Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Blaðsíða 11
Ljósmynd: Guðmundur Brynjar Þorsteinsson. Ljósmynd: Guðmundur Brynjar Þorsteinsson.
BJÖRN Hróarsson (lengst til vinstri) stingur sér fram af fossbrúninni í Vatnshelli. LÍNUR lagðar og förin í Saxa undirbúin. Snjóinn frá deginum áður hafði tekið upp.
Ljósmynd: Guðmundur Brynjar Þorsteinsson.
BJÖRN Hróarsson heldur hér fyrstur manna á vit þess ókunna í Saxa.
Ljósmynd: Guðmundur Brynjar Þorsteinsson.
BJÖRN Símonarson á leið niður í Saxa.
beitt á þá minni til að losa um og innan stundar
tróðust félagamir hver af öðrum inn í þetta
nýja herbergi Holuborgar. Pangað hafði enginn
komið áður. Stærð þessa nýja herbergis stóð
ekki undir þeim vonum sem kaldi blásturinn
hafði gefið en í þessu neðsta herbergi Holu-
borgar kemst samt fyrir á annan tug manna.
Frá Holuborg var arkað að stórum hellis-
munna þar sem mikil og fom hleðsla er í niður-
falli framan hellisins. Stutt er síðan hellamenn
rákust á hellinn og líkt og með holuna ókönn-
uðu vestan jökuls gekk Guðmundur Brynjar
Þorsteinsson fram á hann þennan. Hann liggur
djúpt en er vart mikið lengri en sextíu metrar.
Sérkennilegar útfellingar em í hellinum, ekki
ósvipaðar kóröllum. Sýnataka og greining
þessara útfellinga bíður betri tíma. Stutt innan
hellismunnans er töluvert af beinum og sýndist
nú sitt hverjum hvaða skepna hefði verið þarna
á ferðinni. Ekld var það refur og ekki sauð-
kind, eitthvað stærra en þó smærra en hross
eða kýr - eftir að hafa velt beinflykki nokkru í
hendi um stund þóttust sumir hellamannanna
greina þar haustópu af villisvíni. Einkum vom
það bein er minntu mjög á skögultennur
villisvínanna í Ástríks-bókunum sem kom þess-
ari grillu í koll þeirra. Beinin bíða frekari rann-
sókna en þar sem purkur mun merkja það
sama og svín og bein þessi í Purkhólahx-auni
var nafninu Svínhellir skellt á hellinn og mun
vonandi haldast þrátt fyrir að líffræðingar eða
fomleifafræðingar hafni villisvínatilgátunni.
Frá nýnefndum Svínhelli var haldið í Snjó-
helli sem er mestur og þekktastur Purkhóla-
hellanna. Var hann genginn á enda og óvenju;
lítið um klakamyndanir enda sá árstíminn. í
byrjun sumars era klakamyndanir í Snjóhelli
mikilfenglegt sjónarspil.
Uppstytta tók á móti hellaföram utan Snjó-
hellis og nú var stefnan tekin á Langaþröng
sem er lengstur Purkhólahellanna. Heildar-
lengd hans er um eða yfir kílómetri en eins og
nafnið gefur til kynna er ekki alltaf hátt til
lofts. Ranghalar og afkimar vora því látnir eiga
sig í þessari ferð en haldið inn að Tebollunni
sem svo er kölluð.
Pótt nokkrir hellar væru að báki var holan
„djúpa“ enn í huganum og því haldið út fyrir
jötól í þriðja skipti þennan daginn. Veður var
mun skaplegi’a en í fyrri skiptin tvö en í stað
stórhríðar tóku kaldi og regn á móti hella-
mönnum.
Með nokkra byrði var haldið út í óvissuna og
annar fóturinn settrn- fram fyrir hinn. Snjór
dagsins á úfnu hrauninu gerði ferðina erfiða.
Kargahraun með snjósköflum hér og þar lítur
e.t.v. ekki svo ósvipað út og úthafið sjálft með
hvítfyssandi öldum. í það minnsta gekk sjó-
maðurinn frá Porlákshöfn ákveðnum skrefum
út á hi-aunbreiðuna, sigldi fagmannlega fram
hjá dröngum og skomingum, og sigldi hópnum
að holu sinni. Myrkrið og þögnin undir niðri
varð þess valdandi að þi'eyta göngunnar og
hellaferða dagsins var á bak og burt og ákafinn
tók við. Bjöm Hróarsson kíkti fyrstur manna
niður og eftir þá framkönnun taldi hann holuna
um sex metra djúpa.
Fyrst dýptin var ekki meiri slepptu menn
því að leggja siglínur og setja á sig beltin held-
ur var sex metra löngum heimasmíðuðum kað-
alstiga frá Þorlákshöfn komið niður í holuna,
bundinn í næsta bjarg. Með viljann að vopni og
hjálm á höfði hóf Bjöm að feta sig niður kaðal-
stigann. A leiðinni niður barst sú spuming frá
yfirborði hvox*t stiginn næði til botns. Svarið
var neitandi en kaðalstigafarinn taldi á þeim
tímapunkti hálfan til einn metra frá neðsta
þrepi að gólfi hellisins - og hélt því áfram nið-
ur kaðalstigann. I neðsta þrepi stigans, svona
áður en hoppað var niður á gólfið, jók Bjöm
logann á karbít-ljósi sínu til að sjá betur til. Nú
var Bimi bragðið þar sem hann dinglaði eins
og doi-dingull neðst í kaðalstiganum. Það sem
hann áður hafði talið botn var lítil sylla utan í
hellisveggnum um tíu metra frá gólfi. Frá
þessu neðsta þrepi vora sem sagt um tíu metr-
ar niður í urðina - hörð lending eftir hátt fall.
