Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1997, Síða 9
ÞEIR hlutuðu sundur líkama
dauðra óvina sinna, frömdu blóð-
ug fómarmorð, spáðu í innyfli
myrtra fjandmanna og þekktu
hvorki hjól leirkerasmiðsins né
letur. Nýjustu fomleifarann-
sóknir og fundnar leifar frá því
fyrir um 2000 ámm vitna um
ömurlegt ástand þessara villiþjóða. Vom and-
stæðingar Rómaveldis ómóttækilegir fyrir sið-
menningu?
Múmíu- eða líkamsleifasafnið sem lá frammi
í Silkeborg í Danmörku í síðast liðnum október-
mánuði - alls leifar 25 líka - ber vitni um við-
bjóðslegar fómarathafnir germanskra presta.
„Gungum, hugleysingjum og óþokkum" var,
eins og Tacitus skrifar um 100 ámm eftir Krists
burð, sökkt í mýrar og fen. Trollundmaðurinn
er best varðveitta dæmið um slíkar aftökur.
Aftökur af þessu tagi stóðu lengur en hingað
til hefur verið álitið eða ailt fram á þriðju öld
eftir Krist. Það hefur komið í ljós með geislakols-
mælingum - C-14 aldursgreiningum á fundum
í Danmörku og á Niðurlöndum á síðustu ámm
að fórnarathafnir vom ekki aðeins tíðkaðar fyr-
ir Krists burð eins og lengi hefur verið álitið.
Líkfundir af þessu tagi frá Neðra-Saxlandi og
Schleswig-Hoistein frá því um 300 e. Kr. votta
að fómfæringar og mannblót hafa staðið með
fullum blóma eftir að Germanir komust í kynni
við rómverska siðmenningu.
Rannsóknir fornleifafræðinga hafa gjörbreytt
hugmyndum manna um þýska fmm- og for-
sögu: Mannblót, fmmstæð ættflokkaskipun,
tækni á lægsta stigi og viðvarandi hungurs-
neyð, sem orsakaðist af fmmstæðustu akur-
yrkjutækni, sýnir forfeður Þjóðveija í heldur
dapurlegu ljósi.
Þessar rannsóknir ganga þvert á hinar glæstu
germönsku goðsagnir, sem mynduðust fyrir
áhrif þjóðemishyggju og hugmynda um ætt-
flokkaskipulag frjálsra bænda þar sem jöfnuður
ríkti og göfugar hetjur annáluðu fremd kyn-
stofnsins. Þessar hugmyndir innrættust þýskri
sjálfsvitund. Edda og Nibelungenlied, Siegfried
og Hermann af þjóð Kerúska, þetta var allt
inntak og tjáning glæstrar germanskrar forsögu
og uppruna. Málarar og skáld spömðu ekki að
festa hinn glæsta hetjutíma á striga, í stein og
í ljóð og hljómlist. Á risamálverkum trónaði hin
ljóshærða germanska hetja og í Siegfried kvik-
myndinni frá 1922 er Siegfried hin vammiausa
hetja hins þýska kynstofns og Friedrich G.
Gunkel málar risamálverk af Vams-orrustunni
1864, tjáning germansks mikilleika og hetjud-
áða.
Germanskur þjóðrembingur hefur ekki getað
stuðst við samtímaheimildir um forfeðuma.
Tacitus lýsir þeim sem þijóskum og kappleika-
sjúkum og mesta yndi þeirra væri „óheftur
drykkjuskapur og teningaspil". Seneca (4-55
e.Kr.) taldi þá vera „tryllta og óhefta, ófæra til
agaðrar siðmenningar" og nefndi þá „bláeygða
barbara".
