Tíminn - 22.11.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.11.1966, Blaðsíða 8
8 TIMINN ÞRIÐJUDAGUR 22. nóvember l!)6t MINNING Steingrímur fyrrverandi forsætisráðherra f dag kveðjum viS Steingrím Steinþórsson, fyn-verandi forsætisráð- herra- Steingrímur Steinþórsson var langa hríð einn af leiðtogum Fram- sóknarflokksins, alþingismaður, varaformaður flokksin^ forsætisráð- herra og ráðlierra landbúnaðar- og félagsmála á vegum flokksins, svo fátt eitt sé talið af stjómmálastörfum hans. .Steingrímur Steinþórsson var glæsilegur baráttu- og hugsjónamaður og einn vaskasti framherji Framsóknarmanna áratugum saman. Hánn hlífði sér livergi í baráttu og starfi fyrir flokk sinn og þjóðina alla, enda varð honum mikið ágengt. Steingrímur var drengilegur í baráttu og stárfi svo af bar og átti marga vini og aðdáendur bæði meðal samherja og andstæðinga. Aðrir munu rekja störf þessa látna leiðtoga. Mitt hlutskipti í dag er að flytja honum látnum kveðjur og innilegar þakkir nánustu samslarfs- manna hans og félaga í þjóðmálabaráttunni, og mér er óhætt að segja alls þess fjölda sem naut forustu hans og skörulegrar leiðsagnar í þjóðmálum. Við eigum minninguna um glæsilegan félaga og góðan dreng .Við Steingrímur Steinþórsson höfum auk annars verið nágrann- ar í ineira en aldarfjórðung, og leiddi það til enn nánari kynna en clla við liann og heimili hans, sem liafa orðið mér og mínu fólki mikils verð. Fyrir það skal nú einnig þakkað um leig og kvatt er. Ég votta frú Theódóru og allri fjölskyldu Steingríms Steinþórssonar lnnilega samúð okkar samherjanna og félaganna og bið þau taka við innilegu þakklæti okkar á þessari kveðjustund. Eysteinn Jónsson. Lát, framtíð, dáðir þeirra liðnu lifa. (Einar Ben.) SteingrLmur Steiniþórsson fyrr- verandi búnaðarmálastjóri, for- sætisráðherra og alþingismað- ur verður kvaddur hinstu kveðju í Dómkirkjunni í dag og lagður í skaut móður jarðar. Hann andaðist í Landspítalanum 14. þ^n. eftir nokkurra daga legu þar. Um alllangt skeið hafði hann ekki gengið heill til skógar. Steingrímur Steinþórsson var fæddur 12. febrúar 1893 að Álfta- gerði við Mývatn. Foreldrar hans voru Steinþór bóndi og steinsmið- ur þar og kona hans Sigrún. Steinþór var Björnsson bónda á Bjarnastöðum í Mývatnssveit Bjömssonar Buoh bónda á Hóli í Ljósavatnghreppi, Nikulássonar Bueh (sem var norskur að ætt) verzlunarmanns á Húsavik og síð- ar bónda á Laxamýri. Sigrún var dóttir Jóns allþing isforseta og bónda á Gautlönd- um Sigurðssonar bónda þar, Jónssonar. Hún var ekki hjóna- bandsbarn. Móðir hennar var Sig- ríður Jónsdóttir, bónda á Arn arvatni, Jónssonar, og konu hans, Guðrúnar dóttur Jóns prests Þorsteinssonar í Reykja- hlíð. Árið 1894 fluttust Steinþór og Sigrún í Gautlönd og ári síðar í Litluströnd í sömu sveit. Þar ólst Steingrímur upp ásamt albræðr- um sínum, Þóri, Sigurði og Egg- ert, — og hálfbróður sínum, Þor- gils Steinþórssyni. Tvíbýli var á Litluströnd. Mót- býlismaðurinn var Jón Stefánsson — rithöfundurinn Þorgils Gjall- andi- Hann var móðurbróður Sig- rúnar eða ömmubróðir Stein- grims. Steingrímur var bráðþroska bæði andlega og líkamlega. Hann yarð snemma fróður af bókum, því bókaaðdrættir voru miklir félags- lega hjá heimilunum á Litluströnd. Ennfremur voru bókmenntir mik ið ræddar í heyranda hljóði af hin um gáfuðu húsbændum, svo og stefnur og straumar í málefnum samtímans. Var það æskufólki heimilanna á þessum bæ góður skóli. Steingrímur varð snemma