Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Blaðsíða 4
ÞÁ SKÚLI VAR YFIR- VALD SKAGFIRÐINGA EFTIR ÁSGEIR JÓNSSON Skagfirðinggr höfóu gaman gf að tala um sýslumann sinn, ekki síst kvennafar hans. En hvernig var meintur kvennaljómi Skagafjarðar útlits? Jón Espólín lýsir Skúla þannig: „Hann var hór meðalmaður ó vöxt og ei mjög gildur, kvikur mjög, skarpeygur og nokkuð varaþykkur, mikill rómurinn og sem hann beit ó vör- ina bó hann talaði." Lesbók/Golli SKÚLI Magnússon - andlit hans á standmynd Guðmundar frá Miðdal við Aðalstræti. Skúli Magnússon hinn eldri FÖÐURÆTT Skúla er runnin frá Skagafirði, en langafi hans var Skúli Magnússon prestur í Goðdöl- um (fæddur 1623). Skúli hinn eldri þótti góður kennimaður, skáld- mæltur og flutti svo afburða pré- dikanir, að fólk kom langa vegu að til þess að hlýða á hann. Þá var hann hestamaður mikill, reið jafnan greitt og segja sumir að Skúlaskeið á Kaldadal sé við hann kennt, en þar tók hann klár sinn svo til kostanna að hann fótbrotnaði. Skúli þótti stundum svæsinn og ofstopafullur, enda sóp- aði að honum er hann reið um því hann hægði aldrei sér er hann mætti fólki heldur kallaði: „Vík úr vegi, góðir hálsar, því hérna kemur Goðdalaprestur.“ Séra Skúli náði hárri elli. Hann lést 88 ára að aldri tólfta desember árið 1711 en það var nóttina eftir að Skúli Magn- ússon hinn yngri fæddist í Kelduhverfi og tók sá nafn eftir langafa sinn. Skagfirðingar kunnu mæta vel að meta séra Skúla og álitu hann nánast heilagan undir það síðasta. Það var sögn á meðal alþýðu, að hann hefði orðið uppnuminn til himna af fjalli því er Goðdala- kista heitir og stendur skammt frá prestssetr- inu. Skúli gamli var ennfremur af mestu kirkju- og kennimannaætt landsins eftir sið- skipti, sem er runnin frá ömmu hans, Stein- unni laundóttur Guðbrands Hólabiskups, en hana átti Guðbrandur með þernu á Hólastað áður en hann kvæntist. Steinunn þessi var einnig móðir Þorláks Skúlasonar eftirmanns Guðbrands á Hólum, en synir hans (og þá systkinabræður Skúla) urðu samtíða bisk- upar, Gísli á Hólum en Þórður í Skálholti. Auk þessara manna komu margir aðrir merk- ir kennimenn frá þessu glappaskoti Guð- brands þótt eigi séu þeir nefndir hér. Skúli verður sýslumaður Skúli Magnússon hinn yngri sigldi utan til náms þá tvítugur að aldri, árið 1732 og hóf nám í guðfræði og sögu. Hann las samt sem áður meðfram náminu um „stjórnarfars- og þjóðhagfræði" sem voru honum mikil hugð- arefni, enda varð hans þekking á þessum greinum síðar vel Ijós. Skúli átti í nokkrum fjárhagsörðugleikum ytra, en sóttist námið vel og lét lítið eftir sér að slarka, að eigin sögn, þótt einu sinni hafi hann lent í svart- holinu fyrir að berja á dönskum næturvörð- um. Eftir tveggja ára veru í Kaupmanna- höfn kom orðsending frá Benedikti lög- manni Þorteinssyni á Rauðuskriðu, sem lá þá banaleguna, en fyrir hann hafði Skúli unnið áður en hann hélt utan. Benedikt þessi er líklega þekktastur fyrir að hafa látið taka niður og brjóta dómklukku Islendinga á Alþingi, Islandsklukkuna, árið 1727, en sá atburður varð efni í upphafskafla í einni af skáldsögum Halldórs Laxness. Benedikt bauð Skúla að gerast sýslumaður í Þingeyj- arsýslu og jafnframt að fá hönd dóttur sinn- ar, en einhver samdráttur hafði verið á milli þeirra. Skúla leist hið besta á sýsluna, en verr á gjaforðið. „Mér var að sönnu vel við jómfrúna,“ viðurkennir hann í ævisögubroti sínu, „en strax merkti ég að sú gimd var fólsk.