Á fyrstu öld eftir Krist bjuggu 40 þjóðflokkar
af germönskum stofni í þokusudda Norður-Evr-
ópu, frá Rín og austur fyrir Oder. Hýbýli þeirra
vom gluggalaus allt upp í 50 metra löng, þakin
torfí eða stráum. Veggir vom fléttaðir úr hálmi
og þéttir með leir og mykju. Áætlaður fjöldi
Germana var ein til þijár milljónir um Krists
burð. Á sama tíma var íbúafjöldi Rómar ein
milljón. Marmarasúlur og marglit mósaíklista-
verk prýddu veggi og götumar vom steinlagð-
ar. Um 300.000 hermenn vom til taks til að
veija heimsveldið frá Skotlandi allt austur í
Armeníu - stórveldi tengt saman með hellulögð-
um þjóðvegum og hemaðarmætti undir styrkri
miðstjóm. I 500 ár vom þessar þjóðir nágrann-
ar, þessar fullkomnu andstæður og vom hver
annarri svo til ókunnar. Afurðir germanskra
þjóðflokka vora lítt eftirsóttar, nema hár ljós-
hærðra kvenna til hárkollugerðar, sápa, villt
salattegund og feiti til að nota við hárþvott. Það
var fyrst á annarri öld fyrir Krist að Germanir
kynntust mjög frumstæðri jámvinnslu í smáum
stfl, um Krists burð vom vopn þeirra gerð að
mestu úr hertu tré eða beinum, það var ekki
fyrr en á þriðju öld e.Kr. að jámvinnsla varð
almennt kunn meðal Germana. Rannsóknir á
mataræði sýna að þjóðflutningarnir vom afleið-
ing almennrar og mjög viðvarandi hungursneyð-
ar. Rúnirnar em taldar eiga upprana sinn með-
al germanskra leiguhermanna, sem hafa kynnst
latneskum eða etrúskum bókstöfum.
Rannsóknir fornleifafræðinga við Rín og Dóná
á líklegum menningarsamskiptum Rómveija og
FORN-GERMANSKUR hermaður. Rómverjum stóð stuggur af þessum
Ijóshærðu barbörum úr norðrinu.
FRIÐARSPILLAR UR
ÞOKULANDINU
SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON TQK SAMAN
Hinir fornu Germanir frömdu blóóug fórnarmoró,
spáóu í innyfli fallinna fjandmanna og þekktu hvorki
hjól leirkerasmiósins né letur. Fornleifafundir frá því
fyrir 2000 árum vitna um ömurlegt ástand þessara
villilpióóa, sem sagnaritarinn Seneca taldi „tryllta oq
óhefta, ófæra til agaórar siómenningar" og nefndi
þá bláeygða barbara.
Germana votta hina furðulegu tregðu Germana
til að tileinka sér tækni og siðmenningu Róm-
veija.
„Hvemig brugðust Germanir við velmegun
Rómveija og framkvæmdasemi, sem þeir hlutu
að hafa kynnst vegna nálægðar?" spyr stjóm-
andi yfírgripsmikillar rannsóknar á menningars-
amskiptum Rómveija og Germana, Siegman von
Schnurbein. Grafíð var á 23 stöðum meðfram
fljótunum. Rannsakendumir töldu gefíð að ná-
grenni Germana og Rómveija hlyti að hafa
mótað viðhorf og orðið Germönum hvati til þess
að taka Rómveija sér til fyrirmyndar. Vöm-
skipti áttu sér stað og hefðu átt að vera hvetj-
andi fyrir nýbreytni meðal Germana. Til að
mynda hefði mátt ætla að þeir hefðu reynt að
tileinka sér vínviðarrækt og víngerð. En svo var
ekki. í næsta nágrenni við hina 550 kílómetra
löngu verndarlínu rómversku heijanna, þ.e. á
landamæmm Rómaríkis og Germaníu, voru rek-
in stórbú af rómverskum landeigendum. Minjar
um framleiðslu þessara búa benda til fjölbreyttr-
ar garðyrkju og annarra greina landbúnaðar.
Þar draup hunang af hveiju strái.
