Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1997, Qupperneq 16
ÍSLENSKIR, RÚSSNESKIR
OG DANSKIR KRAFTAR
Marín Magnúsdóttir.
Gallerí meó rússneskri,
danskri og íslenskri listí
listabænum Skggen ó
Jótlandi er auóvitaó
rekió af listgglöóum
Islendingi, sem hefur
ónægju af aó kynna list
heimalandsins, eins og
SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR
komst aó í heimsókn hjó
Marínu Magnúsdóttur.
AF HVERJU að reka gallerí með ís-
lenskri, rússneskri og danskri list á
Skagen, nyrst á Jótlandi?" - Já,
af hveiju ekki, hugsaði Marín
Magnúsdóttir með sér og Galleri Katedralen,
sem hún rekur ásamt dönskum sambýlis-
manni sínum, Knud Degn Karstensen, er ein-
mitt slíkt gallerí. í sumar er þar sýning á
verkum þeirra Elínar Magnúsdóttur, Hönnu
Ólafsdóttur, Helgu Egilsdóttur og Lísbetar
Sveinsdóttur, auk rússneskra og danskra
listamanna og opnunin var listaviðburður, sem
tekið var eftir í bænum, enda ekki aðeins
myndlist að sjá heldur einnig tónlist að heyra.
Byggingin sem hýsir galleríið er háreist og
glæsileg og nafn gallerísins er dregið af henni,
því hún- líkist mest kirkju þar sem hún rís
upp yfir skipsmöstrin við höfnina í Skagen,
sem er mikilvæg fiskihöfn.
En Skagen er líka mikill ferðamannabær.
í bænum búa 12.500 manns, en árlega legg-
ur ein milljón ferðamanna leið sína um bæ-
inn. Listamannanýlendan, sem hafðist þar við
um og eftir síðustu aldamót bar hróðurinn
víða og í bænum er safn með málverkum
þeirra, sem þá gerðu garðinn frægan. Sem
viðbót við gömlu listina vonar Marín að fersk-
ir og nýir vindar blási um Katedralen. Gallerí-
ið liggur ekki við göngugötur bæjarins, held-
ur við fiskibátahöfnina og Marín segir
skemmtilegt að laða fólk út á þetta iðnaðar-
svæði. „Það eru þá bara þeir, sem hafa sann-
an áhuga, sem leggja það á sig að koma hing-
að,“ bætir hún glettnislega við.
Sýningarsalur og starfsaóstaóa
fyrir listamenn
Eftir að hafa unnið við kvikmyndafram-
leiðslu og síðast hjá Kvikmyndasjóði flutti
Marín til Skagen í febrúar í fyrra og fór svo
um sumarið að vinna hjá Galieri Katedralen,
sem hafði sérhæft sig í rússneskri samtíma-
list. Eigandinn hætti síðan rekstri og úr varð
að Marín og Knud tóku við. Knud er heima-
maður í Skagen og rekur þar skipasmíðastöð,
en Marín sér um daglegan rekstur gallerís-
ins. Þó hún hafi ekki reynslu af gallerírekstri
segist hún engu kvíða. „Gallerírekstur snýst
að miklu leyti um heilbrigða skynsemi rétt
eins og allur annar rekstur og það felst líka
reynsla í að hafa verið móðir og húsmóðir í
25 ár. Allir vilja hafa skoðun á hvað maður
eigi að gera og hvernig, en það gildir að vera
trúr því sem maður er að gera, svo við tökum
bara það sem okkur líkar.“
Hingað til hafa 90 prósent kaupenda verið
bæjarbúar og það kom Marínu mjög á óvart,
þar sem hún hélt að meirihluti þeirra yrði
aðkomufólk. Hún segir það líka hjálpa til að
Knud sé heimamaður og það skapi velvilja.
„Svo erum við ekki lærð í listum, heldur höf-
um bara áhuga og þykjumst ekki vita meira
en við vitum. Flestir kunna því vel.“
Ahugann á íslenskri list tók Marín með sér
að heiman, en rússneska sambandið komst á
í gegnum fyrri eiganda gallerísins. Marín
hefur síðan farið til Sankti Pétursborgar,
keypt verk og heimsótt listamennina og í kjöl-
farið komu þrír þeirra til Skagen að mála. A
sýningunni nú eru því ekki aðeins verk, sem
máluð eru í Rússlandi, heldur einnig verk
máluð á Skagen. Marín hefur í hyggju að
halda áfram að bjóða listamönnum starfsað-
stöðu og ekki vantar áhuga hjá listamönnun-
um. „Ljósið er fallegt á íslandi, en hér er það
líka mjög sérstakt og fallegt og það laðaði
einmitt gömlu Skagenmálarana hingað. Hér
er líka skemmtileg blanda af fólki og gaman
að vera hér. Ég gæti ekki hugsað mér að búa
í Kaupmannahöfn eða Árósum. Þar er allt
ópersónulegra," segir Marín.
