Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Blaðsíða 11
GOSHVER í landi Stóru-Reykja f Suður-Þingeyjarsýslu, þar sem nú heita Hveravellir. Ein af íslandsmyndum Mayers frá 1836. LEIFAR gufustokksins sjást á stalli f hægri NÆRMYND af gufustokknum. Hella úr skurðbakka. Gufa úr Skriflu sést í baksýn hverahrúðri er yfir stokknum. Veggir (Ljósmynd Guðmundur Ólafsson). stokksins eru styrktir með smærri steinum. skurðsins. Grjóthellur (ýmist úr blágrýti eða hverahrúðri) voru síðan lagðar yfir stokkinn og þéttað á milli þeirra. Sums staðar var steinum raðað undir hellurnar til að styrkja veggi stokksins. Stokkurinn (rásin) var oft 10-20cm breiður og 10-50 cm djúpur. Ösku- blandaðri mold hefur síðan verið mokað yfir stokkinn og skurðurinn fylltur. Vatnshalli er á stokkunum frá Skriflu að Snorralaug, en gufustokkurinn stefnir upp á bæjarhólinn, eins og áður var greint. í Landnámu er sagt frá því að Tungu-Odd- ur hafi gengið til laugar við beitarhús sín í Reykholti (Reykjaholti). Líklegt er að þá hafi verið grafin laug í mýrina nærri Skriflu. Þetta var á berangri og því napurt að klæða sig úr og í. Helsta vandamálið við böðin var þó líklega að þarna var lítið kalt vatn að hafa til að kæla sjóðandi vatnið úr Skriflu. Fræðimenn telja líklegt að Snorri Sturluson hafí látið gera fyrsta heitavatnsstokkinn og látið hlaða Snorralaug í skjóli undir brekku- fæti í bæjarhólnum. Hægt var að loka fyrir heitavatnsrennslið í laugina og þannig mátti stjórna hitanum í lauginni. I Sturlungu er sagt að Snorri hafi látið gera virkisvegg umhverfis bæjarhúsin í Reykholti og voru á virkinu tvö hlið, annað sneri að kirkjunni en hitt var um jarðgöng frá bæjarhúsum út að Snorralaug. Ysti hluti ganganna er enn varð- veittur. Atburðir Sturlunga sögu hafa verið tímasettir allnákvæmlega (útgáfa Svarts á Hvítu 1988). Árið 1285 gerðist það m.a. að „_þeir sem á virkinu voru fundu eigi fyrr en Orækju menn allir voru komnir í húsin og höfðu gengið upp eftir forskála frá laugu“. Sagan greinir að sjö árum fyrr (1228) hafi Snorri setið í laugu og var talað um höfð- ingja. Orðrétt segir „Sturia Bárðarson hafði haldið vörð yfir lauginni og leiddi hann Snor- framt verið komin kjörin jarðvegshitun til t ræktunar og gólfhitun til að hita íbúðarhús. Bn það var ólán íslendinga að verkmenning- in sem barst til Reykholts náði ekki að breið- ast út um landið heldur gleymdist. Því máttu íbúar á tugum jarða þar sem voru vatnsmikl- ar laugar og hverir hírast og skjálfa í óupp- hituðum torfbæjum í hartnær 700 ár áður en landsmenn náðu valdi á tækni til að leiða heita vatnið í hús. - Jaróhitinn til óþurftar Heldur virðist rómantíkin í sambandi við heitt vatn og laugar, sem best kemur fram í frásögnum Laxdælu af fundum þeirra Guð- rúnar og Kjartans í Sælingsdalslaug, hafa dofnað er fram liðu stundir. Heitt vatn virð- ist ekki hafa verið talið til sérstakra hlunn- inda á jörðum, nema síður væri. Við undirbún- ing erindis á Sögusýningu á Kjarvalsstöðum árið 1974 í tilefni af 1100 ára afmæli byggð- ar á íslandi fletti höfundur þessarar greinar helstu jarðhitajörðum á landinu upp í Jarða- bók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá öndverðri 18. öld. í Jarðabókinni er kostum og ókostum hverrar bújarðar lýst og á öllum þeim stöðum sem ég fletti upp var jarðhit: inn, ef hann var nefndur, talinn ókostur. í Jarðabókinni segir svo um Laugardæli í Hru- nagerðishreppi í Árnessýslu: „Túnsins nokkr- um parti spillir hitavessi í jörðinni, sem orðs- akast af laug þar allnærri, og af þessum hita- seyðingi jetst úr grasrótin og gjörir flög“. Þessi lýsing var skráð 27. júlí 1709. Nú er þessi „hitavessi“ aðalvinnslusvæði Hitaveitu Selfoss. Um höfuðbólið Reykholt í Borgar- firði segir: „Túninu spilla hveraversl og hiti“. Um Hlaðgerðarkot í landi Norður-Reykja í Mosfellsdal er ókostum jarðarinnar lýst svo: „Torfrista og stunga lítt nýtandi. Mófak til eldiviðar bæði illt og lítið. Engjunum spillir