Norðan landamæranna, í landi barbaranna,
var annað uppi á teningnum. Þar ríkti framtaks-
leysi, eymd og volæði. Þar var engin aldinrækt
eða garðyrkja. Úr hinni lítt fijóu jörð vannst
léleg uppskera hirsis og rúgs. Rómveijar rækt-
uðu meðal annars hveititegund, sem ætluð var
sem skepnufóður og krafðist ræktun hennar
lítillar þekkingar. Germanir hefðu getað bætt
kost sinn með ræktun þessarar tegundar, en
engin tilraun var gerð handan landamæranna í
þá átt.
Og þótt yfírburðir Rómveija væm öllum ljós-
ir, þá vom það barbararnir sem samkvæmt
Orosíusi sagnaritara ollu hinni „miklu og hræði-
legu styijöld" sem stóð í 30 ár frá 15 f. Krist
til 16 e. Krist.
Tevtóborgarskógur
Ágústus keisari (63 f.Kr til 14 e.Kr.) hugðist
færa landamæri Rómaríkis allt austur að Elbu
og fullkomna þar með „rómverska friðinn" end-
anlega. Undirbúningur þessara áætlana hófst
um Krists burð og árið 9 e.Kr. var rómverski
hershöfðinginn Varus á leið til Rínar með þrem-
ur úrvals herdeildum, sex hjálparsveitum, þrem-
ur sveitum riddaraliðs auk flutningadeilda hers-
ins, alls um 25.000 manns. Lengi vel var taiið
að fyrirsát Kerúska undir stjórn Arminíusar eða
Hermanns og orrusta við Rómvetja hefði staðið
í Tevtóborgarskógi og þar var reist stytta af
Hermanni á 19. öld til minningar um hinn fræga
germanska sigur. Fyrirsátin var 80 kílómetram
flær við hálfgert einstigi. Áður en kom til átaka
komu upp deilur meðal rómversku liðsforingj-
anna um hvaða leið skyldi velja. Orrustan stóð
við Kalkrieser-Ijall, hin sex kílómetra langa fylk-
ing rómverskra hermanna og hjálparsveita var
á leið um einstigi, þar sem ekki var hægt að
koma við samþjöppun herdeildanna og þar réð-
ust Kerúskar til atlögu. Alls féllu um 18.000
hermenn úrvalssveitanna auk annarra eða voru
færðir burt og blótað við fómarathafnir german-
skra presta eða goða.
Herforinginn Varus lét fallast á sverð sitt
þegar hann sá hvert stefndi. Mönnum hans tókst
ekki að grafa líkið og Kerúskar hjuggu höfuðið
af búknum og höfðu á brott með sér. Stytta
Hermanns í Tevtóborgarskógi á að tákna hetj-
una sem sigraði rómverskan innrásarher og
heldur vörð um hina þýsku þjóð og heiður henn-
ar. Nú er talið fremur ólíklegt að Arminíusi eða
Hermanni hafí gengið til viðkvæmni fyrir heiðri
þegar þeir frændur réðust á rómverska herinn
í Kalkriese-Ijöllum. Von um ríkulegt herfang,
silfurmuni, vopn og hráefni til blóta var ástæð-
an og her Rómveija lá vel við höggi. Græðgi,
eðlileg græðgi fmmstæðra hálfsoltinna menn-
skra villihjarða kom hér til, hins „ytri öreigask-
ara“ sem Toynbe talar um.
Sjö ámm eftir ófarirnar við Kalkriese-Ijöll
hófust Rómveijar handa um að kveða ránsferð-
ir barbaranna niður og tryggja rómverska frið-
inn endanlega. Átta herdeildir, tæplega 50.000
hermenn eða þriðjungur fastahers rómverska
ríkisins, voru kvaddar undir merki Germanicus-
ar. Sumarið 16 e.Kr. safnaðist herinn saman á
Bataver-eyju milli ósa Maas og Rínar. Herinn
var fluttur til fastalandsins á 1.000 bátum og
skipum og skömmu síðar var háð orrusta við
samansafnað lið barbaranna, þeir voru gjörsigr-
aðir og lögðu fljótlega á flótta. Síðan hélt róm-
verski herinn inn í myrkviði Hessen og Neðra-
Saxlands en barbaramir gáfu aldrei færi á sér.
