Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Blaðsíða 6
HIÐ TÆRA LJOS Vilhjálmur Bergsson myndlistarmaóur opnar sýningu á verkum sínum í Norræna húsinu í dag kl. 14. Er þar aó finna verk í nýjum stíl sem listamaóur- inn kýs að kalla „Takmarkalaustorkuljósrými", en jafnframtverk í gamla stílnum, „Samlífrænumvíddum“, til aó undirstrika breytinguna sem átt hefur sér staó. ORRI PÁLL ORMARSSON fór aó finna listamanninn sem kveðst vera kominn aftur að rótunum. SLENSK birta hefur orðið mörgum listamanninum að yrkisefni. Einn þeirra er Vilhjálmur Bergsson listmál- ari sem í seinni tíð hefur þróað sér- stakan stíl, „Takmarkalaust orkuljós- rými“, til að túlka hughrif sín. „Það má eiginlega segja að ég sé kominn aftur að rótunum," segir Vil- hjálmur sem víða hefur komið við á löngum ferli. „Sem bam varð ég fyrir sterkum áhrif- um af hinu tæra íslenska ljósi og ekki síður myrkrinu, þótt ég gerði mér ekki grein fyrir því strax.“ Segir hann áhuga sinn á að ganga einn út í myrkrið hafa kviknað þegar á bamsaldri - jafnvel þótt hann hafi verið logandi hræddur við álfana í hólunum. „Smám saman fór mér aftur á móti að þykja hólamir vingjamlegir - og aldrei sá ég huldufólk. íslenska myrkr- ið er ákaflega fallegt og þegar maður hefur staðið dágóða stund fer að birta til - maður fer að sjá formin á áhrifaríkan hátt.“ Vilhjálmur hefur víða dvalist á ferli sínum sem myndlistarmaður, svo sem í Danmörku, Frakklandi og á Spáni en frá 1983 hefur hann verið búsettur í Diisseldorf í Þýska- landi. Fullyrðir hann að gríðarlegur munur sé á íslensku og erlendu myrkri. „Islenska myrkrið er tærara - jafnvel móskulegir litir geta verið tærir. Að horfa inn í þýskt myrk- ur er hins vegar eins og að horfa ofan í drullupoll!“ Mitt Ijóc lcentur aó innan Að áliti Vilhjálms er þessu eins farið með birtuna og kynnir hann til sögunnar aldraða danska hjúkrunarkonu, sem hann hitti fyrir allmörgum áram, máli sínu til stuðnings. „Þessi kona hafði ferðast víða um dagana og hún tjáði mér að vissulega væri Island fallegt land, þótt hún hefði séð önnur lönd sem væru jafnfalleg. Hún hefði á hinn bóg- inn hvergi séð jafn fallega birtu og á ís- landi! Þannig að þessi skoðun virðist ekki vera bundin við þjóðernishyggju." Vilhjálmur dvelst að jafnaði einn eða tvo mánuði á ári á íslandi. Þann tíma nýtir hann þó yfirléitt ekki til að mála. „Ég er ekki frá því að það komi upp einhver ljóð- ræn kennd við fjarlægðina en ég legg mikið upp úr ljóðrænni stemmningu í verkum mínum. Þess vegna þykir mér gott að mála í Þýskalandi - fjarri viðfangsefninu. Það er því engin tilviljun að hlutur íslenskrar birtu og myrkurs hefur aukist í myndum mínum frá því ég settist að í Þýskalandi. Það þýðir ekkert að ætla sér að vinna beint upp úr íslenskri náttúra - mitt ljós kemur að innan!“ En Vilhjálmur hefur nálgast rætur sínar í öðrum skilningi í seinni tíð - hann hefur lagt sífellt meira upp úr handverkinu. Mynd- list og handverk vora reyndar samtvinnuð hugtök allt fram á þessa öld, þegar hug- myndafræðin kom til sögunnar. „Módem- isminn var mikil bylting,“ segir Vilhjálmur, „og þar sem hann krafðist þess að menn hefðu hugmyndafræðilegt bakland, hafa myndlistarmenn á þessari öld verið miklir kenningasmiðir. Má í þessu samhengi nefna menn á borð við Hollendinginn Mondrian, upphafsmann naumhyggjunnar, og Frakk- ann Duschamp, sem kynnti stefnur á borð við popplist og dadaisma fyrir myndlistar- mönnum. Þetta voru tóngefandi menn í myndlist frá miðri þessari öld en boðskapur þeirra var sá að um leið og handverkið hyrfi myndi málverkið líða undir lok. Þess í stað myndi listin renna saman við umhverfið - lífið sjálft." Mikill handverksmaóur Þessari speki kveðst Vilhjálmur hafa trú- að eins og nýju neti þegar hann var að stíga sín fyrstu skref í myndlist fyrir um 35 árum. „Síðan komst ég að raun um hversu mikill málari og handverksmaður ég er enda hefði ég að líkindum aldrei orð- ið myndlistarmaður ef forfeður mínir hefðu ekki verið handverksmenn - báðir afar mínir voru trésmiðir, svo og faðir minn, auk þess sem móðir mín undi hag sínum best við hannyrðir. Þar fyrir utan er það mín skoðun að myndlistarmenn komi alltaf fyrr en síðar að hinum tæknilega þætti starfsins.