skriða. Land er lítið. Stórviðrasamt mjög, svo ^ hætt er húsum og heyjum. Vatn er heitt“. Hér er greinilega talið til ókosta að vatnið er heitt, því yfirleitt er ekki minnst á upp- sprettuvatn í lýsingum í Jarðabókinni, nema um vandræði sé að ræða svo sem: „Vatns- skortur er margoft um vetur að stórmeini. Vatnsból gjörir snjólag oft á vetrardag stór- erfitt“. í nágrenni Hlaðgerðarkots, þessa vandræðastaðar þar sem ekki var hægt að fá kalt vatn að drekka, eru nú einhveijar bestu vinnsluholur Hitaveitu Reykjavíkur. Brennisteinsvinnsla Þótt íslendingar hefðu ekki mikil not af * jarðhitanum, allavega ekki þegar átti að tí- unda hann til skatts eins og í Jarðabókinni, hafði Danakóngur þeim mun meira gagn af ra heim ..." Ólíklegt er að svo hefði verið brennisteini sem víða finnst á gufuhvera- tekið til orða, ef þeir hefðu gengið inn göng- svæðum. Brennisteinn var snemma fluttur in frá lauginni. Laugin var því komin 1228 út frá íslandi og varð er fram liðu stundir en göngin e.t.v. ekki fyrr en síðar, en þó dýr verslunarvara. Svo virðist sem erkibiskup fyrir 1235. í Niðarósi hafi á 13. öld haft nokkurs konar Það merkilegasta við Snorralaug frá einkarétt til að flytja eða kaupa brennistein sjónarmiði jarðhitanýtingar er að heitt frá íslandi, en síðar náði kóngur réttinum vatn var leitt um 120 m leið frá hvernum undir sig. Ekki er vitað hvað mönnum erk- Skriflu í Snorralaug líklegast fyrir miðja ibiskups gekk til að flytja út brennistein, því 13. öld, því flest bendir til að elsta púðurgerð hófst ekki í Evrópu fyrr en eftir leiðslan hafi verið byggð á dögum Snor- 1400. Lýður Björnsson, sagnfræðingur, hefur ra. Fornar leiðslur af þessari gerð hafa komið með þá athyglisverðu tilgátu að prest- ekki fundist annars staðar á íslandi ar hafi ef til vill kveikt í brennisteini í kirkj- nema stutt lokræsi undir húsveggi í um sínum til að hrella sóknarbörnin, sýna sögualdarbyggð í Hvítárholti (Þór þeim hvernig Vítislogar líta út og leyfa þeim ~ Magnússon, 1972). að finna lyktina (Lýður Björnsson, munnlegar Þeim er þetta ritar finnst mjög líklegt upglýsingar 1995). að pílagrímar frá íslandi hafi séð Á fyrri hluta 16. aldar keyptu Hamborgar- leiðslur af þessu tagi bæði fyrir heitt ar brennistein á íslandi og varð Danakóngur og kalt vatn suður á Ítalíu (Ingvar Birg- að kaupa af þejm brennistein til púðurgerðar ir Friðleifsson, 1995), en fjöldi íslend- á geypiverði. Árið 1561 forbauð kóngur ís- inga lagði leið sína til Rómar áratugina lendingum að selja útlendingum brennistein, þarna á undan. Rómveijar höfðu um nema þeir hefðu sérstakt leyfisbréf. Eftir aldir leitt bæði heitt og kalt vatn í stokk- þetta lét danska stjórnin flytja út brennistein um í bæi sínar og borgir. Ekki finnst frá íslandi út 16. öldina og var verslunin svo greinarhöfundi ólíklegt að hin miklu af- arðsöm framan af að kóngur hafði eitt sinn köst Snorra Sturlusonar á ritvellinum 6000 ríkisdala ábata af einum skipsfarmi. umfram aðra sagnaritara hafi að hluta Þetta svaraði til 1500-2000 kýrverða sem verið vegna þess hve góða starfsað- jafngilda 150-200 milljónum króna í dag. stöðu hann hafði skapað sér og sínum Brennisteinsversjunin var þá helsti arður sem skrifurum á ýmsum sviðum. Hann gat Danir höfðu af íslandi. m.a. setið í heitri laug og náð úr sér Helstu brennisteinsnámurnar voru í Krísu-. hrollinum og gigtinni þegar hann vildi. vík og Brennisteinsfjöllum á Suðvesturlandi Með byggingu heitavatnsleiðslunnar var og í Þingeyjarsýslu (Hlíðarnámur í Náma- komin mjög mikilvæg verkmenning til lands- fjalli, Fremrinámur, Kröflunámur og Þeysta- ins. Með þessari gerð af leiðslu hefði verið reykjanámur). Fróðlegt er að lesa um hvern- hægur vandi að leiða heitt vatn víða um ig kóngsins mönnum tókst í skugga Stóra- land frá laugum og hverum til bæjarhúsa. dóms, sem þá var verið að lögfesta, að sölsa Með því að grafa leiðslur af þessu tagi að- undir sig námuréttindi í Mývatnssveit vegna eins hálfan metra eða svo