mik- ill á velili. Bjartur var hann yfir- litum og fríður sýnum. Gat sér vinsældir meðal sveitunga sinna, og hafði jafnan forustu í hópi jafnaldra sinna, að því er kunn- ugir hafa sagt mér. f bókinni: „Faðir minn“ (hún kom út 1950) éru ritgerðír. eftir ýmsa menn um föður sinn. Þar lýsir Steingrimur Steinþóri föður sínurn og æskuheimili sínu. Meðal '\ annars segir hann þetta: „Boð- : orðió, sem faðir minn og1 þeir | Litlustrandarbændur, — því að við strákarnir litum einnig á Jón að nokkru leyti sem föður okkar — ólu obkur upp við, var hin sjálfsagða siðaregla: „í sveita þíns andlits skált þú þíns brauðs neyta.“ Þeir kenndu það og lifðu samkvæmt því, að hver sá þjóðfé lagsborgari, sem hefði hreysti til starfs, yrði að vinna fyrir sér. Þeir, sem lifðu af striti annarra eða erfðafé, ættu ekki tilverurétt." Og Steingrímur vék sér ekki undan boðorðinu um vinnuna held ur tók fullkominn þátt í lífsbar- áttunni, sem staðhættirnir kröfð- ust: ,,Stóð yfir fé á fönn, flæðiteig óð í kné.“ Lagði undir fót öræfageim Mý- vetninga j áhættusömum vetrar- veðrum við fjárieitir og hesta- göngur. sótti föng í kaupstað um slæma vegi og vegleysur langræð- isins úr hásveitinni. Kostaði kapps um að læra fóðrun, hirðingu og val búpenings undir leiðsögn Jóns Stefánssonar frænda sins, sem var kunnáttumaður með afbrigðum á þeim sviðum, svo sem dýrasögur þessa snjalla rithöfundar bera með sér. Samtímis hugtók Steingrimur annálaða fegurð fjallbyggðarinn- ar og óf þá fegurð varanlega inn í lifsdraum sinn. í Mývatnssveit — og um Þing- eyjarþing — var félagsmálaáhugi mikill, samvinna ástunduð og bjariar hugsjónir boðaðar um ræktun lýðs og lands. Við þá hug- birtu, sem þetta veitti fólki þar um slóðir, ólst Steingrímur upp- Frá henni kom hann til skóla- náms utan héraðs, og að henni mun hann hafa búið alla ævi við öll þau margvíslegu og mikils- verðu trúnaðarstörf, sem hann gegndi um dagana, fyrir land sitt og þjóð. Árið 1913 fór Steingrímur Steinþórsson/ í bændaskól ann á Hvanneyri og stundaði þar nám tvo næstu vetur og út- skrifaðist þaðan vorið 1915. Síðan vann hann heima á búi foreldra sinna til 1917. Tók hann þá öfl- ugan þátt i félagsmálastörf im í sveit sinni. Var t.d. formaður ung mennafélagsins þar. Þá lágu leiðir okkar fyrst saman. Það var á fundi Sambands þingeyskra ung- mennafélaga. Hefur mér orðið sú fyrsta kynning við hann ógleym- anleg í hálfa öld af góðu tilefni. Haustið 1917 fór hann aftur að Hvanneyri og gerðist þar fjár- maður um þriggja ára skeið. Síð- an sigldi hann og innritaðist í Landbúnaðarháskólann j Kaup- mannahöfn haustið 1921. Þaðan lauk hann prófi 1924. Því næst fór hann námsferð um Noreg. Gerð- ist síðan kennari á Hvanneyri 1924—1928. Skólastjóri var hann á Hólum í Hjaltadal 1928—1935. En fór frá því starfi, vegna þess að hann var kvaddur til að taka að sér búnaðarmálastjórastarfið, sem hafði um tíma verið í tvennu lagi sökum sundurlyndis. Úr því var nú bætt. Steingrimur var eftir þetta búnaðarmálastjóri fram að sjötugu, að undanskildum 6 árum, sem hann var kvaddur til sætis í rikisstjórnum. Ég nota orðalagið „kvaddur til,“ vegna þess að Steingrimur Stein- þórsson sóttist ekki eftir metorð- um, en hæfileikar hans og mann- kostir sköpuðu honum þá tiltrú, sem gerði kröfu til, að hann tæk- ist á hendur hin stóru og virðu- legu viðfangsefni. Hann var eftir eindreginni ósk pkkar þingflokksbræðra sinna for sætisráðherra 1950—1953, og þeg- ar sú ríkisstjórn fór frá, varð