Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.1997, Blaðsíða 8
TÍÐARANDI í ALDARLOK, 3. HLUTI FORSPRAKKAR PÓSTMÓDERNISMANS Samkvœmt „kenning- um “ Baudrillards er heimurinn ekki lengur samfellt markadstorg eins ogfyrr á hinu kapítalíska skeidi‘ heldur leikvangur par sem ímyndir og tákn veltast um í stjómlausum tryllingi. listaverks og menningar utanfrá, óháð sjálfs- skilningi, reynslu og tilfinningum höfunda eða gerenda. En Foucault svelgdist von bráð- ar á þeim miði og hafnaði forsendunni um sjálfstætt, ytra sjónarhorn. Þess í stað hóf hann að efla póst-strúktúralískan seið: sér- hver stofnun og samskiptasnið mannlífsins sé gegnsýrt af valdi af einhveiju tagi er ein- ungis verði skílið utanfrá. Póststrúktúralism- inn er fremur almenn kenning um vald en kenning um aimennt vald: Engin ein tegund drottnunar er, að dómi Foucaults, yfirgnæf- andi í heiminum heldur verðum við að skoða nákvæmlega einstök félagskerfi til að skilja hvers konar drottnun er þar á ferð. Slík inn- skoðun tiltekinna stofnana og hefða - and- stætt útskoðun strúktúralistanna gömlu - var lífsverkefni Foucaults. Skilgreining Foucaults á valdi er býsna sérstök. Hann hefur lítinn áhuga á því hvern- ig bein skipun eða hótun kúgar einstakling til athafnar hér og nú - talar tii dæmis um opinbert þrælahald sem birtingarmynd of- beldis fremur en valds. Hann gefur þeim mun meiri gaum að duldu eða óbeinu valdi, sem margir myndu fremur kenna við félags- mótun: hvernig vilji og væntingar eins stýri ómeðvitað vilja og ákvörðunum annars, það er að segja hvernig við breytum iðulega eins og við væntum þess að aðrir vænti að við breytum.1 Þessi valdskenning Foucaults og úrvinnsla hennar skipa honum í fjölmenna sveit hefðbundinna heimspekinga sem ijallað hafa um ýmis af- brigði valds á liðnum árum, að vísu margir á mun gleggri hátt en Foucault.2 En þeir tilheyra viðtekinni bresk- bandarískri heimspekihefð og eru því ekki viðurkenndir eða lesnir af pm-istum. Þótt valdskenning Foucaults sé ekki eins frumleg og margir halda þá er hún vissulega róttæk. Fyrir honum mætast aldrei svo tveir ókunnugir einstaklingar í Ódáðahrauni að annar beiti ekki hinn valdi; valdi sem oft er blandið sadisma - og þá í samræmi við kyn- hvatir Foucaults sjálfs sem þegar hafa verið gerð góð skil á síðum Lesbókar.3 Fangelsið, sjúkrahúsið og skólinn eru stofnanir sem Foucault rannsakaði og beitti kenningu sinni á: greindi flókin, afmörkuð valdamynstur, neðar eða óháð stéttarvaldinu sem marxistar einskorðuðu sig við. Fyrir utan alla þessa „míkró-valdfræði“ Foucaults er einkum þrennt í kenningum hans sem pm-istar hafa ginið við: í íyrsta lagi er það hugmyndin um þekkingu (og set- ur hennar: skóla, fræðigreinar) sem drottnun- artól og þekkingarþrána sem valdafíkn. Drottnunina sem Foucault á hér við mætti nefna orðræðuvald: vald yfir hugtakanotkun og dagskrármálum innan tiltekinna umræðu- hefða, í gervi ímyndaðra, óvefengjanlegra sanninda. Foucault afhjúpar slík valdakerfi með „sifjafræði" í anda Nietzsches þar sem hann sýnir fram á hvernig ýmsar frumfor- sendur, sem nú þykja sjálfljósar, eru í raun sigurlaun yfirbjóðend- anna á hveiju orð- ræðusviði.4 í öðru lagi hafa pm-istar gert sér mat úr því sem kalla mætti „sálfræði" Fouc- aults: hugmynd hans um drottn- un innan sjálfsins þar sem maðurinn upphefur