Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1997, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1997, Side 6
DRAUMAR OG EFTIRLÍKINGAR Morgunblaðið/Arnaldur DRAUMUR Jakops II, 1997 eftir Thomas Huber. Olía á striga 200 x 300. Hluti af verkunum Draumur Jakobs I og II er hljóðband með texta. Frgmlaq Listasafns íslands til myndlistar- hátíóarinnar ON lceland er sýning þriggja listamanna frá Sviss, sem opnuó veróur ídag. ÖRLYGUR STEINN SIGURJÓNS- SON fjallar um sýning- una og ræddi við þá Thomas Huber og Peter Fischli um sofandi málverk og gagnslausa hluti. ON ICELAND 1997 er norrænt samstarfs- verkefni með víð- tækri þátttöku lista- manna frá Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Hátíðin fer fram í helstu sýning- arsölum og listasöfnum í Reykjavík, en henni var hleypt 'af stokkunum fyrir fáein- um vikum. Eitt yfirlýstra markmiða hátíðar- innar er að gefa áhorfendum tækifæri til að virða fyrir sér sérkenni og stöðu ís- lenskra listamanna með því að bera saman verk listamanna frá ólíkum menningar- svæðum. Á hátíðinni birtast viðfangsefnin með tvennum hætti þar sem annars vegar er fjallað um timann og hreyfinguna með hefðbundnum hætti og hins vegar þar sem hin tæknilega framsetning er bundin tíma eins og myndbönd, gjörningar, ljósmyndir og tölvur. Peter Fischli og David Weiss starfa sem tvíeyki, en nærveru þess síðarnefnda varð ekki vart og því var Fischli spurður hvaða tilgangi það þjónaði að mæta einn saman. „Það er af hagkvæmnisástæðum sem ég kem einn og reyndar endurspeglast góðar hliðar þessarar tvíeykisvinnu þegar annar okkar fer á vettvang eins og núna,“ segir Fischli. „Við getum þá dreift kröftum okk- ar, en vitaskuld förum við saman til að setja upp sýningar, einkum þegar um ný verk ræðir á stórum sýningum." Tvíeykið var fulltrúi þjóðar sinnar á Fen- eyjatvíæringnum nú í sumar og síðastliðið sumar tóku þeir þátt í Múnstertíæringnum og hafa að öðrú leyti sýnt um heim allan. Annað verka tvíeykisins, Innsetning, sam- anstendur af safni hversdagslegra hluta og líta í fljótu bragði út eins og þeir væru ekta. Svo er raunar ekki heldur eru hlutirn- ir skornir út í plastefni af mikilli nákvæmni og málaðir. „Það er ekki ljóst hvar mörkin liggja milli listar og hins raunverulega lífs. Þessi mörk geta verið mjög skýr og stund- um afar óljós. En í mínum huga veltur mikið á framlagi listamannsins til að ljá hversdagslegum hlutum gildi sitt,“ segir Fischli og á við pennann, hljómsnælduna, vindlingastubbana, skálina og annað smá- legt sem myndar uppistöðuna í verkinu. MERKI NÝRRA TÍMA Með merkilegri útgáfum á sígildri tónlist í dag er franska fyrirtækió_ Opus 111. ÁRNI MATTHÍASSON brá sér í heimsókn í Qpus 111 og komst að því aó þaó er merki nýrra tíma. HALLAÐ hefur undan fæti fyrir stórútgefendum á sígildri tónlist á síðustu árum, stöðugt dregið úr sölu og ekki annað að merkja að þeirra mati en sígild tónlist sé að syngja sitt síðasta. Annað kemur á daginn ef litið er til minni útgáfufyrirtækja, sem mörg hafa sprottið upp í kjölfar þreng- inga stórfyrirtækjanna, en önnur átt sinn þátt í að grafa undan þeim; þar á bæ bera menn sig vel, enda stöðugt aukin sala og ekki ann- að að merkja en áhugi á sígildri tónlist hafí aukist til muna og aukist enn. Meðal merki- legri fýrirtækja á alþjóðamarkaði er franska útgáfan Opus 111, sem stofnuð var í miðri efnahagskreppu af pólskri hugsjónakonu, Yol- anta Skura, og aukist ásmegin með hverju árinu. Útgáfur Opus 111, komnar vel á annað hundraðið, eru margverðlaunaðar fyrir útlit og innihald og hafa sumar náð metsölu á mæli- kvarða sílgildrar útgáfu. Fyrirtækið hefur helst unnið sér orð fyrir að fara ekki troðnar slóðir; að gefa það út sem aðrir hafa ekki gefíð út áður, en einnig hefur það gefíð út verk í upp- runalegum búningi eða sérstökum. Sem dæmi má nefna verðlauna- og metsöluútgáfu Opus 111 á Árstíðum Vivaldis, útgáfu á óperettunni Die Verschwomen eftir Schubert, sem selst hefur metsölu i Frakklandi, frumútgáfur á óratóríum Scarlattis, útsetningu Mozarts á kórverkum Handels og svo mætti lengi telja. Skrifstofur Opus 111 eru í fimmtánda hverfí Parísar og láta ekki mikið yfír sér. Ekki er gott að greina nafti fyrirtækisins á dyrasíma við húsið