Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Blaðsíða 15
STUNDUM þurfa blaðamenn að játa syndir sínar fyrir viðmæl- endum, og þá oftast heldur skömmustulegir á svip. Þegar ég játa það fyrir Pétri Gunnars- syni að hafa ekki komist yftr að lesa alla skáldsögu Proust um leitina að glötuðum tíma finnst mér ég hins vegar ekkert þurfa að blygðast mín. Og Pétur, sem hefur nú þýtt á íslensku fyrsta bindi þessa höfuðverks franskra bók- mennta á öldinni, lítur einnig svo á og segir, mér til nokkurs léttis: „Hva, það er nú hand- leggur að lesa Proust." I Ieit að glötuðum tíma (fr. A la Recherche du temps perdu) kom út í sjö hlutum (stund- um taldir fimmtán) á árunum 1913 til 1927 og er talið eitt mesta bókmenntaverk aldarinnai-, meðal annars eignuð endurreisn skáldsög- unnar ásamt Ódysseifí James Joyce. Verkið er í heild á fjórða þúsund blaðsíðna og hefur verið hverjum áhugamanni um bókmenntir mikil áskorun. Ungum höfundum hefur það verið eins og ógnandi fóðurímynd eða himin- hár tm-n sem hefur þurft að brjóta niður áður en ráðist er í eigin skrif. Halldór Laxness telur raunar að það sé ekki á ungt skáld leggjandi að lesa Proust þótt bókin sé einstæð í sjálfri sér; „ef ég á að segja eins og mér finnst,“ skrifar Halldór í Skáldatíma, „þá veit ég um fátt sem ég mundi telja óhollara úngum gáfuðum rithöfundi en sökkva sér niður í hinn mikla skáldatíma Prousts." Og Halldór bæth- við: „Sá heimur sem upp lýkst með sínum sérstökum tíma í La Recherche, einkaheimur Prousts, er svo margslúnginn alheimur, mikill á dýptina og að sama skapi kröfuharður og nærgöngull við lesara sinn, að ég segi fyrir mína parta, ég held ég hafi aungvan höfund lesið sem komist hafi nær því en þessi að láta mig hætta við að setja saman bækur.“ Ævin býr í okkur í leit að glötuðum tíma er eins konar ævi- saga þótt nákvæmara væri að segja bókina byggða á minningum úr lífi höfundai’. Proust reynir að endurskapa augnablik úr lífi sínu, grafa upp myndir af stundum og stöðum úr undirmeðvitundinni. En hvers vegna? „Svarið felst kannski í titlinum," segir Pét- ur, „hann er orðinn 35 ára þegar hann hefur að skrifa verkið og honum finnst hann ekki hafa gert neitt með sína ævi, hann hefur engu komið í verk, hann hefur engu áorkað og hann veit að það sem hann á eftir ólifað er naumt skammtað. Þetta er því uppgjör hans við eigin ævi, við sjálfan sig og um leið leit að þessum glataða tíma. Hann setur í raun fram mjög ákveðna heimspeki um tímann og um það hvernig við upplifum og munum hann. Hann hafnar vilja- minninu, því að safna saman á meðvitaðan og skipulegan hátt minningum úr lífi sínu. Aftur á móti álítur hann að liðin ævi búi öll í okkur, við höfum bara ekki lykiana að henni. Við get- um fundið þessa lykla en það er algjör tilvilj- un sem ræður því hvort það gerist. Það gerist iðulega á óvæntan hátt. Segjum að þú opnir Nivea-krems dós og andir að þér ilminum, þá er eins víst að sumrin frá því þú varst ungur komi til þín í einni heildarskynjun. Proust til- tekur nokkur áþekk dæmi í sögunni, frægast þeirra sennilega um Magðalenukökurnar. í verkinu rær hann á þessi mið sem veldur því að verkið er ekki í tímaröð. Öll ævin er undir í hverju bindi, jafnvel á hverri blaðsíðu verksins. Og höfundurinn er eins og kónguló inni í miðju þess.“ Pétur segir að það geri verkið sérstætt að það sé skáldsaga en um leið sé heilmikil heim- speki í því og umræða. „Þetta er svona umræðuskáldverk sem hef- ur verið mikið í tísku að undanförnu. Proust beitir líka aðferðum ljóðskálda. Hann hefur verið að leita að skáldsagnaformi þar sem hann gæti komið öllu þessu á framfæri, hefð- bundna skáldsagan sneið honum of þröngan stakk. Proust hafði raunar skrifað tvö verk áður um sama efni en þau uppgötvuðust ekki fyrr en löngu seinna og komu út árin 1952 og 1954. Fyrra verkið er skrifað í hefðbundnu skáld- sagnaformi en hitt er í ritgerðarformi, eða umræðuformi. Hin endanlega gerð verksins er svo eins konar samþætting af þessum tveimur þar sem þessar tvær aðferðir eru sameinaðai' eða sættar. Það eru fyrst og fremst efnistökin og stíllinn sem bjarga þessu verki yfir í klassíkina því að sá heimur sem það lýsir er löngu liðinn undir lok.