Feróamenn i leit aó
menningarupplifun
Marínu finnst Skagen heillandi staður, ein-
mitt af því að á litlum stað vantar alltaf fólk
og nýjar hugmyndir. Nýlega var henni boðið
að vera með í undirbúningsnefnd að stofnun
kvikmyndahúss á staðnum, því það spurðist
út að hún hefði áður komið nálægt kvikmynd-
um. Það er til sýningarvél í bænum, en ekk-
ert kvikmyndahús lengur.
„Það er margt hægt að gera hér, ef maður
nennir og auðvelt að fá stuðning. Hingað
koma margir ferðamenn, sem sækjast sér-
staklega eftir menningarlífi, því Skagenmál-
ararnir gömlu laða þá hingað. En fólk vill
gjarnan sjá eitthvað meira en bara verk þeirra
og gera eitthvað meira en bara flatmaga á
ströndinni. Þetta eru forvitnir ferðamenn, sem
gera kröfur og spyija. Bærinn býður upp á
marga möguleika í ferðamennsku og við erum
að vissu leyti eins og nútímalistasafn. Fólk
fer á Skagens museum að sjá gömlu listina
og kemur svo hingað, svo hér er stöðug
umferð.“ Ágúst er tími menningarferðamann-
anna. Þá eru barnafjölskyldurnar farnar heim
og hinir halda innreið sína í bæinn. Menning-
arferðamenn eru oftast eldra fólk með rúm
fjárráð og heimsækja bæði gallerí og þá staði,
sem selja listiðnað.
Gustmikil íslensk list
Verk íslensku listakvennanna í Galleri
Katedralen hafa vakið verðskuldaða eftirtekt,
segir Marín. „Dönsk list hefur tilhneigingu
til að vera sæt og pen. Það er meiri vindur
í þeirri íslensku, meiri kraftur og annað lita-
skyn. Þjóðveijar, Svíar og Norðmenn, sem
hafa komið hingað, hafa verið áberandi hrifn-
ir, en Danir eru hálfhræddir við hana, finnst
hún spennandi, en svo ekki meir. Galleríið
var orðið þekkt fyrir rússneska list, en ís-
lenska listin virðist þykja góð viðbót. Flestir
gestanna eru að kynnast íslenskri iist í fyrsta
skiptið, svo það tekur tíma að kynna hana.“
Marín er ekki í vafa um að landið mótar
þá, sem þar búa og þar sé að leita skýringar-
innar á krafti og litum í íslenskri list. „Það
er landið, sem mótar okkur og gerir okkur
að manneskjum. Það er eitthvað dularfullt
og svolítið bijálað yfir okkur íslendingum
miðað við Dani og það kemur fram í bók-
menntum okkar, kvikmyndum og annarri list.
Það tók mig langan tíma að átta mig á að
Danir vilja helst ekki hafa neitt óþægilegt
og ögrandi í kringum sig, heldur vera öruggu
megin. Þeir keyra í þriðja gír, við í fimmta
og það kemur fram í öllu. Stundum er ég
alveg að drepast í öllum þessum huggulegheit-
um, en á hinn bóginn á hið yfirvegaða í fari
Dana líka svolítið vel við mig.“
Vegalengdin til íslands gerir galleríinu
nokkuð erfitt fyrir. Það er einfaldlega mjög
dýrt að flytja verk fram og til báka, en Mar-
ín vonast þó til að eiga áfram samstarf um
sýningar og vinnuaðstöðu við íslenska lista-
menn og vonast til að heyra frá þeim. „Við
höfum verið með málara í sumar, en mynd-
höggvarar eru alls ekki útilokaðir eða nein
tegund listar. Hér er nóg járn og aðstaða til
að vinna það og eins er hægt að vinna við
að gera skissur. Svo erum við líka með grafík-
pressu. Það eru margir möguleikar hér og
engar reglur á neinu, svo það kemur margt
til greina. Ég er opin fyrir öllum hugmynd-
um ...“ og því vill hún gjarnan láta síma-
og símbréfanúmerið fljóta með: 00 45 98 44
54 00 og 00 45 98 44 54 17.
