Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Blaðsíða 10
Með hinu nýjg Guggenheim-safni í Bilbao á Spáni er talið að arkitektinn Frank Gehry hafi skapað nýja við- miðun í arkitektúr. GISLI SIGURDSSQN rekur forsögu pess og lítur á umsagnir nokkurra Evrópublaða. BILBAO er stærsta borgin í Baskahéruðunum á Norður- Spáni. Þetta er gömul borg; upphaf hennar rekja menn aft- ur til 1300, en núna búa þar um 400 þúsund manns. Þrátt fyrir náttúrufegurð í Baskahéruðun- um hefur hinn stríði straumur ferðamanna ekki legið þangað í svipuðum mæli og til Costa del Sol, eða þeirra borga sem þykja hafa mest aðdráttarafl, Barcelona, Madrid og Sevilla. Bilbao við mynni árinnar Nervíón hefur verið þekkt fyrir stál- og efnaiðnað, skipasmíðar og físk- veiðar. Ekkert af því laðar að ferðamenn. Baskar vildu breyta ímynd borgarinnar og vitaskuld skapa atvinnu um leið. Sum dulræn fræði hafa viljað eigna Böskum þann heiður, að þeir séu einu afkomendur menn- ingarþjóðarinnar á Atlantis, sem átti að hafa sokkið með manni og mús, en einhverjir bjargast og sezt að á Norður-Spáni. Hvað sem upprunanum líður eru Baskar þekktir dugnaðarmenn og fjöldi sjómanna frá Baskahéruðunum stundaði sjómennsku við Island fyrr á öldum og ófáir létu þar líf sitt. En nú er ný öld framundan og í Bilbao vilja menn eins og annarstaðar ná í sneið af sífellt vaxandi ferðamannatekjum. Nýjar ímyndir þurfa að koma til, ef eitthvað á að vekja athygli heimsins og forvitni ferða- langa. Hvað gera menn þá í gamalli iðnaðar- borg eins og Bilbao? Þeir lögðust undir feld og niðurstaðan var þessi: Við þurfum eitt- hvað svo stórfenglegt að það skipti sköpum og komist í fjölmiðla um allan heim. Fyrsta hugmyndin gekk út á að fá amerískt risafyr- irtæki á staðinn og rætt var við General Motors. En bflarisinn í Detroit hafði ekki áhuga og ef sú hugmynd hefði náð brautar- gengi, hefði Bilbao bara orðið enn meiri iðn- aðarborg en áður. Þarnæst fékk einhver byltingarkennda hugmynd: Hversvegna ekki að gera út á menninguna? Koma Bilbao almennilega á kortið líkt og Barcelona hefur gert með góðum árangri að undanfórnu. Hugmyndin skaut rótum og tók að vaxa: „Við byggjum svo yfírgengflega glæsilegt listasafn, að listunnendur og menningarlega sinnað fólk verði helzt að koma hingað" sögðu Baskar nú. En það var ljóst að Bilbao mundi ekki hafa burði til þess á eigin spýtur. Leitað til Guggenheim Aftur varð ofaná að leita stuðnings frá Bandaríkjunum. Þar leizt Böskum bezt á samstarf við Guggenheim-safnið í New York, sem er til húsa í einni sérkennilegustu byggingu borgarinnar. Húsið var síðasta ARKITEKTINN Frank Gehry er þekktur fyrir mjög persónulegan stíl, en með Guggen- heim-safninu í Bilbao er hann talinn hafa skipað sér í raðir hinna stóru í faginu. verk snillingsins Frank Lloyd Wrights og er v eins og margir þekkja, frábrugðið öðrum r húsum í þá veru, að þar er engin 1. 2. og 3. c hæð o.s.frv. heldur er húsið hringlaga a spírall; maður gengur upp á efstu hæð eftir r hallandi gólfi, hring eftir hring. a Safnstjórinn heitir Thomas Krens, fimm- 1' tugur listsögufræðingur, en þykir hafa t kaupsýsluhæfileika meiri en í meðallagi og hefur náð framúrskarandi árangri í því að c koma upp neti bakhjarla. Markmið Krens 1 hefur einfaldlega verið að gera Guggen- c heim-safnið að þýðingarmesta listasafni s heimsins. Safnstjórinn hefur verið að færa f út kvíarnar, og segir að söfn séu í þeirri von- c lausu aðstöðu að geta aðeins haft sýnilegan i smáhluta þess sem þau eiga. Eftir að hafa komið upp útibúi í Berlín var hann strax til í j að taka þátt í dálitlu ævintýri á fáfamari j slóðum og málið var komið á skrið. j Hvað gera menn þegar ætlunin er að I byggja svo framúrskarandi hús, að það veki e heimsathygli? Eftir öllum sólarmerkjum að f dæma í samtímanum, hefði átt að velja eitt- I hvað eftir „unga og ferska“ arkitekta, „leita \ til unga fólksins" eins og það heitir, því nú f virðist það vera á hreinu að engin frumleg ( hugsun geti fæðst hjá manni yfir fimmtugt, £ og þeir sextugu ættu helzt að vera dauðir. r Að minnsta kosti ættu þeir að reyna að vera £ ekki fyrir. \ En Thomas Krens og Baskarnir í Bilbao ) þverbrutu þessa reglu. Að sjálfsögðu fór c fram samkeppni meðal arkitekta. Og fyrir £ LYKILBYGGING 2 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.