“ Pétui' segir að verkið hafi vakið mikla hneykslun þegar það kom út. „Þarna er kom- ið inn á samkynhneigð og lýst hlutum sem þóttu afbrigðilegir á þessum tíma. Þetta verk var á köflum ómóttækilegt fyrir samtíma- menn þótt fljótlega kæmu fram menn sem kunnu að meta það.“ PÉTUR Gunnarsson segir að ekkert sé hægt að ýkja það hversu erfitt sé að þýða Proust. Morgunblaðið/Kristinn AÐ ENDURSKAPA GLATAÐAN TÍMA Pétur Gunnarsson hefur glímt við að [pýða í leit að glöt- uðum tíma eftir franska rithöfundinn Marcei Proust síð- astliðin tvö ár og mun fyrsta bindið koma út á næstu dögum hjá Bjarti. ÞROSTUR HELGASON fékk að skyggnast inn í hugarfylgsni þýðandans þegar hann var að leggja lokahönd á verkið. Hrakleg eyða Það var í framhaldi af þýðingu sinni á Frú Bovary eftir Flaubert sem Pétur réðst í þetta stórverkefni fyrir tveimur árum. „Það má segja að þeir séu par; Flaubert er þekktasti höfundur Frakka á nítjándu öldinni og Proust á þeirri tuttugustu. Það er oft þannig í lífinu að ef maður segir A, þá verður líka að segja B. Eg þekkti til Proust. Mín fyrstu kynni af honum voru í snjöllum kafla sem Halldór Laxness skrifaði um hann í Skáldatíma árið 1963. Seinna á þeim áratug fór ég til náms í Frakklandi og eignaðist bækur hans fljótlega. Það var eiginlega kápan á frönsku útgáfunni á „Leitinni" sem höfðaði til mín en á henni má sjá eiginhandarrit höfundarins. En ég get nú ekki sagt að ég hafi fallið fyrir Proust á þess- um árum. Síðar þótti manni það hrakleg eyða í ís- lenskum bókmenntum að Proust skyldi ekki hafa verið þýddur. Þetta er höfundur sem er alltaf mikið í umræðunni; það er alltaf verið að miða menn við Proust og ganga út frá Proust og því asnalegt að eiga hann ekki til.“ Fyrsti hluti / leit að glötuðum tíma heitir Leiðin til Swann og er eins konar inngangur að verkinu. Pétur segist ekki geta skuldbund- ið sig til þess að þýða öll bindin sem á eftir koma, það fari eftir efnum og aðstæðum og viðtökum hvort framhald verði á þessari út- gáíú. Missir foreldra Marcel Proust fæddist árið 1871 inn í vel- megandi borgarafjölskyldu í bænum Auteuil (nú hverfi í París) í Frakklandi. Faðir hans var frumkvöðull á sviði smitsjúkdómalækn- inga í Frakklandi og ritaði meðal annars bók um kóleru sem landi hans, rithöfundurinn Al- bert Camus, studdist við í skáldsögu sinni, Pestinni löngu síðar. „Þetta var feikilega samheldin fjölskylda," segir Pétm-, „afar og ömmur, frændur og frænkur og auk þess átti Proust einn yngri bróður. Proust tók snemma ákvörðun um að gerast rithöfundur sem þótti ekki fínn starfi í borgarastéttinni. Það var reynt að þræla hon- um í eitthvert nám og koma honum í heiðar- lega vinnu en ég held hann hafi aldrei unnið handtak.“ Proust skrifaði blaðagreinar um bókmennt- ir og málaralist en fyrsta bókin hans, Les Plaisirs et lesjours, kom út árið 1896 og þyk- ir ekki „stórkostlegt“ verk. Að sögn Péturs virðist hins vegar hafa orðið nokkur breyting á höfundarferli hans þegar foreldrar hans lét- ust með stuttu millibili. „Proust var 33 ára þegar hann missti föður sinn og tveimur árum síðar lést móðir hans. Proust hafði búið í foreldrahúsum fram til þessa og tengslin náin. Þetta var honum því töluvert áfall. Og það er eins og um líkt leyti fari hann í gang með þetta stóra verkefni, 1 leit að glötuðum tíma. Þegar fyrsti hluti Leit- arinnai' kom út 1913 urðu margir sem höfðu þekkt til Prousts hissa, menn áttu ekki von á svona stórvirki frá honum enda var hann tal- inn hálfgerður spjátrungur." Ægilegasta heilsuleysi bókmenntasögunnar I Skáldatíma segir Halldór Laxness að ] r' leit að glötuðum tíma sé uppsprottin „úr ein- hverju ægilegasta heilsuleysi sem um getur i bókmenntasögunni." Miklar sögur hafa farið af því hvernig Proust einangraði sig frá heim- inum meðan hann skrifaði verkið en hann ► 1 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 1997 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.