Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Blaðsíða 3
LESBéK MORGUNBLAÐSINS - MENIMING LISTIR 3. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Brasilíufarar Á 19. öldinni var svo að Þingeyingum þrengt sökum harðinda að margir sáu þann kost vænstan að koma sér úr landi. Áður en fólksflutningar hófust til Norður- Ameríku var stofnað Utflutningsfélag og beindist áhuginn einkum að Brasiliu. Þangað fór fyrst einn maður, sem gekk ævintýralega vel, síðan þrír og loks fór 30 manna hópur 1873. Flestir komu sér vel fyrir í frjósömu og fögru landi, en þessi hópur myndaði aldrei nýlendu eins og á Nýja-íslandi og tvístraðist í þjóðahafið með tímanum. Gísli Sigurðsson hefur tek- ið saman tvær greinar og byggt á bók Þorsteins Þorsteinssonar, Brasilíuförun- um, sem út kom 1938. Hellarannsóknir eru áhugamál í Hellarannsóknafélagi Is- lands og fóru 5 félagar í leiðangur í nóv. sl. vestur undir Jökul, en þar og einkum í Purkhólahrauni er hellaauðugt. Björn Hróarsson jarðfræðingur, einn af félögun- um, segir frá þessu í máli og myndum og þætti mörgum óhugnanlegt að síga hálfan fjórtánda metra niður í ókunnugt gímald. Þegar búið er að bregða upp Ijósi má sjá að margt er fallegt að sjá, bæði Saxa, Snjóhelli, Svínahelli og Lönguþröng. ísland fyrri alda er lítt kunnugt af myndum, en erlendir ferðamenn teiknuðu ómetanlegar heimildamyndir á 19. öldinni. Frá 18. öld er næsta lítið til, en nú hefur það gerzt að í Frakklandi hafa nýlega fundizt áður óþekktar Islandsmyndir úr leiðangri, sem farinn var til Patreksfjarðar 1772. Þar teiknaði listamaðurinn Pierre Ozanne staðinn og tvær konur, en frá þessari upp- götvun segja þær Æsa Sigurjónsdóttir og Gisele Jónsson. Gleiðlinsuna á menninguna segir Þröstur Helgason í grein, þar sem hann blandar sér í umræð- una um skilgreiningu á menningarhugf ak- inu. f þessari umræðu hafa sumir viljað tengja það Iiststarfsemi en aðrir hafa skoðað það í miklu víðara samhengi. Enn aðrir hafa svo litið á menningu sem and- stæðu efnis(hyggju). Þröstur segist sam- þykkur því að túlka menningarhugtakið mjög vítt, en vill leysa upp fyrrnefnda andstæðu. Blaðaljósmyndir þær beztu frá árinu 1997 eru nú sýndar í Gerðarsafni í Kópa- vogi. Það eru Blaða- ljósmyndarafélag ís- lands og Blaða- mannafélag Islands, sem standa að sýn- ingunni, en ljós- myndunum er skipt í sjö efnisflokka; myndasyrpur, íþróttamyndir, fréttamynd- ir, skopmyndir, portrett, daglegt líf og „feature“-myndir og dómnefnd, skipuð fulltrúum félaganna tveggja, velur bestu myndirnar úr hverjum flokki auk þess að verðlauna sérstaklega bestu blaðaljós- mynd ársins. Kvikmyndaleikstjórinn brezki, Linasay Anderson féll í valinn árið 1994. Hann vann til tvennra eftirsóttustu verðlauna kvikmyndaheimsins, Óskarsverðlauna og gullpálmans og er að áliti Jónasar Knútssonar einn frumlegasti leikstjóri Breta á ofanverðri öldinni. SIGURÐUR EINARSSON MYND FRÁ NAZARET Hann ríður asna í áttina að bænum undurhægt fet fyrir fet. Höfuðskýlan hans blakth' í blænum og bærinn er Nazaret. Konan hans gengur kippkorn á efth' með körfu á höfði sér. Hún er kúfuð af