meint skyn- semiseðli sitt en afneitar hinum myrkari eigindum (girnd og græðgi) með því að loka holdtekjur þeirra inni í fangelsum eða á geðdeildum. í þriðja lagi mega pm-istar vart vatni halda af hrifningu yfir „lík- amsfræði" Foucaults: hugmynd hans um að setur valdbeitingar sé jafnan hinn félagslegi mannslíkami og það sem máli skipti við rannsóknir á samfélaginu sé veranin: sam- band h'kama í rúmi (það er rúmi“ eðlisfræðinnar, ekki svefnherbergisins þó að Foucault hafi að vísu haft talsverð- an áhuga á því síð- ara einnig) - ekki verðandin, fram- þróunin, sem sé blekking í heimi þar sem enginn er lengur hugar EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Tími kínalífselexíra er lið- inn að dómi Lyotards; darwinisminn, marxism- inn, freudisminn og allir „stóru“ ismarnir fallnir fyrir ofurborð og nú runnið upp skeið smó- skammtalækninga. Eftir að hafa grafið fyrir hinar sögulegu rætur póstmódernis- mans (pm-ismans) er kominn tími til að lesa ávextina af tijám hans. Fyrst ætla ég að huga ögn að nokkrum forsprökkum heimspeki þessarar og boðskap þeirra en draga svo saman í næstu grein helstu samkenni hennar. Með forsprökkum á ég bæði við árgala (einstaklinga sem áttu þátt í tilurð pm- ismans án þess að teljast beinlínis til hans) og eiginlega talsmenn. Skilin þarna á milli eru þó óglögg, bæði vegna þess að fáir hugs- uðir hafa beinlínis skilgreint sjálfa sig sem pm-ista og hins að pm-isminn hefur smám saman innlimað skyldar stefnur á borð við póststrúktúralisma og afbyggingar- hyggju. Ég mun hér sem eftirleiðis nota hugtakið pm-ismi í tiltölulega víðri merkingu, eins og viðtekið er í flestum yfirlitsritum. Fyrst er frægan að telja Frakkann Michei Foucault (f. 1926) sem var prófess- or í sögu hugmynda- kerfa við College de France í París er hann lést úr eyðni árið 1984. Foucault drakk snemma í sig hugmyndir strúktúralista, svo sem Levi- Strauss og Alt- hussers, um að greina mætti uppbyggingu síns ráðandi. Þetta hefur valdið því að önnur hver bók og grein eftir pm-ista felur nú orð- ið líkami („the body“) í titli sínum. Jacques Derrida fæddist árið 1930 í Alsír en hefur á síðari árum lengst af kennt við École Normale Supérieure í París, auk þess að vera helsti farandriddari og trúbadúr pm-ismans - eða öllu heldur þess afbrigðis hans sem kennt er við afbyggingu („decons- truction"). Afbyggingin var upphaflega, í meðförum Derridas, bitastæð greiningarað- ferð, ögn keimlík þeirri sem Sókrates beitti á sínum tíma gegn fjandvinum sínum, grísku lýðfræðurunum. í afbyggingu setur maður sig í spor andstæðings síns og tileinkar sér hugtakanotkun hans, til þess eins að sýna svo fram á þversagnir og eyður viðkomandi hugmyndakerfis. Derrida afbyggði til dæmis snyrtilega þá kenningu heimspekingsins Husserls að með því að leggja til hliðar fyrri þekkingu og einbeita sér að „fyrirbærunum" eins og þau birtast í skynjun okkar gætum við öðlast milliliðalausan aðgang að veruleik- anum. Derrida benti á að til þess að svo væri þyrfti skynjun sömu fyrirbæra að vera endurtakanleg, en endurtakanleiki væri ekki sjálfur skynjanlegt fyrirbæri í kerfi Husserls. Þegar frá leið hófst Derrida allur á loft og taldi sig færan um að afbyggja hvað sem væri; öll hugmyndakerfi Vesturlanda gerðu, líkt og Husserl, ráð fyrir einhveijum sjálfljós- um frumforsendum: hinstu