“ A sýningu Vilhjálms í Norræna húsinu er 41 málverk, 30 olíuverk og ellefu verk unnin með blandaðri tækni. Flest eru verk- in ný af nálinni en fáein eru frá síðasta áratug, þegar listamaðurinn var hallur undir stíl sem hann nefnir „Samlífrænar víddir“. „Listamönnum er oft legið á hálsi fyrir að hjakka í sama farinu. Með því að sýna nokkrar eldri myndir er ég að undir- strika breytinguna sem orðið hefur á stíl mínum síðustu árin.“ Þegar Vilhjálmur er spurður um mynd- FERALDREI BEINUSTU LEIÐ María Reyndal hefur undanfarin ár dvalist í London og stundaó þar nám í leiklistardeild Central School of Speech and Drama. DAGUR GUNNARSSON tók þessa ungu leikkonu tali í tilefni útskriftarinnar og til að forvitnast um framtíðaráform hennar. EG ÁKVAÐ það þegar ég var sjö ára og lék í skólaleikriti að ég ætlaði að verða leikari, ég fékk svo góð viðbrögð eftir þessa tímamótasýningu að það varð ekki aftur snúið,“ sagði María þegar hún var spurð hvers vegna hún hefði valið þetta starf. Það er fátt sem vefst fyrir Maríu, hún veit hvað hún vill og það alveg Ijóst að leik- list er hennar líf og yndi. Hún er lífleg og glaðbeitt og þegar talið berst að leiklist tekst hún bókstaflega á loft. Ég spurði hana hvers vegna hún hefði ekki sótt um í Leiklistar- skóla Islands. „Mig langaði út, mig langaði að prófa nýja hluti og hafa möguleikann á að geta unnið erlendis. Ég get aldrei farið beinustu leiðina að hlutum, ég verð alltaf að fara krókaleiðir." Þannig að þú hélst utan í leit að leiklist- inni? „Já, ég hafði mikinn áhuga á tilraunaleik- húsi og leikstíl sem nefnist „physical thea- tre“ sem gengur meira út á líkamlega tján- ingu en textaflutning. Ég byijaði á því að fara á námskeið á Ítalíu hjá Antonio Fava og síðan kom ég hingað til London og sótti nokkur námskeið hjá Philippe Gaulier en þeir eru báðir þekktir fyrir „physical thea- tre“ og leggja mikla áherslu á kómedíu og látbragð. Þessi námskeið gerðu mér það ljóst að mig vantaði alla grunnmenntun í fræðun- um og að ég þyrfti líka áð fá þjálfun í hefð- bundnum þriggja ára skóla til að 'fá undir- stöðuna í sígildri leiklist og til að ná tökum á þeirri tækni, t.d. í raddbeitingu og öðru slíku sem er öllum leikurum nauðsynleg. Það þarf þennan grann fyrir allar tegundir af leiklist, það má síðan alltaf prófa sig áfram með mismunandi stíla.“ Hvaða stíl aðhyllistu helst núna þegar þú hefur hlotið þína „hefðbundnu" menntun? „Ég held að það væri gaman að prófa að blanda hefðbundnu og óhefðbundnu leikhúsi dálítið meira saman og nota það besta í báðum tegundum leikhúss. í „physical" Ieik- húsi er ímyndunaraflið mikið notað og raun- veruleikinn brotinn upp þannig að það er hægt að gera skemmtilega hluti sem koma áhorfandanum á óvart. Það góða við hefð- bundið leikhús er að þar er verið að fást við þann raunveruleika sem áhorfendur þekkja og raunveralegar tilfmningar, þar er hægt að byggja upp trúverðuga persónusköpun og spila á þá samkennd sem áhorfandinn finnur með sögupersónunum. Að mínu mati er besta tegundin af leikhúsi sú sem tekst að virkja báða leikstílana í heilsteypta sýn- ingu.“ María er komin á flug í leikhúsfræðun- um, tínir til óteljandi dæmi um góðar og vondar leiksýningar, leikstíla og tilraunir. Hún hefur skoðun á öllu sem snertir leiklist. Hvernig var í Central, er þetta harður skóli? „Það var mjög gaman í skólanum og það kom mér á óvart hvað það var afslappað andúmsloft þar. Þeirra heimspeki er sú að það þýði ekkert að rembast eins og rjúpan við staurinn, besti árangurinn kemur með góðri grunnvinnu en ekki hörðum aga. Þetta var góður tími, það er alveg ómetanlegt að Morgunblaóió/Dagur Gunnarsson MARÍA Reyndal segir að sinni ævintýraþrá virðist ekki vera alveg svalað í bráð. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.