laukum og kannskijafn þung, og konan, sem hana ber. Hún leiðir barn og ber annað á armi, er eign þessa ríðandi manns, mj'úk eins og viðja með auðmýkt í augum síns austræna móðuiiands. * Eg sá þetta með einni sænskri frú - henni sýndist meðferðin grimm og ástin harðskeytt - en kona kostar hér kýwerð þrjú eða fimm. Hún hafði gefið sinn hehnanmund til hamingju manni og sér. En samt er hann þakklátur þegar hún ferðast og því er hún hérna með mér. Sigurður Einarsson, 1898-1967, var prestur og skóld og varð fyrst þjóðkunnur sem þulur I Ríkisútvarpinu og höfundur róttækra Ijóða, enda hét fyrsta Ijóðabók hans, Undir hamrí og sigð.) 1930). Á siðari hluto ævinnar varð hann þekklur sem séra Sigurður í Holti undir Eyja- fjöllum, þar sem hann gegndi embælti og kenndi sig ævinlega við þann bæ. Eftir hann liggja kennslubækur, ferðasögur og þýðingar. FORSÍÐUMYNDIN: íslensk kona á Patreksfirði, sem franski listamaðurinn Pierre Ozanne teiknaði í júlí 1772. Myndin er í einkaeign. RABB ARAMÓT eru venjulega tími upprifjunar. Fjöl- miðlar minnast þá gjarnan helstu viðburða liðins árs og venjulega er af nógu að taka. Mál bresku barnfóstrunnar Louise Woodward hefur greinilega verið mörgum erlendum blaða- manninum ofarlega í huga á þessum tíma- mótum. Eg las samviskusamlega nokkrar greinar um barnfóstruna og ákæruna á hendur henni, svo og um málaferlin sjálf. Aðallega vildi ég athuga hvort eitthvað af staðreyndum málsins hefði farið fram hjá mér þegar málið var í brennidepli, því sannleikurinn er sá að þrátt fyrir þessa ótrúlegu fjölmiðlaathygli sem málið vakti, þótti mér alltaf eitthvað vanta. Og það vantar enn. Eg veit þó orðið allt sem vert er að vita um Louise Woodward - nema reyndar hvort hún átti sök á dauða ung- barnsins - en læt það liggja á milli hluta í bili. Ég get ekki varist þeirri hugsun að kastljósið beinist að rangri aðalpersónu, ungri stúlku frá Bretlandi, í stað ungbarns sem dó af völdum áverka sem einhver veitti því, viljandi eða óviljandi. Samkvæmt hefðbundnum skilningi á hug- takinu fómai'lamb glæps, var þetta litla bam fómarlamb, foreldrar þess og aðrir ættingj- ar líka - en í augum þorra almennings sem fylgdist af athygli með málinu virðist sem Louise hafi miklu fremur verið fómai'lambið í þessum harmleik, reyndar bæði fómar- lamb og síðar hetja eftir að dómur féll. , ÁR TARANNA Það er ómögulegt að sitja hér og ætla að fullyrða um sekt eða sakleysi barnfóstr- unnar. Það er hins vegar erfitt að kyngja því að til þess að „halda með“ henni þurfi að „vera á móti“ látna barninu og ástvin- um þess. En þannig virðist málið sett upp, eins og kappleikur og veðjað um niður- stöðuna. Einhver var valdur að dauða litla Matt- hew Eappen. Þeir sem „héldu með“ barn- fóstranni voru ekki endilega fullvissir um að það væri ekki hún. En það var samt ekki við hana að sakast. Blóraböggulinn fundu menn í móðurinni sem í stað þess að vera móðir í fullu starfi, var „útivinnandi móðir á framabraut“. „Móðirin er sekust“ sagði fyrirsögn í New York Daily News á meðan á réttarhöldunum stóð og margir tóku undir. Það virtist engu skipta að móð- irin