Þeir stunduðu skæmhernað og létu skógana
hlífa sér. Um haustið hélt herinn í vestur út
úr þessu fenja- og skógalandi, hann hafði unnið
sigra en engan sigur, mannfall meðal Rómveija
var mikið og erfíðleikarnir óyfirstíganlegir, þar
sem aldrei var hægt að ná tangarhaldi á skógar-
mönnunum. Sagnfræðingar telja að herferð
Germanicusar hafi markað þáttaskil i Germaníu-
pólitík Rómveija. Keisararnir hættu þar með
öllum tilraunum til þess að innlima þokulandið
í rómverska stórríkið og fjölga þar með skatt-
löndunum. Enda vafasamt að skattaágóðinn
hefði svarað kostnaði í svo fátæku og vesælu
landi. Ættarhöfðingjarnir í löndunum frá Hessen
til Jótlands og Pommern héldu yfirráðum sínum.
Svabar og Langbarðar og fleiri þjóðflokkar kom-
ust ekki í tæri við rómversk yfirráð og menning-
arleg skipting Evrópu mótast við þá ákvörðun
keisaranna að binda landamæri ríkisins við Rín
og Dóná. „Latíniseringin" varð í framtíðinni
sunnan þeirra marka og hófst ekki að neinu
ráði fyrr en með afnámi heiðins siðar norðan
markanna, með kristnun barbaranna. Þessi ein-
angrun Germananna í nokkrar aldir var talin
fmmkvæði þeirra sjálfra og rómantíkerar 19.
aldar með Fichte í fararbroddi nefndu þá „frumf-
eður“ þýskra þjóða, hetjur, sem sömu þjóðir
ættu að taka sér til fyrirmyndar. Fichte taldi
eiginleika þeirra vera frelsisást, tryggð og dreng-
skap, þeir væru aðall þjóðanna og Wagner gerði
þá að stórsöngvurum. Gobineau (1816-1882)
skrifaði lærð rit um kynþáttayfirburði ger-
manska kynstofnsins, hann væri vísir að hinu
nýja ofurmenni, „superman", bláeygðum, ljós-
hærðum, siðavöndum, tryggum til dauðans og
gæddum stjórnunar- og skipulagsgáfum sem
gerðu hann að herraþjóð. Slíkar staðhæfingar
standast ekki, staðreyndirnar eru aðrar.
Minjar trúar og
greftrunarsióa - likbrennsla
„Valhallar-trúarbrögðin" em án ritaðra minja.
Hinn forn-germanski heimur hvarf í þokusudda
fenjanna, timbrið, höfuðhráefni þeirra, er löngu
fúnað eða orðið að moid og hinir dauðu urðu
eldi að bráð, hurfu í reyknum sem lagði upp
af líkbrennsluölturunum. „Hinir látnu voru
klæddir, skreyttir og brenndir,“ segir Hans
Júrgen Hassler, hannoverskur fornleifafræðing-
ur. Askan var sett í leirvasa. Hundruð þúsunda
slíkra vasa hafa fundist á þýskri grund. Stærstu
grafreitirnir em m.a. í Issen-þorpi - 6.500 vas-
ar, og í nýuppgötvuðum grafreit við Schwerin
eru um 10.000 vasar. í ösku vasanna má oft
finna sylgjur, sem voru notaðar til þess að hefta
saman slárnar á öxlunum. Sjaldgæft er að perl-
ur, glerperlur eða vopn finnist í þessum grafreit-
um. Voru fom-Germanir algjörir öreigar? Þingin
voru haldin undir berum himni. Peningaslátta
og peningaverslun var ókunn svo og konung-
dómur. Grafirnar bera vott um allsleysi og fá-
tækt þjóðflokkanna, sem eiga sér ástæður í lágu
menningar- og verkmenningarstigi og þar af
leiðandi mjög takmarkaðri framleiðslu nauð-
synja og matvæla. Þær fáu rúnaminjar, sem
fundist hafa, em skráðar heitum og varla meir.