rökum hlutanna. En slík rökmiðjuhyggja (,,logocentrism“) væri jafnan afstæð og afbyggjanleg. (Við sjáum hér skyldleikann við póststrúktúral- isma Foucaults).5 Á endanum, segir Derrida, er hver kenn- ing, hvert listaverk; já og jafnvel lífið sjálft, ekki annað en texti sem hver og einn hlýtur að skilja á sinn eigin hátt. Það er enginn fastur punktur fyrir hendi (vilji mælanda, ásetningur höfundar, tilvísun til ytri veru- leika) sem ákvarðar hina endanlegu merkingu textans. í raun er enginn óbifanleg einstakl- ingsvitund til, enginn höfundur, enginn hlut- lægur veruleiki. Við ráfum um í textum, milli texta, klemmd undir textum og ef við teljum okkur hafa fundið einhveija stoð skiln- ings og merkingar, sem er meira en merking og skilningur sjálfra okkar hér og nú, kemur afbyggjandinn með glott á vör og hrindir henni um koll. En hann býður ekki upp á neitt annað í staðinn og því skilur aðferðin við allt eins og það var fyrir! Afbyggingin hefur þannig í seinni tíð, í höndum Derridas, orðið lítið annað en efagjarn trúðleikur, til- gangslaust fálm. Samhliða afbyggingarhyggjunni hafa pm- istar tekið að sýna hugmyndum svissneska málfræðingsins Ferdinands de Saussure (1857-1913) mikinn áhuga og hafið hann á stall sem „fyrsta pm-istann“! Saussure setti fram merkilega málfræðikenningu, sem enn er kennd í skólum, um innbyrðis samband tákna í tungumálinu og hvernig hvert þeirra ljær öðrum merkingu. Illu heilli var hann hins vegar einnig áhugaheimspekingur og sló um sig á víð og dreif í höfuðriti sínu með staðhæfingum á borð við þá að án máls sé mannleg hugsun einber þokuslæða. Enga skipulega kenningu er þó þar að finna um samband hugar og heims. En pm-istar, svo sem Jonathan Culler í nýlegum inngangi að riti Saussures, hafa lagst á hinar sundur- lausu staðhæfingar eins og drekar á gull og dubbað Saussure upp sem helsta talsmann þeirrar kenningar að samband tákns og ytri tilvísunar sé handahófsatriði.6 Pm-istar hafa þannig rænt Saussure, eins og ræningjarnir Soffíu frænku forðum. Eini munurinn er sá að Soffía var sofandi en Saussure dauður. Jean-Francois Lyotard (f. 1924) hefur smám saman skapað sér hlutgengi sem „opin- ber heimspekingur" pm-ismans í Frakklandi, meðal annars skrifað bók sem margir líta á sem stefnuyfirlýsingu isma þessa.’ Lyotard hefur, eins og margir af hans sauðahúsi, sérstakt lag á að glypja niður langa orðalopa af efnisleysu. Ég ráðlegg til dæmis engum að leita inngangsfróðleiks um pm-ismann með því að lesa þann kafla bókarinnar er ber yfirskriftina „Svar við spumingunni: Hvað er póstmódernismi?" því að hann gerir flest annað en að svara þeirri spurningu. Lykilaðferð Lyotards er að taka þekkta hug- mynd frægasta heimspekings 20. aldar, Wittgensteins, um málleiki („language games“) og ydda hana á ýmsan hátt. Eftir allt það ydd er niðurstaðan sú að við séum hvert um sig afurð þess málleiks sem leikinn er í samfélagi okkar, menningu eða menn- ingarkima en að aðrir málleikir hljóti að verða okkur lokuð bók. Allur sammannlegur skiln- ingur (milli málleikja) er þvi útilokaður; sam- komulag eða sátt milli ólíkra þjóða eða hópa er ekki annað en dulbúin kúgun og vanvirð- ing við málleiki hinna veikburðugri. í staðinn eigum við að segja heildum stríð á hendur og rækta frábrigðin. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.