í jörðu hefði jafn- legorðsmála þar í sveit (sjá Ásverjasögu ^ Bstir ef íir gátu bera því »g. Kort- reininni. baðstaðir frá alda öðli og voru sumar taldar heilsulindir. Kristnitakan og jarðhitinn Það er við kristnitökuna árið 1000 sem heitar laugar skipta í fyrsta sinn verulegu máli fyrir þjóðina. Eftir að Þorgeir Ljós- vetningagoði hafði sannfært þingheim um að „það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og frið- inn“, eins og segir í íslendingabók, „þá var það mælt í lögum, að allir menn skyldu kristnir vera og skírn taka, þeir er áður voru óskírðir á landi hér“. Þótt ótrúlegt megi virðast, samþykktu heiðnir menn möglunarlítið að skipta um trú. En þegar kom að því að átti að skíra þá, þvertóku þeir fyrir að láta dýfa sér niður í ískalt Þingvallavatnið við skírnina. Þá varð til sátta, að Vestfirðingar voru skírðir í Krosslaug í Lundareykjadal (sem þá var nefndur Syðri-Reykjadalur), því þeir vildu eigi taka hina hátíðlegu skírn í venjulegu köldu vatni, að því er segir í Kristnisögu. Margir Norðlendingar og Austfirðingar voru skírðir í Reykjalaug í Laugardal, sem síðar var nefnd Helgalaug. Eftir kirkjulög- um varð að vígja laugarnar á undan skírn- inni. Að sögn Eggerts og Bjarna sköpuðu atburðir þessir þá hjátrú, að vatnið í laug- unum væri gætt yfirnáttúrlegum lækn- ingamætti. Veóurvilar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson, sem ferðuðust um ísland um miðja 18. öld, rifja upp sagnir um að laugar hafi löngum verið taldar góðir veðurvitar. Til dæmis má nefna Reykjalaug í Miðfirði. Þegar hitinn í lauginni óx sagði fólkið að víst væri að regn væri í aðsigi enda þótt him- inn væri skafheiður. í Haukadal í Biskups- tungum og á bæjum þar í kring sögðu menn þeim Eggerti og Bjarna að þegar Geysir gjósi svo hátt að beri jafnhátt Laugafelli sé von á regni og stormi. Nú- tímamenn vita að þetta er tengt loftþrýst- ingi. Þegar lægð er yfir landinu er minni þrýstingur á yfirborði hvera og lauga og lægðum fylgir vanalega rigning og storm- ur. En um þetta vissu forfeður okkar ekki og því eðlilegt að nokkurrar hjátrúar gætti í sambandi við hveri og laugar. Snorralaug Snorralaug í Reykholti er elsta mann- virkið tengt jarðhitanotkun á Islandi sem varðveist hefur. Laugin er hringlaga, um 4 m í þvermál og 70-90 cm djúp. Hún er hlaðin úr haganlega tilhöggnu hvera- hrúðri, bæði veggir og botn. I nágrenninu er slíkt byggingarefni nú helst að finna í landi Úlfsstaða og Kópareykja meira en 2 km frá Reykholti. Neðstu hleðslustein- arnir í veggjum laugarinnar skaga fram og mynda setbekk sem talið er að rúmi allt að 30 manns. Laugin var endurbyggð undir eftirliti Þjóðminjasafnsins árið 1959 og þar áður árið 1858. Um aldir hefur heitt vatn runnið í laug- ina eftir hlöðnum neðanjarðarstokki frá hvernum Skriflu, sem er um 120 m frá lauginni. Við fornleifauppgröft í Reykholti árin 1964 og 1984 hefur raunar komið í ljós að vatnsstokkarnir eru tveir milli Skriflu og laugar. Hugsanlegt er talið að sá eldri hafi skemmst í jarðskálfta og því hafi sá yngri verið lagður. Einnig kom fram við uppgröftinn gufuleiðsla með stefnu frá Skriflu upp á bæjarhólinn. Forn- leifafræðingarnir Þorkell Grímsson og Guðmundur Ólafsson hafa skrifað ítarlega grein um þessar fornu leiðslur. Þorkell skrifaði einnig grein um viðgerðina á Snorralaug árið 1959. Leiðslurnar eru eins konar stokkar grafnir niður í leirborið malarlag sem þarna er að finna undir misþykku moldar- lagi. Menn hafa grafið skurð gegnum moldarlagið (oft um eða yfir 1 m á dýpt) niður í hinn leirborna malargrunn og gert stokk eða rás niður í malarlagið í miðju VIÐ fornleifauppgröft í Reykholti hafa komið íljós þrjár neðanjarðarleiðslurfrá Skriflu. Tvær þeirra voru vatnsieiðslur í Snorralaug en sú þriðja gufuleiðsla og hefur hún verið rakin upp í bæjarhólinn f Reykholti. AISLANDI M 1OO AR j i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 1997 1 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.