En þeir sem gátu lesið þessi heiti vom taldir
íjölkunnugir, galdramenn. Læsi og skriftarkunn-
átta vom því varla fyrir hendi. Minningar um
hernað og herfarir eru í rauninni bundnar við
orrustuna í Tevtóborgarskógi við Kalkriese-
fjall. Minjamar sem þar hafa fundist, alls um
3.000 brot og minjar, eru allar rómverskar,
ekkert hefur fundist þar af giipum eða brotum
af germönskum uppmna. Ein skýring ófara
Varasar er þessi: Germanir eða Kerúskar hefðu
aldrei getað sigrað rómverska herinn með eigin
vopnum, jafnvel úr launsátri. Dieter Timpe frá
Wúrzburg staðhæfír að lið Hermanns hafí að
mestu samanstaðið af burt hlaupnu germönsku
hjálparsveitaliði Rómveija, germönskum lið-
hlaupum. Þetta lið telur hann hafa verið vel
búið rómverskum vopnum og hafa svikist aftan
ENDURGERÐ forn-germanskra húsa þar
sem trjárenglur halda uppi stráþökum.
að rómverska liðinu. Þetta er ekki ólíkleg skýr-
ing, því hinn „germanski sigur“ við einstigið er
einsdæmi í hernaðarsögu Vestur-Germana, sem
í raun er engin.
Viðbrögð fornleifafræðinga á máiþingum og
fundum við nýju mati á fom-Germönum vom
að mestu leyti samþykki, þó mátti heyra and-
mæli frá þeim sem bundnir vom hinni gömlu
goðsögn um varnarstríð forn-Germana gegn
rómverskri útþenslu allt til Elbu og þá kom
Tevtóborgarorrustan til sögunnar sem „hetjuleg
varnarbarátta sem lyktaði með sigri germanskra
þjóða á ógnvekjandi yfirdrottnun Rómveija, sem
hefði leitt til eyðileggingar germanskrar arfleifð-
ar og menningar...“ Á þessum málþingum og
ráðstefnum sagnfræðinga og fomleifafræðinga
komu fram skoðanir og kenningar um útþenslu
germanskra þjóðflokka fyrir og eftir Kristsburð
á norðlægum svæðum. Þessi sérstæða og skyndi-
lega útþensla náði til Noregs og austur til Úkra-
ínu. Mesta furðu vekur stöðugur straumur Gota
fram og aftur um Evrópu, þessir flutningar stóðu
í um það bil fímm aldir. Andrzej Kokowski forn-
leifafræðingur hefur manna best rakið þá sögu
og styðst við fornleifafundi og búsetuleifar
(„Schátze der Ostgoten“). Uppmni Gotanna er
rakinn til Gotlands í Svíþjóð. Þaðan fluttust
þeir á bátum yfír Eystrasalt og settust að á
landsvæðunum umhverfís Danzig. Um 160 e.Kr.
flytjast þeir til Suður-Póllands. Sjötíu ámm síð-
ar em þeir komnir suður að Svartahafí. Aust-
gotaríkið verður fyrir árás Húna 375 e.Kr. og
þeir flýja vestur á bóginn til Bæheims. Hápunkt-
ur þessara ferðalaga verður svo á 5. öld með
þjóðflutningunum. Þá taka átta germanskir
þjóðflokkar sig upp - Saxar, Frísir, Frankar,
Alemannar, Gotar, Vandalar, Englar og Jótar
og halda í suður.
Þessi þjóðaþrýstingur varð Rómaveldi ofviða
og ríkið hrandi. Hver var kveikjan að þessari
stöðugu hreyfingu þjóðarinnar og þjóðanna?
Hveijar vom ástæðurnar fyrir þessum stöðugu
flutningum?
Hver var ástæðan fyrir innrásunum? Þessi
fræga óeirð Germana og þörf fyrir búsetubreyt-
ingar, hver var ástæðan? Til þess að fá svör
verða menn að fínna líklegustu frumheimkynni
VAXMYND af forn-germanskri
stúlku, byggð á vel varðveittum
líkamsleifum úr mýrum.
