Tíminn - 22.11.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.11.1966, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 22. nóvember 1966 ÞINGFRETTIR TÍMINN ÞINGFRETTIR Ríkið leggi Iðnlánasjóöi jafn mikið fé og iðnaðurinn sjálfur Þórarinn Þórarinsson, Jón Skaftason, Einar Ágústsson og Halldór E. Sigurðsson hafa lagt fram frumvarp um breyting á lög um um iðnlánasjóð. Meginefni fundarins er það, að ríkissjóður leggi sjóðnum árlega jafnhátt fram lag og nemur framiagi iðnaðarins sjálfs til sjóðsins. Ennfremur kiveð ur frumvarpið á um að lántökuheim ild Iðnlánasjóðs verði hækkuð úr 150 milljónum í 250 milljónir bróna. í greinargerð með frumvarpinu segir m-a.: „Iðnaðurinn býr við mikinn og vaxandi lánsfjárskort, þrátt fvrir nokkra eflingu Iðnlánasjóðs að undanförnu. Með frv. þessu er stefnt að því að rétta nokkuð hlat iðnaðarins í þesssum efnum, en þó engan veginn svo, að fullnægj- andi geti talizt nema til bráða- birgða. Mikil þörf er á því að taka öll lánamál iðnaðarins til gaum gæfilegrar athugunar með það fyrir augum, að hann fái þá úr- lausn, að samkeppnisaðstaða hans yerði verulega styrkt að þessu . leyti og grundvöllur lagð ur að raunhæfri eflingu hans á sem flestum sviðum. Aðalbreytingarnar á Iðnlána- MINNING SVEINN G. BJÖRNSSON sjóðslögunum, sem felast í þessu frv. eru tvær. í fyrsta lagi er lagt til, að fram lag ríkisins verði jafnhátt tekj- um þeim, sem sjóðurinn fær af gjaldi því, sem iðnaðurinn greið ir til sjóðsins. Tvö Iðnþing hafa borið fram þessa sjálfsögðu kröfu, og er ekki víinzalaust, að Alþingi dragi lengur að verða við nenm, þar sem framlög ríkisins til hlið- stæðra fjárfestingarsjóða land- búnaðar og sjávarútvegs eru jafn- há framlögum þessara atvinnu- greina til sjóðanna. í öðru lagi er lagt til, aö ián tökuheimild sjóðsins sé hækkuð úr 150 millj. kr. í 250 millj. kr.“ skrifstofustjóri ★★ Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinanr um, að heimilt verði að cndurgreiða togurunum verðjöfnunargjald á olíu. Er hér mn all verulega fjárhæð að ræða. ★★ Magnús Jónsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um staðfestingu bráðabirgðalaga um síldarflutningaskip í neðri deild. Frumvarpið er komið frá efri deild og var samþykkt þar ágreinings- laust. Þegar mér barst andtátsfregn Sveins G. Björnssonar, skrifsbofu stjóra, fannst mér sem ský drægi fyrir sólu, því frá honum stafaði ætíð' birta gleði og góðvildar, til allra í nærveru hans. Minningar frá liðnum áratugum leituðu á hugann. Minningin rm þáð, hversu opnum örmum, mér, ókunnu ungmenni, var tekið af honum og konu hans á heimili þeirra á Njálsgötu 39, er ég kom þangað í fyrsta sinn fyrir nær 30 árum. Minningar um ótal ánægjulegar samverustundir, með honum og fjölskyldu hans, þar sem jafnan ríkti glaðværð og gest risni. En við það, að rifja upp öil mín góðu kynni af þessum látna vini mínum birti aftur í huga mér. Þá dró ský frá sólu. Sveinn G. Bjömsson var fæddur 14. júlí 1897, að Stafnðhóli í Skagafirði, og ólst upp hjá for- eldrum sínum, Birni Jónssyni, skipstjóra og bónda á Karlsstöð- um í Fljótum og konu hans Guð- ríði Hjaltadóttur. Árið 1914 kom Sveinn hingað til Reykjavíkur og hóf skósmiða- nám, en jafnframt aflaði hann sér bóklegrar fræðslu, án skólagöngu. Veturinn 1929-30 dvaldi hann við nám í Nelsons College í Edinborg, en kynnti sér jafnhliða starfserni á pósthúsinu þar í borg. Annarrar menntunar naut hann ekki, en kunni vel þá list að læra í lífsins skóla, enda hafði hann góða greind, samhliða þrautseigju og dúgnaði. Sveinn hóf störf hjá Pósfchús- inu í Reykjavík 1. marz 