hann af sömu ástæðum landbún- aðarráðherra í nýrri ríkisstjórn, sem fór með völd frá 1953 til 1956. Steingrímur átti sæti á Alþingi í samtals 26 ár og allan þann tíma fyrir Skagfirðinga. Landbún- aðarmálin mátti segja að væru hjartans máls hans á þingi. Hins vegar var hann einnig óbrigðull unnandi allra framfaramála á hvaða sviði þjóðlífsins sem þau voru. Jafnrétti manna og sjálf- stæði þjóðarinnar áttu traustan hauk í horni þar sem hann v.ar. Steingrfmur var meðan heils an entist störfum hlaðinn. Forseti Alþingis taldi upp ýmis aukastörf hans, þegar hann flutti andláts- fregn hans á Alþingi, 15. þ.m., og sagði þá: „Hann var nýbýlastjóri á ár- unum 1936—1941, átti sæti i ný- býlastjóro frá 1941 til æviloka og gegndi þar um skeið formanns- störfum. í skipulagsnefnd atvinnu mála var hann 1934—1937, átti sæti í veiðimálanefnd frá 1935, var settur forstjóri landbúr.aðar- deildar háskólans 1937—1941 og átti sæti í sýningarráði íslanas- deildar heimssýningarinnar í New York 1938—1940. Hann var for- maður milliþinganefndar í til- raunamálum landbúnaðarins 1938 —1939 og átti síðar sæti og var formaður í tilraunaráði landbún- aðarins. I nýbyggingarráð var hann skipaður 1944. Hann átti sæti í bankaráði Landsbanka ís- lands frá 1957- Á árinu 1957 var hann skipaður í orðunefnd og var jafnframt formaður hennar. Hann tók sæti í náttúruverndarráði 1956 og dýraverndamefnd 1957.“ Þessi upptalning segir mikla sögu um tiltrú mannsins og álit á starfhæfni hans. Enn er ótalið, að Steingrímur Steinþórsson var lengi í stjöro Framsóknarflokksins. Gekk hann jafnan fram i fylikingarbrjósti flokksins meðan hann átti sæti á Alþingi. Uppruni hans og lífsskoðun skipuðu honum þar í sveit og gerðu honum þá baráttu eðlilega. Samherjar hans j þeim samtökum tjá honum miklar þakk ir og hugheilar að leiðarlokum. Árið 1928, 17. júní, giftist Stein grímur Steinþórsson eftiilifandi konu sinni Theódóru Sigurðardótt ur sjómanns í Reykjavík Sigurðs- sonar. Það mun vera óblandinn almannarómur, að hún hafi stað- ið fyrir heimili þeirra allar stund- ir með alúð og af miklum myndar- skap og verið manni sínum góður förunautur. Böro þeirra eru: Steinþór, f. 1929, tónlistarmað- ur, giftur Svölu Wigelund. Hreinn, f. 1930, bankastarfs- maður, giftur Sigrúnu Gunnlaugs- dóttur. Sigurður Öro, f. 1932, guðfræði- nemi, ógiftur. Sigrún, f. 1936, gift Bjarna Magnússyni bankastarfsmanni. Ástvinir hins látna hafa mikils að sakna, en líka mikillar ham- ingju að minnast. Steingrímur Steinþórsson var ágætlega ritfær og mikill ræðu- maður. í skrifum hans og ræðum var jafnan bókmenntalegur tónn. Hann var hreinskilinn og ber- sögull, svo stappað gat nærri hlífð arleysi við sjálian hann og aðra, —en raungóður og hjariahlý;. Hann var þunghöggur skylm- ingamaður, en hafði græðistein í eggjum vopna sinna. Sá var friðar- vilji hans. Hann var skapstór maður og reis því hærra geð hans sem meiri óbilgirni var að mæta. Hann var góður félagi, sem vildi láta eitt yfir sig og samferða- menn ganga. Hann var árrisull starfsmaður og stundvís — tók sem embættis- maður á móti erinduip á tiltekn- um tímum, en líka hvenær sem var, einnig á heimili sinu, jafn- vel á matartímum. Að sjálfsögðu reyndi þetta hvíldárleysi miklð á heilsu hans. Hann var mikill risnumaður, sem hafði jafnan opið hús að sveitasið, þótt í borg væri. Kom honum þá vel samhugur frú Theo dóru og húsmóðursniUi. Hann var algeriega laus við yfir læti og gekk ekki fram'hjá