þessara ljóshærðu risa. Er skortur kveikjan að
flutningunum eða veðurfarsbreytingar? Kom til
„fíkn til gjaldsins", græðgin, sem er mikill þátt-
ur í sálargerð þessara þjóða? Hungursneyð í
átthögunum sem leiddi til ránsferða lengra og
lengra frá upphaflegum heimkynnum?
Michael Gebúhr, einn fornleifafræðinganna,
telur að staða Germana við landamærin og vitn-
eskja þeirra um ómælanlega auðlegð Rómar
hafi stuðlað að allsheijar innrás þjóðanna með
lokatakmarkið Róm sem bráð.
Ný kenning um frumheimsmynd Óðinsdýrk-
enda er einkar athyglisverð. Málvísindamaðurinn
Júrgen Udolph telur að grunnkveikja german-
skrar menningar eigi sitt upphaf milli Harz-
ijalla, Rhön og Erz-ljalla. Udolph hefur skrifað
1.000 síðna rit gefíð út af Walter de Grayter.
Hingað til hefur Óðinsdýrkunin verið talin uppr-
unnin á Norðurlöndum. Sú kenning er úti.
Udolph hefur stundað rannsóknir á upprana
þorpa-, vatnsfalla- og vatnanafna, alls á um
1.100 nöfnum, og segir að staðanöfn séu leg-
staðir tungumálsins, þessi heiti má oft rekja
allt aftur á aðra öld fyrir Krist. Udolph telur
sannað að hvergi finnist slíkur fjöldi uppmna-
legra orðstofna og hann álítur að um 500 f.Kr.
hafí þessi stofn frum-Germana haldið brott og
dreifst og „haft tungumálið í farteskinu".
Síðan gerist það að fornleifafræðingar fínna
2.800 ára gamlan fómfæringarstað, sem talinn
er einhver merkasti fornleifafundur frá bronsöld
í Mið-Evrópu. Þeir rákust á innganginn í hellinn
fyrir tilviljun, opið inn í hellinn var tæplega 40
sentimetra vítt en hellirinn er um 50 metra lang-
ur og þar fundu menn fímm mjóar katakomb-
ur. Þessi staður lá á rannsóknarsvæði Udolphs.
Hér er því hugsanlega um tengsl að ræða.
Fomleifafræðingurinn Stefan Flindt hefur
rannsakað þennan fómarstað eða blótstað og
þegar hann tróðst í fyrsta sinn inn í hellinn brá
honum í brún. Við blasti hreinn hryllingur.
Hellirinn var þakinn mennskum beinagrindum.
Beinagrindur þessar em nú rannsakaðar í Mann-
fræðistofnuninni í Göttingen, alls 34 beinagrind-
ur karla, kvenna og bama. Inngangurinn í hell-
inn er þröngur og fyrstu 20 metramir em þann-
ig, að ganga þarf hálfboginn þann spöl, því er
ólíklegt annað en að þeir sem blóta átti hafi
sjálfír gengið inn hellinn til blótstaðarins, þar
sem þeim var styttur aldur, líkast til með eitri.
Það verður ekki markað af beinaleifunum að
átök hafí átt sér stað. Hinir heiðnu goðar eða
prestar hafa smeygt sér inn í hellinn með log-
andi kyndla þar sem þeir stjómuðu fómarathöfn-
inni.
Um 500 f.Kr. virðist hafa komist hreyfíng á
þessa fram-germönsku þjóðflokka eða þjóðflokk
sem byggði svæðið milli Harz og Erzfjalla. Á
árhundmðunum fyrir Kristsburð hækkaði hita-
stigið á þessum norðlægu breiddargráðum svo
um munaði. Yfírborð sjávar fór lækkandi.