var í hlutastarfi en faðirinn í fullu starfi, samúðin var hans og sökin hennar. í kringum málaferlin birti tímaritið Newsweek gi'ein um áhrifin á núverandi og verðandi „au pair“ stúlkur í Bandaríkj- unum. Þar var minnst á eldri réttarhöld yfir austurrískri stúlku sem hafði verið ákærð fyrir íkveikju. í eldsvoðanum létust vinnuveitendur hennar, bandarísk hjón, og börn þeirra. Stúlkan var sýknuð og í fagn- aðarlátunum þegar hún kom í heimabæ sinn í Austurríki var henni ekið um í branabíl. Hvemig ætli beri að skilja þá miður smekklegu tilvísan í hörmulegan dauðdaga bandarísku fjölskyldunnar? Erlendir fjölmiðlar, þar á ég við annarra landa en Bandaríkjanna, hafa verið iðnir við að benda á galla bandaríska réttarkerf- isins sem hreinlega virðist ekki ráða við mál af þessu tagi, allra síst eftir að athygli fjölmiðla á þeim hefur vaknað. Annar flöt- ur á málinu era þessi viðbrögð almennings sem svo sannarlega er ekki hægt að kenna fjölmiðlum einum um. Sigurður Líndal nefnir í grein sinni Stjórnarskrá og mann- réttindi sem birtist í Skírni 1995, að skírskotun afbrotamanna fái gjaman mik- inn hljómgrunn meðal ýmiss konar sam- taka og almennings. Ástæðuna segir hann eflaust þá að mönnum finnist einmana af- brotamaður standa berskjaldaður gagn- vart ofurvaldi ríkisins. Við þær aðstæður vakni samúð, þannig að illvirki hans falli í skuggann. Menn leiti að réttlætingu fyrir háttsemi afbrotamannsins og varpi sökinni á þjóðfélagið, „hvað svo sem það merki“, eins og Sigurður orðar það. Sigurður segir ekki unnt að útiloka að þessi tegund mannréttindabaráttu eigi einhvem þátt í vaxandi ofbeldi. „Fátt heyrist hins vegar frá þeim sem eiga um sárt að binda vegna afbrota, enda hafa þeir hingað til fengið takmarkaða áheym,“ segir Sigurður. „Víða stendur fólk ráð- þrota gagnvart glæpalýð sem stundar iðju sína í skjóli mannréttinda og þeir sem halda eiga uppi lögum fá lítið að gert. Ef litið er til alþjóðlegra sáttmála kemur í ljós að drjúgum hluta þeirra er varið undir ákvæði sem tryggja réttindi afbrota- manna, en þar er ekki stafur um réttindi brotaþola utan almennar yfirlýsingar um rétt til lífs, frelsis og mannhelgi." Það sýnist væntanlega hverjum sitt um þessar hugleiðingar Sigurðar. Hvað sem því líður er umhugsunarvert hvort réttar- kerfið sem við sjálf höfum átt þátt í að koma á laggirnar og viðhalda, sé svo mikill ógnvaldur að við finnum hjá okkur hvöt til þess að halda með þeim einstaklingi sem stendur einn andspænis því, jafnvel óháð því af hverju hann er í þeirri stöðu. Eru afbrot af því tagi, sem Louise Woodward var ákærð fyrir, í augum fólks, fyrst og fremst afbrot gegn kerfinu? Árið 1997. Arið sem maðurinn sendi geimfar til Mars. Árið sem vísindamenn einræktuðu Dollý og rifust um einræktun mannsins. Árið sem hin margrómuðu hag- veldi Austur-Asíu riðuðu til falls. Þessir atburðir falla í skuggann. Þetta er árið sem fólkið grét vegna dauða Díönu og yfir réttarhöldum Louise Woodward. HANNA KATRÍN FRIÐRIKSEN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. JANÚAR 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.