi um það sem Opus 111 er að gera um þessar mundir er safn af tónlist frá Napólí. Á átjándu öld LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. ÁGÚST 1997 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.