Strandsvæðin sem lágu að Norðursjó stækkuðu
og nóg land var fyrir hendi til búsetu. Frísir
og Chaukar námu land á þessum slóðum. Fólki
tók að fjölga við hlýnandi veðráttu, eins og
marka má af fjölgun ösku-vasa á þessum ár-
hundmðum. Það var þó ekkert sældarbrauð að
byggja þessi svæði, tíðarfarið gat breyst og rök
sumur og köld vor gátu takmarkað uppskeruna
svo hungrið var á næsta leiti. Veðrið réð algjör-
lega afkomu ættflokkanna og þótt vel áraði var
afkoman ekki betri en það að meðalaldurinn var
23-25 ár, samkvæmt rannsóknum á líkamsleif-
um sem fundist hafa. Beinasjúkdómar, innvortis
sýking, skyrbjúgur og margskonar vannæring-
arsjúkdómar hijáðu kynstofninn og barnadauð-
inn var hrikalegur. Þegar vel áraði, fjölgaði fólk-
inu svo mjög að á næstu ámm reyndist fram-
leiðslan of lítil, hungurvofan var á næstu grösum
og sagan endurtók sig. „Kólnandi veðrátta,
hungursneyð og offjölgun", þetta var saga Ger-
mana og afleiðingarnar urðu þjóðflutningar eða
leit þjóðflokksins eða hluta hans að „fijósamari
svæðum“, þar sem sagan endurtók sig. Heimild-
ir em um slíka flutninga fyrir daga hinna eigin-
legu þjóðflutninga á 5. öld.
Kimbrar eg Tevtónar
Árið 113 f.Kr. kynntust Rómveijar ömurlegu
fyrirbrigði analfabetanna handan Álpanna, sem
vom Kimbrar og Tevtónar. Þetta lið var komið
frá Jótlandi og hafði farið rænandi og myrðandi
um Gallíu og hluta Ítalíu í leit að fijósömu landi,
samkvæmt frásögn Plútarks. Rómveijar sendu
hvern herflokkinn eftir annan gegn þessum villi-
mönnum, en árangurslaust. Það voru ekki að-
eins ósigramir sem vöktu óhug og kvíða í Róm,
engu síður þær lýsingar sem bárast til Ítalíu
af hegðunarmáta og útliti þessara barbara:
„Þetta lið var mjög fjölmennt, karlar, konur og
böm, útlit og hreyfingar vora ómennskar og
raddhreimurinn minnti á hljóð úr dýraríkinu“
(Plútark). Eftir sigur á rómverskri herdeild var
föngum slátrað, hestum drekkt og brynjur her-
mannanna eyðilagðar, gulli og silfri var safnað
saman og fleygt í næsta fljót.
Loks tókst rómverska herforingjanum Mar-
íusi að sigrast á þeim með 50.000 manna róm-
versku úrvalsliði í Aix-en-Provence árið 102 f.Kr.
Eftir herför Caesars um Gallíu á áranum 58-51
f.Kr. urðu Rómveijar og Germanir nágrannar.
Á ferð sinni um Gallíu rakst Caesar á þjóðflokk
og prestastétt hans, Drúída, keltneskan þjóð-
flokk, sem vora sólardýrkendur og bjuggu sam-
an í borgum, sem margar höfðu um 20.000
íbúa. Þessir þjóðflokkar játuðust undir yfírráð
Rómveija. Caesar minnist á Germani í riti sínu
Gallastríð - Bellum Gallicum. Hann lét gera
brú yfir Rínarfljót og varð fyrstur Rómveija til
að stíga fæti á germanska grand. Hann segir
að veturinn standi í níu mánuði og engu sumri
sé fyrir að fara. Honum leist ekki gæfulega á
íbúana. Hann gaf þessum þjóðum nafn - Gall-
ar og Germanir. Rínarfljót verður með herferð
Caesars að nokkurs konar menningarlanda-
mærum milli lögbundins siðaðs samfélags róm-
verska stórríkisins og hjarða siðlausra barbara
norðursins. Munurinn á Göllum og Germönum
var mjög mikill. Þorp Gemiana byggðu mest
300 sálir. Verslun og markaðir voru engir eða
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. ÁGÚST 1997
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. ÁGÚST 1997 9