Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Blaðsíða 13
HAPPDRÆTTIS- VINNINGURINN _______SMÁSAGA________ EFTIR GÍSLA H. KOLBEINS Fjármálaráðherrann er orðinn smáhás af að hálfhrópa fyrri vinningsnúmer og báðir ráðherrarnir þurfa að þurrka svitadropa af enni. Dómsmálaráðherrann leggur lófa yfir opið á kassahliðinni og smeygir hinum lófan- um undir kassann, hristir hann og allar raddir hljóðna. AÐ VAR glatt á bjalla hjá Jóni kaupmanni. Hann var að fagna farsælu verslunarstarfi í hálfa öld. Ungur hafði hann byrjað smátt en vegnað vel. Enda var hann hag- sýnn og hafði glöggt auga fyrir flestu, sem að verslun laut. Nú sagði hann fyrir verkum og skoð- aði tölvuskjáinn. Hann þurfti ekki lengur að endasendast um allan bæ með vörur heim til fólks né heldur bisa við þunga kassa og poka til að koma því dóti fyrir í gömlum ryðblettuðum sendiferðabíl. Nú var allt í sómanum í stórmark- aðinum. Ánægðir viðskiptavinir og ánægt starfsfólk virtist vera allt í kringum hann. Og nú hélt hann stóra veislu, mikinn fagnað með mikl- um veitingum, ræðuhöldum og söng. Allir virt- ust kátir, sem komnir voru til hans í teitið. Langur borði hafði verið festur á þil við annan enda veislusalarins með fagurlega skrifaðri áletrun: Góð verslun hefir glatt marga í hálfa öld, sem hafa átt góð viðskipti við Jón kaup- mann. Hann hafði boðið öllum sem einhvem tíma höfðu unnið hjá honum og ýmsum viðskiptavin- um, sem hann var málkunnugur, til þessa fagn- aðar. Þar í bland vora almúgamenn og stjóm- málamenn, embættismenn og listamenn og ýmsir skemmtilegir einstaklingar. Öllum hafði hann boðið kvaðalaust og ætlaði að gleðja nokkra í hópnum með því að efna til happdrætt- is og gleðja 52 veislugesti með happdrættisvinn- ingum. Þetta var meiri háttar veisla og mann- fagnaður með alls konar lostæti og skemmtileg- um uppákomum. Áfengi var samt ekki á boðstólum, því að Jón var hófsmaður og taldi áfengi valda böli. Enginn skyldi verða fyrir vondu af hans hálfu. Það var lífsviðhorf hans. Undirleikarinn fyrir almennum söng og öðrum söngatriðum sat við slaghörpuna og lék af list og mikið var sungið. En nú var komið að há- punkti samkvæmisins. Nú átti að draga úr sterklegum pappakassa lukkunúmerin í happ- drættinu. Allir boðsgestir höfðu fengið fagur- lega myndskreytta miða með mynd af fyrstu búðarholunni og stórmarkaðsbyggingunni og svo auðvitað undirstrikuðu númeri. Lukkunúm- erin voru aftur á móti prentuð á miða sem á var límkantur, svo að hvert blað var samanbrotið og númerið falið þannig. Lukkunúmeramiðarnir, allir eins utan á að sjá, höfðu svo allir verið settr ir í tunnu undan vínberjum og henni svo verið velt eftir öllum verslunarvagnaranghala stór- markaðarins. Þar næst hafði vínberjatunnan verið losuð í góðan kassa undan kexi. Kassanum var svo lokað með sterku límbandi verslunar- innar og gat skorið á eina hliðina. Yfir það svo verið lagt blað, sem fest var einnig með límbandi verslunarinnar eins og innsigli. Svo vel vildi til að fjármálaráðheiTann og dómsmálai-áðherra höfðu báðii- verið sendlar hjá Jóni kaupmanni og höfðu nú lofað að vera til aðstoðar við að draga í happdrættinu. Þeir