1920, og vann hjá þeirri stofnun til dauða- dags. Sökum mannkosta sinna óx vegur hans þar stig af stigi, unz hann varð næst æðsti maður stofn unarinnar, og sjálfkjörinn til að gegna störfum póstmeistara í fjar- veru hans. Um störf Sveins á Pósthúsinu munu væntanlega aðrir skrifa, en það veit ég, að hann var , virtur þar sem yfirmaður, vegna' þekk- ingar sinnar, ósérhlífni og rétt- sýni. Samvizkusemi hans og ná- kvæmni var frábær, og hann hafði grundvallaða þekkingu á öllu því er að póstmálum laut. Stjórnsamur var hann, en stjórn- aði af lipurð, ætlaðist til að menn ynnu verk sín vel og trúlega, en krafðist þó ætíð meira af sjálfum sér en öðrum. í samstarfi við undirmenn sína komu fram beztu kostir hans. Til hans gátu allir leitað, er vanda bar að höndum, því allir treystu honuip til hins bezta, og það að yerðugu. Helzta áhugamál Sveins, fyrir utan starfið og heimilið, var tón- listin. Þegar hann kom heim til okkar hjónanna, gat hann setið eins og í leiðslu er ég lék fyrir hann hljómplöt'ur með frægum .söngvururn, eða annarri sígildri tónlist. Á þvj sviði, sem öðrum, var hann sjálfmenntaður, haíði næmt eyra og ágæta tenórrödd, enda gerðist hann félagi í Karla- kór Reykjavikur ekki löngu eft- ir stofnun hans. Bættist kórnum þar ekki aðeins góður söngmað- ur, heldur einnig frábær liðsmað- ur í öllu því er að félagsstarfinu laut. Var hann brátt kosinn í stjórn kórsins og var formaður hans lengur en nokkur annar, eða alls 17 ár. Sýnir það hversu mikils ólits og trausts Sveinn hefur notið þar sem annars staðar. í formannstíð hans fór kórinn fimm söngferðir til útlanda, og voru ekki lítil störf og ábyrgð, sepi hvíidi á formanninum. Þótt aðrir önnuðust fararstjórn varð formaður kórsins að koma opin- berlega fram fyrir hans hönd við móttökur og veizlu'höld. Allt slikt leysti Sveinn svo af hendi að til sóma var fyrir hann sjálfan og kórinn. Sveinn var að eðlisfari félags- lyndur, þótt stundum mætti ætia að líann væri hlédrægur. Glað- lyndur var hann og spaugsamr.r í góðra vina hópi, og bjó yfir smitandi gleði, ef svo mætti að orði komast. Árið 1923 kvæntist Sveinn eftir- lifandi konu sinni, Stefaníu' Ein- arsdóttur, sem reyndist honum ómetanlegur lífsförunautur. Voru þau hjónin mjög lík að eðlisfari glaðlynd og góðviljuð, enda var heimili þeirra ekki aðeins með myndarbrag, heldur ríkti þar andi einingar og ástríkis, og það- an munu margir fleiri en ég, eiga góðar minningar. Þau hjónin eign uðust fjögur börn .Eitt dó í bernsku en hin eru uppkomin og búsett hér í Reykjavík. Ég kveð Svein G. Björnsson með 'hjartans þökk fyrir allt hið góða. á samleið okkar, og við hjónin sendum konu hans og börnum jnnilegar samúðarkveðjur og biðj- um þeim huggunar og blessunar. AÐVORUN um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heim- ild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnu- rekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu. sem enn skulda söluskatt III. ársfjórðungs 1966, svo og söluskatt eldri ára, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar, Arnar- hvoli. % p'y, EgiII Bjamason. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 21. nóvember 1966, Sigurjón Sigurðsson. VELRITUNARSTULKA i með góða dönsku- og ensku'kunnáttu getur fenjÉ ið starf við skeytamóttöku ritsímans í Reykjav^® frá 1. desember n.k. Eiginhandar umsóknir, þar sem getið er aldurs og menntunar sendist mér fyr- ir 28. þ.m. Ritsímastjórinn. FJÖLHÆFASTA FARARTÆKID jr A BENZIN EÐA DIESEL HflIOVESZtUKIK HEKLA hf Laugavegi j /70-/72

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.