“ Hins vegar fékkst sýslan ekki án þess að heimasætan á Rauðuskriðu fylgdi með í kaupunum, og svo fór að sonur Bene- dikts lögmanns fékk embættið. I sárabætur buðu yfirvöldin Skúla að taka við Austur- Skaftafellssýslu, en þunglega leist honum á það því þetta var ein erfiðasta og tekjurýrasta sýsla landsins en hann sjálfur efnalaus. Hann tók þó boðinu, þegar honum var lofað að hann fengi næstu sýslu er losn- aði á landinu. Skúla var veitt sýslan árið 1734 þá 22 ára að aldri. Skúli fwr Skagaf jarðarsýslu í október árið 1735 bar svo við að sýslu- maður Skagfirðinga Jens Spendrup drukkn- aði í Héraðsvötnum, og losnaði þá sýslan. Skúli sá sína sæng uppreidda, og þegar á næsta þingi kom hann að máli við Lafrentz amtmann og bað um efndir á loforði því er honum hafði verið gefið. Amtmaður tók því allfjarri. Hann kvaðst einn ráða um stöðuna og hefði hann ætlað sýsluna öðrum manni sem var þegar kominn til Skagafjarðar. Hins vegar var Skúli þekktur af öðru en að gefa eftir sinn hlut baráttulaust og nú fuku allir danskir hirðsiðir og virðingarröð. Hann dró upp úr pússi sínu skrifleg vottorð máli sínu til stuðnings, otaði að amtmanni og krafðist þess að fá sýsluna. Amtmaður reiddist slíkri ofboðslegri frekju og sagði að Skúli væri fyrsti og eini sem færi „svo aftan að siðunum". Svo fór að eftir fund þeirra í tjaldinu á Þingvöllum, héldu báðir utan til þess að gera út um málið. I Kaupmannahöfn tók Lafrentz að mýkjast og bauð nú ruddan- um lögmannsembætti ef hann drægi um- sókn sína um Skagafjarðarsýslu til baka. Skúli sagðist skyldu sækja um lögmanns- embættið og Lafrentz skrifaði hin bestu meðmæli með umsókninni. Hins vegar varð amtmaður þess brátt áskynja, að Skúli hafði alls ekki dregið hina umsóknina til baka og fauk nú svo í hann, að hann sendi slæma um- sögn með umsókn Skúla um sýsluna. En þótt Lafrentz væri mjög siðfágaður að ytra borði, átti hann það til að skrifa harðorð bréf með því lagi sem Þjóðverjar kölluðu „þrumustíl". Þetta var einmitt það Skúli hafði vonast eftir; að amtmaður yrði tvísaga, og þótti dönskum yfirvöldum þetta grun- samlegar bréfaskriftir. Því eftir meðmælum amtmanns að dæma gat Skúli orðið lögmað- ur sem var virðingarmeira en tekjulægra embætti, en var of mikill þrjótur til þess að geta orðið sýslumaður. Því lauk málum á þann veg að Skúla var veitt Skagafjarðar- sýsla 14. apríl árið 1737. Verkefni Skúla í Skagafirði voru sem ann- arra sýslumanna á þeim tíma, að vera í senn dómari, lögregla og hgsmunavörður fyrir héraðið. Algengustu brotin voru matarþjófn- aðir og lög landsins tóku hart á slíkum yfir- sjónum. Eitt fyrsta embættisverk Skúla var að dæma hjón frá Á í Unadal fyrir hnupl úr Hofsósbúð, og voru þau rekin af bújörð sinni; hann strýktur og brennimerktur á enni, en hún hýdd. Á sama tíma var einnig Þórunni tálausu refsað íyiir að stela úr hjöllum á Höfðasti’önd með 14 ára syni sínum, og hlaut hún hýðingu, en var sjálf sett til þess að hýða son