tóku sér nú stöðu við ræðupúltið. Dómsmálaráðherrann hafði fengið borð við hlið þess til að láta kassann standa á en fjármálaráðherrann ætlaði að lesa lukkunúmerin upp í hljóðnemann. Aðalbókarinn, Lilja Rósa, var svo kominn með litla ferðatölvu til að slá inn og búa til lista yfir vinningsnúmer ef einhver væri íjarverandi, hefði ekki getað komist eða verið farinn heim sakir ellimæði. Dómsmálai'áðherrann mundaði skærin og klippti á límbandið, sem festi miðann yfir gatr inu. Svo hófst drátturinn. Ut vora dregnh' 17 vinningar; vöraúttekt fyrir 5 þúsund hver í versluninni, svo komu 17 vinningar vöruúttekt fyrh' 10 þúsund, þar næst 17 vinningar vöruút- tekt 25 þúsund krónur. Allt gekk skemmtilega fyi'ir sig og spaugað var með tómatsósu og hveiti, sykur og saft. En nú var komið að stóru stundinni. Vinning- urinn er 350 þúsund krónur til að kosta utan- landsferð fyrir tvo, kostuð af Jóni kaupmanni. Nú er betra að vanda sig. Fjármálaráðherrann er orðinn smáhás af að hálfhrópa fyrri vinnings- númer og báðir ráðherramir þurfa að þurrka svitadropa af enni. Dómsmálai'áðherrann legg- ur lófa yfir opið á kassahliðinni og smeygir hin- um lófanum undh' kassann, lyftir honum upp og hi-istir hann einu sinni, svo aftur og svo í þriðja sinn, leggm- hann því næst niður á borðið og mundar hönd til að draga. Allar raddh- hljóðna. Allra augu horfa á ráðherrana tvo. Dómsmála- ráðherrann lítur til hliðar, hálfsnýr upp á sig og horfir um öxl á meðan hönd smýgur niður í miðahrúguna og tveir fingm' leita eftir taki á einum miða. Nú lyftir hann hendi og heldur á miðanum. Hann réttir hann til ijármálaráðherr- ans, sem tekur við hátíðlegur á svip, rýfur lím- inguna, lítur til Jóns kaupmanns og spyr: „Vilt þú ekki sjálfur tilkynna númerið?“ „Nei, nei, ansar Jón kaupmaður, lest þú.“ Hann les hægt og hátíðlega með formála: „Utanlandsferð fyrir tvo kostuð af Jóni kaup- manni í Vörasölubúðinni. Ailt á einum stað með 350 þúsund krónum kemur í hlut þess, sem er með miða nr. Ha. Já nr. 1. Ég er hissa. Það er nr. 1. Hver er með nr. 1? Þú hefir aldeilis dregið ' af snilld dómsmálaráðherra. Það er nr. 1. Hver er svo heppinn að vera með nr. 1?“ Þögn ríkir í salnum. Það hafði verið þys og kæti á meðan vinningamar 3x17 vora dregnir út með glensi og gamni um brauð og kex, seríos og sultu. Nr. 1 breiddi þögn yfir salinn. En nú er hún í’ofin. „Ætli ég sé ekki með nr. 1,“ segir Jón Jónsson, fyrsti utanbúðarsendillinn á fyiTum gamla ryðblettaða sendibílnum, 5 árum eldri en Jón kaupmaður, að verða áttræður. Röddin er lág en skýr. Hann stóð alltaf vel fyrir sínu, hann Jón Jónsson utanhúss. Aldrei rugl á af- greiðslu hans og aldrei týndist neitt, sem honum var trúað fyrir. Við hlið hans er Guðrún Jóns- dóttir, kona hans, sem lengi gerði hreint eftir lokun í búðinni. „Ja. Hér fékk sá sem átti skilið góðan vinn- ing,“ sagði fjármálaráðherrann. „Kom þú og tak við happafeng þínum, Jón.