og þegar inn er komið er hálfrökkur og kyrrlátt. Skrifstofumar em aftur á móti hinar vistlegustu og framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, Mamie Phillips, sem tekur gestum fagnandi, er þannig í skrifstofu sem opnast beint út í gróinn garð með tijám og blómum. Mamie Phillips segir að Opus 111 hafí vax- ið hraðar en nokkur átti von á og ekki vafí að stofnandinn, Yolanta Skura, hafi tekið rétt- an pól í hæðina í upphafi; að reyna að upp- fylla þarfír plötukaupenda á þeim sviðum sem stórfýrirtækjunum hafi ekki tekist. „Þannig höfum við ævinlega lagt áherslu á að velja til liðs við okkur unga tónlistarmenn sem hafa kannað verkin sem þeir vilja flytja og hafa eitthvað nýtt um þau að segja,“ segir hún og bætir við að Opus 111 sé útgáfa nýrrar kyn- slóðar tónlistarmanna. Það getur þurft sterk bein til að þola vel- gengnina ekki síður en mótlætið og margt fyrirtækið hefur farið flatt á því að ganga of vel. Mamie Phillips segir að vissulega sé það nokkuð sem Opus 111 þurfí að hafa í huga og eftir því sem fyrirtækinu gengur betur eykst þrýstingur á stærra húsnæði og fleiri starfs- menn sem allt kostar mikið fé. Ekki segir hún þó á döfínni að fara í samstarf við stórfyrir- tæki; „við ráðum mjög vel við umfang starfsem- innar sem stendur og okkar átta starfsmenn eru yfrið nóg. Við gefum út um tvo titla á mánuði og hyggjumst halda því áfram enn um sinn, en markmið okkar er frekar að treysta stöðu okkar en að auka umfang fyrirtækisins." Marnie Phillips segir að Opus 111 hafí hug- sjón, sem gefí fyritækinu styrk; „við segjumst gjaman vera merki nýrrar aldar og lítum til ársins 2001 í því sambandi. Við leggjum og áherslu á að vera sveigjanleg og að geta brugð- ist fjótt við aðstæðum. Við höfum gert útgáfuá- ætlun nokkur ár fram í tímann og raðað niður titlum á útgáfudaga fram undir aldamót, en höfum þó þann sveigjanleika að geta hnikað til titlum með litlum sem engum fyrirfara ef það er eitthvað sem okkur fínnst að eigi að gefa út strax eða taka til endurskoðunar." Enginn vildi taka óhœttu Yolanta Skura lærði píanóleik og vann meðal annars til verðlauna fyrir frammistöðu sína í tónlistarskóla Varsjár. Sextán ára göm- ul varð hún fyrir því óhappi að slasast á hendi og sneri sér að námi í upptökustjóm. Eftir að því lauk á áttunda áratugnum fluttist hún til Frakklands og starfaði þar hjá Erato útgáf- unni með mörgum fremstu tónlistarmönnum þess tíma, segist reyndar hafa stýrt upptökum á yfir 300 plötum á þeim tíma og því kynnst listamönnum um allan heim og tónleikasölum sem átti eftir að koma sér vel þegar hún tók að gefa út sjálf. „Sem upptökustjóri og tækni- maður rak ég mig snemma á það að enginn hjá stórfyrirtækjunum vildi taka áhættu, fá unga listamenn til að flytja verk eftir óþekkta höfunda; menn héldu fast í stjömumar en höfðu ekki áhuga á tónlistinni. Tónlist er sköp- unarverk og það að búa til plötu er líka sköp- un. Það er engin ástæða til að taka það upp sem allir aðrir hafa gert bara til að taka upp; ef þú hefur ekkert nýtt að segja eða fram að færa er betra að láta það vera að taka upp. Mér fínnst gaman að hlusta á upptökur með meisturum fyrri tíma, Kreizler og Rubin- Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Yolanta Skura, eigandi Opus 111. stein og Caruso, en þá sem sögulega viðmið- un; þeirra tónlist er tónlist fyrri tíma en ekki tónlist okkar aldar. Við lifum á öld vísinda og við vitum það mikið um tónlist að ekki er nóg að flytja hana eingöngu með hjartanu, við verðum að beita þekkingu okkar tíma. Þegar ungur tónlistarmaður er að leika eins og Heifetz er það eins og menn fari til tungls- ins með gufuvél. Heifetz var snillingur síns tíma og framlag hans mikils virði sem þáttur í menntun tónlistarmanns, en ekki sem nú- tímaleg túlkun. Stóru útgáfumar eiga mikið af gömlum upptökum í fórum sínum og kjósa heldur að selja þær því þau græða meira á þeim. Við eigum að vera stolt af þessum tónlistararfi en það skiptir öllu að ungir tónlistarmenn sem byggja á arfinum, nútímarannsóknum og framtíðarsýn skapi tónlist fyrir okkar daga. Mikill listamaður er ekki bara sá sem 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. ÁGÚST 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.