sinn. Þetta eru dæmi um þau verk sem yfirvald Skagfirðinga innti af hendi með skil- vísi en þrátt fýrir það fékk Skúli orð á sig fyrir að vera miskunnsamur við þá sem aum- ari voru. Jón Espólín segir að hann hafi verið góður ekkjum og aðstoðarlausum börnum og oft veitt þeim mikla hjálp. Hann hafi heldur ekki verið „smámunasamur um nokkurn hlut“. Þá var það sögn alþýðu að hann lét suma sakamenn sleppa er honum þótti hafa hæfileika eða kosti til að bera og ganga margar sögur þar af. Stórmennin ú Gröf Skúli kom til Skagafjarðar þá þegar um vorið og settist að á Gröf á Höfðaströnd sem þá var laust til ábúðar. Var þá skammt á milli stórmenna sem bjuggu á Gröf því ekki var langt liðið frá láti virðulegustu frúar Skagafjarðar, Ragnheiðar Jónsdóttur er hafði búið þar um langa hríð með Oddi digra bróður sinn sem ráðsmann. Gröf hafði hún fengið ásamt átta öðrum jörðum frá Hóla- kirkju er maður hennar, Gísli Þorláksson biskup á Hólum, lést árið 1684. Stór var gjöf- in enda mæt konan. Ragnheiður var vel gjörð, ytra sem innra, annáluð hannyrða- kona og talin einn besti kvenkostur landsins. Skagfu-ðingum fannst Ragnheiður vera „kona fullkomin á vöxt“, og fullyrtu að brók- arlindi Odds digra bróður hennar næði 11 sinnum (sumir sögðu 13 sinnum) utan um mitti hennar. En mjótt mitti var mjög að feg- urðarsmekk þeirra tíma. Ragnheiður ól aldrei bam á sinni ævi, en þó Gísli Þorláks- son yrði þríkvæntur voru öll hjónaböndin barnslaus, einnig hinn 10 ára hjúskapur með Ragnheiði. Slík myndarkona sem Ragnheið- ur gat varla eytt ævinni í ekkjustandi og svo fór að annar Hólabiskup, Einar Þorsteins- son, reið í hennar garð með bónorð á vörum, en hann var þá sjálfur orðinn ekkjumaður og nokkuð aldraður. Ragnheiður játaði og fór því annað skipti heim að Hólum sem bisk- upsbrúður, en sú sæla varð skammvinn, því eftir rúmlega tvo mánuði í hjónabandi varð Einar biskup bráðkvaddur. Fór þar síðasti af hinum mikilhæfu Hólabiskupum og tók að halla niður í móti fyrir Hólastað síðan, en átj- ánda öldin reyndist Hólum þung í skauti. Þannig varð frú Ragnheiður Jónsdóttir eina konan í Islandssögunni til þess að vera tvö- fóld biskupaekkja og þurfti hún nú í annað skipti að fara út Hjaltadalinn og setjast að hjá Oddi bróður sínum á Gröf. Hún giftist aldrei síðan, en dó í hárri elli. Vegur Ragn- heiðar er ennþá nokkur, því nú prýðir hún framhlið 5000 króna seðilsins íslenska. Skúli fær húsfreyju Skúli var ókvæntur er hann kom í Skaga- fjörð, en það kom á daginn að enginn skort- ur var á húsfreyjum til þess að sjá um hús- haldið á Gröf. Sama vor og Skúli settist þar að bárust þær fréttir úr Skaftafellssýslu að tvær konur hefðu þar alið barn og kenndu báðar honum. Höfðu þær verið í fóstri hjá prestinum í Bjarnanesi, þar sem Skúli dvaldist meðan hann var sýslumaður austur þar. Hét önnur Steinunn, dóttir Bjarna pró- fasts Thorlacius í Görðum (sem var einnig kominn af Steinunni laundóttur Guðbrands) og svo fór að Skúli kvæntist henni, en sór fyrir faðerni hins barnsins sem reyndar fæddist andvana. Sögur gengu af, að Skúli hefði viljað hafna ráðahagnum, en Björn faðir hennar gengið hart að honum að sam- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.