“ „Hm, hm, ætli það,“ ansaði Jón Jónsson. „Það getur svo sem vel verið að við hjónin eigum þetta skilið. Ég segi fátt um það. Við lentum í því hjónin að fá viðlíka vinning í hittifyrra í þætti hjá sjónvarpinu á einhverju lukkuhjóli. Við það minnkuðu svo ráðstöfunartekjur okkar að við þolum ekki svoleiðis svona fljótt aftur. Við urðum fyrir nærri 70 þúsund króna lækkun á árstekjum vegna 250 þúsund króna vinnings á happahjólinu. Ég held að þessi vinningur, ef ég tæki við honum, slálaði sér á sama hátt. Við sótt- umst ekki eftir þessum miða, heldur var okkm- sendur hann að gjöf. Það skyldar okkm- ekki til að taka móti vinningi, sem mér finnst við ekki hafa efni á að taka á móti. Athugið það gott fólk og sérstaklega þú, gamli, góði húsbóndi, hvað fylgir í kjölfarið vegna tekjuskerðingarlagnna, ef við tökum á móti vinningnum. Hann er auðvitað skattskyldur og því verður að borga 143 þúsund kr. í skatt af honum.“ Jón hafði mjakað sér alla leið að hljóðnemanum á ræðupúltinu og ijár- málaráðherrann hafði færst undan, en Guðrún fylgdi manni sínum til samsinnis tölu hans. Það fór að verða nokkuð tvísýnt um réttmæti þess að Jón hefði átt skilið að fá vinninginn. Hann brýndi raustina og hélt áfram: „í kjölfarið kæmi svo tekjuskerðingin. Það gæti farið svo að tekju- tryggingin lækkaði um 10 til 13 þúsund krónur á mánuði hjá hvoru okkar hjónanna á næsta ári, sem gæti þá verið 240-312 þúsund króna lækk- un á árinu. Eða ef saman væri lagt 380-455 þús- und króna lækkun í tekjum. Við yrðum að minnsta kosti fátækari af að taka við vinningn- um. Það eru ef til vill veisluspjöll að hafna hon- um, en við geram það nú samt og biðjum þig fyrirgefningar á því, húsbóndi minn góður. Ég hefi lært af þér að fara að öllu með gát og velja þann kost sem vænstur er.“ Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur og núverandi eftirlaunaþegi. INGIBJÖRG HELGADÓTTIR FJARÐAR- HEIÐI Fór ég niður Fjarðarheiði fagnandi þar sá fjöllin háu, tigna tinda teygja’ íloftin blá. Iðjagrænt er fagurt flosið fjallsins kinnum á skaflar samt í lautum liggja löngum vetri frá. Saumað hafa silfurböndum silkimjúka hlíð litlar kristals lindir skærar ljúfa vorsins tíð. Hamrabúi á hörpu leikur himinglaðan dag. Hugann sterkum töfrum tekur tónaflóðsins lag. Hamrabúans harpa geymir hryggð og gleðibrag, ekkert þráir eyra að heyra, eins og hennar lag. Fagiu' glitrar flötur sævar faðmar aldan sand, sæl að hafa um síðir fundið sinna drauma land. Stutt þó verð’ af ströndu kynni, stundin ævi dvín, strax þar kemur önnur alda að með faðmlög sín. Samspil óðs ogyndi landsins, ómur sama lags, veitir djúpan frið og fögnuð fram til hinsta dags. Höfundurinn, f. 1924, ólst upp á Skeiðum en bjó í Reykjavík. Hún lést í október 1997. HELGA JÓHANNSDÓTTIR ÖRLÖG Þú áttir allt lífíð og framtíðin beið þín unga drengsins með bjarta brosið. Ég horfði á þig vaxa þroskast, sá óráðnar gátur birtast í spurulum augum þínum og gáska vorsins í fótsporum. En dimmur skuggi beið eftir auðveldri bráð oggáski vorsins hvarf úr sporum þínum. Húsbóndinn harði fleytir þér áfram í hafí bölsins og við mér blasa augu þín full af tómi. En ég græt örlög litla drengsins með bjarta brosið og bænir mínar fylgja honum út í nóttina. Höfundur er sjúkraliði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. JANÚAR 1998 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.