SAMEINGARMÁTTUR TÓNLISTAR
Morgubladið/Arnaldur
VILL vekja áhuga fólks á tónlist og flytja kærleiksboðskap í gegnum hana. Dr. Virginfa
Gene Rittenhouse, stjórnandi New England Symphony Ensemble.
BANDARÍSKA sinfóníuhljómsveitin
New England Symphony Ensemble
er nýkomin til landsins í tengslum
við 100 ára afmæli Aðventsafnaðar-
ins á íslandi og mun leika við guðsþjónustu
í Aðventkirkjunni í dag kl. 11 og á tónleikum
í Langholtskirkju kl. 17. Á efnisskránni eru
verk eftir Bach, Vivaldi, Hándel, Mozart,
Beethoven og fleiri.
Virginía segir að hijómsveitin einbeiti sér
einkum að barokktímabilinu vegna þess að
ekkert annað tímabil í tónlistarsögunni tjái
betur lotningu fyrir Guði. „Barokkið er líka
eftirlætistónlistin okkar og hentar ágætlega
fyrir stærð hljómsveitarinnar," segir hún.
„Vitaskuld leikum við einnig rómantíska og
klassíska tónlist og lítið eitt af nútímatónlist,
en þar sem við erum trúarsamtök líka leggjum
við mesta áherslu á barokkið." Virginía segir
eitt af markmiðum hljómsveitarinnar vera það
að vekja áhuga fólks á tónlist og í því skyni
fer hún ýmsar leiðir og er fús að segja frá
þeim. „Öllu jafna leggjum við það ekki á fólk
að sitja undir heilu verki frá upphafi til enda,
heldur leikum við kafla úr verkum eða styttri
verk. Ennfremur tala ég við áhorfendur milli
laga og segj þeim upp og ofan af tónverkinu
sem við leikum næst. Að auki legg ég tals-
vert upp úr því að leikinn sé einleikur á hveij-
um tónleikum því það eykur fjölbreytnina og
áhorfendur hafa gaman af því að sjá meðlimi
hljómsveitarinnar standa upp þegar minnst
varir og leika einleik," segir Virginía og bæt-
ir því við að hún breyti jafnvel fyrirhugaðri
efnisskrá á tónleikunum sjálfum í takt við
andrúmsloftið.
Hljómsveitin hefur farið um allan heim og
leikið á óteljandi tónleikum og kemur til að
mynda hingað beint frá Rússlandi, en Virgin-
ía segist síst vera lerkuð vegna tíðra ferða-
laga nema síður væri. „Tónlistin er tungumál
án landamæra og við höfum sannreynt það
hvernig tónlistin sameinar fólk með ólíkan
bakgrunn. Við höfum leikið á átakasvæðum
í Afríku og í Kína og í ísrael og þegar við
túlkum ást Guðs í tónlist ríkir bræðrakærleik-
ur meðal manna. Slík áhrif og viðtökur um
heim allan næra mann og veita manni aukinn
styrk þannig að þreyta segir lítt til sín.“
Fyrst meó
Niundu i Jórdaniu
Hljómsveitin var stofnuð heima í stofu hjá
Virginíu, sem er fiðlukennari og ekki leið á
löngu uns henni óx fiskur um hrygg. „Það
var árið 1969 að samleikurinn hófst með fjór-
um nemendum mínum. Nú eru 45 manns í
hljómsveitinni og meðalaldurinn er 18 ár,“
segir hún. Hljómsveitin kom hingað árið 1973
og segir Virginía mikið hafa breyst síðan þá.
„Reykjavík hefur stækkað heil ósköp og frí-
kkað á þessum tíma og ég man svo vel hvað
allir voru ánægðir yfir dvölinní og hlökkuðu
mikið til að fá að koma til íslands aftur.“
Þegar Virginía er spurð um eftirminnilega
tónleika nefnir hún að bragði tónleika í Jórd-
aníu fyrir fáeinum árum. „Við fluttum Níundu
sinfóníu Beethovens, en það var í fyrsta skipti
sem sinfónían var flutt þar í landi. Það er
án efa stærsti sigur okkar, ekki eingöngu
vegna umfangs sinfóníunnar sjálfrar heldur
að eiga þátt í þessum tímamótum í menning-
arlífi Jórdaníu."
Framundan eru ferðalög um víða veröld
og Virginía ásamt ungu tónlistarfólki sínu
heldur áfram að flytja heimsbyggðinni boð-
skap kærleiks á tungumáli sem öllum er skilj-
anlegt.
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. ÁGÚST 1997