Stigamaðurinn átti aðeins einn kost, að feta sig
upp þrep kaðalstigans á ný. Með lúna upp-
handleggi náði Bjöm yfirborði og hafði náð að
hlýna vel.
Þar sem fyrir lá að síga um eða yfir 15
metra, myrkrið að skella á og þreytan að taka
völdin í kaldri rigningunni var ákveðið að slá
frekari aðgerðum til niðurgöngu á frest og bíða
morguns.
Um klukkan tíu á sunnudagsmorgni vora
fimmnienningamir aftur á göngu í hraunbreið-
unni noi'ðvestan Snæfellsjökuls og stefndu að
einni dýpstu holu eða strompi sem vitað er um
í hrauni á Islandi að Príhnúkahellinum undan-
skildum.
Nú var skynsemin ákafanum yfirsterkari og
línur bundnai- af nákvæmni. Sigbeltunum kom-
ið á sinn stað og sötóm reynslunnai' frá degin-
um áður var Bimi Hróarssyni „leyft“ að verða
fyrstur. Eftir að hafa staðið nokkra stund
hugsi á brúninni sást hvar hann hvarf í myrkur
og hyldýpi undirheimanna. Tveir leiðangurs-
manna komu í kjölfarið en tveir ákváðu að yfir-
borðið yrði hlutskipti þeirra í þetta sinn.
Sighæðin reynist hálfiu- fjórtándi metri og
við þremenningunum blasti mikill geimur sem
þrengdist eftir því sem ofai' dró og endaði í
þessu litla gati tfl yfirborðs sem aðeins er um
fermetri að stærð. Beinagrind af lambi hvílir á
syllu þar í neðra og önnur slík af ref skammt
frá. Ut frá hvelfingunni sjálfri liggur nær tutt-
ugu metra langur afhellir. Þar er hátt til lofts
og vítt til veggja. Við enda afhellisins liggur
leiðin niður á við um nokkurs konar svelg þar
sem hraunið hefur streymt niður í loka-fasan-
um á vit sinna fyrri heimkynna. A stórum
steini við svelginn hafði refur lagst til hinstu
hvílu áður fyrr á áranum og við blasti skjanna-
hvít beinagrind hans. Eftir að hafa klöngrast
niður svelginn tóku við haganlega löguð göng
sem lágu í hring eða spíral undir aðalhvelfingu
hellisins. Skammt fi'á hellisbotni blasti beina-
grind af þriðja refnum við og sú fjórða og þar
með fimmta beinagrind hellisins var við botn.
Þar köstuðu hellamenn mæðinni eins og venja
er í hellisbotni.
Áætlað var að hellisbotn væri um tuttugu
metrarn undir fótum þeirra sem biðu á yfir-
borðinu við hellismunnann og rámum sex
metram neðan við gólfið í sjálfri hvelfingunni.
Bein skollans sem lágu skammt frá hellisbotni
vora dreifð á um eins meti’a kafla og vakti það *
nokkra athygli. Fyrst var stungið upp á að ref-
ui'inn hefði dáið á hlaupum en ekld vora allir
sáttir við þá skýringu og fremur hallast að því
að sá sem næstur kom úr fjölskyldunni hafi
komið við sögu og e.t.v. gætt sér á því sem eftir
var á beinunum.
Fátt er vitað um aldur hraunsins sem hellir-
inn er í annað en það er að öllum líkindum
eldra en 1.750 ára og yngra en 8.000 ára eða
með öðram orðum hellirinn er nokkur þúsund
ára gamall og hefur haft op til yfirborðs allt frá
því gosinu lauk. Það þarf því engan að undra
þótt fjói-um refum og einni sauðkind hafi skrik-
að fótur við gatið. Slíkt gæti einnig hafa gerst
þegar srijóskán hylur opið. Með aukinni útivist
á þessum slóðum gæti hellirinn hæglega gleypt
einhvern göngumanninn - þunn snjóhengjan
gefið sig undan þunganum. Þótt refirnir vii'ðist
hafa komið óbrotnir niður og haldið áfram för
inn hellinn væri einhver ótráleg heppni yfir
manni sem kæmist lífs frá þessu falli.
Eftir að hafa skoðað hellinn noktóð gaum-
gæfilega var , júmmuranum" skellt á línuna og
til yfii'borðs náðu hellamennimir þrír hvur á
eftir öðram. Fyrstir manna höfðu þeir í hellinn
komið og þótt hvorki biði þeirra þar gull né
gersemar í eiginlegum skilningi höfðu þeii'
framkannað skemmtilegan helli. Var honum
gefið nafnið Saxi. Þrátt fyrir að hvorki hafi
fundist bein að kálfi eða kú í hellum að þessu
sinni heldur einungis af „villisvíni", ref og sauð
kom eftirfarandi kvæði Látra-Bjargar upp í
hugann að nafngiftinni lokinni:
Boli alinn baulu talar máli
bitru - heitir Litur nautið hvita.
Syngur, á engjar ungur sprangar löngum,
undan stundum skundar grund til sprundar.
I gufukofa kræfur sofid hefur,
kul í þolir svala bælaskolinn.
Uxann vædnn exin loksins saxar
- ýtar nýtir éta ket í vetur.
Höfundar eru óhugamenn um íslenska hraunhella.
f
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. JANÚAR 1998 1 1