nein- um vegna smæðar hans eða i veg fyrir neinn vegna upphefðar hans. Hann var alltaf trúr upDruna sínum. Þegar hann kom í heim sóknir í ættar- og æskuhérað sitt, var ætíð sem það og maðurinn yrðu eitt. Hann var óndvegismaður, sem vann hin mikilsverðu trúnaðar- störf fyrir land sitt og þjóð af mannviti og mannkostum, sem þroskast höfðu við eigin reynslu af því „að neyta síns braiðs í sveita sjns andlits“ og mæta „hríð um og harðviðrum,“ — að o- gleymdu sólskininu og fegurð- inni, sem ofist hafði á æskuárun- um inn.í lífsdrauminn. Við útför hans eru þakklætið, virðingin og söknuðurinn efst í huga. En jafnframt er sem þulið sé við eyra það, sem felst í þessari ljóðlínu þjóðskáldsinn: „Lát, fram- tíð, dáðir þeirra liðnu lifa.“ Karl Kristjánsson. Með Steingrími Steinþórssyiú er genginn mikilhæfur og ristsæll for vígismaður íslenzkrar bæmlastétt ar, en hann lézt þ. 14. þ. m. á sjö tugasta og fjórða aldursári. Útför hans fer fram í dag. Sá, er þetta ritar, kynutist ekki Steingrími Steinþórssyni persónu lega fyrr en eftir að hann hafði tekið við starfi búnaðarmálastjóra á miðju ári 1935, en þá var hann þegar þjóðkunnur fyrir störf sín við bændaskólana og þátttöku i stjómmálabaráttunni, sem var mjög heit á þeim árum. Aðrir munu lýsa ætt og 'upp- vaxtarárum Steingríms og störfum hans sem kennara, skólastjóra og stjómmálamanns, en ég mun fyrst og fremst ræða um storf hans hjá Búnaðarfélagi fslands í þágu land búnaðarins, en hann var húsbóndi minn þar um aldarfjórðungs skeið. Mér er minnisstætt, er fundum okkar Steingrims Steinþórssonar, bar fyrst saman- Hann var þá ný- skipaður búnað.armálastjóri, en ég lagði þá stund á búnaðarnám er- lendis. Ég hafði von um að fá starf hjá Búnaðarfélagi íslands að náimi loknu og fannst því miklu skipta ,hvemig kynni tækjust með Okkur. Það var snemma sumars 1935. Eg var nýkominn frá Skot landi, til að vinna heima í sumar fríi mínu, og gekk á fund búnaðar málastjórá, til að ræða við hann um hið sígilda vandamál náms- manna, þ. e. námsstyrk og starf að námi loknu. Eg hafði faétl að búnaðarmálastjóri væri skapmað ur mikill og róttækur í sköðunum og óttaðist ég, að við myndum ekt i að öllu leyti eiga skap saman. Sá ótti hvaxf, er ég heilsaði Srein- grími á skrifstofu hans í gamla Búnaðarfélaigshúsinu. Eg trinn strax traust, velvild og hlýju leggja frá þessum glæsi’ega manni, sem þá var í blóma 'ífs ins ,aðeins rúmlega fert.ug"’- 'ið ræddumst við nokkra stund. Stein grímur hlustaði á vandamál min jafnt sem áhugamál með þolin mæði hins þroskaða skólamanns og fullvissaði mig áður en samtali okkar lauk, að ég þyrfti ekkert að óttast um að fá ekki nóg áð starfa að námi loknu. Við þessi fyrstu kynni var lagður grundvöllur að varanlegri vináttu okkar Stein- gríms, er óx og treystist við lang varandi samstarf. Steingrímur Steinþórsson var Mývetpingur. Að honura stóg niik ilhæfar ættir. Hann ólst upp á annáluðu menningarheimili for- eldra sinna, er bjuggu í sambýli við rithöfundinn Jón Stefánsson og fjölskyldu hans. Efnahagurinn var að vísu þröngur og því fátt hægt að veita sér, sem kostaði fjár muni, en því meiri alúð mun hafa verið lögð við hin andlegu verð mæti, sem bókmenntir, viðræður gáfaðs og húgsandi fólks og heil brigt félagslíf gátu veitt. Ungur að árum ákvað Steingrím ur að verða bóndi í æskubyggð sinnj og bjó sig undir það starf meðal annars með þvj að stunda búfræðinám við Bænda-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.